Veiði

Þingvallavatn undir yfirborðinu - töfraveröld
En svo eru það þeir sem ganga skrefinu lengra og halda sjálfir niður í djúpið og mynda þessa eftirsóknarverðu bráð okkar í hennar náttúrulega umhverfi. Erlendur Guðmundsson atvinnukafari er einn þeirra en hann rekur fyrirtækið Neðarsjávarmyndir ehf.

Norðlenska veiðisumarið fer fetið
Góðar fréttir af veiði berast víða að þessa dagana, en þær eru flestar af afmörkuðu svæði á Suðvesturlandi.

Kynna veiðiperlur í Dölunum
Það er nóg um að vera hjá Stangveiðifélagi Reykjavíkur um þessar mundir enda veiðitimabilið nýhafið.

Hlíðarvatn gaf aðeins 725 bleikjur í fyrrasumar
Því ber að fagna hversu vel veiðist í sumarbyrjun í Hlíðavatni í Selvogi – sérstaklega undanfarna daga eftir að tók að hlýna.

Orri aftur í slag við Íra
"Það hefur staðið yfir barátta gegn því að það verði settar upp 10-15 þúsund tonna fiskeldisstöðvar í Galway-flóanum á Írlandi. Þetta hefur verið mikil barátta og ég hef reynt að leggja henni svolítið lið," segir Orri Vigfússon, formaður og stofnandi Verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF).

Opnunarhollið í Norðurá auglýst til sölu
Stjórn Stangveiðifélags Reykjavíkur mun ekki opna Norðurá í sumar eins og hefð er fyrir heldur selja hana ef viðundandi verð fæst fyrir. "Ef svo fer sem horfir munum við auglýsa eftir tilboðum strax í næstu viku," segir Bjarni Júlíusson, formaður SVFR.

Líf að færast í vötnin
Fyrir utan gærdaginn hefur verið frekar kalt í veðri síðustu daga og því lítið um fréttir úr stóru vötnunum. Á vef Veiðikortsins er stiklað á stóru í fréttum af vötnunum og virðist sem þau séu að taka við sér.

Nóg af fiski í Reynisvatni
Töluvert hefur verið sleppt af bleikju og silungi í Reynisvatn en veiðitímabilið þar hófst 1. mars síðast liðinn. Samkvæmt heimasíðu Reynisvatns var sleppt 1.000 kílóum af bleikju í vatnið 29. mars síðast liðinn og síðan þá hefur um þúsund fiskum verið sleppt í vatnið til viðbótar.

Frítt flugunámskeið fyrir 10. bekkinga
Í tilefni af 10 ára afmæli Stangveiðifélags Akureyrar (SVAK) ætlar félagið að bjóða 10. bekkingum í öllum grunnskólum Akureyrar uppá frítt fluguveiðinámskeið í júnímánuði. Eitt af markmiðum félagsins er að efla áhuga barna og unglinga á stangveiði.

Silungsveiði í Elliðaánum með ágætum
Silungsveiði í Elliðaánum hefur verið með ágætum undanfarið eftir erfiða byrjun. Urriðinn er farinn að sækja í æti eftir að hlýna fór í veðri, fluguveiðimönnum til mikillar ánægju. Þetta kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur.

Fékk 15 punda urriða í Varmá
"Þetta hefur verið óvenju gott það sem af er sumri," segir Hrafn H. Hauksson, nítján ára veiðimaður úr Veiðifélaginu Kvistum, sem veiddi 14-15 punda urriða í Varmá þann 1. maí síðastliðinn. "Hann var 78 sentimetrar og með ummál upp á 55 cm og ég náði ekki utan um styrtluna á honum. Hann var vaxinn eins og rugbybolti."

Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá
"Þetta er algjör bylting fyrir starfsfólkið," segir Einar Ole Pedersen, formaður Veiðifélags Langár, um nýja viðbyggingu við Langárbyrgi.

Sprækir urriðar í Elliðaánum
Vorveiðin í Elliðaánum hrökk í gang í gær þegar níu urriðar skiluðu sér á land.

Flugukastkeppni á afmælisári
Stangaveiðifélag Akureyrar sem er tíu ára á þessu ári hyggst meðal annars minnast tímamótanna með flugukastkeppni við Leirutjörn.

Hægt að slíta upp fiska í norðangarra
Kuldatíðin setur verulegt strik í reikning veiðimanna nyrðra en slær þá samt ekki alveg út af laginu.

Fáir í opnun í frosti á Þingvöllum
Ekkert sást til veiðimanna í landi þjóðgarðsins þegar heimildarmaður Veiðivísis var við Þingvallavatn í hádeginu í dag. Við Elliðaár var ekki nokkur maður heldur á sama tíma. Veiðitímabilið hófst á þessum stöðum í morgun.

