Innlent Hjólabrautin búin að liggja eins og hráviði í tvær vikur Hjólabrautin sem var áður á Miðbakka í Reykjavík liggur nú á víð og dreif á malarplani á Klambratúni. Hún var fjarlægð fyrir um tveimur vikum þegar að parísarhjólið var sett upp á höfninni. Innlent 24.6.2024 13:58 Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. Innlent 24.6.2024 12:54 „Mikið þrekvirki“ að koma Morgunblaðinu út í morgun Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra. Innlent 24.6.2024 12:48 Börn hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi Lögregla greinir mikla aukningu þegar kemur að stórfelldum líkamsárásum sem framin eru af ungmennum á aldrinum 10 til 17 ára. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 24.6.2024 12:35 Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja. Innlent 24.6.2024 11:59 Komu slösuðum skipverja til bjargar Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Neskaupstað og á Patreksfirði voru kölluð út í nótt og snemma í morgun til aðstoða tvo fiskibáta. Innlent 24.6.2024 11:54 Netárásir Akira og börn í skipulagðri brotastarfsemi Árvakur er fjórða íslenska fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á skömmum tíma. Árásin er litin grafalvarlegum augum. Rætt verður við netöryggissérfræðing um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 24.6.2024 11:30 Ekki lengur áhættulaust að svindla á bílprófinu Fólk sem verður staðið að svindli í ökuprófum má svipta réttinum til að þreyta ökuprófið að nýju í allt að hálft ár. Áður gátu viðkomandi mætt aftur í prófið viku síðar. Innlent 24.6.2024 11:15 Allt önnur viðbrögð við lúsmýbiti í dag Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði segist sjálfur ekki finna lengur fyrir þeim lúsmýbitum sem hann verði fyrir í sveitinni. Enn er óljóst hvaðan flugan á uppruna sinn í lífríkinu hér á landi en alveg ljóst að hún er komin til að vera og tímaspursmál hvenær moskítóflugan bætist í hópinn. Innlent 24.6.2024 10:51 Æfa sig með franskan ísbrjót í togi Varðskipið Þór er þessa stundina með franska ísbrjótinn Le Commandant Charcot í togi suður af Látrabjargi á Breiðarfirði. Um æfingu er að ræða. Innlent 24.6.2024 10:34 Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. Innlent 24.6.2024 10:28 „Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Innlent 24.6.2024 10:27 Vandar um við Sigmund Davíð Henry Alexander Henrysson heimspekingur hefur áhyggjur af því að ný Mannréttindastofnun Íslands, verði flokkspólitískum deilum og glósum að bráð. Innlent 24.6.2024 10:08 Gerðu lykiluppgötvun í baráttunni við Alzheimer Fyrsta stökkbreytingin með sterkan víkjandi þátt sem stóreykur líkur á Alzheimur sjúkdómi er fundin. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru fyrir stórri alþjóðlegri rannsókn á erfðum Alzheimer sjúkdóms. Innlent 24.6.2024 09:54 Skjálftinn við Brennisteinsfjöll líklega ótengdur gosstöðvunum Jarðskjálfti sem reið yfir í Brennisteinsfjöllum í gærkvöldi er ekki talinn tengjast atburðunum í Sundhnúkagígum. Landris heldur áfram við Svartsengi og útlit fyrir að sama ferli sé að hefjast og sést hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Innlent 24.6.2024 08:35 Borgin sendi ömurleg skilaboð út í samfélagið Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum. Innlent 24.6.2024 07:50 Teslum oftar ekið á mannvirki en öðrum bílum Tryggingafélagið Sjóvá hefur sent viðskiptavinum sínum, sem eiga bifreiðar af gerðinni Tesla, tölvupóst þar sem athygli er vakin á því að Teslum er ekið oftar á mannvirki en öðrum bílum. Innlent 24.6.2024 07:07 Peningakassa stolið úr kirkju vestur í bæ Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Peningakassi sem stolið var úr kirkju, börn á húsþökum og innbrot í bíla voru á meðal verkefna lögreglu. Fjórir gistu fangageymslur lögreglu í morgun. Innlent 24.6.2024 06:57 Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. Innlent 24.6.2024 06:29 