Erlent

Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“
Mexíkóskir sjálfboðaliðar í leit að týndum ættingjum sínum römbuðu í síðustu viku á yfirgefinn búgarð sem hefur í kjölfarið verið lýst sem „útrýmingarbúðum“. Þar fundu sjálfboðaliðarnir þrjá líkbrennsluofna neðanjarðar, brenndar líkamsleifar, beinflísar og aragrúa skóa og annarra persónulegra muna.

Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna
Skipstjóri fraktskipsins Solong hefur verið ákærður og farið fyrir dóm í Hull í Englandi. Skipið sigldi á efna- og olíuflutningaskipið Stena Immaculate í Norðursjó fyrr í vikunni með þeim afleiðingum að einn áhafnarmeðlimur Solong lést.

Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi
Hundruð óbreyttra borgara hafa verið myrtir í umfangsmiklum hefndardrápum og ódæðum í Sýrlandi í þessum mánuði. Morðin hafa verið framin af öryggissveitum, tengdum hópum og einnig Assad-liðum.

Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur
Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna og SpaceX skutu í gærkvöldi fjórum geimförum af stað til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, þar sem þeir eiga að leysa af hólmi tvo geimfara sem verið nokkurs konar strandaglópar í geimstöðinni í níu mánuði.

Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins
Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu.

Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin
Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta.

Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða
Yfirvöld í Rússlandi sökuðu í dag Norðmenn um að hervæða Svalbarða. Slíkt valdi spennu og auki hættuna á átökum á norðurslóðum. Þetta kom fram á fundi erindreka utanríkisráðuneytis Rússlands með sendiherra Noregs í Rússlandi.

Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur.

Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála
Friedrich Merz, væntanlegur kanslari Þýskalands, hefur komist að samkomulagi við Græningja um áætlun vegna gífurlegra fjárveitinga til varnarmála og innviða á næstu árum. Merz, sem leiðir Kristilega demókrata, hafði áður komist að samkomulagi við Sósíaldemókrata.

Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi
Carl Lundström, einn meðstofnenda deilisíðunnar alræmdu Pirate bay, lést þegar flugvél hans brotlenti á fjallakofa í fjallshlíð í Slóvakíu á mánudag. Hann var einn um borð í flugvélinni.

Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar
Andlát átta ára stúlku í Bangladess hefur vakið mikla reiði en barnið lést eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á heimili eldri systur sinnar. Efnt hefur verið til mótmæla og aðgerða krafist í kynferðisbrotamálum.

Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda
Forsvarsmenn Tesla hafa sent erindi á Jamieson Greer, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, þar sem segir að fyrirtækið styðji „sanngjarna viðskiptahætti“ en að stjórnvöld þurfi að tryggja að aðgerðir þeirra komi ekki niður á innlendum fyrirtækjum.

Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps
Chuck Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að greiða atkvæði með tímabundnu fjárlagafrumvarpi Repúblikana í dag. Þannig dró hann verulega úr líkunum á því að rekstur alríkisins myndi stöðvast á miðnætti en Schumer sagðist telja það skárri kostinn af tveimur slæmum.

Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu
Héraðsdómur Helsinki dæmdi í morgun Vaislav Torden í lífstíðarfangelsi fyrir stríðsglæpi í Úkraínu. Hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi vegna brota sem hann framdi þegar hann barðist í austurhluta Úkraínu 2014 og 2015.

Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn
Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur ítrekað vilja pólskra stjórnvalda til að heimila Bandaríkjamönnum að koma upp kjarnavopnum í landinu.

Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla
Það mun koma harkalega niður á fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum ef Donald Trump Bandaríkjaforseti lætur verða af hótunum sínum um að leggja allt að 200 prósent toll á vín og aðra áfenga drykki frá Evrópu.

„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“
„Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn. Nei, við viljum ekki vera Danir. Við viljum vera Grænlendingar og við viljum sjálfstæði í framtíðinni,“ sagði Jens-Frederik Nielsen, formaður formaður Demokraatic, fyrir þingkosningarnar í síðust viku.

Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist halda að Bandaríkin muni innlima Grænland. Fráfarandi formaður landstjórnar Grænlands, Múte B. Egede, hefur ítrekað undirstrikað það í viðtölum að Grænlendingar hafi engan áhuga á því að ganga inn í Bandaríkin.

Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar.

Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad
Ísraelskir flugmenn vörpuðu í dag sprengjum á fjölbýlishús í úthverfi Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Talsmenn ísraelska hersins segja bygginguna hafa verið notaða sem stjórnstöð hryðjuverkasamtakanna Íslamskt jíhad.

Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár
Þegar slökkviliðsmenn í Connecticut í Bandaríkjunum voru kallaðir út vegna elds í húsi, komu þeir þar að verulega vannærðum manni sem lokaður var inn í litlu herbergi. Þar hafði stjúpmóðir hans haldið honum í rúm tuttugu ár.

Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa
Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja.

Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu
Töluverð reiði ríkir í Ástralíu vegna myndbands af bandarískum áhrifavaldi grípa vambaunga frá móður sinni og hlaupa á brott með hann. Sam Jones hefur meðal annars verið gagnrýnd af forsætisráðherra Ástralíu og eru yfirvöld þar sögð skoða hvort hleypa eigi henni aftur inn í landið.

Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA
Umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna (EPA) hefur nú það hlutverk að greiða fyrir markmiðum stjórnvalda um að lækka kostnaðinn við að kaupa bíl, hita heimilið og reka fyrirtæki.

Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot
Sérfræðingar mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna hafa sakað Ísraela um umfangsmikil og kerfisbundin mannréttindabrot gegn Palestínumönnum, og þar á meðal kynferðisofbeldi, frá 7. október 2023. Markmiðið sé að undiroka og stjórna palestínsku þjóðinni.

Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson
Náðunarfulltrúi dómsmálaráðuneytisins var rekinn degi eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson, yfirlýsts stuðningsmanns Donalds Trump, en hann var sviptur því árið 2011 vegna heimilisofbeldisdóms. Ráðuneytið segir brottrekstur fulltrúans ekki tengjast Gibson.

Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“
Rússneskir málaliðar og hermenn Malí hafa framið fjölda ódæðisverka gegn íbúum í norðurhluta Malí, þar sem Túaregar eru í meirihluta. Fjöldamorð hafa verið framin og heilu þorpin brennd og hafa fjölmargir flúið undan ofbeldinu til Máritaníu og annarra ríkja.

Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa handtekið og hyggjast flytja úr landi mann sem fór fyrir mótmælaaðgerðum gegn stríðinu á Gasa á skólalóð Columbia-háskóla í fyrra.

Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn
Vladimír Pútín Rússlandsforseti er staddur í Kúrskhéraði í Rússlandi í fyrsta skipti síðan Úkraínuher réðist skyndilega inn í héraðið í ágúst í fyrra.

Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble
Lögregluyfirvöld í Frakklandi rannsaka skotárás sem gerð var á 71 árs gamlan fyrrverandi mafíuleiðtoga á hraðbraut nærri borginni Grenoble í morgun.