Fréttir

Efstar með ómarktækan mun á milli sín

Halla Hrund Logadóttir mælist með mest fylgi í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Katrín Jakobsdóttir kemur á hæla henni, en ómarktækur munur er á þeim tveimur. Þar á eftir koma Baldur Þórhallsson og Jón Gnarr, en marktækur munur er á stuðningi við Katrínu og Baldur annars vegar og við Baldur og Jón hins vegar.

Innlent

Ný könnun, stýrivextir og um­deildasta sjón­varp landsins

Seðlabankastjóri segir að gæta verði hófs í vexti ferðaþjónustunnar og í atvinnulífinu almennt. Seðlabankinn hafi fengið það hlutverk að knýja fram hófsemi með vaxtahækkunum. Miklar verðbólguvæntingar og áframhaldandi þensla séu helstu ástæður þess að vextir séu ekki lækkaðir.

Innlent

Flæði innan við einn rúmmetri á sekúndu

Niðurstöður mælinga á hraunflæði í eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni benda til þess hraunflæði fyrsta klukkutíma gossins hafi verið 1100 til 1200 rúmmetrar á sekúndu en síðan hafi dregið hratt úr, og það verið komið niður í um 100 rúmmetra eftir sex til átta klukkustundir. Áfram hafi dregið úr hraunrennsli og meðaltalið 17. til 20. mars um fimmtán rúmmetrar. Fyrri hluta apríl hafi það verið þrír til fjórir rúmmetrar og mælingarnar benda til þess að það hafi verið um eða innan við einn rúmmetri síðustu tvær vikurnar.

Innlent

Á­kvörðun Seðla­bankans sé ó­skiljan­leg

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) telur ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans um að halda stýrivöxtum óbreyttum vera óskiljanlega. Ákvörðunin gangi þvert á fyrri rökstuðning nefndarinnar og það sé mikið áhyggjuefni fyrir hagkerfið að þeir standi óbreyttir.

Innlent

„Ríkisfjármálin eru í ruglinu“

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar setti sig ekki úr færi þegar Bjarni Benediktsson forsætisráðherra var meðal þeirra ráðherra sem sátu fyrir svörum og spurði hann hvort hann væri ánægður með þessar tölur?

Innlent

Orkuveitan skilar Elliða­ár­dalnum

Í dag var skrifað undir samkomulag sem formlega bindur enda á meira en aldarlöng afnot Orkuveitunnar og forvera hennar af Elliðaánum til raforkuvinnslu. Í samkomulaginu er kveðið á um hvernig Orkuveitan muni skila dalnum til borgarinnar um næstu áramót. Jafnframt samdi Reykjavíkurborg við Veitur um brúarsmíð og eflingu umhverfisverndar í dalnum.

Innlent

Stuðnings­menn Katrínar á­huga­samari en aðrir

63 prósent landsmanna hafa mikinn áhuga á forsetakosningunum sem fram fara í júní. Fjórðungur kveðst hafa hvorki mikinn né lítinn áhuga og tólf prósent hafa lítinn áhuga. Stuðningsmenn Katrínar Jakobsdóttur eru með meiri áhuga á kosningunum en stuðningsmenn annarra frambjóðenda. 

Innlent

Enn og aftur tafir á mála­ferlum gegn Trump

Málaferlum í skjalamálinu svokallaða hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Dómarinn í málinu, Aileen M. Cannon, ákvað upprunalega að réttarhöldin ættu að hefjast í maí en nú segir hún það ekki í boði, því hún þurfi að taka svo magar ákvarðanir sem varða flókna anga þessa máls og framkvæmd réttarhaldanna.

Erlent

Skúli Tómas sinnir sjúk­lingum af og til

Skúli Tómas Gunnlaugsson, læknir sem grunaður er um að hafa mögulega valdið ótímabærum andlátum níu sjúklinga á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja á árunum 2018 til 2020, sinnir af og til sjúklingum á Landspítalanum.

Innlent

Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vos­búð

Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 

Innlent

Kanna­bis en ekki kjólar í kassanum

Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn 4,5 kíló af kannabisefnum. Hann reyndi að koma efnunum til landsins í hraðsendingu sem var merkt kvenfatnaði.

Innlent

Halla Hrund á­fram efst

Halla Hrund Logadóttir mælist með 29,1 prósent fylgi í nýrri könnun markaðsrannsóknarfyrirtækisins EMC. Næst á eftir er Katrín Jakobsdóttir með 22,9 prósent fylgi og Baldur Þórhallsson með 21,8 prósent fylgi. 

Innlent

Fjöldaúrsagnir kvenna úr mann­kyninu

„Íslenska er orða frjósöm móðir/ekki þarf að sníkja, bræður góðir,“ orti Hjálmar Jónsson frá Bólu. Bræður góðir? Hvar eru systurnar? Góðu? Frjó umræða um tungumálið ætti að vera hið besta mál. En frjó umræða er eitt, ofsafengnar deilur um „hið kynlausa“ tungumál er annað. Þar er meira undir.

Innlent

Leki kom að bát út af Barða

Leki kom að strandveiðibát sem var við veiðar út af Barða á Vestfjörðum. Björgunarbáturinn Stella frá Flateyri er á svæðinu en annar bátur í nágrenninu tók strandveiðibátinn í tog.

Innlent

Um­fangs­mestu á­rásir Rússa í nokkrar vikur

Rússar skutu eldflaugum og flugu drónum að fjölda mikilvægra orkuinnviða í Úkraínu í nótt og í morgun í einni umfangsmestu árás þeirra í margar vikur. Árásirnar eru sagðar hafa valdið miklum skaða á orkuverum í landinu.

Erlent

For­seta­efni tókust á um forsetavaldið

Lögrétta, félag laganema við Háskólann í Reykjavík, stóð fyrir hádegismálþingi með frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Rætt var um beitingu valds forseta auk þess sem tekið var við spurningum úr sal.

Innlent

Hjól undan strætó braut svalir á annarri hæð

Litlu mátti muna að slys yrðu á fólki þegar hjól losnaði undan strætisvagni sem ekið var vestur Miklubraut um miðjan mars síðastliðinn. Myndskeið sýnir hvernig hjólið skoppar á hús og fer illa með svalir þess.

Innlent

Trump blótaði þegar Daniels lýsti meintu sam­neyti þeirra

Þegar Stormy Daniels, fyrrverandi klámleikkona, bar vitni í einu málanna gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, í gær kvartaði dómarinn yfir því að Trump blótaði í dómsal og virtist reyna að ógna Daniels. Í dómsal lýsti Daniels meintum kynlífsathöfnum þeirra ítarlega. Of ítarlega á köflum, að mati dómarans.

Erlent