Möguleiki á 20 gráðum í dag Útlit er fyrir að hlýjasta veðrið á landinu í dag verði á Norðausturlandi, þar sem hitinn gæti náð 20 gráðu markinu. Innlent 24.6.2024 06:16 Merkasti stríðsþristurinn á heimleið frá Normandí Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er núna stödd á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother", sem á D-deginum þann 6. júní árið 1944 fór fyrir flugi yfir áttahundruð slíkra véla með samtals um þrettán þúsund fallhlífahermenn um borð. Innlent 23.6.2024 23:21 Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. Innlent 23.6.2024 21:39 Vefurinn kominn í loftið en óvíst með blað morgundagsins Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, er kominn aftur upp eftir að hafa legið niðri frá um fimmleytið í dag eftir stórfellda netárás sem gerð var á tölvukerfi Árvakurs. Útsendingar hafa einnig legið niðri á K100. Karl Blöndal aðstoðarritstjóri segir ekki til um hvort Morgunblaðið komi út á morgun. Innlent 23.6.2024 20:21 Safna fjórum til fimm milljónum á ári fyrir Strandarkirkju Á milli fjórar og fimm milljónir króna safnast á hverju ári í áheit vegna Strandarkirkju í Selvogi í Ölfusi og heldur það rekstri kirkjunnar gangandi. Íbúi í Selvogi segir stöðuga umferð ferðamanna allt árið um kring til að heimsækja kirkjuna og lýsir því ástandi við mauraþúfu. Innlent 23.6.2024 20:04 Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. Innlent 23.6.2024 20:00 Eldri borgarar mótmæla gjaldtöku Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál. Innlent 23.6.2024 19:58 Ein þekktasta sjóbirtingsá landsins þurr og meirihluti fiska dauður Ein þekktasta sjóbirtingsá landsins hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. Innlent 23.6.2024 18:18 Mótmæla brottvísun Yazans á Austurvelli Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Innlent 23.6.2024 18:13 Mbl.is liggur niðri eftir tölvuárás Árvakur varð í dag fyrir alvarlegri tölvuárás en af þeim sökum liggur vefur fyrirtækisins, mbl.is og útvarpsstöðin K100 niðri. Innlent 23.6.2024 17:01 Andrúmsloftið í ríkisstjórninni hafi lagast eftir að Katrín hætti Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir Bjarna Benediktsson eiga mjög mikið undir við að halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi fram yfir næsta vor. Það sé augljós djúpstæður ágreiningur innan þess en þau fái núna, við þinglok, nokkrar vikur til að jafna sig á því. Hann muni þó taka sig aftur upp þegar þing kemur aftur saman í ágúst. Innlent 23.6.2024 16:00 « ‹ 130 131 132 133 134 135 136 137 138 … 334 ›
Hjólabrautin búin að liggja eins og hráviði í tvær vikur Hjólabrautin sem var áður á Miðbakka í Reykjavík liggur nú á víð og dreif á malarplani á Klambratúni. Hún var fjarlægð fyrir um tveimur vikum þegar að parísarhjólið var sett upp á höfninni. Innlent 24.6.2024 13:58
Tveir veiðihundar í haldi Dýraþjónustunnar Dýraþjónusta Reykjavíkur sótti í gær tvo hunda sem gengu lausir í Laugardalnum í Reykjavík. Hundar af sömu tegund og frá sama eiganda eru grunaðir um að hafa drepið kött í hverfinu í síðustu viku. Innlent 24.6.2024 12:54
„Mikið þrekvirki“ að koma Morgunblaðinu út í morgun Árvakur er fjórða fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á Íslandi á skömmum tíma. Hópurinn virðist komast upp með að stunda glæpastarfsemi sína óáreittur í Rússlandi að sögn netöryggissérfræðings. Árásin sem gerð var á Árvakur í gær er litin grafalvarlegum augum og litlu mátti muna að Morgunblaðið kæmi ekki út í morgun, sem sjaldan eða aldrei hefur gerst í yfir hundrað ára sögu blaðsins að sögn aðstoðarritstjóra. Innlent 24.6.2024 12:48
Börn hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi Lögregla greinir mikla aukningu þegar kemur að stórfelldum líkamsárásum sem framin eru af ungmennum á aldrinum 10 til 17 ára. Þá benda gögn til þess að börn séu hagnýtt í skipulagðri brotastarfsemi. Innlent 24.6.2024 12:35
