
Fréttir

Trump þakkar Írönum fyrir að láta vita af sér
Íranar létu yfirvöld í Bandaríkjunum og Katar vita af sér áður en þeir létu til skarar skríða og skutu eldflaugum í átt að bandarísksri herstöð í Katar í dag. Donald Trump Bandaríkjaforseti þakkar þeim fyrir og segir að engan hafi sakað í árásinni.

Ísland muni ekki verja fimm prósentum til varnarmála
Utanríkisráðherra segir fullan skilning á því innan Atlantshafsbandalagsins að Ísland sem herlaus þjóð muni ekki verja fimm prósentum þjóðarframleiðslu til varnarmála. Ísland sé þó þegar byrjað að fjárfesta í þeim innviðum sem okkur er gert að fjárfesta í.

Mikill reykur eftir að kviknaði í annarri efnalaug
Eldur kviknaði í efnalauginni Fönn við Klettháls í Reykjavík í kvöld. Slökkviliðsmenn eru búnir að slökkva eldinn en mikill reykur var á svæðinu.

„Við erum auðvitað ekki komin þangað“
Þingflokksformaður Viðreisnar segir það ekki koma til greina að svo stöddu að beita lagagrein sem myndi heimila þingmeirihlutanum að þvinga veiðigjaldafrumvarpi beint í atkvæðagreiðslu. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur það lýðræðislega skyldu sína að hindra afgreiðslu málsins. Þau vonast bæði eftir því að ná samkomulagi um þinglok.

Rýma sextán þorp vegna gróðurelda í Grikklandi
Umfangsmiklir gróðureldar hafa logað í dag á vinsælu grísku ferðamannaeyjunni Chios, þar sem yfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi og íbúar hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Rýma hefur þurft sextán þorp og úthverfi í aðalbænum Chios town.

Telja einhvern hér á landi búa yfir vitneskju um hvað kom fyrir Jón Þröst
Fimm írskir lögreglumenn eru staddir hér á landi til að taka skýrslur af fjörtíu og fimm einstaklingum í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Jónssonar. Vonir standa til að vísbendingar berist sem gætu nýst við að upplýsa málið.

Fleiri handteknir í Borgarnesi
Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar.

Átök breiðast út í Mið-Austurlöndum, virkjanaáform og brúðkaup Bezos
Stigmögnun átaka í Mið-Austurlöndum virðist halda áfram en Íranar beindu árásum að herstöð Bandaríkjanna í Katar í dag. Farið verður yfir stöðuna í kvöldfréttum Sýnar en sprengingar hafa heyrst yfir Dóha, höfuðborg Katar, og lofthelgi víða verið lokað.

Íranir ráðast á herstöð Bandaríkjamanna í Katar
Íranski byltingarvörðurinn skaut fjölda eldflauga í átt að bandarískri herstöð í Katar síðdegis í dag. Sprengingar ómuðu um Dóha, höfuðborg Katar, meðan árásirnar stóðu yfir. Katarska utanríkisráðuneytið segir loftvarnir landsins hafa skotið írönsku eldflaugarnar niður áður en þær gátu valdið tjóni.

Gert að greiða fyrrverandi manni sínum bætur vegna dreifingar á nektarmynd
Kona sem var dæmd fyrir afla sér og dreifa nektarmyndum af þáverandi eiginmanni sínum og annarri konu var í dag gert að greiða honum 486.500 krónur í miskabætur að viðbættum vöxtum. Henni var einnig gert að greiða 669.600 krónur í málskostnað til ríkissjóðs.

Sextán ár fyrir að bana dóttur sinni
Sigurður Fannar Þórsson var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að verða dóttur sinni, hinni tíu ára Kolfinnu Eldeyju, að bana með hamri. Þá var hann einnig dæmdur fyrir fíkniefnalagabrot.

Leita fulltingis forseta til að fá upplýsingar um veiðigjöld
Þingmenn stigu í pontu Alþingis í stríðum straumum við upphaf þingfundar í dag, til þess að freista þess að fá forseta þingsins til að aðstoða þá við að kría nákvæmari upplýsingar um veiðigjaldafrumvarpið út úr ríkisstjórninni.

Lúsmý um allt land en bitmýið einnig árásargjarnt
Lúsmý gerir nú vart við sig í öllum landshlutum eftir að hafa sprottið upp á Suðurlandi í maí í hitabylgju áður en að vorhret setti strik í reikninginn. Þetta segir vatnalíffræðingur og prófessor í dýrafræði sem segir aðeins hægt að flýja vágestinn á útnesjum þar sem vindasamt er.

Kona féll í Svöðufoss
Björgunarsveitarmenn og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð til um klukkan 13 í dag til að sækja konu sem hafði fallið ofan í Svöðufoss á Snæfelssnesi. Konan hefur verið flutt á Fossvogsspítala en hún var við með meðvitund þegar viðbragðsaðilar komu að henni.

Handtóku Evrópubúa sakaðan um njósnir fyrir Ísrael
Ísraelsher heldur árásum á Íran áfram og hefur ráðlagt íbúum Tehran, höfuðborgar Íran, að rýma svæði nærri hernaðarinnviðum í borginni. Á meðan greina írönsk yfirvöld frá því að evrópskur ríkisborgari hafi verið handtekinn grunaður um njósnir fyrir ísraelska ríkið.

