Fótbolti

Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni

Liverpool er með meira en tvöfalt fleiri stig en Manchester United, og leik til góða, fyrir leik liðanna á sunnudag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Arne Slot, stjóri Liverpool, segir stöðu United í deildinni hins vegar blekkjandi.

Enski boltinn

„Það er betra að sakna á þennan hátt“

Eftir að hafa slegið í gegn í Dan­mörku, orðið marka­drottning og unnið titla, tekur ís­lenska lands­liðs­konan í fót­bolta. Emilía Kiær Ás­geirs­dóttir nú næsta skref á sínum ferli. Hún hefur samið við þýska liðið RB Leipzig. Hún telur þetta rétta tíma­punktinn á sínum ferli til að opna næsta kafla.

Fótbolti

Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent

Það bendir allt til þess að hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold gangi til liðs við Evrópu- og Spánarmeistara Real Madríd þegar samningur hans við Liverpool rennur út í sumar. Spænska félagið vill þó ekki bíða svo lengi.

Enski boltinn

Carrag­her skammar Alexander-Arn­old

Samningur Trent Alexander-Arnold hjá Liverpool rennur út í sumar og möguleg félagaskipti hans til spænska stórliðsins Real Madrid hafa verið í deiglunni um nokkurt skeið. Liverpool goðsögnin Jamie Carragher er allt annað en sáttur með framkomu Alexander-Arnold gagnvart uppeldisfélaginu.

Enski boltinn

Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns

Jhon Durán hefur verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir slæma hegðun á hliðarlínunni eftir að hann var rekinn út af í leik Aston Villa gegn Newcastle. Durán er í þriggja leikja banni sem gæti orðið lengra.

Enski boltinn

Á­frýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út

Dani Olmo mun að öllu óbreyttu missa leikheimild sína með Barcelona á morgun. Liðið áfrýjaði ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins en var hafnað af dómstólum á Spáni. Kjósi Olmo að ræða við önnur félög er honum frjálst að segja upp samningi sínum og gera það á morgun. 

Fótbolti