
Formúla 1

Eyðilagði bikar Verstappen á verðlaunapallinum
Bretinn Lando Norris hefur verið að minna á sig með góðri frammistöðu í síðustu keppnum í formúlu eitt sem voru í Englandi og Ungverjalandi en hann stal fyrirsögnunum á annan hátt eftir verðlaunaafhendinguna í Ungverjalandi um helgina.

Red Bull sló þrjátíu og fimm ára gamalt met McLaren
Red Bull er hreinlega óstöðvandi í Formúlu 1 þessi misserin. Með sigri sínum í Ungverjalandi sló Red Bull 35 ára gamalt met McLaren yfir keppnir sigraðar í röð.

Lýsa Formúlunni áfram á Viaplay: „Spennan er mikil“
Þeir Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson munu áfram lýsa Formúlu 1 á Viaplay.

Madrid og Macron vilja halda kappakstur
Það er eftirsótt að halda Formúlu 1 keppni og nú vill Madrid að keppni varði haldin í spænsku höfuðborginni í framtíðinni. Þá vill Frakklandsforseti sömuleiðis fá formúlusirkusinn oftar til landsins.

Fer á láni til AlphaTauri
Daniel Ricciardo tekur við sem ökuþór AlphaTauri til loka yfirstandandi tímabils í Formúlu eitt. Nyck de Vries fer frá bílaframleiðandanum eftir lélegan árangur á sínu fyrsta tímabili keppni bestu ökuþóra heims.

Brad Pitt tók upp atriði í kvikmynd á formúlukeppninni um helgina
Það var nóg að gerast á Silverstone kappakstursbrautinni um helgina og þá erum við ekki bara að tala um breska formúlu eitt kappaksturinn sem ávallt fær sviðsljósið.

Verstappen eftir sjötta sigurinn í röð: „Byrjuðum skelfilega“
Þrátt fyrir enn einn sigurinn þá var Max Verstappen, ökumaður Red Bull í Formúlu 1, með hugann við skelfilega byrjun í kappakstri dagsins.

Sjötti sigurinn í röð hjá Verstappen
Það fær ekkert stöðvarð ökuþórinn Max Verstappen í Formúlu 1. Hann vann nú áðan sinn sjötta sigur í röð þegar hann kom fyrstur í mark á Silverstone brautinni í Bretlandi.

Heimsmeistarinn hótar að hætta í F1
Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari í formúlu eitt, er allt annað en ánægður með nýja uppröðun á keppnisdagatalinu á næsta ári.

Varar við mótmælum sem gætu valdið alvarlegum meiðslum eða dauða
Stuart Pringle, framkvæmdarstjóri breska Silverstone-kappakstursins í Formúlu 1, varar þá sem gætu ætlað sér að nýta kappaksturinn til mótmæla við því að hlaupa inn á brautina þar sem það gæti valdið alvarlegum slysum eða dauða.

Formúla 1 snýr aftur til Kína á lengsta tímabili sögunnar
Í fyrsta sinn síðan fyrir kórónuveirufaraldurinn mun Formúla 1 snúa aftur til Kína á næsta tímabili.

Verstappen í sérflokki í Austurríki
Max Verstappen kom, sá og sigraði í Formúlu 1 keppnum helgarinnar. Hann stóð uppi sem sigurvegari í kappakstri dagsins og er langefstur í keppni ökumanna.

Verstappen vann sprettinn í Austurríki
Max Verstappen kom fyrstur í mark í sprettakstri Formúlu 1 sem lauk í Austurríki nú áðan. Aðalkappakstur helgarinnar fer fram á morgun.

Banaslys í keppni á undirmótaröð Formúlu 1
18 ára gamall ökumaður lést í keppni á einni af undirmótaröðum Formúlu 1 í morgun. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem banaslys verður á Spa Francorchamps brautinn í Belgíu.

Hamilton og Verstappen ósammála um stóra reglubreytingu
Sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton vill að ný regla verði kynnt til leiks í Formúlu 1 sem segir til um hvenær lið megi byrja að vinna í bíl næsta tímabils. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen er þó ekki sammála.

