Enski boltinn

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Salah frá­bær og Liver­pool í kjör­stöðu

Liverpool er komið með ellefu stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir nokkuð þægilegan sigur á Manchester City á útivelli í dag. Mohamed Salah hélt áfram að sýna að það eru ekki margir betri en hann í fótbolta í heiminum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Hætti við að dæma víti og United slapp með jafn­tefli

Everton og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Everton virtist vera með sigurinn í höndunum þegar United lifnaði allt í einu við á síðustu tuttugu mínútunum. Síðustu tuttugu mínútur leiks og uppbótatíminn varð síðan að mikilli rússíbanaferð.

Enski boltinn
Fréttamynd

Ca­semiro fer ekki fet

Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur engan áhuga á að yfirgefa Manchester United þrátt fyrir lítinn spiltíma og slakan árangur liðsins á vellinum. Samningur hans rennur út sumarið 2026 og er sagður vera sá hæsti í núverandi leikmannahóp félagsins.

Enski boltinn
Fréttamynd

Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver

Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sektað um 65 þúsund pund, rúmar ellefu milljónir króna, vegna viðbragða leikmanna liðsins við rauða spjaldinu sem Myles Lewis-Skelly fékk í leik gegn Wolverhamton Wanderers.

Enski boltinn
Fréttamynd

Arnór laus úr prísund Blackburn

Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið.

Enski boltinn