Langfljótastur í fimmtíu mörkin Erling Haaland spilaði sinn 49. leik en skoraði sitt 50. mark í Meistaradeildinni í kvöld. Hann varð þar með langfljótastur til að rjúfa fimmtíu marka múrinn. Fótbolti 18.9.2025 21:19
Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Frankfurt vann 5-1 gegn Galatasaray og Sporting vann 4-0 gegn Kairat Almaty í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 18.9.2025 21:06
Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Barcelona sótti þrjú stig gegn Newcastle þökk sé Marcus Rashford, sem skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri. Fótbolti 18.9.2025 18:30
Messi að framlengja við Inter Miami Flest bendir til þess að Lionel Messi skrifi undir nýjan samning við bandaríska fótboltaliðið Inter Miami. Fótbolti 18.9.2025 13:15
Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Leikmenn Monaco lentu í vandræðum með að ferðast af stað til Belgíu í gær, fyrir leikinn við Club Brugge í Meistaradeild Evrópu, og voru hreinlega að stikna úr hita í flugvél sem á endanum fór ekki á loft. Fótbolti 18.9.2025 12:01
Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Margir velta því eflaust fyrir sér hvenær þeir eigi að nota hið svokallaða Wildcard í fantasy-leik ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn fóru yfir hvernig mögulegt Wildcard lið myndi líta út fyrir næstu umferð. Enski boltinn 18.9.2025 11:31
Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Þrátt fyrir að Wolves hafi tapað öllum fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni fær knattspyrnustjórinn Vitor Pereira væntanlega nýjan samning hjá félaginu. Enski boltinn 18.9.2025 10:30
Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fékk vissulega plús í kladdann eftir síðustu tvo landsleiki en situr þó áfram í 74. sæti heimslistans sem gefinn var út í morgun. Fótbolti 18.9.2025 10:01
Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Englandsmeistarar Liverpool hafa unnið alla fimm leiki sína í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu það sem af er tímabili. Í öllum fimm leikjunum hefur Liverpool skorað sigurmörk á elleftu stundu. Enski boltinn 18.9.2025 09:31
„Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Eftir meiðslahrjáðan feril hefur Emil Ásmundsson sett fótboltaskóna upp á hillu aðeins þrítugur að aldri. Fimmta hnéaðgerðin á rúmum áratug gerði útslagið. Íslenski boltinn 18.9.2025 08:00
Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Liverpool missti niður tveggja marka forskot gegn Atlético Madrid á Anfield í gær en tryggði sér sigur, 3-2, þökk sé marki fyrirliðans Virgils van Dijk í uppbótartíma. Fótbolti 18.9.2025 07:31
„Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Sigurvin Ólafsson, þjálfari Þróttar, segir stöðuna fína þrátt fyrir 4-3 tap í fyrri leik liðsins við HK í baráttu liðanna um að komast í úrslit umspils um sæti í efstu deild karla í fótbolta sem fram fór í Kórnum í kvöld. Íslenski boltinn 17.9.2025 23:36
„Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Hermann Hreiðarsson, þjálfari HK, kunni vel að meta að leikmenn beggja liða gáfu allt í botn í seinni hálfleik í sigri hans manna gegn Þrótti í fyrri undanúrslitaleik í umspili um sæti í efstu deild karla í fótbolta í Kórnum í kvöld. Íslenski boltinn 17.9.2025 23:32
Mourinho tekur við Benfica José Mourinho mun taka við störfum sem knattspyrnustjóri Benfica í heimalandi hans, Portúgal. Fótbolti 17.9.2025 22:45
„Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Þjálfarinn Diego Simeone reifst við áhorfanda og fékk að líta rautt spjald þegar Liverpool vann Atlético Madrid 3-2 með marki í uppbótartíma. Hann sér eftir sínum viðbrögðum. Fótbolti 17.9.2025 22:16
Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Swansea komst áfram í fjórðu umferð enska deildabikarsins með 3-2 sigri gegn Nottingham Forest. Svanirnir lentu tveimur mörkum undir og virtust ætla að tapa leiknum en skoruðu tvö mörk í uppbótartíma. Enski boltinn 17.9.2025 21:20
Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Marcus Thuram skoraði bæði mörk Inter í 2-0 sigri á útivelli gegn Ajax og PSG vann öruggan 4-0 sigur gegn Atalanta í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17.9.2025 21:10
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið HK og Þróttur áttust við í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum umspils Lengjudeildar karla í fótbolta um laust sæti í efstu deild í Kórnum í kvöld. Eftir markalausan fyrri hálfleik opnuðust flóðgáttir í þeim seinni og HK fór með 4-3 sigur af hólmi. Íslenski boltinn 17.9.2025 18:33
Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bayern Munchen tók á móti Chelsea og vann 3-1 sigur í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17.9.2025 18:33
Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Liverpool vann 3-2 gegn Atlético Madrid í æsispennandi leik í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17.9.2025 18:33
John Andrews tekur við KR John Andrews hefur tekið við störfum sem þjálfari meistaraflokks kvenna hjá KR, sem spilar í Lengjudeildinni í fótbolta. Íslenski boltinn 17.9.2025 20:08
Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Cecilía Rán Rúnarsdóttir hélt marki Inter hreinu í 1-0 sigri á útivelli gegn Hibernian í Skotlandi. Inter vinnur einvígi liðanna því samanlagt 5-1 og kemst áfram í umspil um sæti í Evrópubikarnum. Fótbolti 17.9.2025 19:58
Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Bodø/Glimt sótti stig gegn Slavia Prag og gerði 2-2 jafntefli þrátt fyrir að hafa lent tveimur mörkum undir og klúðrað vítaspyrnu. Fótbolti 17.9.2025 19:21
Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Elías Rafn Ólafsson var hvíldur í bikarleik Midtjylland gegn Álaborg, sem endaði með 3-0 sigri Midtjylland á útivelli. Fótbolti 17.9.2025 18:00