Fullir á rafhlaupahjóli mega búast við sektum Ölvunarakstur rafhlaupahjóla er orðinn refsiverður með breytingu á umferðarlögum sem samþykkt voru fyrir frestun Alþingis fram á haust. Miðað er við sömu mörk og akstur bíla og annarra vélknúinna ökutækja. Innlent 24.6.2024 11:59
Komu slösuðum skipverja til bjargar Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Neskaupstað og á Patreksfirði voru kölluð út í nótt og snemma í morgun til aðstoða tvo fiskibáta. Innlent 24.6.2024 11:54
Netárásir Akira og börn í skipulagðri brotastarfsemi Árvakur er fjórða íslenska fórnarlamb rússneska netglæpahópsins Akira á skömmum tíma. Árásin er litin grafalvarlegum augum. Rætt verður við netöryggissérfræðing um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni. Innlent 24.6.2024 11:30
Ekki lengur áhættulaust að svindla á bílprófinu Fólk sem verður staðið að svindli í ökuprófum má svipta réttinum til að þreyta ökuprófið að nýju í allt að hálft ár. Áður gátu viðkomandi mætt aftur í prófið viku síðar. Innlent 24.6.2024 11:15
Allt önnur viðbrögð við lúsmýbiti í dag Gísli Már Gíslason prófessor emeritus í vatnalíffræði segist sjálfur ekki finna lengur fyrir þeim lúsmýbitum sem hann verði fyrir í sveitinni. Enn er óljóst hvaðan flugan á uppruna sinn í lífríkinu hér á landi en alveg ljóst að hún er komin til að vera og tímaspursmál hvenær moskítóflugan bætist í hópinn. Innlent 24.6.2024 10:51
Æfa sig með franskan ísbrjót í togi Varðskipið Þór er þessa stundina með franska ísbrjótinn Le Commandant Charcot í togi suður af Látrabjargi á Breiðarfirði. Um æfingu er að ræða. Innlent 24.6.2024 10:34
Hafa áhyggjur af hópamyndun ungra karlmanna Heilt yfir hefur ofbeldisbrotum ungmenna ekki fjölgað hér á landi frá árinu 2007. Hins vegar hefur tilkynningum til lögreglu um alvarleg ofbeldisbrot fjölgað og hafa þau aldrei verið fleiri. Þá hefur lögregla sérstakar áhyggjur af hópamyndun ungmenna og ungra karlmanna í ofbeldismálum. Innlent 24.6.2024 10:28
„Þetta er árás á lýðræðið í landinu” Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir að netárásin sem gerð var á Árvakur í gær jafngildi árás á lýðræðið á Íslandi og frjáls skoðanaskipti í landinu. Þetta skrifar Lilja í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Innlent 24.6.2024 10:27
Vandar um við Sigmund Davíð Henry Alexander Henrysson heimspekingur hefur áhyggjur af því að ný Mannréttindastofnun Íslands, verði flokkspólitískum deilum og glósum að bráð. Innlent 24.6.2024 10:08
Gerðu lykiluppgötvun í baráttunni við Alzheimer Fyrsta stökkbreytingin með sterkan víkjandi þátt sem stóreykur líkur á Alzheimur sjúkdómi er fundin. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar fóru fyrir stórri alþjóðlegri rannsókn á erfðum Alzheimer sjúkdóms. Innlent 24.6.2024 09:54
Skjálftinn við Brennisteinsfjöll líklega ótengdur gosstöðvunum Jarðskjálfti sem reið yfir í Brennisteinsfjöllum í gærkvöldi er ekki talinn tengjast atburðunum í Sundhnúkagígum. Landris heldur áfram við Svartsengi og útlit fyrir að sama ferli sé að hefjast og sést hefur í aðdraganda síðustu eldgosa. Innlent 24.6.2024 08:35
Borgin sendi ömurleg skilaboð út í samfélagið Rithöfundurinn Sverrir Norland segir skammarlegt að starfsemi bókasafna Reykjavíkur verði ekki haldið úti í allt sumar vegna hagræðingarkröfu borgarinnar. Söfnin verða lokuð á víxl í sumar, hvert í þrjár vikur í senn, sparnaðarskyni. Sverrir telur það senda ömurleg skilaboð út í samfélagið, sér í lagi þegar íslenskt efni fyrir börn verður undir í samkeppni við efni á öðrum tungumálum. Innlent 24.6.2024 07:50
Teslum oftar ekið á mannvirki en öðrum bílum Tryggingafélagið Sjóvá hefur sent viðskiptavinum sínum, sem eiga bifreiðar af gerðinni Tesla, tölvupóst þar sem athygli er vakin á því að Teslum er ekið oftar á mannvirki en öðrum bílum. Innlent 24.6.2024 07:07