Stefnir í líflegt veiðisumar í Elliðaánum 2015
Gríðarlegur fjöldi sumargamalla laxaseiða í vatnakerfi Elliðaánna vekur upp vonir um mjög sterkan gönguseiðastofn í ánum á næsta ári þegar megnið af þeim gengur í sjó. Ef skilyrði til uppvaxtar seiðanna verður þeim hliðholl fram að sjógöngu og afrán á þeim í ánum ekki umfram venju gæti veiðisumarið árið 2015 orðið líflegt og það í meira í lagi

Flottar sjóbleikjur bíða í Hörgá
Könnunarleiðangur í Hörgá í gær lofar góðu um veiðina sem hefst þar 1. maí. Sex rennilegar sjóbleikjur voru dregnar á land á stuttum tíma.

Tailor er ein besta vatnaflugan
Tailor er ein af betri vatnaflugum landsins sem hefur fallið í skuggann af öllum þyngdu vinil-rib kúluhausunum.

Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó
Orri Vigfússon, formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, segir að slysið við Alta-ána í Noregi þar sem 10 til 15 þúsund laxar sluppu úr sjókví sé víti til varnaðar. Íslendingar verði að hugsa sinn gang í laxeldismálum.

Myndir frá fyrsta veiðideginum í Elliðavatni
Þrátt fyrir kulda og smá snjókomu þennan fyrsta sumardag tókst veiðimönnum að særa upp nokkra silunga í Elliðavatni, sem opnaði í dag.

Veiði er hafin í Elliðavatni
Veiði hófst í Elliðavatni í morgun. Þar veiðist töluvert af silungi á hverju ári sem og tugir laxa. Skoðið bækling og veiðilýsingu Geirs Thorsteinssonar.

Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum
Talið er að 10 til 15 þúsund eldislaxar hafi sloppið úr sjókvíum í Kåfirði við Alta í Noregi í gær. Alta-áin í Finnmörku sem er ein mesta stórlaxaá veraldar rennur til sjávar örfáum kílómetrum frá þeim stað sem laxarnir sluppu út. Norska ríkisúvarpið (NRK) greinir frá þessu.

Kynna leyndardóma Þingvallavatns
Það styttist óðum í opnun Þingvallavatns. Af því tilefni verður Stangaveiðifélag Reykjavíkur með kynningu á leyndardómum þessa magnaða veiðivatns. Kynningin fer fram í húsakynnum Stangaveiðifélagsins í Elliðaárdal, nánar tiltekið við Rafstöðvarveg 14, og hefst hún klukkan 19.30 á morgun.

Næturveiði: Ákvörðun endurskoðuð í lok sumars
Sú ákvörðun að heimila næturveiði í Þingvallavatni verður endurskoðuð í lok sumars. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Þingvallanefnd. Haldin verða sérstök námskeið við vatnið.

Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn
Hvar myndi Árni Friðleifsson, varaformaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, verja síðasta veiðideginum?

Fjarðará gaf á fjórða hundrað bleikjur í fyrra
Stangveiðifélag Akureyrar heldur annað kvöld klukkan 20:00 kynningu á Fjarðará í Hvalvatnsfirði fyrir stangveiðimönnum norðan heima. Ætla menn að koma saman í Amaróhúsinu í samstarfi við Veiðivörur.is.

Varmá: 8 glæsifiskar á 5 klukkutímum
"Ekki var þetta fýluferð get ég sagt! Ég setti í ellefu fiska og landaði átta. Minnsti var 45 sentímetrar en restin 55-72 sentímetrar. Semsagt glæsilegir 5 tímar! Svo var annar 72 sentímetra birtingurinn sá feitasti sem ég hef séð! Einn flottasti fiskur sem ég hef veitt. Ég skaut á 10 pund eða svo, svo feitur var hann!“

Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon
Í versluninni Veiðivon í Mörkinni stendur einnig mikið til. Þar mæta einnig sérfræðingar Simms einnig og Veiðivon hvetur veiðimenn að mæta með vöðlurnar sínar og láta kíkja á þær. "Það verður heitt á könnunni eins og endranær ásamt því að Skúli Kristinsson og Stefán Hjaltested hnýta flugur og spjalla um flugur og fluguveiði. Veiðifélagið Hreggnasi verður á staðnum ásamt fulltrúa leigutaka Haukadalsár og verða þeir með kynningar á veiðisvæðum sínum og lausum leyfum í sumar,“ segir í fréttatilkynningu frá Veiðivon.

Veiðikvöld hjá SVFR - Nesveiðar!
Enginn heilvita maður situr heima í kvöld því veiðikvöld í húsakynnum SVFR í Elliðaárdalnum er í boði.