Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020

Róttækari og hófsamari demókratar tókust á í kappræðum
Opinber heilbrigðisþjónusta fyrir alla Bandaríkjamenn var helsta bitbein miðjumanna og róttækari demókrata í öðrum sjónvarpskappræðum flokksins í gærkvöldi.

Önnur umferð kappræðna Demókrata hefst í kvöld
Önnur umferð kappræðna milli forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins hefst í nótt í borginni Detroit í Michigan.

Frambjóðendum í Kaliforníu gert skylt að birta skattaskýrslur
Ríkisstjóri Kaliforníu, demókratinn Gavin Newson, hefur skrifað undir löggjöf sem gerir forsetaframbjóðendum, sem vilja taka þátt í prófkjöri í ríkinu, skylt að birta skattaskýrslur sínar. Lögin, sem ná einnig til frambjóðenda til embættis ríkisstjóra, eru sögð vera sett til höfuðs sitjandi forseta, Donald Trump.

Forsetaframbjóðandinn Tulsi Gabbard höfðar mál gegn Google
Framboðið sakar Google um að hafa brotið á tjáningarfrelsi hennar og krefst fimmtíu milljóna Bandaríkjadala í skaðabætur frá fyrirtækinu, eða sem nemur rúmum sex milljörðum íslenskra króna.

Trump gæti náð endurkjöri með lægra hlutfalli atkvæða en síðast
Greining New York Times bendir til að Trump gæti náð endurkjöri jafnvel þó að hann fengi fimm prósentustigum færri atkvæði en mótframbjóðandinn á næsta ári.

Vill að FBI rannsaki FaceApp
Leiðtogi demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, ChucK Schumer, fer fram á að bandarísk yfirvöld rannsaki smáforritið FaceApp sem tröllríður nú öllum samfélagsmiðlum.

Þátttakendur tilkynntir í dag
Demókrataflokkurinn bandaríski greinir frá því í dag hvaða forsetaframbjóðendur uppfylltu skilyrði fyrir því að fá sæti, eða öllu heldur ræðupall, í næstu kappræðum flokksins.

Biden vill fækka fangelsunum um meira en helming
Aðspurður hvort hann væri tilbúinn til þess að fækka fangelsunum í landinu um helming sagðist Biden vera tilbúinn að ganga lengra en það.

Dregur sig úr forvali Demókrataflokksins
Þingmaðurinn Eric Swalwell tilkynnti á blaðamannafundi í gær að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins.

Beto O'Rourke fundaði með hælisleitendum sem vísað hefur frá Bandaríkjunum
Beto O'Rourke, einn þeirra fimmtán sem sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar sem fara fram í nóvember næsta árs, fór í dag í heimsókn til Mexíkó og hitti þar fyrir fjölskyldur sem freistað hafa þess að komast yfir til Bandaríkjanna en hefur verið snúið til baka.

Trump virtist gera grín að kosningaafskiptum Rússa með Pútín
Þegar bandarískir blaðamenn spurðu út í kosningaafskiptin virtist Trump skipa Pútín að skipta sér ekki af í gríni.

Spjótin stóðu á Biden í kappræðunum
Ferilskrá fyrrverandi varaforsetans í málefnum kynþáttanna í Bandaríkjunum var sérstaklega í sviðsljósinu í sjónvarpskappræðum demókrata í gærkvöldi.

Tekist á um heilbrigðis- og innflytjendamál í fyrstu kappræðum demókrata
Tíu frambjóðendur í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum öttu kappi í sjónvarpi í fyrsta skipti í gærkvöldi.

Enn bætist í frambjóðendaflóru Demókrataflokksins
Enn hefur bæst í hóp þeirra demókrata sem gefa kost á sér til þess að verða forsetaefni flokksins í forsetakosningnum sem fara fram í nóvember á næsta ári, nú eru frambjóðendurnir orðnir 25.

Tilbúinn að taka við upplýsingum um mótframbjóðanda þó þær komi frá erlendum ríkisstjórnum
Donald Trump telur upplýsingar frá erlendum ríkisstjórnum um mótframbjóðendur sína ekki endilega vera óeðlileg afskipti af kosningum.

