Pavel: Kem í besta falli inn í úrslitakeppnina Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 13:54 Pavel fylgist með lokamínútum leiksins gegn Stjörnunni. Vísir/Þórdís Inga „Það er engin nánari greining komin á meiðslunum. Ég er enn að bíða eftir því að komast í ómskoðun," segir KR-ingurinn Pavel Ermolinskij en meiðslin sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafa valdið heilabrotum.Sjá einnig: Stjarnan bikarmeistari 2015 Eins og áður hefur verið fjallað um rann Pavel til á lokamínútum leiksins gegn Stjörnunni um helgina. Garðbæingar urðu svo bikarmeistarar eftir æsilegan lokasprett en Pavel neyddist til að fylgjast með öllu saman af hliðarlínunni. „Mín fyrstu viðbrögð eftir að þetta gerðist að þetta væri aftan í læri enda fann ég að það var eitthvað sem gaf sig,“ sagði hann við Vísi í dag.Hér er beðið um skiptingu fyrir Pavel.Vísir/Þórdís Inga„Hins vegar er ég með fullan styrk aftan í lærinu. Ég finn það alveg. En það eru svo vissar hreyfingar sem framkalla mikinn sársauka og get ég ekki sagt að þetta sé hefðbundin meiðsli aftan í læri.“ „Fyrsta mál á dagskrá er að komast að því hvers kyns meiðslin eru nákvæmlega og vonandi kemur það í ljós í ómskoðuninni. Þangað til er lítið hægt að gera. Það er líka afar einkennilegt að finna fyrir sársauka en geta ekki staðsett hann nákvæmlega.“Sjá einnig: Hannes: Vitum ekki hvort að dúkurinn var til vandræða KR getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á botnliði Skallagríms á morgun ef Tindastóll tapar fyrir Grindavík á sama tíma. Fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni og má heyra á Pavel að hann er ekki bjartsýnn á að geta tekið þátt í þeim. „Ég er auðvitað ekki læknir sjálfur en það kæmi mér mjög á óvart. Ég hef reynslu af svona meiðslum og mig grunar að þetta verði einhver tími sem ég verð frá. Ég vona auðvitað að ég spili með í úrslitakeppninni en eins og staðan er nú lít ég á það sem allra besta raunhæfa kostinn í stöðunni.“ „Kannski að maður sé full neikvæður gagnvart öllu saman. Það er auðvitað betra að vera jákvæður en það er of snemmt að segja til um hvernig þetta þróast.“ Körfubolti Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira
„Það er engin nánari greining komin á meiðslunum. Ég er enn að bíða eftir því að komast í ómskoðun," segir KR-ingurinn Pavel Ermolinskij en meiðslin sem hann varð fyrir í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni um helgina hafa valdið heilabrotum.Sjá einnig: Stjarnan bikarmeistari 2015 Eins og áður hefur verið fjallað um rann Pavel til á lokamínútum leiksins gegn Stjörnunni um helgina. Garðbæingar urðu svo bikarmeistarar eftir æsilegan lokasprett en Pavel neyddist til að fylgjast með öllu saman af hliðarlínunni. „Mín fyrstu viðbrögð eftir að þetta gerðist að þetta væri aftan í læri enda fann ég að það var eitthvað sem gaf sig,“ sagði hann við Vísi í dag.Hér er beðið um skiptingu fyrir Pavel.Vísir/Þórdís Inga„Hins vegar er ég með fullan styrk aftan í lærinu. Ég finn það alveg. En það eru svo vissar hreyfingar sem framkalla mikinn sársauka og get ég ekki sagt að þetta sé hefðbundin meiðsli aftan í læri.“ „Fyrsta mál á dagskrá er að komast að því hvers kyns meiðslin eru nákvæmlega og vonandi kemur það í ljós í ómskoðuninni. Þangað til er lítið hægt að gera. Það er líka afar einkennilegt að finna fyrir sársauka en geta ekki staðsett hann nákvæmlega.“Sjá einnig: Hannes: Vitum ekki hvort að dúkurinn var til vandræða KR getur tryggt sér deildarmeistaratitilinn með sigri á botnliði Skallagríms á morgun ef Tindastóll tapar fyrir Grindavík á sama tíma. Fjórar umferðir eru eftir af deildarkeppninni og má heyra á Pavel að hann er ekki bjartsýnn á að geta tekið þátt í þeim. „Ég er auðvitað ekki læknir sjálfur en það kæmi mér mjög á óvart. Ég hef reynslu af svona meiðslum og mig grunar að þetta verði einhver tími sem ég verð frá. Ég vona auðvitað að ég spili með í úrslitakeppninni en eins og staðan er nú lít ég á það sem allra besta raunhæfa kostinn í stöðunni.“ „Kannski að maður sé full neikvæður gagnvart öllu saman. Það er auðvitað betra að vera jákvæður en það er of snemmt að segja til um hvernig þetta þróast.“
Körfubolti Mest lesið Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM Handbolti Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Körfubolti United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Ráku syni gamla eigandans „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Sjá meira