Peningakassa stolið úr kirkju vestur í bæ Nokkur erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt. Peningakassi sem stolið var úr kirkju, börn á húsþökum og innbrot í bíla voru á meðal verkefna lögreglu. Fjórir gistu fangageymslur lögreglu í morgun. Innlent 24.6.2024 06:57
Segja árásina á Moggann eins alvarlega og mögulegt er Netárás sem Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins varð fyrir í gær, er með alvarlegasta móti. Rússneskir hakkarar eru sagðir standa að baki árásinni og hafa tekið gögn félagsins í gíslingu. Innlent 24.6.2024 06:29
Möguleiki á 20 gráðum í dag Útlit er fyrir að hlýjasta veðrið á landinu í dag verði á Norðausturlandi, þar sem hitinn gæti náð 20 gráðu markinu. Innlent 24.6.2024 06:16
Merkasti stríðsþristurinn á heimleið frá Normandí Ein merkasta vél flugsögunnar, flugvélin sem leiddi innrásina í Normandí, er núna stödd á Reykjavíkurflugvelli. Þetta er Douglas Dakota-flugvélin „That's All, Brother", sem á D-deginum þann 6. júní árið 1944 fór fyrir flugi yfir áttahundruð slíkra véla með samtals um þrettán þúsund fallhlífahermenn um borð. Innlent 23.6.2024 23:21
Ekki alltaf hægt að endurheimta öll gögn Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, lá niðri í dag í um þrjá klukkutíma í kjölfar stórfelldrar netárásar á tækniinnviði Árvakurs. Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, stjórnandi viðskiptaþróunar og meðstofnandi Defend Iceland, fyrirtækis sem sérhæfir sig í forvirku netöryggi, segir blasa við að árásin hafi verið háalvarleg og að það sé ekki alltaf hægt að endurheimta töpuð gögn. Innlent 23.6.2024 21:39
Vefurinn kominn í loftið en óvíst með blað morgundagsins Vefur Morgunblaðsins, mbl.is, er kominn aftur upp eftir að hafa legið niðri frá um fimmleytið í dag eftir stórfellda netárás sem gerð var á tölvukerfi Árvakurs. Útsendingar hafa einnig legið niðri á K100. Karl Blöndal aðstoðarritstjóri segir ekki til um hvort Morgunblaðið komi út á morgun. Innlent 23.6.2024 20:21
Safna fjórum til fimm milljónum á ári fyrir Strandarkirkju Á milli fjórar og fimm milljónir króna safnast á hverju ári í áheit vegna Strandarkirkju í Selvogi í Ölfusi og heldur það rekstri kirkjunnar gangandi. Íbúi í Selvogi segir stöðuga umferð ferðamanna allt árið um kring til að heimsækja kirkjuna og lýsir því ástandi við mauraþúfu. Innlent 23.6.2024 20:04
Dauðir fiskar hrannast upp og kerfið gerir ekkert Grenlækur í Landbroti hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. Innlent 23.6.2024 20:00
Eldri borgarar mótmæla gjaldtöku Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni mótmælir harðlega hugmyndum um að innheimta gjald af eldri borgurum í sundlaugum Reykjavíkurborgar. Ingibjörg Sverrisdóttir, stjórnarformaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir þetta bæði vera lýðheilsu- og prinsippmál. Innlent 23.6.2024 19:58
Ein þekktasta sjóbirtingsá landsins þurr og meirihluti fiska dauður Ein þekktasta sjóbirtingsá landsins hefur staðið á þurru á ellefu kílómetra kafla síðan í vor og meirihluti hrygningarfiska er dauður. Sonur landeigenda segir stöðuna grafalvarlega. Innlent 23.6.2024 18:18
Mótmæla brottvísun Yazans á Austurvelli Fjöldi fólks kom saman á Austurvelli í dag til að mótmæla brottvísun Yazans Tamimi, ellefu ára palestínsks drengs með vöðvarýrnunarsjúkdóm. Innlent 23.6.2024 18:13
Mbl.is liggur niðri eftir tölvuárás Árvakur varð í dag fyrir alvarlegri tölvuárás en af þeim sökum liggur vefur fyrirtækisins, mbl.is og útvarpsstöðin K100 niðri. Innlent 23.6.2024 17:01
Andrúmsloftið í ríkisstjórninni hafi lagast eftir að Katrín hætti Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins segir Bjarna Benediktsson eiga mjög mikið undir við að halda ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi fram yfir næsta vor. Það sé augljós djúpstæður ágreiningur innan þess en þau fái núna, við þinglok, nokkrar vikur til að jafna sig á því. Hann muni þó taka sig aftur upp þegar þing kemur aftur saman í ágúst. Innlent 23.6.2024 16:00