
Fréttir

Hvorki bókun 35 né veiðigjöld á dagskrá í dag
Formenn þingflokka náðu samkomulagi í gær um að hafa hvorki bókun 35 né frumvarp um breytingar á veiðigjöldum á þingfundi sem fram fer í dag.

Trump vill að ICE spýti í lófana og handtaki fleiri ólöglega innflytjendur
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað innflytjendastofnun ríkisins, ICE, að setja í forgang aðgerðir í borgum sem stjórnað er af Demókrötum.

Tala látinna eftir flugslysið komin í 270
Læknar á Indlandi segja að lík 270 einstaklinga hafi nú fundist eftir flugslysið sem varð í Ahmedabad á fimmtudag.

Módelið svínvirkar fyrir marga en þó ekki alla
Almenn ánægja er meðal stjórnenda og starfsfólks leikskóla Kópavogs með innleiðingu Kópavogsmódelsins svonefnda en skoðanir eru mjög skiptar meðal foreldra. Leikskólum hefur nær aldrei verið lokað vegna manneklu eða veikinda frá því módelið var tekið upp fyrir tveimur árum. Verkalýðsfélög segja módelið aðför að jafnrétti kynjanna og sumir foreldrar eru afar gagnrýnir á háa greiðslubyrði og takmarkaða afslætti miðað við nágrannasveitarfélög.

Hiti að sextán stigum
Veðurstofan gerir ráð fyrir breytilegri átt í dag, yfirleitt þremur til átta metrum á sekúndu. Reikna má með dálítilli væru norðvestantil og sömuleiðis á Suðausturlandi. Það verður skýjað að mestu og þurrt annars staðar, en sums staðar síðdegisskúrur í innsveitum norðaustanlands og á hálendinu.

Skutu eldflaugum á víxl í alla nótt
Íranir og Ísraelar hafa gert árásir á víxl í alla nótt en átök ríkjanna hafa nú staðið í fjóra daga eftir að Ísraelar létu til skarar skríða gegn Íran og kjarnorkuáætlun landsins.

Árásarmaðurinn í Minnesota handtekinn
Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið 57 ára karlmann sem grunaður er um að hafa skotið ríkisþingmann og eiginmann hennar til bana um helgina. Grunaður árásarmaður var klæddur sem lögreglumaður þegar hann skaut hjónin.

„Kærkomin ró“ yfir höfuðborgarsvæðinu
„Kærkomin ró“ hefur verið yfir höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt samkvæmt tilkynningu frá lögreglu. Fangageymslur eru tómar og hafa engin útköll borist eftir klukkan þrjú í nótt.

Sagður hafa bannað Ísraelum að drepa æðstaklerkinn
Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hafa hafnað áætlun Ísraela um að ráða æðstaklerkinn í Íran af dögum. Sagt er að hann hafi sagt Benjamín Netanyahu forsætisráðherra Ísrael að það væri ekki góð hugmynd.

Hlupu frá Danmörku til Svíþjóðar
Um fjörutíu þúsund manns hlupu hálfmaraþon í dag frá Kaupmannahöfn yfir Eyrarsundsbrú til Malmö í brúarhlaupinu, broloppet, sem haldið var í tilefni 25 ára afmælis brúarinnar.

„Svo bakkarðu upp að línu og þenur drusluna“
Margt er um manninn á Akureyri þar sem bíladagar og útskriftarfögnuðir hafa meðal annars farið fram um helgina. Hátíðinni er hvergi nærri lokið en á morgun er drift og eldsprenging svokölluð þar sem haldin er mikil „burnout“ keppni.

Umræða um bókun 35 taki ekki tíma frá öðrum málum
Þingflokksformaður Miðflokksins segir að megnið af umræðum um bókun 35 hafi átt sér stað utan skipulagðs þingfundartíma, hún hafi því ekki tekið mikinn tíma frá öðrum málum. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að verið sé að semja um stór mál og því hafi þingfundur verið boðaður á sunnudegi.

Dvalarheimili klárt á Laugarvatni en ekkert gerist í stjórnkerfinu
Dvalarheimili fyrir aldraða er klappað og klárt á Laugarvatni í húsnæði frá ríkinu en þar geta 30 manns verið í eins manns herbergjum eða 60 manns og þá tveir í herbergi. Stórt eldhús og mötuneyti er í húsinu. Einnig er sundlaug og íþróttahús við húsið, sjúkraþjálfun, verslun, veitingastaðir og góðar gönguleiðir.

„Lögreglan var ekki að gera það í fyrsta sinn“
Dómsmálaráðherra lýsir áhyggjum af auknum innflutningi fíkniefna til landsins, og segir tilfelli þar sem einstaklingar sem tengjast erlendum glæpagengjum koma til Íslands vera mun algengari en fólk átti sig á. Aukið magn fíkniefna sem haldlagt er á landamærum sé þó jafnframt til marks um árangur.

Fresta leit að Sigríði
Björgunarsveitið hafa frestað leit að Sigríði Jóhannsdóttur í bili. Leit var fram haldið síðdegis í dag en bar engan árangur.

