Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Ekki nóg með að leikmenn Manchester City voru kallaðir til æfinga í gær, jóladag, þegar þeir eru vanir að vera í fríi þá fengu þeir heldur ekki að fara heim eftir æfinguna. Allir leikmenn liðsins sem taka þátt í leiknum gegn Everton á eftir gistu á æfingasvæðinu í nótt. Enski boltinn 26.12.2024 09:00 Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Alls hafa fimm einstaklingar hlotið dóm fyrir ólætin sem áttu sér stað í Amsterdam í síðasta mánuði í kringum leik Ajax og Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Fótbolti 26.12.2024 08:02 Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Einu sinni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur það gerst að liðið sem situr í sjöunda sæti deildarinnar yfir jólahátíðina hefur fallið úr deild þeirra bestu. Englandsmeistarar Manchester City sitja í sjöunda sæti þessi jólin. Fótbolti 25.12.2024 18:01 Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Þýska stórvaldið Bayern München heldur enn í vonina um að næla í ungstirnir Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen í sumar. Fótbolti 25.12.2024 16:01 Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Enski knattspyrnudómarinn David Coote mun ekki áfrýja brottrekstri sínum úr ensku dómarasamtökunum PGMOL. Fótbolti 25.12.2024 14:02 Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. Fótbolti 25.12.2024 12:02 Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Wayne Rooney og Frank Lampard unnu sér inn goðsagnastimpil sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Nú stýra þeir báðir liðum í næstefstu deild og munu mætast á morgun í fyrsta sinn sem þjálfarar, eftir að hafa eldað grátt silfur sem leikmenn um árabil. Enski boltinn 25.12.2024 08:00 Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Pep Guardiola hefur klórað sér í höfði undanfarið yfir gengi Manchester City, hann segir vandamál liðsins ekki Erling Haaland einum að kenna. Liðið allt verði að stíga upp, en það gæti reynst erfitt gegn Everton, sem fær varla á sig mark þessa dagana. Enski boltinn 24.12.2024 21:01 Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Leikmenn Liverpool snæða jólasteikina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þetta árið, sem hefur sjö sinnum gerst áður en aðeins einu sinni hefur liðið orðið meistari. Englandsmeistarar Manchester City voru í fimmta sæti á sama tíma í fyrra. Enski boltinn 24.12.2024 19:16 Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Alex Iwobi, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, hefur tímabundið gerst búðareigandi í Lundúnum. Hann opnaði „AleXpress“ í hverfinu þar sem hann ólst upp til að hjálpa þeim sem minna mega sín yfir hátíðarnar. Enski boltinn 24.12.2024 16:01 Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað vel með West Ham á Englandi að undanförnu en er nú komin til Íslands í jólafrí, sem hún mun verja í faðmi fjölskyldunnar. Hún vonast til að finna lóðasett í jólapakkanum í kvöld svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar. Fótbolti 24.12.2024 13:02 Músaskítur í leikhúsi draumanna Músaskítur fannst við skoðun heilbrigðis- og matvælaeftirlits á Old Trafford, leikvangi Manchester United. Enski boltinn 24.12.2024 10:30 Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Freyr Alexandersson kveðst hafa dregið mikinn lærdóm af tíma sínum með Kortrijk í Belgíu, þaðan sem hann var rekinn í vikunni. Starfsfólk félagsins var sorgmætt þegar þjálfarinn kvaddi. Fótbolti 24.12.2024 08:00 Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Jurgen Klopp mun á nýju ári byrja í nýju starfi sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull, aðeins ári eftir að hann kulnaði í starfi og hætti sem þjálfari Liverpool. Forstjóri hjá Red Bull segist fyrst hafa boðið Klopp starfið fyrir tveimur árum og hann hafi sýnt því mikinn áhuga þá. Enski boltinn 24.12.2024 08:00 Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Stjórnarmenn Manchester United leita sífellt nýrra leiða til að afla tekna og skoða