Fótbolti

Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“
Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar. Craig Bellamy, landsliðsþjálfari Wales er mjög hrifinn af Orra Steini Óskarssyni, framherja Íslands og Real Sociedad. Segir að hann verði heimsþekktur á næstu fimm til sex árum.

Fyrirliðinn trúir: „Ansi mörg vopn sem við höfum upp á að bjóða“
Ísland mætir Wales í lokaumferð Þjóðadeildarinnar í Cardiff í kvöld. Sigur tryggir Íslandi umspilssæti fyrir A-deild Þjóðadeildarinnar og fyrirliði liðsins, Jóhann Berg Guðmundsson, býst við því að Íslendingar þurfi að standa í hárinu á brjáluðum Walesverjum.

Daðrað við elítuna eða hætta á falli?
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta stendur frammi fyrir tveimur afar ólíkum kostum í kvöld þegar það mætir Wales. Sigur myndi skila Íslandi í áttina að elítuhópi landsliða í Evrópu en jafntefli eða tap þýðir að Ísland gæti fallið niður í mun ómerkilegri flokk.

Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum
Ísland og Wales mætast í kvöld í hreinum úrslitaleik um annað sætið í riðli þeirra í Þjóðadeildinni.

Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina
Cristiano Ronaldo þurfti ekki nema nokkra daga til að verða að einni stærstu Youtube stjörnu heims. Nú hefur hann boðað mikinn viðburð á síðu sinni.

Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið
Taylor Harwood-Bellis opnaði markareikning sinn fyrir enska landsliðið í stórsigri á Írlandi í Þjóðadeildinni. Í ljós kom að verðandi tengdafaðir hans var í myndverinu hjá Sky Sports.

Hringir og hringir en fær alltaf nei
Evrópumeistarar Real Madrid glíma við mikil meiðsli þessa dagana og þá sérstaklega meðal varnarmanna liðsins.

Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors
Plymouth Argyle verður nýjasta fótboltafélagið til að verða miðpunkturinn í heimildaþáttaröð.

Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum
Steve McClaren tók við jamaíska landsliðinu af Heimi Hallgrímssyni í sumar en hann gat ekki valið tvo öfluga leikmenn í nýjasta landsliðshóp sinn.

San Marínó vann aftur og komst upp
San Marínó sýndi að sigurinn sögulegi á Liechtenstein í september var enginn tilviljun því San Marinó menn sóttu þrjú stig til Liechtenstein í kvöld.

Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum
Spánn, Portúgal, Danmörk og Króatía eru öll komin áfram í úrslitakeppni A-deildar Þjóðadeildarinnar.

27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun
Það verður vel mætt á leik Wales og Íslands í Þjóðadeildinni annað kvöld en þetta er úrslitaleikur um annað sætið riðilsins og sæti í umspilli um laust sæti í A-deild.

Landsliðskonurnar eiga von á barni saman
Landsliðskonurnar Sam Kerr og Kristie Mewis tilkynntu í dag að þær eiga von á barni saman.

Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United
Portúgalski þjálfarinn Rúben Amorim fékk loksins að stýra sinni fyrstu æfingu hjá Manchester United í dag, viku eftir að hann átti að taka við liðinu.

Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka
Virgil van Dijk fékk frí frá seinni landsleik Hollendinga í þessum landsleikjaglugga og fær því dýrmæta hvíld fyrir framhaldið á tímabilinu.

Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður
Jóhann Berg Guðmundsson er aftur tekinn við fyrirliðabandi íslenska karlalandsliðsins eftir að Aron Einar Gunnarsson meiddist snemma í leik Íslands úti í Svartfjallalandi.

Kane í viðtali við nýju styttuna af honum
Fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu segir að HM 2026 þurfi ekki endilega að vera hans síðasta stórmót í fótbolta.

Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales
Åge Hareide, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, sat ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrir svörum á blaðamannafundi í Cardiff í Wales í dag, fyrir leikinn við heimamenn í Þjóðadeildinni annað kvöld.

Aron Einar ekki með á morgun
Íslenska landsliðið er nú á æfingu í Cardiff en þar vekur athygli að Aron Einar Gunnarsson æfir ekki með liðinu.

Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni
Knattspyrnulið Dalvíkur/Reynis mun leika undir stjórn Harðar Snævars Jónssonar á næstu leiktíð en hann hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir til tveggja ára.

Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín
Tilviljanirnar í þessu lífi eru oft á tíðum ansi ótrúlegar. Því komst undirritaður meðal annars að eftir leik Íslands og Svartfjallalands í Þjóðadeild UEFA í Niksic á laugardaginn síðastliðinn. Lífslexía segi ég en einnig fallegur vitnisburður um íslenskan fótbolta og tengingarnar sem geta myndast út frá honum.

Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“
Fyrirliðinn Piotr Zielinski og Nicola Zalewski, leikmenn pólska landsliðsins í fótbolta, hafa verið harkalega gagnrýndir fyrir að taka mynd af sér með Cristiano Ronaldo eftir að hafa skíttapað gegn Portúgal, 5-1. Zielinski segir enga ástæðu til að biðjast afsökunar.

Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales
Ekki er búist við því að nýr leikmaður bætist við leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir komandi leik liðsins gegn Wales í Þjóðadeild UEFA í Cardiff á morgun.

Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða
Enska knattspyrnusambandið hefur nú úrskurðað Rodrigo Bentancur, miðjumann Tottenham í sjö leikja bann vegna rasískra ummæla í garð liðsfélaga hans og fyrirliða Tottenham, Son Heung-min.

Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki
Brasilíska goðsögnin Marta er enn mögnuð í fótbolta, orðin 38 ára gömul, og hún skoraði stórkostlegt sigurmark fyrir Orlando Pride þegar liðið vann 3-2 sigur gegn Kansas City.

Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða
Það gerist ekki oft að spænska karlalandsliðið í fótbolta spili leik á Íslendinganýlendunni Tenerife en þannig verður það í kvöld. Það gerir leikinn sérstaklega spennandi fyrir einn af leikmönnum spænska liðsins.

Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“
Varnarmaðurinn Róbert Orri Þorkelsson skoraði hreint ótrúlegt sjálfsmark og er eflaust manna fegnastur yfir því að lið hans Kongsvinger skuli vera komið áfram í næstu umferð umspils um sæti í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra
Hinn 17 ára gamli Geovany Quenda gæti átt eftir að fylgja á eftir stjóranum Rúben Amorim frá Sporting Lissabon til Manchester United, næsta sumar.

„Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“
Heimi Hallgrímssyni fannst ekki ástæða fyrir dómarann í leik Englands og Írlands að reka varnarmann Íra Liam Scales af velli. Hann sagði muninn á stöðu liðanna mikinn.

Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið
Glódís Perla Viggósdóttir var á skotskónum fyrir lið sitt Bayern Munchen í dag sem eltir Wolfsburg í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu.