Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Franska stórliðið Lyon var dæmt niður um deild á dögunum en félagið heldur sæti sínu eftir að hafa áfrýjun þess var tekin gild. Fótbolti 9.7.2025 14:12
EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson stóðu keikir eftir blaðamannafund íslenska landsliðsins í morgun og ræddu ummæli þjálfarans Þorsteins Halldórssonar, sem kallaði Sindra nautheimskan á fundinum. Fótbolti 9.7.2025 13:20
„Vissulega eru það vonbrigði“ Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, segir árangur Íslands á yfirstandandi EM í fótbolta vissulega vonbrigði og endurómar orð landsliðsþjálfarans um að staðan verði metin þegar heim er komið. Það yrði gert hvort sem árangurinn hefði verið góður eða slæmur á mótinu. Fótbolti 9.7.2025 12:46
Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Var einhver að segja að það sé ekki peningur í kvennafóboltanum? Framherji Chelsea og bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta hefur nú fengið risasamning hjá Nike. Fótbolti 9.7.2025 08:02
„Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Elísabet Gunnarsdóttir varð fyrsta íslenska konan til að stýra knattspyrnulandsliði á stórmóti þegar hún stýrði belgíska landsliðinu á Evrópumótinu í Sviss. En hvað með það íslenska? Fótbolti 9.7.2025 07:32
Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Joao Pedro fékk sannkallaða draumabyrjun í sínum fyrsta byrjunarliðsleik með Chelsea þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 sigri á Fluminense í undanúrslitum heimsmeistaramóts félagsliða en mörkunum fylgdu þó blendnar tilfinningar. Fótbolti 9.7.2025 07:01
Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Allt bendir til þess að Diogo Jota hafi setið í bílstjórasætinu í bílslysinu sem varð honum og bróður hans að bana í síðustu viku. Þá eru skýrar vísbendingar um að bílnum, sem var af tegundinni Lamborghini, hafi verið ekið yfir hámarkshraða í aðdraganda slyssins. Enski boltinn 8.7.2025 23:51
Pedro skaut Chelsea í úrslitin Chelsea er komið í úrslit heimsmeistaramóts félagsliða eftir 2-0 sigur á Fluminense. Fótbolti 8.7.2025 21:20
Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Breiðablik tapaði 1-0 á móti albanska liðinu Egnatia í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Leikurinn fór fram í Albaníu og Blikar þurfa því að vinna upp eins marks forskot í seinni leik liðanna í Kópavogi í næstu viku. Fótbolti 8.7.2025 18:17
Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Arsenal hafa bætt argentínska varnarjaxlinum Gabriel Heinze í þjálfarateymi sitt en Heinze var leikmaður Manchester United árin 2004-2007 og vann ensku úrvalsdeildina með liðinu 2007. Fótbolti 8.7.2025 20:31
Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Forráðamenn spænska stórveldisins Real Madrid hafa lagt fram formlega beiðni til spænskra knattspyrnuyfirvalda þess efnis að fyrsta leik liðsins í La Liga verði frestað en aðeins er rúmur mánuður í að deildin eigi að hefjast. Fótbolti 8.7.2025 19:45
Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Lyklaborðsriddararnir voru fljótir að láta Elísabetu Gunnarsdóttur, landsliðsþjálfara Belgíu í fótbolta, heyra það og sögðu henni að drulla sér frá Belgíu. Nýr veruleiki þessa öfluga þjálfara sem segir fólk og fjölmiðla hafa fullan rétt á sínum skoðunum. Fótbolti 8.7.2025 18:57
Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Svíþjóð tryggði sér örugglega sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í kvöld þegar liðið lagði Pólland nokkuð þægilega 3-0. Fótbolti 8.7.2025 18:32
Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur samið japanska landsliðsmanninn Kota Takai. Enski boltinn 8.7.2025 17:17
Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Víkingar hafa endurheimt einn sinn besta leikmann frá því í fyrrasumar fyrir seinni hlutann í Bestu deild kvenna í fótbolta. Íslenski boltinn 8.7.2025 16:32
EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Þeir Sindri Sverrisson og Aron Guðmundsson eru enn staddir í Sviss að elta íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu. Liðið á einn leik eftir í riðlinum gegn Norðmönnum en Ísland er á botninum í riðlinum án stiga. Fótbolti 8.7.2025 16:00
FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Samband Gianni Infantino, forseta FIFA, og Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, verður sífellt nánara. FIFA hyggst opna nýja skrifstofu í New York og verður síðarnefndi forsetinn leigusali Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Fótbolti 8.7.2025 15:59
Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Þýskaland tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Evrópumóts kvenna í fótbolta í Sviss með sigri á Dönum. Danir eru án stiga í riðlinum og þurfa að treysta á úrslit í öðrum leikjum til að eiga einhvern snefil af möguleika til að komast áfram. Fótbolti 8.7.2025 15:31
Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Kvennalandslið Wales lenti í rútuslysi á leið til æfingar á EM í Sviss í dag. Leikmenn liðsins eru sagðir í heilu lagi en æfingunni var aflýst. Fótbolti 8.7.2025 15:23
Everton búið að finna sinn Peter Crouch Enska úrvalsdeildarfélagið Everton er að ganga frá kaupum sínum á framherjann Thierno Barry frá spænska félaginu Villarreal. Enski boltinn 8.7.2025 15:00
„Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Íslenska knattspyrnukonan Ásdís Karen Halldórsdóttir var í gær kynnt til leiks hjá portúgalska félaginu SC Braga. Fótbolti 8.7.2025 14:18
Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Manchester United glímir við mikil fjárhagsvandræði eins og hefur komið vel í ljós síðustu mánuði í gegnum fjölda uppsagna starfsmanna og sést á mjög hörðum niðurskurði í rekstrinum. Enski boltinn 8.7.2025 13:45
Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Það fer ljómandi vel um okkur. Við erum í strandbæ sem heitir Durres á mjög huggulegu hóteli í sól og hita,“ segir Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Hans menn hefja Evrópuvertíð sína er liðið mætir Egnatia í Albaníu í forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Íslenski boltinn 8.7.2025 13:01
„Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Gengi íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss er ekki samfélagsmiðlum að kenna að mati sérfræðinga en var það pressan og stressið sem var að angra liðið? Gestirnir í Besta sætinu veltu þessu fyrir sér sem og lokaleik liðsins á mótinu. Fótbolti 8.7.2025 12:30