Firnasterk staða Joes Biden í forvali Demókrata
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna undir Barack Obama, hefur mælst langvinsælastur í forkosningum Demókrata allt árið.

Aktívisti hrifsaði hljóðnemann af forsetaframbjóðandanum Harris
Svar öldungardeildarþingkonunnar Kamölu Harris við spurningu um launamun kynjanna á málfundinum MoveOn í Kalíforníu í gær komst ekki til skila vegna baráttumanns fyrir réttindum dýra sem ruddist upp á sviðið og reif hljóðnemann af Harris.

Segir demókrata ekki eiga að velja frambjóðanda eftir kjörþokka
Julián Castro, einn þeirra sem gefa kost á sér í forvali Demókrataflokksins fyrir komandi forsetakosningar, segir það vera mistök að ganga út frá þeirri staðreynd að aðeins hvítur karlmaður geti sigrað Donald Trump.

Reyndi að kaupa sér leið í Hvíta húsið í gegnum Manafort
Stephen Calk, fyrrverandi efnahagsráðgjafi framboðs Donald Trump, hefur verið ákærður fyrir að samþykkja 16 milljóna dala lán til Paul Manafort, fyrrverandi framkvæmdastjóra framboðsins, með því markmiði að fá hjálp hans til að fá starf í ríkisstjórn Trump.

Óttast fordæmið sem Trump er að setja með baráttu gegn þinginu
Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins kalla hærra eftir því að fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefji rannsókn sem gæti endað með því að Donald Trump, forseti, verði ákærður fyrir embættisbrot.

Norður-Kóreumenn kalla Biden fávita
Svo virðist sem að yfirvöld Norður-Kóreu hafi ekki tekið vel í það að Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hafi kallað Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, "harðstjóra“.

Repúblikani segir rétt að ákæra Trump fyrir embættisbrot
Justin Amash, þingmaður Repúblikanaflokksins í Michigan og einn íhaldssamasti þingmaður Bandaríkjanna, varð í gærkvöldi fyrsti þingmaður flokks síns til að halda því fram að Donald Trump, forseti, hefði hagað sér á þann veg að hægt væri að ákæra hann fyrir embættisrétt.

Segir Trump-liða hafa reynt að koma í veg fyrir samstarf með Mueller
Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump, sagði rannsakendum Rússarannsóknarinnar svokölluðu að aðilar sem tengist ríkisstjórn Trump og þinginu hafi reynt að hafa áhrif á samstarf hans við rannsakendur.

Borgarstjóri New York staðfestir framboð sitt
Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, hefur staðfest að hann ætli að bjóða sig fram í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.

Borgarstjóri New York setur stefnuna á Hvíta húsið
Bill de Blasio hyggst greina frá framboði sínu til forseta Bandaríkjanna á morgun.

Fyrrverandi Fugees rappari ákærður fyrir 2,6 milljarða króna fjársvik
Prakazrel "Pras“ Michel, einn stofnmeðlima rappsveitarinnar The Fugees, hefur verið ákærður í alþjóðlegu fjársvikamáli.

Trump yngri stefnt og gert að mæta fyrir þingnefnd
Donald Trump yngri, syni forseta Bandaríkjanna, hefur verið stefnt af leyniþjónustumálnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, þar sem Repúblikanar eru í meirihluta.

Meina fyrrverandi lögfræðingi Hvíta hússins að starfa með þingmönnum
Donald McGahn, fyrrverandi yfirlögfræðingur Hvíta hússins, ætlar ekki að afhenda þingmönnum skjöl frá starfstíma hans fyrir forsetaembættið, þó honum hafi verið stefnt af þingmönnum.

Yfirmaður FBI segir engar vísbendingar um að „njósnað“ hafi verið um framboð Trump
Bæði Trump og William Barr, dómsmálaráðherra, hafa notað það orð til að lýsa rannsókninni.

Alríkissaksóknarar segja hægt að ákæra Trump ef hann væri ekki forseti
Tæplega fjögur hundruð fyrrverandi alríkissaksóknarar, sem hafa unnið undir ríkisstjórnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrata, segja það fullvíst að Donald Trump hefði verið ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar, á grundvelli Rússarannsóknarinnar svokölluðu, ef hann væri ekki forseti.