Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2025 09:54 Löng hefð er fyrir því í Kreml að nýta svonefnda „nytsama bjána“ í vestrænum ríkjum til ýmissa verka. Vísir/Getty Nafn dansks samsæriskenningasinna um kórónuveirufaraldurinn kemur fyrir í skjölum rússnesks sjóðs sem fjármagnar upplýsingahernað stjórnvalda í Kreml gegn Evrópu. Maðurinn hefur meðal annars boðið sig fram fyrir öfgahægriflokk og hlotið dóm fyrir að hóta ráðherra. Danska ríkisútvarpið komst yfir tugi þúsunda tölvupósta og skjala frá rússneska sjóðnum Pravfond. Þrátt fyrir að sjóðurinn sæti refsiaðgerðum Evrópusambandsins hefur hann fjármagnað upplýsingahernað í álfunni fyrir hönd rússneskra stjórnvalda. Í skjölunum er að finna nafn Kent Nielsen. Hann hefur meðal annars boðið sig fram á flestum stjórnsýslustigum fyrir öfgahægriflokkana Harðlínu (d. Stram kurs) og Frelsislistann. Sem slíkur hefur hann meðal annars tekið þátt í Kóranbrennum og mótmælum bænda gegn landbúnaðarlögum. Nielsen hefur þó vakið sérstaka athygli fyrir samsæriskenningar um kórónuveirufaraldurinn eftir að hann byrjaði að taka upp samskipti sín við stjórnmálamenn og heilbrigðisstarfsmenn á samfélagsmiðlum. Nielsen var nýlega dæmdur fyrir að áreita heilbrigðisstarfsmenn og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að hóta Magnusi Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur. Magnus Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur, er á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á Kent Nielsen.Vísir/EPA Nafn Nielsen kemur upp í sambandi við rásina „Velupplýst“ (d. Velinformeret) á samfélagsmiðlinum Telegram. Hún hefur áður verið afhjúpuð sem hluti af áróðursherferð Rússa. Þar er Nielsen sagður starfsmaður rásarinnar sem vinni við „blaðamennsku, greiningu og upplýsingaöflun“. Stjórnandi rásarinnar, rússnesk kona í Moskvu sem var áður búsett í Danmörku, lýsir Nielsen sem „áhrifamanni á dönskum hluta samfélagsmiðla“. Kannast ekki við eitt né neitt Við þetta vill Nielsen sjálfur ekki kannast. Hann viti ekkert um samning eða að hann hefði átt að fá greitt fyrir framlag til Telegram-rásarinnar. Þá hafi hann aldrei heyrt minnst á rússnesku konuna sem stýrir rásinni. Danska ríkisútvarpið segist ekki geta útilokað að Nielsen hafi verið nefndur í skjölunum án vitundar hans. Staðfestingu á millifærslum til hans sé ekki að finna í skjölunum sem það hefur undir höndum. Engu að síður voru færslur Nielsen og rása sem hann stýrir nærri því þriðjungur af um 1.100 færslum sem „Velupplýst“ deildi á sinni rás og DR fór yfir. Á móti deildi hann oft færslum „Velupplýst“ og hvatti fylgjendur sína til þess að fylgja þeirri rás. „Ég hef ekki gert samning um efni fyrir neitt. Ég deildi fullt af efni og það eru margir sem deila efni sem ég geri,“ segir Nielsen sem viðurkennir að hann þekki vel til rússnesku Telegram-rásarinnar. Sérfræðingur sem hefur rannsakað útbreiðslu samsæriskenninga í Danmörku segir að Nielsen falli eins og flís við rass við það sem Rússar leita eftir. „Þetta er fullkomið með einhvern sem er á móti innflytjendum, efast um kórónuveirufaraldurinn, er dýravelferðaraðgerðasinni, styður bændur og er á móti borgum,“ segir Jakob Bæk Kristensen frá Háskólanum í Hróarskeldu. Dreifa áróðri á flestum Evrópumálum, þar á meðal íslensku Sami sjóður, Pravfond, stendur að baki vefsíðu sem nefnist Euromore. Hún var stofnuð til þess að dreifa áróðri fyrir Kreml eftir að Evrópusambandið bannaði rússneskum ríkismiðlum að senda út í álfunni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vefsíðan er til á flestum tungumálum Evrópu, þar á meðal íslensku. Danska ríkisútvarpið var á meðal evrópskra fjölmiðla sem tók þátt í að afhjúpa Pravfond og Euromore í fyrra. Á meðal þess sem kom í ljós var að síðunni væri raunverulega stýrt frá Moskvu þrátt fyrir að hún væri sögð hafa ritstjórnarskrifstofu sína í Belgíu. Pravfond hefur einnig greitt fyrir málsvörn rússneskra glæpamanna erlendis. Að nafninu til er markmið sjóðsins að styðja Rússa erlendis þótt honum hafi svo í reynd verið beitt sem armi í upplýsingastríði Rússa gegn vestrænum ríkjum. Danmörk Rússland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Sjá meira
