Fótbolti

Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver
Enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal var sektað um 65 þúsund pund, rúmar ellefu milljónir króna, vegna viðbragða leikmanna liðsins við rauða spjaldinu sem Myles Lewis-Skelly fékk í leik gegn Wolverhamton Wanderers.

Arnór laus úr prísund Blackburn
Landsliðsmaðurinn Arnór Sigurðsson hefur komist að samkomulagi um starfslok við enska B-deildarliðið Blackburn Rovers. Hann er því laus allra mála og getur fundið sér nýtt lið.

Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn
Arséne Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, kveðst biðja til Guðs að hans fyrrum lið vinni enska meistaratitilinn. Liverpool sé aftur á móti töluvert líklegra til þess.

Segir Danann versta samherjann: „Hann lamdi menn í spað“
Brasilíska goðsögnin Ronaldo Nazário fer ekki sérlega fögrum orðum um Danann Thomas Gravesen. Þeir léku saman hjá Real Madrid fyrir tveimur áratugum.

Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er vongóður um að Erling Haaland geti spilað seinni leikinn á móti Real Madrid í umspili um laust sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag
Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, er sagður á leið til króatíska félagsins Istra. Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi, staðfestir að hann sé á förum.

Segir endurkomu samherja Hákonar bíómyndaefni
Nabil Bentaleb, samherji Hákonar Arnars Haraldssonar hjá Lille, skoraði í fyrsta leik sínum eftir að hafa farið í hjartastopp á síðasta ári.

Þjálfari Barcelona vill ekki sjá „veikleika“ Bellingham hjá sínum leikmönnum
Barelona getur náð aftur toppsæti spænsku deildarinnar með sigri á Rayo Vallecano í kvöld. Real Madrid tapaði stigum í jafntefli á móti Osasuna um helgina.

Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn
Liðsfélagar og stuðningsmenn Arsenal voru mjög ánægðir með Mikel Merino um helgina en hefur eiginkona hans sömu sögu að segja?

Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“
Gengið hefur á ýmsu hjá Guðlaugi Victori Pálssyni hjá Plymouth Argyle á Engandi síðustu mánuði. Goðsögninni Wayne Rooney var sagt upp hjá félaginu eftir slakan árangur og þrátt fyrir að Rooney hafi gefið Guðlaugi fá tækifæri er samband þeirra gott.

Maddison var að sussa á Roy Keane
James Maddison tryggði Tottenham 1-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn
Árangur Tottenham Hotspur á heimavelli í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarnar vikur og mánuði. Það stöðvaði liðið þó ekki að sækja sinn fyrsta sigur í 105 daga þegar Manchester United kom í heimsókn á sunnudag.

Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson
Með stoðsendingu sinni gegn Newcastle United er Ederson, markvörður Manchester City, nú stoðsendingahæsti markvörður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi.

Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð
Lið Vestra er byrjað að taka á sig mynd fyrir komandi leiktíð í Bestu deild karla í fótbolta. Liðið hefur samið við Anton Kralj sem hefur spilað bæði í efstu deild Svíþjóðar sem og Noregs.

Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk
„Það er alltaf erfitt að vera frá vegna meiðsla. Hvort sem það er einn leikur eða tíu, maður getur ekki beðið eftir að snúa aftur. Ég kom inn í leikinn með það hugarfar að ég ætlaði að gera gæfumuninn,“ sagði James Maddison, markaskorari Tottenham Hotspur í 1-0 sigrinum á Manchester United.

Juventus í Meistaradeildarsæti
Juventus vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Inter í síðasta leik dagsins í Serie A, efstu deild ítalska fótboltans. Sigurinn þýðir að Juventus er komið í Meistaradeildarsæti á meðan Inter mistókst að komast á topp deildarinnar.

Man City fór létt með Liverpool
Manchester City vann 4-0 stórsigur á Liverpool í efstu deild enska kvennafótboltans nú í kvöld. Um var að ræða síðasta leik dagsins.

„Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“
„Þeir skoruðu en ekki við. Það var munurinn á leiknum í dag,“ sagði Rúben Amorim, þjálfari Manchester United, eftir að lið hans tapaði 1-0 fyrir Tottenham Hotspur í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta.

Elías Rafn mætti aftur í markið og Midtjylland tyllti sér á toppinn
Danmerkurmeistarar Midtjylland eru komnir á topp efstu deildar karla í knattspyrnu eftir 1-0 sigur í Íslendingaslagnum gegn Lyngby.

Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester
Dagný Brynjarsdóttir kom inn í blálokin á mikilvægum 3-1 sigri West Ham United á Brighton & Hove Albion í efstu deild enska fótboltans í dag. Hlín Eiríksdóttir spilaði þá rúmlega klukkustund í 3-0 sigri Leicester City á Aston Villa.

Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri
Samkvæmt heimildum Vísis var lið Víkings á vellinum þegar Sverrir Ingi Ingason skoraði í 2-1 sigri Panathinaikos á Hirti Hermannssyni og félögum í Volos.

Glódís skælbrosandi í landsleikina
Fyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir brosti breitt í leikslok og fagnaði vel með samherjum sínum eftir 1-0 sigur Bayern München gegn Werder Bremen í dag.

Maddison tryggði langþráðan heimasigur
Tottenham Hotspur vann Manchester United 1-0 í uppgjöri tveggja liða sem ætluðu sér mikið í upphafi tímabils en hafa lítið sem ekkert getað til þessa í ensku úrvalsdeildinni.

Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu
Dómarinn var ekki í vafa um að völlurinn skapaði hættu fyrir leikmenn og ákvað því að fresta leik AaB og Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Albert kom inn á en fór meiddur af velli
Fiorentina tapaði öðrum leik sínum í röð í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag, 2-0 gegn Como á heimavelli. Albert Guðmundsson fór meiddur af velli.

Diaz kom Liverpool í toppmál
Liverpool náði sjö stiga forskoti á Arsenal á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag, með 2-1 sigri gegn Wolves.

Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda
Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé minntist unga aðdáandans Lorenzo, í færslu á samfélagsmiðlum, eftir að þessi 10 ára strákur lést síðasta miðvikudag.

Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum
Eigandi Panathinaikos er allt annað en sáttur eftir tap þessa gríska stórveldis gegn Víkingi, í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í Helsinki á fimmtudaginn. Nú hefur hann sektað eigin leikmenn.

Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“
Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, var hundóánægður vegna rauða spjaldsins sem enski landsliðsmaðurinn Jude Bellingham fékk í 1-1 jafnteflinu við Osasuna í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann segir dómarann ekki hafa skilið ensku nógu vel.

Armstrong til Man United frá PSG
Marc Armstrong mun á næstu vikum ganga til liðs við Manchester United sem viðskiptafulltrúi enska knattspyrnufélagsins. Hann kemur frá París Saint-Germain þar sem hann var í svipuðu hlutverki.