
Enski boltinn

Liverpool hefur grætt oftar en tapað á markaðnum síðustu ár
Liverpool hefur ekki eytt miklu í nýja leikmenn síðustu misseri miðað við nágranna þeirra frá Manchester borg og þetta sést vel í fróðlegri úttekt CIES Football Observatory.

McTominay tryggði Man Utd sæti í átta liða úrslitum | Sjáðu markið
Scott McTominay tryggði Manchester United sæti í 8-liða úrslitum FA-bikarsins á Englandi er liðið vann 1-0 sigur á West Ham United í framlengdum leik á Old Trafford í kvöld.

Jóhann Berg og félagar úr leik | Sjáðu mörkin
Jóhann Berg Guðmundsson og liðsfélagar hans í Burnley féllu í kvöld úr leik í FA-bikarnum er liðið tapaði 0-2 á heimavelli fyrir enska B-deildarliðinu Bournemouth.

Man. Utd mætir Real Sociedad á Ítalíu
Fyrri leikur enska liðsins Manchester United og spænska liðsins Real Sociedad, í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta, mun fara fram í Tórínó á Ítalíu í næstu viku.

Sá útvaldi ætlar að slá gamla liðið sitt út úr bikarnum
David Moyes mætir með Hamrana á sinn gamla heimavöll þegar Manchester United og West Ham eigast við á Old Trafford í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar.

Arsenal getur ekki farið til Portúgals og mætir Benfica í Róm
Fyrri leikur Benfica og Arsenal í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar fer fram í Róm.

Brighton og Sheff. United hafa „eytt“ meira en Liverpool í síðustu tíu gluggum
Manchester City hefur eytt langmestu allra félaga í Evrópu þegar nettóeyðsla síðustu tíu félagsskiptaglugga er skoðuð. Liverpool er 22 sætum neðar á listanum.

„Ég kveikti á sjónvarpinu, sá tuttugu leikmenn í svipuðum treyjum og slökkti aftur“
Það voru margir knattspyrnuáhugamenn sem voru ósáttir með treyjurnar sem Sheffield United og Chelsea spiluðu í er liðin mættust á Bramall Lane á sunnudagskvöldið.

Segir að Lampard væri enn í starfi ef Werner hefði staðið undir verðmiðanum
Greame Souness, stjóri Chelsea, segir að ef Timo Werner hefði gert það sem hann hefði verið keyptur til Chelsea til þess að gera - þá væri Frank Lampard enn stjóri Chelsea.

Daily Mirror: Ramos vill til Man. United
Sergio Ramos, varnarmaðurinn og fyrirliði Real Madrid, rennur út af samningi í sumar og það lítur allt út fyrir að spænski varnarmaðurinn sé á leið frá félaginu.

Bielsa hafði betur í slag reynsluboltanna
Leeds vann í kvöld 2-0 sigur á Crystal Palace á heimavelli. Sigurinn skýtur Leeds upp í tíunda sæti deildarinnar og upp fyrir meðal annars Arsenal.

Fjölskyldan fékk sendar morðhótanir eftir rauða spjaldið
Mike Dean hefur beðið um að þurfa ekki að dæma í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta um næstu helgi eftir að fjölskyldu hans bárust morðhótanir í hans garð.

Boltastrákur á Etihad fyrir nokkrum árum en núna í aðalhlutverki í sigri á meisturunum
Phil Foden átti frábæran leik þegar Manchester City vann Englandsmeistara Liverpool, 1-4, í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Ekki er langt síðan Foden var boltastrákur á Etihad, heimavelli City.

Guardiola í góðum málum með allt nema vítin: Ederson gæti tekið næsta víti
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, getur ekki kvartað yfir miklu þessa dagana en City jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 4-1 stórsigri á Liverpool á Anfield í gær.

Klopp sagði að Alisson gæti hafa verið kalt á fótunum
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kom markverði liðsins, Alisson, til varnar eftir tapið fyrir Manchester City og lagði til áhugaverða útskýringu á mistökum hans.

Jota orðinn bestur í heimi í meiðslunum
Diogo Jota er fjölhæfur knattspyrnumaður og það á ekki bara við í raunheimum. Hann er líka öflugur í tölvuheiminum.

Fyrrum fyrirliði Man Utd gagnrýnir hugarfar Liverpool liðsins
Roy Keane skilur ekkert í titilvörn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.

Klopp: Erfitt að útskýra þessi úrslit
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, kveðst ekki óánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir að hafa steinlegið fyrir Manchester City í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Tuchel sótti þrjú stig á Bramall Lane
Chelsea vann þriðja leik sinn í röð undir stjórn Thomas Tuchel þegar liðið heimsótti botnlið Sheffield United í síðasta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Man City steig stórt skref í átt að titlinum með því að gjörsigra Liverpool á Anfield
Manchester City er komið í kjörstöðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa gengið frá Englandsmeisturum Liverpool í stórleik dagsins á Anfield.

Toppliðin töpuðu óvænt bæði og Man City vann stórleik helgarinnar
Chelsea og Manchester United töpuðu bæði mjög óvænt leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni kvenna megin í dag. Þá vann Manchester City stórleik helgarinnar er liðið lagði Arsenal á útivelli.

Markalaust hjá Úlfunum og Refunum
Wolverhampton Wanderers og Leicester City gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Kane kom til baka og skoraði í þægilegum sigri Tottenham
Tottenham Hotspur vann 2-0 sigur á West Bromwich Albion í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Gylfi Þór náði mögnuðum áfanga á Old Trafford í gær
Þegar Gylfi Þór Sigurðsson kom inn af varamannabekk Everton í 3-3 jafntefli þeirra við Manchester United í gærkvöld var hann að leika sinn 400. deildarleik á ferlinum. Eitthvað sem ekki margir Íslendingar hafa gert áður.

Guardiola reiknar með að Liverpool spili sinn besta leik á tímabilinu í dag
Tvö bestu lið síðustu tveggja leiktíða mætast í stórleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Moyes æfur í leikslok: VAR til skammar
VAR myndbandadómgæslan var í sviðsljósinu í markalausu jafntefli Fulham og West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Solskjær: Þrjár marktilraunir og þrjú mörk
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, var vonsvikinn eftir að hafa séð sína menn glutra niður forystu í tvígang í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Sex marka jafntefli á Old Trafford
Everton tryggði sér stig með síðustu spyrnu leiksins þegar liðið heimsótti Manchester United á Old Trafford í kvöld.

Markalaust í nágrannaslagnum
Ekkert mark var skorað þegar Lundúnarliðin West Ham United og Fulham áttust við í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Jóhann Berg tryggði Burnley stig og níu menn Newcastle héldu út
Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark Burnley í 1-1 jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Þá vann Newcastle United 3-2 sigur á Southampton.