Verstappen átján sætum á undan Hamilton á ráspólnum á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. apríl 2024 13:19 Max Verstappen var í stuði eins og vanalega. Fimm keppnir, fimm ráspólar. Getty/Mark Thompson Heimsmeistarinn Max Verstappen verður enn á ný á ráspólnum í kínverska formúlu 1 kappakstrinum sem fer fram í fyrramálið. Þetta var mjög góð tímataka fyrir Red Bull liðið því liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, verður við hlið hans á ráspólnum. Verstappen var 0,322 sekúndum á undan Perez. Fernando Alonso hjá Aston Martin varð þriðji 0,166 sekúndum á eftir Perez. Næstir voru síðan Lando Norris og Oscar Piastri sem keyra báðir fyrir McLaren. Þetta var aftur á móti slæmur dagur fyrir Lewis Hamilton sem ræsir í átjánda sætinu á morgun og er því ekki líklegur til að ná í mörg stig þessa helgina. Hamilton er eins og er í níunda sæti í keppni ökumanna sjö stigum á eftir Alonso sem er fyrir ofan hann. Verstappen hefur verið ráspól í öllum fimm kappökstrum ársins og hefur unnið þrjár af fjórum keppnum tímabilsins. Verstappen er með fimmtán stiga forskot á liðsfélaga sinn Perez og með 21 stigi meira en Charles Leclerc sem er þriðji í keppni ökumanna. Kínverski kappaksturinn hefst klukkan 6.30 í fyrramálið á Vodafone Sport stöðinni. MAX VERSTAPPEN TAKES POLE IN SHANGHAI Sergio Perez will join his team mate on the front row while Fernando Alonso will start from third in Sunday's race #F1 #ChineseGP pic.twitter.com/En2nvKE3bS— Formula 1 (@F1) April 20, 2024 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Þetta var mjög góð tímataka fyrir Red Bull liðið því liðsfélagi Verstappen, Sergio Perez, verður við hlið hans á ráspólnum. Verstappen var 0,322 sekúndum á undan Perez. Fernando Alonso hjá Aston Martin varð þriðji 0,166 sekúndum á eftir Perez. Næstir voru síðan Lando Norris og Oscar Piastri sem keyra báðir fyrir McLaren. Þetta var aftur á móti slæmur dagur fyrir Lewis Hamilton sem ræsir í átjánda sætinu á morgun og er því ekki líklegur til að ná í mörg stig þessa helgina. Hamilton er eins og er í níunda sæti í keppni ökumanna sjö stigum á eftir Alonso sem er fyrir ofan hann. Verstappen hefur verið ráspól í öllum fimm kappökstrum ársins og hefur unnið þrjár af fjórum keppnum tímabilsins. Verstappen er með fimmtán stiga forskot á liðsfélaga sinn Perez og með 21 stigi meira en Charles Leclerc sem er þriðji í keppni ökumanna. Kínverski kappaksturinn hefst klukkan 6.30 í fyrramálið á Vodafone Sport stöðinni. MAX VERSTAPPEN TAKES POLE IN SHANGHAI Sergio Perez will join his team mate on the front row while Fernando Alonso will start from third in Sunday's race #F1 #ChineseGP pic.twitter.com/En2nvKE3bS— Formula 1 (@F1) April 20, 2024
Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira