Formúla 1

Button vann sjötta sigurinn

Velgengni Jenson Button í Formúlu 1 ríður ekki við einteyming. Hann vann sinn sjötta sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í Istanbúl í Tyrkland í dag. Hann er kominn með 26 stiga forskot í stigakeppni ökumanna.

Formúla 1

Vettel klár í slaginn

Sebastian Vettel er fremstur á ráslínu í tyrkneska kappaksturinn sem hefst kl. 11:30 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, en keppt er í Istanbúl. Vettel hefur unnið einn sigur á árinu en Jenson Button fimm og hann ræsir af stað við hlið Vettels.

Formúla 1

Vettel á ráspól í Tyrklandi

Sebastian Vettel á Red Bull er á ráspól fyrir tyrkneska Formúlu-1 kappaksturinn á morgun. Tímatakan var dramatísk fram á síðustu stundu en Vettel tryggði sér pólinn með frábærum hring í blálokin.

Formúla 1

Massa fljótastur á lokaæfingunni

Felipe Massa náði besta tíma á lokaæfingu keppnisliða í Istanbúl í morgun. Hann var þó aðeins o.039 sekúndum á undan Jarno Trulli á Toyota og 0.1 á undan Timo Glock á Toyota. Kazuki Nakajima á Williams var fjórði og Robert Kubica á BMW fimmti.

Formúla 1

Kovalainen: Harður slagur í tímatökum

Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren telur að harður slagur verði í tímatökum fyrir tyrrkneska Formúlu 1 kappaksturinn, en þær verða í beinni útsendingu kl. 10.45 á Stöð 2 Sport. Kovalainen náði besta tíma dagsins á æfingum í gær.

Formúla 1

McLaren og Renault bíta frá sér

Finninn Heikki Kovalainen á McLaren rétt marði að vera á undan Fernando Alonso á Renault á síðari æfingu keppnisliða í Istanbíl í dag. Kovalainen varð aðeins 0.006 sekúndum á undan Spánverjanum.

Formúla 1

Rosberg stal tímanum af Hamilton

Nico Rosberg frá Þýsklandi náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Istanbúl í morgun. Hann stal besta tíma á síðustu mínútu æfingarinnar af Lewis Hamilton á McLaren. Var munurinn á milli þeirra 0.311 sekúndur.

Formúla 1

Massa spaír Button meistaratitlinum

Felipe Massa hjá Ferrari telur allar líkur á því að Jenson Button og Brawn liðið verði heimsmeistari í Formúlu 1 í ár. Hann hefur unnið mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, en keppt er í Istanbúl um helgina.

Formúla 1

FIA sendir Formúlu liðum tóninn

Max Mosley, forseti FIA hefur sent núverandi Formúlu 1 liðum tóninn m eð því að segja að þau geti stofnað eigin mótaröð ef þau eru ósátt við reglur sem keppa á eftir árið 2010.

Formúla 1

Ólafur dæmir Formúlu 1 í Tyrklandi

Ólafur Guðmundsson verður einn þriggja dómara á Formúlu 1 mótinu í Istanbúl Í Tyrklandi um helgina. Hann verður á brautinni í dag að skoða aðstæður fyrir mótið sem Felipe Massa hefur unnið þrjú mót í röð.

Formúla 1

Forskot Button og Brawn ekki óviðráðanlegt

Christian Horner, framkvæmdarstjóri Red Bull telur að stigaforskot ökumanna Brawn liðsins sé ekki óviðráðnlegt verkefni, en Formúla 1 er í Tyrklandi um næstu helgi. Felipe Massa hefur unnið mótið í Istanbúl þrjú ár í röð.

Formúla 1

Sótti verðlaunin á Formúlu 1 bíl

Sebastian Vettel hjá Red Bull fékk ítölsku Bandini verðlaunin fyrir frábæra frammistöðu í Formúlu 1 á sunnudaginn. Hann ók Formúlu 1 bíl Torro Rosso frá keppnisliðinu í Faenza til ítalska þorpsins Brisghella til að sækja verðlaun sín.

Formúla 1

Fimmta nýja liðið vill í Formúlu 1

Alexander Wurz, fyrrum Formúlu 1 ökumaður hefur sótt um þátttökurétt fyrir Superfund keppnislið svokallað sem hann vill veita forstöðu ef liðið fær aðgang að Formúlu 1 á næsta ári.

