Formúla 1

Jafnrétti skal tryggt hjá McLaren

Forráðamenn Formúlu 1 hafa ákveðið að senda sérstakan fulltrúa á lokamótið í Brasilíu þann 21. október og verður honum fengið að sjá til þess að ekki verði gert upp á milli þeirra Fernando Alonso og Lewis Hamilton.

Formúla 1

Ég stenst pressuna

Lewis Hamilton segir að hann geti vel staðist pressuna sem verður á honum í Brasilíu þann 21. október nk þegar hann getur orðið yngsti heimsmeistari í sögu Formúlu 1.

Formúla 1

Við fáum báðir tækifæri

Heimsmeistarinn Fernando Alonso segist viss um að McLaren liðið muni gefa sér og félaga sínum Lewis Hamilton sama tækifæri til að hampa titlinum þegar úrslitin ráðast í Brasilíukappakstrinum í Formúlu 1 21. október nk.

Formúla 1

Hamilton: Ég gerði mistök

„Þegar ég steig upp úr bílnum var ég algjörlega miður mín því ég hafði gert mín fyrstu mistök á árinu,“ sagði Lewis Hamilton við ITV-sjónvarpsstöðina eftir keppnina í morgun.

Formúla 1

Hamilton féll úr leik

Úrslit í Formúlunni munu ekki ráðast fyrr en í lokakeppninni eftir að Lewis Hamilton féll úr keppni í Kína í morgun.

Formúla 1

Hamilton á ráspól

Bretinn Lewis Hamilton er á góðri leið með að landa heimsmeistaratitli ökuþóra í Formúlu 1 eftir að hafa náð ráspól í tímatökunum í Kína í nótt.

Formúla 1

Raikkönen öflugur í Kína

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkönen náði besta tíma á báðum æfingum dagsins fyrir Kínakappaksturinn sem fram fer í Shanghai á sunnudaginn. Þar getur Lewis Hamilton orðið fyrsti maðurinn til að vinna titil á sínu fyrsta ári í Formúlu og jafnframt orðið sá yngsti til að hampa titlinum.

Formúla 1

Sigurinn tekinn af Hamilton?

Svo gæti farið að sigur Lewis Hamilton yrði tekinn af honum ef sýnt þykir að hann hafi sýnt gáleysi í akstri í sigrinum um síðustu helgi. Andstæðingar Bretans unga hafa gagnrýnt ökulag hans harðlega síðustu daga.

Formúla 1

Alonso vill losna frá Hamilton

Spænski ökuþórinn Fernando Alonso vill ekki vera liðsfélagi Lewis Hamilton á næsta ári. Deilur þeirra tveggja hefur skapað mikla spennu innan raða McLaren. Renault hefur boðið Alonso að koma til baka.

Formúla 1

Hamilton vill losna við Alonso

Lewis Hamilton segist ekki eiga von á því að hann og liðsfélagi hans Fernando Alonso geti verið saman í liði á næsta keppnistímabili, en deilur þeirra tveggja síðustu mánuði hafa skapað gríðarlega spennu í herbúðum McLaren.

Formúla 1

Hamilton skrefi nær titlinum

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton tók í morgun stórt skref í áttina að því að verða fyrsti nýliðinn til að verða heimsmeistari í Formúlu 1 þegar hann sigraði í Japanskappakstrinum.

Formúla 1

Hamilton náði ráspól

Breski ökuþórinn Lewis Hamilton hjá McLaren stakks sér fram úr félaga sínum Fernando Alonso á síðustu stundu í tímatökum fyrir Japanskappaksturinn í morgun og verður því á ráspól í keppninni á morgun. Kimi Raikkönen og Felipe Massa hjá Ferrari hirtu þriðja og fjórða sætið.

Formúla 1

McLaren vill að ég verði heimsmeistari

Spennustigið í herbúðum McLaren liðsins í Formúlu 1 hefur nú hækkað enn frekar eftir nýjustu yfirlýsingu Lewis Hamilton. Hann segir forráðamen liðsins vera búna að sjá að hann sé maðurinn til að styðja til heimsmeistaratignar í keppni ökuþóra.

Formúla 1

Raikkönen sigraði örugglega í Belgíu

Kimi Raikkönen saxaði forskot Lewis Hamilton niður um tvö stig í keppni ökuþóra í Formúlu 1 í dag þegar hann vann öruggan sigur á Spa brautinni í Belgíu. Félagi hans Felipe Massa náði öðru sætinu og heimsmeistarinn Fernando Alonso varð þriðji.

Formúla 1

Raikkönen á ráspól á Spa

Finninn Kimi Raikkönen hjá Ferrari verður á ráspól á Spa brautinni í Belgíu á morgun eftir að hann náði besta tímanum í líflegri tímatöku í dag. Raikkönen skákaði félaga sínum Felipe Massa með minnsta mögulega mun en Fernando Alonso hjá McLaren náði þriðja besta tímanum.

Formúla 1

Alonso ætlar ekki að yfirgefa McLaren

Umboðsmaður heimsmeistarans Fernando Alonso hjá McLaren í Formúlu 1 vísar því á bug að skjólstæðingur hans ætli sér að yfirgefa herbúðir liðsins eins og talað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Hann neitar því þó ekki að Alonso sé óánægður með stöðu mála hjá liðinu.

Formúla 1

Raikkönen leggur línurnar á Spa

Kimi Raikkönen náði besta tíma allra á fyrstu æfingunum fyrir Spa kappaksturinn í Formúlu 1 í morgun. Ferrari-menn eru því vel stemmdir fyrir keppnina í skugga áfallsins sem McLaren liðið varð fyrir í gær, en þeir Lewis Hamilton og Fernando Alonso héldu þó haus og náðu öðrum og þriðja besta tímanum í Belgíu í morgun.

Formúla 1

McLaren fær háa sekt

FIA hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta McLaren liðið í Formúlu-1 um hundrað milljónir dollara vegna njósnamálsins. Þá verða stig dregin af liðinu. Hinsvegar mun úrskurðurinn ekki hafa nein áhrif í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna.

Formúla 1

Alonso fyrstur í mark

Fernando Alonso, ökumaður McLaren, kom fyrstur í mark á Monza brautinni í dag. Þar með náði hann að minnka forystu liðsfélaga síns, Lewis Hamilton, í heildarstigakeppninni niður í aðeins þrjú stig.

Formúla 1