Byrjað að smella af með stærstu myndavél í heimi
Fyrstu myndirnir af næturhimninum frá Veru C. Rubin-athuganastöðinni sem hýsir stærstu stafrænu myndavél heims voru birtar í dag. Athuganastöðin ver næstu tíu árum í að taka myndskeið af alheiminum sem eiga að hjálpa vísindamönnum að skilja betur eðli alheimsins og finna smástirni sem gætu ógnað jörðinni.

Meira örplast í flöskum úr gleri en plasti
Drykkir sem seldir eru í glerflöskum geta innihaldið margfalt meira magn af örplasti en sambærilegir drykkir í plastflöskum. Þetta sýna niðurstöður franskrar rannsóknar sem skoðaði gos, bjór, vín og vatn selt þar í landi.

„Það gengur ekki að þingið sé tekið í gíslingu“
Atvinnuvegaráðherra telur að þingmenn stjórnarandstöðunnar hafi tekið þingið í gíslingu í umræðu um veiðigjaldafrumvarpið. Hún er samt bjartsýn á að það takist að klára aðra umræðu fyrir sumarfrí.

„Landslið barna“ tekið til starfa á Suðurnesjum
Tímamót urðu í málefnum barna á Íslandi í dag þegar Farsældarráð Suðurnesja var formlega stofnað. Bæjarstjórar þriggja sveitarfélaga sem standa að stofnun ráðsins segja það sögulegt skref fyrir landshlutann.

Grunar að fjárheimildir ætlaðar þjónustu hafi farið í launakostnað
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja að fjármála- og efnahagsráðuneytið vinni skýrslu sem leiðir í ljós hvort fjárheimildir sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu hafi farið í launahækkanir ríkisstarfsmanna, umfram forsendur fjárlaga.

„Annars værum við ekki að leggja í þessar miklu aðgerðir“
Íslenskir og írskir lögreglumenn stefna á að taka skýrslur af 45 einstaklingum í vikunni vegna rannsóknar á hvarfi Jón Þrastar Jónssonar í Dyflinni árið 2019.

Flaug í einkaflugi með Støre
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur farið í átta ferðir til útlanda til að sækja tíu fundi og fara í eina vinnuheimsókn frá því að hún tók við embætti í lok síðasta árs.

Réðst á einstakling á sjötugsaldri með hníf
Alvarleg stunguárás var framin í Reykjanesbæ í á laugardagskvöld. Árásarmaðurinn hefur nú verið úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald.

Lætur reyna á hvort samræði við þrettán ára sé nauðgun
Karlmaður á þrítugsaldri sem dæmdur var í þriggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti, meðal annars fyrir að nauðga þrettán ára stúlku, hefur áfrýjað dómnum. Hann byggir áfrýjun sína meðal annars á því að dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um hvort barn undir fimmtán ára aldri geti gefið samþykki fyrir samræði.

Biðla til foreldra: Barn einungis þrjátíu sekúndur að drukkna
Alls drukknuðu 68 manns á Íslandi á árunum 2013 til 2023 og á heimsvísu drukkna að jafnaði þrjátíu einstaklingar á hverri einustu klukkustund. Þetta segja fulltrúar Rauða krossins sem hvetja fólk til að hafa augun opin í sumar og fylgjast sérstaklega vel með börnum sem geti drukknað á einungis þrjátíu sekúndum. Drukknun geti verið hljóðlát og henni þurfi hvorki að fylgja öskur né gusugangur.

Árásum á Íran haldið áfram og enn þráttað um veiðigjöld
Í hádegisfréttum fjöllum við áfram um ástandið í miðausturlöndum en Ísraelar hafa haldið árásum sínum á Íran áfram í dag.

Neita öll sök í Gufunessmálinu
Öll fimm sem ákærð eru fyrir aðild að Gufunessmálinu svokallaða neituðu sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Þrír karlmenn eru ákærðir fyrir að bana manni á sjötugsaldri, einn fyrir peningaþvætti og ein kona fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni.

Hífðu lystisnekkjuna sem sökk upp úr sjónum við Sikiley
Björgunarlið hífði lystisnekkju bresks auðkýfings sem sökk undan ströndum Sikileyjar í fyrra upp af hafsbotni um helgina. Til stendur að rannsaka flakið til þess að reyna að varpa ljósi á hvað sökkti snekkjunni og varð sjö manns að bana.

Segja aftur ráðist á neðanjarðarauðgunarstöð í Íran
Sprengjum var aftur varpað á neðanjarðarauðgunarstöð í Fordó í Íran í dag, að sögn íranska ríkisútvarpsins. Stöðin er ein þriggja sem Bandaríkjamenn réðust á með risasprengjum sem eru hannaðar gegn neðanjarðarbyrgjum.

Váleg þróun að ríki telji sig ekki þurfa að færa rök fyrir því að beita hervaldi
Erlingur Erlingsson hernaðarsagnfræðingur segir líklegustu sviðsmyndina í heimsmálunum að Íranar bregðist við sprengjuárás Bandaríkjamanna með árás og takmörkun á olíuflutningum. Erlingur segir sviðsmyndina neikvæða og það sé váleg þróun að ríki eins og Bandaríkin, Rússland og Ísrael telji sig geta beitt hervaldi án þess að þurfa að færa nokkur rök fyrir því.