Formúla 1

26 ökumenn á ráslínu 2010

Miðað við þær umsóknir sem FIA hefur borist í dag um þátttöku í Formúlu 1 árið 2010 þá eru allar líkur á að 26 ökumenn verði á ráslínu á næsta ári. Ökumenn eru 20 talsins í ár.

Formúla 1

Fjögur ný lið vilja í Formúlu 1

Fjögur keppnislið með mikla reynslu af kappakstri hafa sótt um þátttökurétt í Formúlu 1 árið 2010. Lokafrestur til að sækja um þátttöku í Formúlu 1 rennur út í dag. Öll keppnislið sem keppa í ár hafa sótt um þátttökurétt og gerðu það fyrir stundu..

Formúla 1

Keppinautar Brawn vilja stela kostandanum

Nick Fry, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins orðaði heldur klaufalega hvernig lið sitt sparar fé í rekstri liiðsins sem stóð höllum fæti og munaði minnstu að það færi á uppboð fyrir tímabilið.

Formúla 1

Formúla 1 líkleg í Róm 2012

Rómverjar á Ítalíu eru metnaðarfullir. Í dag er allt á hvolfi útaf úrslitlaleiknum í Meistaradeildinni en árið 2012 vill borgarstjórnin halda Formúlu 1 mót á götum Rómar.

Formúla 1

McLaren miðlar málum í deilum

Martin Whitmarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir að lið hans hafi verið einskonar sáttasemjari i deilum FIA og Formúlu 1 liða upp á síðkastið um reglubreytingar í Formúlu 1 á næsta ári

Formúla 1

Raikkönen á réttri leið hjá Ferrari

Eftir slaka byrjun virðist Ferrari búiið að finna taktinn í Fiormúlu 1 og Stefano Domenicali er sérstaklega ánægður með Kimi Raikkönen eftir mótið í Mónakó. Hann virðist hafa fundið sitt fyrra form og endurnýjaðan áhuga.

Formúla 1

Button nældi í undirfatadrottningu

Það fór ekki framhjá neinum á Formúlu 1 mótinu í Mónakó um helgina að forysturmaður stigamótsins er ástfanginn. Jenson Button var með japanska stúlku upp á arminn, en Jessica Michibata er þekkt fyrirsæta í Japan. Hún hefur sérhæft sig í undirfatasýningum.

Formúla 1

Ekkert gengur upp hjá BMW

Formúlu 1 lið BMW gekk afleitlega í kappakstrinum í Mónakó í gær á ári sem átti að vera til titilsóknar. Allt hefur gengið á afturfótunum hjá BMW og liðið er hvergi nærri toppnum. BMW mætir með nýjan loftdreifi og KERS kerfið í næsta mót sem er í Tyrklandi

Formúla 1

Formúlu lið setja FIA skilyrði fyrir 2010

Formúlu 1 lið sendu í dag FIA formlegt bréf þar sem þau heimta að fyrirhugaðar reglubreytingar fyrir árið 2010 verði felldar úr gildi og þær reglur sem eru í gildi verði áfram notaðar á næsta ári.

Formúla 1

Auðvelt hjá Button

Jenson Button átti engum vandræðum með að sigra í Mónakó-kappakstrinum í dag en hann kom langfyrstur í mark en næstur var liðsfélagi hans hjá Brawn GP, Rubens Barrichello.

Formúla 1

Ross Brawn: Button minnir á Schumacher

Ross Brawn er ánægður með gengi Jenson Button, en hann er fremstur á ráslínu í Mónakó í dag og félagi hans Rubens Barrichello er þriðji, en Kimi Raikkönen á milli þeirra. Brawn segir Button minni dálítið á Michael Schumacher, en þeir unnu náið saman hjá Ferrari.

Formúla 1

Ferrari stefnir á sigur í Mónakó

Ferrari liðið er farið að sýna mátt sinn og megin á ný og Kimi Raikkönen náði öðru sæti í tímatökunni í dag. Felipe Massa varð fimmti, en hann lenti í því að bílar voru fyrir honum í hröðum hringjum.

Formúla 1