Slökktu gróðurelda á Ströndum með aðstoð þyrlu
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum í dag vegna gróðurelda í Þjóðbrókargili í Selárdal á Ströndum. Slökkvistörf gengu vel og búið var að slökkva eldinn á áttunda tímanum.

Lengdist um níu sentímetra og lærði að ganga upp á nýtt
Kona á þrítugsaldri sem greindist með hryggskekkju fimmtán ára segir mikilvægt að fólk taki tillit til þeirra sem þjást af kvillanum. Júnímánuður er tileinkaður vitundarvakningu um hryggskekkju en hún lengdist sjálf um níu sentímetra eftir tíu klukkutíma aðgerð það sem bak hennar var spengt með 23 skrúfum.

Andlát frönsku ferðamannanna vekur eftirtekt erlendis
Andlát frönsku ferðamannanna á Edition hótelinu í Reykjavík hafa vakið athygli út fyrir landsteinana, en víða er fjallað um málið í erlendum miðlum, sér í lagi frönskum.

Skýrsla tekin af frönsku konunni og búið að ræða við vitni
Búið er að taka skýrslu af frönsku konunni sem grunuð er um að hafa orðið eiginmanni sínum og dóttur að bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík í gær. Rætt hefur verið við vitni og rannsókn miðar þokkalega áfram.

Uppnám á Alþingi og í beinni frá Bíladögum
Alþingi kom saman í dag til að ræða frumvarp um bókun 35 sem hefur nú verið á dagskrá í um sextíu klukkustundir í annarri umræðu. Þingfundir fara afar sjaldan fram á sunnudegi og varð ákvörðun forseta Alþingis þar um þrætuepli meðal þingmanna í dag.

Óvæntur gestur sást í fyrsta sinn á Íslandi
Fjöldi fuglaáhugamanna gerði sér ferð á Kópasker á föstudag til að mynda fugl sem hefur hingað til aldrei sést á Íslandi og raunar örsjaldan í Evrópu.

„Stjórnlaus“ ríkistjórnin beiti rökum úr verkfærakistu Trumps
Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það fordæmalaust að forseti Alþingis boði til þingfundar á sunnudegi án samráðs við þingflokksformenn og án þess að brýn nauðsyn krefjist þess. Hún sakar meirihlutann um vanvirðingu við þingsköp.

Þingmenn stjórnarandstöðu foxillir yfir því að funda á sunnudegi
Þingmönnum stjórnarandstöðunnar er ekki skemmt yfir því að forseti Alþingis hafi boðað til sjaldgæfs sunnudagsþingfundar í dag til að ræða áfram bókun 35. Þingmaður Samfylkingarinnar segir stjórnarandstöðuna kvarta undan heimabökuðum vanda en stjórnarliðar hafa sakað Miðflokksmenn um málþóf.

Fimmtíu manns tóku þátt í leit sem stóð til fjögur í nótt
Um 50 manns tóku þátt í umfangsmikilli leit eftir Sígríði Jóhannsdóttur sem hófst um miðnætti í gær og stóð til fjögur í nótt. Biðlað er til allra þeirra sem kunna að hafa einhverjar vísbendingar um veru hennar að hafa samband við Neyðarlínuna í síma: 112.

Annar þingmaðurinn látinn og byssumannsins enn leitað
Lögreglan í Minnesota leitar enn manns sem grunaður er um að hafa skotið tvo ríkisþingmenn Demókrata á heimilum þeirra á föstudagskvöld. Melissa Hortmann fulltrúadeildarþingmaður ríkisþingsins og eiginmaður hennar létust af sárum sínum í gær.

Hár orkukostnaður er áhyggjuefni hjá atvinnulífinu
Orkukostnaður fyrirtækja, orkudreifing og fyrirséður orkuskortur er sérstakt áhyggjuefni fyrirtækja í landinu og mál, sem koma alltaf upp til umræðu á fundum starfsfólks Samtaka atvinnulífsins, sem eru nú á hringferð um landið

Leitað að konu á sextugsaldri, fíkniefni á landamærum og skundað á Þingvöll
Um 50 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leit að konu á sextugsaldri þar til um fjögur í nótt eftir að útkall barst laust fyrir miðnætti í gær. Konunnar hefur verið saknað frá því á föstudag.

Grunur um tvö kynferðisbrot á bíladögum
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur haft í nægu að snúast en Bíladagar fóru þar fram um helgina. Lögregla hefur haft afskipti vegna minni háttar líkamsárása og tvö kynferðisbrotamál eru til rannsóknar eftir helgina.

Tíu drepnir í Ísrael og Írönum ráðlagt að rýma
Loftárásir Ísraela og Írana á víxl héldu áfram í nótt. Björgunarsveitir í Ísrael leita í rústum íbúðarhúss í borginni Bat Yam en minnst tíu eru taldir af, þar af börn, eftir að eldflaug var skotið á húsið. Óttast er að fleiri séu enn undir rústunum.

Þinglok, Íran og rökrætt um skattastefnu
Sprengisandur er á sínum stað klukkan tíu þar sem Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi ræðir samfélagsmálin við góða gesti.