Fótbolti

„Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“
Diljá Ýr Zomers, landsliðskona í fótbolta, hefur gengið frá félagaskiptum til Brann í Noregi. Ágúst Orri Arnarson ræddi við Diljá í tilefni af þessum félagsskiptum.

Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið
Zlatan Ibrahimovic fann, eins og fleiri, mikið til með sænsku knattspyrnukonunni Smillu Holmberg eftir tap sænska kvennalandsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Sviss.

Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump
Alireza Faghani dæmdi úrslitaleik HM félagsliða á dögunum en eftirmálar leiksins hafa kallað fram herferð gegn honum í Íran þótt ekkert íranskt félag eða íranskur leikmaður hafi komið við sögu í úrslitaleik Chelsea og Paris Saint Germain.

Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United?
Eftir langan eltingaleik hefur Manchester United að því virðist loks fest kaup á Bryan Mbeumo, leikmanni Brentford. Stærsta spurningin nú er hvar þessi hægri vængmaður mun leika í leikkerfi sem inniheldur engan hægri vængmann?

Hrókeringar í markmannsmálum Man City
Það virðist sem breytingar séu framundan í markmannsmálum Manchester City. Englendingurinn James Trafford er orðaður við endurkomu eftir að hafa gert góða hluti hjá Burnley.

Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR
Amin Cosic skoraði eina mark Njarðvíkur í 1-0 útsigri á Fylki í Lengjudeild karla í knattspyrnu. Cosic kveður því með stæl en hann er að ganga til liðs við KR sem leikur í Bestu deild karla.

Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður
Spánn er komið í undanúrslit Evrópumóts kvenna í fótbolta eftir 2-0 sigur á heimakonum í Sviss. Spánverjar brenndu af tveimur vítaspyrnum en það kom ekki að sök.

Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni
Davíð Kristján Ólafsson og liðsfélagar hans í Cracovia unnu 4-1 stórsigur á Gísla Gottskálk Þórðarsyni og félögum hans í Lech Poznan í 1. umferð efstu deildar Póllands.

Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný
Það virðist næsta öruggt að miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson sé á förum frá efstu deildarliði Bologna á Ítalíu.

Hófu titilvörnina á naumum sigri
Danmerkurmeistarar FC Kaupmannahafnar hófu titilvörn sína á naumum 3-2 útisigri á Viborg í 1. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu. Sigurmarkið skoraði varamaðurinn Magnus Mattsson úr vítaspyrnu á 78. mínútu.

Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt
Fyrrum knattspyrnumaðurinn Paul Ince hefur misst bílpróf sitt eftir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis.

Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann
Nýliðar Aftureldingar hafa staðið sig með prýði það sem af er tímabili í Bestu deild karla í fótbolta. Betur má þó ef duga skal.

Madueke skrifar undir hjá Arsenal
Arsenal hefur tilkynnt um kaup á enska kantmanninum Noni Madueke frá Chelsea fyrir 50 milljónir punda.

Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni
Eina besta fótboltakona sögunnar hefur gagnrýnt Knattspyrnusamband Suður-Ameríku fyrir þá aðstöðu sem bestu knattspyrnukonum Suður-Ameríku er boðið upp á þessa dagana.

Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta
Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi.

Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn
Víkingur hefur endurkallað Daða Berg Jónsson úr láni frá Vestra. Daði hefur verið einn besti leikmaður Vestra á tímabilinu og er markahæsti leikmaður liðsins í Bestu deildinni í sumar. Hann spilar með toppliði deildarinnar það sem eftir lifir tímabils en missir af bikarúrslitaleiknum með Vestra.

Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Hæstráðendur hjá Manchester United hafa fundað í veiðihúsi Jim Ratcliffe undanfarna vikuna og tóku þar ákvörðun um að festa kaup á Bryan Mbuemo frá Brentford. Milli funda hafa stjórnarmennirnir skellt sér í veiði og kíkt á kránna í Vopnafirði.

Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“
Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir var í dag kynnt sem nýr leikmaður portúgalska félagsins SC Braga.

Mbeumo gengur til liðs við Manchester United
Manchester United hefur fest kaup á sóknarmanninum Bryan Mbeumo frá Brentford. Félagið borgar um sjötíu milljónir punda í heildina fyrir leikmanninn. Fjölmörg lið höfðu áhuga á kappanum en hann er sagður einungis hafa viljað ganga til liðs við United.

Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva
Valur og Víkingur komust áfram í aðra umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar með góðum sigrum í gærkvöldi.

Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll
Íslensku liðin stóðu sig frábærlega í fyrstu umferð undankeppni Evrópukeppnanna tveggja og fóru öll þrjú mjög sannfærandi áfram.

Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum
Enska knattspyrnukonan Chloe Kelly átti magnaða innkomu í gærkvöldi í endurkomu enska landsliðsins í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Sviss.

Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“
Fyrrum fótboltamaðurinn Hilmar Björnsson er nýjasti gestur Gunnlaugs Jónssonar í hlaðvarpinu Návígi þar sem farið er um víðan völl. Hilmar hefur unnið við framleiðslu íþróttaefnis í fjöldamörg ár og er íþróttastjóri RÚV. Eitt verkefni slítur sig frá öðrum á ferli hans.

Birnir Snær genginn til liðs við KA
Birnir Snær Ingason er genginn til liðs við KA í Bestu deild karla, hann kemur til liðsins frá Halmstad í Svíþjóð.

Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur
ÍA hefur selt Oliver Stefánsson til pólska liðsins GKS Tychy sem leikur í næst efstu deild í Póllandi.

Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna
Nikolaj Hansen skoraði þrennu fyrir Víkinga í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær og varð þar með fjórði leikmaðurinn til að skora tíu mörk fyrir íslenskt félag í Evrópukeppni. Hann sló eitt met og jafnaði annað.

Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir
Flestir ólátabelgir á síðustu leiktíð í ensku úrvalsdeildinni voru stuðningsmenn Manchester liðanna tveggja.

„Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“
Guðrún Arnardóttir er að yfirgefa sænsku meistarana í Rosengård en fyrirliði sænska liðsins vill finna sér nýja áskorun áður en hún heldur upp á þrítugsafmælið.

„Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“
Svíar eru úr leik á Evrópumeistaramóti kvenna í fótbolta í Sviss eftir tap á móti Englandi í vítakeppni í átta liða úrslitum í gærkvöldi. Skúrkur sænska liðsins var yngsti leikmaður þess.

Guðrún kveður Rosengård
Íslenska landsliðskonan Guðrún Arnardóttir er á tímamótum því hún tilkynnti í morgun að hún væri að yfirgefa sænska úrvalsdeildarfélagið Rosengård.