Danska ríkisútvarpið komst yfir tugi þúsunda tölvupósta og skjala frá rússneska sjóðnum Pravfond. Þrátt fyrir að sjóðurinn sæti refsiaðgerðum Evrópusambandsins hefur hann fjármagnað upplýsingahernað í álfunni fyrir hönd rússneskra stjórnvalda. Í skjölunum er að finna nafn Kent Nielsen. Hann hefur meðal annars boðið sig fram á flestum stjórnsýslustigum fyrir öfgahægriflokkana Harðlínu (d. Stram kurs) og Frelsislistann. Sem slíkur hefur hann meðal annars tekið þátt í Kóranbrennum og mótmælum bænda gegn landbúnaðarlögum. Nielsen hefur þó vakið sérstaka athygli fyrir samsæriskenningar um kórónuveirufaraldurinn eftir að hann byrjaði að taka upp samskipti sín við stjórnmálamenn og heilbrigðisstarfsmenn á samfélagsmiðlum. Nielsen var nýlega dæmdur fyrir að áreita heilbrigðisstarfsmenn og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að hóta Magnusi Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur. Magnus Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur, er á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á Kent Nielsen.Vísir/EPA Nafn Nielsen kemur upp í sambandi við rásina „Velupplýst“ (d. Velinformeret) á samfélagsmiðlinum Telegram. Hún hefur áður verið afhjúpuð sem hluti af áróðursherferð Rússa. Þar er Nielsen sagður starfsmaður rásarinnar sem vinni við „blaðamennsku, greiningu og upplýsingaöflun“. Stjórnandi rásarinnar, rússnesk kona í Moskvu sem var áður búsett í Danmörku, lýsir Nielsen sem „áhrifamanni á dönskum hluta samfélagsmiðla“. Kannast ekki við eitt né neitt Við þetta vill Nielsen sjálfur ekki kannast. Hann viti ekkert um samning eða að hann hefði átt að fá greitt fyrir framlag til Telegram-rásarinnar. Þá hafi hann aldrei heyrt minnst á rússnesku konuna sem stýrir rásinni. Danska ríkisútvarpið segist ekki geta útilokað að Nielsen hafi verið nefndur í skjölunum án vitundar hans. Staðfestingu á millifærslum til hans sé ekki að finna í skjölunum sem það hefur undir höndum. Engu að síður voru færslur Nielsen og rása sem hann stýrir nærri því þriðjungur af um 1.100 færslum sem „Velupplýst“ deildi á sinni rás og DR fór yfir. Á móti deildi hann oft færslum „Velupplýst“ og hvatti fylgjendur sína til þess að fylgja þeirri rás. „Ég hef ekki gert samning um efni fyrir neitt. Ég deildi fullt af efni og það eru margir sem deila efni sem ég geri,“ segir Nielsen sem viðurkennir að hann þekki vel til rússnesku Telegram-rásarinnar. Sérfræðingur sem hefur rannsakað útbreiðslu samsæriskenninga í Danmörku segir að Nielsen falli eins og flís við rass við það sem Rússar leita eftir. „Þetta er fullkomið með einhvern sem er á móti innflytjendum, efast um kórónuveirufaraldurinn, er dýravelferðaraðgerðasinni, styður bændur og er á móti borgum,“ segir Jakob Bæk Kristensen frá Háskólanum í Hróarskeldu. Dreifa áróðri á flestum Evrópumálum, þar á meðal íslensku Sami sjóður, Pravfond, stendur að baki vefsíðu sem nefnist Euromore. Hún var stofnuð til þess að dreifa áróðri fyrir Kreml eftir að Evrópusambandið bannaði rússneskum ríkismiðlum að senda út í álfunni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vefsíðan er til á flestum tungumálum Evrópu, þar á meðal íslensku. Danska ríkisútvarpið var á meðal evrópskra fjölmiðla sem tók þátt í að afhjúpa Pravfond og Euromore í fyrra. Á meðal þess sem kom í ljós var að síðunni væri raunverulega stýrt frá Moskvu þrátt fyrir að hún væri sögð hafa ritstjórnarskrifstofu sína í Belgíu. Pravfond hefur einnig greitt fyrir málsvörn rússneskra glæpamanna erlendis. Að nafninu til er markmið sjóðsins að styðja Rússa erlendis þótt honum hafi svo í reynd verið beitt sem armi í upplýsingastríði Rússa gegn vestrænum ríkjum.
Danmörk Rússland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Sjá meira