
Fótbolti

Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum
Þrír nýir sérfræðingar verða í Stúkunni í sumar. Þeir eru ekki af verri endanum en þeir hafa allir víðtæka reynslu úr fótboltanum.

Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin
Framkonur eru mættar í Bestu deildina sem algjörir nýliðar og þá er gott að geta leitað í reynslubankann hjá Rúnari Kristinssyni. Ekki síst til að læra trixin sem koma andstæðingnum gjörsamlega úr jafnvægi.

„Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“
Oliver Heiðarsson, markahæsti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, tók fótboltann ekki alvarlega fyrr en á unglingsaldri og var meira í öðrum íþróttum þegar hann var yngri.

„Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“
Albert Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, telur að ÍA geti barist um Evrópusæti, annað árið í röð. Miklu máli skipti ef Rúnar Már Sigurjónsson getur spilað meira en í fyrra.

Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir ÍA 6. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Sagði Fernandes að hann færi hvergi
Ruben Amorim, stjóri Manchester United, segir ekki koma til greina að fyrirliðinn Bruno Fernandes fari frá félaginu í sumar. Hann ræddi einnig um þá Antony og Marcus Rashford sem verið hafa að gera það gott sem lánsmenn í burtu frá United.

Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“
Yassine Cheuko, hinn grjótharði lífvörður Lionels Messi, má ekki lengur passa upp á hann á leikjum í bandarísku MLS-deildinni í fótbolta.

Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni
Spænski fótboltamaðurinn Ander Herrera, sem stuðningsmenn Manchester United völdu leikmann ársins 2017, hefur upplifað algjöra martröð hjá argentínska stórliðinu Boca Juniors.

„Ég veit bara að þetta er mjög vont“
„Þetta er alveg nýtt fyrir mér en ég hef reynt að horfa á þetta sem lærdóm,“ segir Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og Þýskalandsmeistara Bayern München. Í fyrsta sinn á ferlinum glímir hún við meiðsli sem auk þess eru snúin og bataferlið óljóst. Hún vonast þó til að EM í sumar sé ekki í hættu.

570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton
Uppgjör Everton fyrir tímabilið 2023-24 hefur verið birt og er það neikvætt um 53 milljónir punda. Er þetta sjöunda árið í röð sem félagið er rekið með tapi og er uppsafnað tap yfir þessi sjö ár 570 milljónir punda.

Tekjur Wrexham í hæstu hæðum
Ársreikningur Wrexham fyrir tímabilið 2023-24 hefur verið birtur og hafa tekjur félagsins aldrei verið meiri, eða 26,7 milljónir punda, sem er aukning um 155 prósent frá tímabilinu á undan.

Haaland væntanlega úr leik í deildinni
Sóknarmaðurinn Erling Haaland mun væntanlega ekki skora fleiri mörk í ensku úrvalsdeildinni en hann meiddist á ökkla í bikarleik Manchester City í gær. Haaland er næst markahæstur í deildinni með 21 mark.

Saka klár í slaginn á ný
Stuðningsmönnum Arsenal bárust gleðitíðindi í dag þegar stjóri liðsins, Mikel Arteta, staðfesti að Bukayo Saka væri klár í slaginn á ný en Saka hefur verið frá vegna meiðsla síðan 21. desember.

Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins
Jan de Boer, markvörður Bryne, fékk ansi sérstök verðlaun fyrir að vera valinn maður leiksins gegn Bodø/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær.

Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“
Verið er að leggja gervigras á Hásteinsvöll, heimavöll ÍBV. Þorlákur Árnason, þjálfari karlaliðsins, segir að margir sjái eftir náttúrulega grasinu.

Hvorki zombie-bit né tattú
Þeir sem horfðu á leik Venezia og Bologna í ítölsku A-deildinni í fótbolta um helgina furðuðu sig á risastórum rauðum hring aftan á hálsi Danans Jens Odgaard, leikmanns Bologna.

Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“
Íslenska fótboltasumarið er handan við hornið. Þið vitið hvað það þýðir. Það þarf að þurrka linsurnar á myndavélunum. Oft.

Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi
„Hún á við meiðsli að stríða og er bara ekki klár í þessa landsleiki,“ segir Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, um Glódísi Perlu Viggósdóttur sem missir af leikjunum mikilvægu við Noreg og Sviss í Þjóðadeildinni.

„Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“
Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, telur að FH verði í baráttu um að halda sér í efri hluta Bestu deildar karla. Varnarleikur liðsins þurfi að lagast frá síðasta tímabili.

Glódís ekki með í landsleikjunum
Í fyrsta sinn frá því hún byrjaði að spila með íslenska landsliðinu 2012 missir Glódís Perla Viggósdóttir af landsleikjum vegna meiðsla.

Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir FH 7. sæti Bestu deildar karla í sumar.

Vill hópfjármögnun fyrir Antony
Eftir martraðartíma sinn hjá Manchester United hefur hinn brasilíski Antony svo sannarlega slegið í gegn í spænska boltanum sem lánsmaður hjá Real Betis.

Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir
Arsenal er í leit að stjörnuframherja og The Athletic fjallar um það í nýrri grein að félagið sé afar áhugasamt um að klófesta sænska markahrókinn Viktor Gyökeres frá Sporting Lissabon.

Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró
„Þeir koma til baka þarna ‘95 eins og einhverjar rokkstjörnur.“ Þetta segir Rósant Birgisson um æskuvini sína, tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni, þegar ævintýraleg endurkoma þeirra í íslenska boltann og ekki síður kraftmikil endurkoma í íslenska dægurmenningu, árið 1995, var rifjuð upp í fyrsta þætti af A&B.

Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli
Markahrókurinn Harry Kane náði fáheyrðum áfanga í gær þegar hann skoraði eitt marka Bayern München í 3-2 sigri á St. Pauli en Kane hefur nú skorað í það minnsta eitt mark gegn hverju einasta liði sem hann hefur spilað gegn í þýsku úrvalsdeildinni.

Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku
Erling Haaland haltraði meiddur af velli í dag þegar Manchester City lagði Bournemouth í 8-liða úrslitum enska bikarsins 1-2. Haaland meiddist á ökkla og yfirgaf völlinn eftir leik á hækjum en enn er allt á huldu um alvarleika meiðslanna.

Napólí heldur pressunni á toppliði Inter
Napólí ætlar ekki að leyfa meisturum Inter Mílanó að stinga af alveg strax á toppi Seríu-A deildarinnar á Ítalíu en liðið lagði AC Mílanó í kvöld 2-1.

„Gerðum gott úr þessu“
Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna við mjög krefjandi aðstæður gegn KA í uppgjöri meistaranna á síðasta tímabili. Breiðablik bauðst til að færa leikinn inn í Kórinn, svo varð ekki en Blikarnir gerðu gott úr aðstæðum, skoruðu þrjú mörk í fyrri hálfleik og fóru með öruggan 3-1 sigur.

Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna
Íslandsmeistarar Breiðabliks eru meistarar meistaranna eftir 3-1 sigur gegn bikarmeisturum KA á Kópavogsvelli. Blikar skoruðu öll sín mörk í fyrri hálfleik og hefðu hæglega getað bætt fleirum við í seinni hálfleik.

Lewandowski með tvö og er á toppnum
Barcelona er með þriggja stiga forskot á toppi spænsku 1. deildarinnar í fótbolta eftir öruggan sigur gegn Girona, 4-1, í dag.