nú að fara með liðið í æfingaferð um leið og tímabilið klárast. Enski boltinn 23.12.2024 23:02 Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Í janúar ætlar Aston Villa að kalla framherjann Louie Barry aftur úr láni hjá Stockport County. Hann mun skilja eftir sig stórt skarð sem aðrir leikmenn liðsins, líkt og Benóný Breki Andrésson, þurfa að fylla. Enski boltinn 23.12.2024 22:17 Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Inter Milan tók á móti Como og vann 2-0 sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mílanó-menn eru nú þremur stigum frá efsta sæti deildarinnar og eiga einn leik til góða á liðin fyrir ofan. Fótbolti 23.12.2024 21:46 Eftirmaður Amorim strax á útleið João Pereira tók við starfi Rubens Amorim sem aðalþjálfari Sporting þegar sá síðarnefndi fór til Manchester United. Hann hefur ekki fagnað góðu gengi og er sagður á útleið eftir rúman mánuð í starfi. Fótbolti 23.12.2024 21:18 Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fiorentina tapaði öðrum deildarleiknum í röð, 2-1 gegn Udinese. Albert Guðmundsson byrjaði á bekknum en var settur inn á þegar liðið lenti undir. Fótbolti 23.12.2024 19:32 Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nottingham Forest hefur ráðið nýjan forstjóra, eftir tæp tvö ár án slíks. Lina Soulouko mun taka við starfinu en henni var bolað burt af mikilli reiði úr framkvæmdastjórastarfi hjá Roma í haust. Enski boltinn 23.12.2024 19:02 Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Alessandro Nesta hefur verið sagt upp störfum hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza eftir að hafa aðeins unnið einn af sautján leikjum við stjórnvölinn. Fótbolti 23.12.2024 18:00 Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótboltamaðurinn ungi Romano Floriani Mussolini skoraði sitt fyrsta mark á fótboltaferlinum er lið hans Juve Stabia vann 1-0 sigur á Cesena í ítölsku B-deildinni. Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðsins hafa vakið athygli. Fótbolti 23.12.2024 16:33 Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var bersýnilega pirraður þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gærkvöld, eftir 6-3 tapið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 23.12.2024 15:00 Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Bukayo Saka, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verður ekki með Arsenal á næstunni vegna meiðsla. Enski boltinn 23.12.2024 14:12 „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Birkir Bjarnason stefnir á það að koma liði sínu Brescia í umspil um laust sæti í efstu deild á Ítalíu. Fótbolti 23.12.2024 13:32 Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Stuðningsmenn spænska knattspyrnufélagsins Real Betis hafa skapað fallega jólahefð sem felst í því að gleðja bágstödd börn með gjöfum. Fótbolti 23.12.2024 12:02 Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Skotinn Charlie Adam hefur verið látinn taka poka sinn hjá Fleetwood Town í ensku D-deildinni. Liðinu var ætlað upp um deild en á í töluverðum vandræðum. Enski boltinn 23.12.2024 10:32 „Allt er svo erfitt“ „Sem stendur er allt svo erfitt,“ sagði Portúgalinn Rúben Amorim eftir 3-0 tap Manchester United fyrir Bournemouth á Old Trafford í Manchester í gær. Þetta sagði Portúgalinn á blaðamannafundi sem þurfti að slíta vegna leka í blaðamannaherberginu á Old Trafford. Enski boltinn 23.12.2024 09:46 Látnir æfa á jóladag Stjörnurnar í Englandsmeistaraliði Manchester City þurfa að mæta til vinnu á jóladag, á fótboltaæfingu, öfugt við það sem þeir eru vanir, eftir skelfilegt gengi liðsins undanfarna tvo mánuði. Enski boltinn 23.12.2024 09:00 Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Albert Guðmundsson verður á ferðinni með Fiorentina gegn Udinese í kvöld, í síðasta heimaleik Fiorentina á þessu ári. Búast má við að vel verði klappað fyrir Edoardo Bove sem snýr aftur á Artemio Franchi leikvanginn eftir að hafa farið í hjartastopp. Fótbolti 23.12.2024 08:03 « ‹ 13 14 15 16 17 18 19 20 21 … 334 ›
