Fréttir

Leita konu sem ók á konu og stakk af

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar ökumanns, sem vitni segja vera konu, sem ók á konu á rafmagnshlaupahjóli á hjólastíg við Hverfisgötu í Reykjavík, á móts við Þjóðleikhúsið, þriðjudagsmorguninn 7. október síðastliðinn rétt fyrir klukkan níu.

Innlent

Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heims­styrj­aldarinnar

Flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar fannst nýverið á strönd í Ástralíu. Tveir hermenn sem voru á leið á víglínuna í Frakklandi skrifuðu hvor bréf í flöskuna og köstuðu henni í hafið. Rúm hundrað ár liðu þar til flaskan fannst.

Erlent

Gera ekki til­kall til höfuð­borgar­titils þótt Akur­eyri verði borg

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, sem verður kannski bráðum borgarstjóri, segir það skipta máli fyrir þá þjónustu sem er veitt á Akureyri og hvaða verkefni Akureyri fer með fyrir sitt nágrenni að bærinn verði borg. Verkefnin verði að vera vel skilgreind og það viðurkennt að Akureyri fari með þessi verkefni. Ef byggð eigi að vera á öllu landinu verði að tryggja öflugt atvinnulíf og þetta sé eitt skref að því. 

Innlent

Ó­dæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýni­legt úr geimnum

Fregnir hafa borist af umfangsmiklum ódæðum eftir að borgin El Fasher í Súdan féll í hendur vígamanna Rapid Support Forces eða RSF. Vígamenn hafa birt myndbönd af sér skjóta óvopnað fólk í massavís og elta uppi, ræna og myrða fólk sem reyndi að flýja borgina við fall hennar. Þá virðast gervihnattamyndir sýna blóðbað í borginni sjálfri og eru blóðpollar sýnilegir á þeim.

Erlent

Hóf­lega bjart­sýnn á við­ræður dagsins

Arnar Hjálmsson formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra segist hóflega bjartsýnn á að viðræður dagsins hjá ríkissáttasemjara gangi vel. Samninganefndir FÍF og Samtaka atvinnulífsins ganga inn á fund klukkan tíu.

Innlent

Þriðju kosningarnar á fjórum árum

Hollendingar ganga að kjörborðinu í dag þar sem haldnar eru þriðju þingkosningarnar í landinu á fjórum árum. Þó að kannanir bendi til að Frelsisflokkur Geert Wilders verði stærstur eru taldar litlar líkur á að flokkurinn muni geta leitt ríkisstjórn að loknum kosningum.

Erlent

Hálka á höfuð­borgar­svæðinu og Hellis­heiði

Veðrið sem gekk yfir í gær hefur nú lægt að mestu en enn er í gildi gul viðvörun fyrir Suðausturland, þar sem spáð er snjókomu eða slyddu og talsverðri ofankomu á köflum, með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.

Innlent

Hlýni á föstu­dag og snjórinn geti horfið í næstu viku

Versta mögulega veðurspá fyrir suðvesturhornið rættist í dag. Viðbragðsaðilar sinntu metfjölda útkalla og um hádegisbil var óskað eftir því að fólk færi heim sem fyrst þar sem appelsínugul viðvörun var í kortunum. Sú viðvörun gilti þó stutt og stytti upp síðdegis.

Veður

Stærsti felli­bylur í sögu Jamaíka

Þök flugu af byggingum, tré fuku og grjót hrundi á vegi þegar fellibylurinn Melissa gekk á land á Jamaíku í dag. Bylurinn er talinn vera stærsti fellibylur sem hefur náð til Jamaíka frá því að mælingar hófust árið 1851.

Erlent

Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir við­gerðir

Barna- og aðallaug Vesturbæjarlaugar verða opnaðar aftur í fyrramálið en ráðist var í lagfæringar á þeim eftir að málning byrjaði að flagna í kjölfar umfangsmikilla viðhaldsframkvæmda í sumar. Opnunin er tilkynnt með fyrirvara um að veður leyfi.

Innlent

Ísraels­her gerir á­rás á Gasa

Ísraelsher hefur skotið þremur flugskeytum í átt að Gasaströndinni í kjölfar skipunar forsætisráðherra Ísraels um að hefja árásir á ný. Ísrael sakar Hamas um að brjóta gegn vopnahlé.

Erlent

Karl­maður lést í Bláa lóninu

Karlmaður var úrskurðaður látinn í Bláa lóninu í dag eftir að hafa misst þar meðvitund. Viðbragðsaðilar voru kallaðir á staðinn um miðjan dag og hófu endurlífgunartilraunir á vettvangi en um var að ræða erlendan karlmann á sextugsaldri.

Innlent

Skipar hernum að gera á­rásir á Gasa

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur skipað her ríkisins að gera „kröftugar“ árásir á Gasaströndina. Hann sakar Hamas-liða um að hafa brotið gegn vopnahléi á svæðinu. Vígamenn eru sagðir hafa skotið að ísraelskum hermönnum í dag og þar að auki saka Ísraelar Hamas um að brjóta gegn samkomulaginu hvað varðar að skila líkum gísla.

Erlent