Hollywood eigendur Wrexham hafa keypt sig inn í formúlu eitt lið
Leikararnir Ryan Reynolds og Rob McElhenney, sem eiga saman enska fótboltafélagið Wrexham, eru ekki hættir að eignast hlut í íþróttaliðum.

Hefur áhyggjur af því að yfirvofandi reglubreyting muni valda árekstrum
Liðin í Formúlu 1 kjósa í næsta mánuði um reglubreytingu sem myndi banna dekkjahlífar sem halda hita á dekkjum bílanna inni í skúr. George Russell, ökumaður Mercedes, segist ekki í vafa um að sú breyting myndi valda árekstrum, en dekkjaframleiðandinn Pirelli segir að ökumenn verði einfaldlega að aðlagast breytingunum.

Keyrði með fugl fastan í bremsubúnaði stóran hluta keppninnar
Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen þurfti að keyra með óvæntan laumufarþega er hann tryggði Red Bull liðinu sinn hundraðasta sigur í Formúlu 1 í gær.

Verstappen jafnaði árangur Senna
Max Verstappen vann í dag sinn sjötta sigur á árinu í Formúlu 1 á þessu ári en keppni dagsins fór fram í Montreal í Kanada.

Max Verstappen á ráspól í Montreal í kvöld
Max Verstappen, ökumaður Red Bull, verður á ráspól í Montreal í Kanada í kvöld en hann tryggði sér stöðuna með nokkrum yfirburðum í tímatökum í gær, sem lituðust af úrkomu og óhöppum á brautinni.

Kristaps Porzingis gefur Formúlu 1 frama upp á bátinn
Kristaps Porzingis, leikmaður Washington Wizards, er einn af hávöxnustu leikmönnum NBA en hann er skráður 221 cm. Hann var staddur á Grand Prix F1 mótinu á Spáni á dögunum og er óhætt að fullyrða að Porzingis sé ólíklegur til að setjast undir stýri á formúlubíl í nánustu framtíð.

Toto vonar að Hamilton undirriti nýjan samning fyrir næstu keppni
Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes í Formúlu 1, segir að nú sé það frekar spurning um daga en vikur hvenær sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton muni skrifa undir nýjan samning við liðið.

Segir ómögulegt að ná Verstappen og er farinn að huga að næsta tímabili
Þrátt fyrir að aðeins tæplega þriðjungur af tímabilinu í Formúlu 1 sé lokið segist sjöfaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton strax vera farinn að huga að næsta tímabili. Ekki sé hægt að berjast við Max Verstappen á Red Bull um heimsmeistaratitilinn í ár.

Verstappen vann á Spáni og Mercedes minnti á sig
Max Verstappen, ríkjandi Formúlu 1 heimsmeistari og ökumaður Red Bull Racing, bar sigur úr býtum í Spánar-kappakstrinum sem fór fram í dag.

Hamilton þurfi að biðjast afsökunar: „Hefði ekki átt að gerast“
Nico Rosberg, Formúlu 1 heimsmeistari og nú sérfræðingur Sky Sports í tengslum við mótaröðina, segir að fyrrum liðsfélagi sinn og keppinautur Lewis Hamilton ætti að biðjast afsökunar líkt og George Russell vegna uppákomu sem varð á milli þeirra í tímatökum á Spáni í gær.

Óvæntar vendingar á Spáni í dag
Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og ökumaður Red Bull Racing, verður á rásspól í Spánarkappakstrinum sem fram fer á morgun.

Neymar elskar Lewis Hamilton
Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar valdi formúlu eitt fram yfir því að fagna titlinum með félögum sínum í Paris Saint Germain eins og frægt var.

Rigningin sló Verstappen ekki út af laginu í Mónakó
Hollendingurinn Max Verstappen, ríkjandi heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 og liðsmaður Red Bull Racing, bar sigur úr býtum í Mónakó-kappakstrinum sem fram fór í dag.

Ófarir Leclerc halda áfram
Charles Leclerc, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur fengið þriggja sæta refsingu fyrir Mónakó-kappakstur morgundagsins og mun hann því ræsa sjötti á morgun.

Verstappen ræsir fremstur en liðsfélaginn aftastur
Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen verður á ráspól þegar farið verður af stað í Mónakó-kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Liðsfélagi hans hjá Red Bull, Sergio Perez, ræsir hins vegar aftastur.