Látnir gista líka á æfingasvæðinu Ekki nóg með að leikmenn Manchester City voru kallaðir til æfinga í gær, jóladag, þegar þeir eru vanir að vera í fríi þá fengu þeir heldur ekki að fara heim eftir æfinguna. Allir leikmenn liðsins sem taka þátt í leiknum gegn Everton á eftir gistu á æfingasvæðinu í nótt. Enski boltinn 26.12.2024 09:00
Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Alls hafa fimm einstaklingar hlotið dóm fyrir ólætin sem áttu sér stað í Amsterdam í síðasta mánuði í kringum leik Ajax og Maccabi Tel Aviv í Evrópudeildinni í knattspyrnu. Fótbolti 26.12.2024 08:02
Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Einu sinni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hefur það gerst að liðið sem situr í sjöunda sæti deildarinnar yfir jólahátíðina hefur fallið úr deild þeirra bestu. Englandsmeistarar Manchester City sitja í sjöunda sæti þessi jólin. Fótbolti 25.12.2024 18:01
Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Þýska stórvaldið Bayern München heldur enn í vonina um að næla í ungstirnir Florian Wirtz frá Bayer Leverkusen í sumar. Fótbolti 25.12.2024 16:01
Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Enski knattspyrnudómarinn David Coote mun ekki áfrýja brottrekstri sínum úr ensku dómarasamtökunum PGMOL. Fótbolti 25.12.2024 14:02
Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Ruben Amorim, knattspyrnustjóri Manchester United, er hissa á þeim ákvörðunum sem fólkið í kringum Marcus Rashford, leikmann liðsins, virðist vera að taka. Fótbolti 25.12.2024 12:02
Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Wayne Rooney og Frank Lampard unnu sér inn goðsagnastimpil sem leikmenn í ensku úrvalsdeildinni. Nú stýra þeir báðir liðum í næstefstu deild og munu mætast á morgun í fyrsta sinn sem þjálfarar, eftir að hafa eldað grátt silfur sem leikmenn um árabil. Enski boltinn 25.12.2024 08:00
Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Pep Guardiola hefur klórað sér í höfði undanfarið yfir gengi Manchester City, hann segir vandamál liðsins ekki Erling Haaland einum að kenna. Liðið allt verði að stíga upp, en það gæti reynst erfitt gegn Everton, sem fær varla á sig mark þessa dagana. Enski boltinn 24.12.2024 21:01
Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Leikmenn Liverpool snæða jólasteikina í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þetta árið, sem hefur sjö sinnum gerst áður en aðeins einu sinni hefur liðið orðið meistari. Englandsmeistarar Manchester City voru í fimmta sæti á sama tíma í fyrra. Enski boltinn 24.12.2024 19:16
Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Alex Iwobi, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, hefur tímabundið gerst búðareigandi í Lundúnum. Hann opnaði „AleXpress“ í hverfinu þar sem hann ólst upp til að hjálpa þeim sem minna mega sín yfir hátíðarnar. Enski boltinn 24.12.2024 16:01
Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Dagný Brynjarsdóttir hefur spilað vel með West Ham á Englandi að undanförnu en er nú komin til Íslands í jólafrí, sem hún mun verja í faðmi fjölskyldunnar. Hún vonast til að finna lóðasett í jólapakkanum í kvöld svo hún geti æft heima yfir hátíðarnar. Fótbolti 24.12.2024 13:02
Músaskítur í leikhúsi draumanna Músaskítur fannst við skoðun heilbrigðis- og matvælaeftirlits á Old Trafford, leikvangi Manchester United. Enski boltinn 24.12.2024 10:30
Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Freyr Alexandersson kveðst hafa dregið mikinn lærdóm af tíma sínum með Kortrijk í Belgíu, þaðan sem hann var rekinn í vikunni. Starfsfólk félagsins var sorgmætt þegar þjálfarinn kvaddi. Fótbolti 24.12.2024 08:00
Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Jurgen Klopp mun á nýju ári byrja í nýju starfi sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull, aðeins ári eftir að hann kulnaði í starfi og hætti sem þjálfari Liverpool. Forstjóri hjá Red Bull segist fyrst hafa boðið Klopp starfið fyrir tveimur árum og hann hafi sýnt því mikinn áhuga þá. Enski boltinn 24.12.2024 08:00
Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Stjórnarmenn Manchester United leita sífellt nýrra leiða til að afla tekna og skoða nú að fara með liðið í æfingaferð um leið og tímabilið klárast. Enski boltinn 23.12.2024 23:02
Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Í janúar ætlar Aston Villa að kalla framherjann Louie Barry aftur úr láni hjá Stockport County. Hann mun skilja eftir sig stórt skarð sem aðrir leikmenn liðsins, líkt og Benóný Breki Andrésson, þurfa að fylla. Enski boltinn 23.12.2024 22:17
Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Inter Milan tók á móti Como og vann 2-0 sigur í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Mílanó-menn eru nú þremur stigum frá efsta sæti deildarinnar og eiga einn leik til góða á liðin fyrir ofan. Fótbolti 23.12.2024 21:46
Eftirmaður Amorim strax á útleið João Pereira tók við starfi Rubens Amorim sem aðalþjálfari Sporting þegar sá síðarnefndi fór til Manchester United. Hann hefur ekki fagnað góðu gengi og er sagður á útleið eftir rúman mánuð í starfi. Fótbolti 23.12.2024 21:18
Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fiorentina tapaði öðrum deildarleiknum í röð, 2-1 gegn Udinese. Albert Guðmundsson byrjaði á bekknum en var settur inn á þegar liðið lenti undir. Fótbolti 23.12.2024 19:32
Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nottingham Forest hefur ráðið nýjan forstjóra, eftir tæp tvö ár án slíks. Lina Soulouko mun taka við starfinu en henni var bolað burt af mikilli reiði úr framkvæmdastjórastarfi hjá Roma í haust. Enski boltinn 23.12.2024 19:02
Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Alessandro Nesta hefur verið sagt upp störfum hjá ítalska úrvalsdeildarfélaginu Monza eftir að hafa aðeins unnið einn af sautján leikjum við stjórnvölinn. Fótbolti 23.12.2024 18:00
Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótboltamaðurinn ungi Romano Floriani Mussolini skoraði sitt fyrsta mark á fótboltaferlinum er lið hans Juve Stabia vann 1-0 sigur á Cesena í ítölsku B-deildinni. Fagnaðarlæti stuðningsmanna liðsins hafa vakið athygli. Fótbolti 23.12.2024 16:33
Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, var bersýnilega pirraður þegar hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gærkvöld, eftir 6-3 tapið gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Enski boltinn 23.12.2024 15:00
Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Bukayo Saka, einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta, verður ekki með Arsenal á næstunni vegna meiðsla. Enski boltinn 23.12.2024 14:12
„Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Birkir Bjarnason stefnir á það að koma liði sínu Brescia í umspil um laust sæti í efstu deild á Ítalíu. Fótbolti 23.12.2024 13:32
Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Stuðningsmenn spænska knattspyrnufélagsins Real Betis hafa skapað fallega jólahefð sem felst í því að gleðja bágstödd börn með gjöfum. Fótbolti 23.12.2024 12:02
Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Skotinn Charlie Adam hefur verið látinn taka poka sinn hjá Fleetwood Town í ensku D-deildinni. Liðinu var ætlað upp um deild en á í töluverðum vandræðum. Enski boltinn 23.12.2024 10:32
„Allt er svo erfitt“ „Sem stendur er allt svo erfitt,“ sagði Portúgalinn Rúben Amorim eftir 3-0 tap Manchester United fyrir Bournemouth á Old Trafford í Manchester í gær. Þetta sagði Portúgalinn á blaðamannafundi sem þurfti að slíta vegna leka í blaðamannaherberginu á Old Trafford. Enski boltinn 23.12.2024 09:46
Látnir æfa á jóladag Stjörnurnar í Englandsmeistaraliði Manchester City þurfa að mæta til vinnu á jóladag, á fótboltaæfingu, öfugt við það sem þeir eru vanir, eftir skelfilegt gengi liðsins undanfarna tvo mánuði. Enski boltinn 23.12.2024 09:00
Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Albert Guðmundsson verður á ferðinni með Fiorentina gegn Udinese í kvöld, í síðasta heimaleik Fiorentina á þessu ári. Búast má við að vel verði klappað fyrir Edoardo Bove sem snýr aftur á Artemio Franchi leikvanginn eftir að hafa farið í hjartastopp. Fótbolti 23.12.2024 08:03