Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 9. september 2025 20:22 Kristrún Frostadóttir á blaðamannafundinum í gær þar sem fjárlög ríkisstjórnarinnar voru kynnt. Vísir/Anton Brink Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að hugsa þurfi með gagnrýnum hætti um það af hverju það hafi verið svona mikil fólksfjölgun á Íslandi undanfarin ár. Hún hafi til að mynda haft gríðarleg eftirspurnaráhrif á húsnæðismarkað. Hún segir að heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á húsnæðislán hafi bara verið tímabundin ráðstöfun á sínum tíma. „Þetta er fólksfjölgun sem hefur hvergi sést í hinum vestræna heimi. Við erum langt, langt umfram það sem nágrannalöndin okkar eru að sjá.“ „Stór partur af því er atvinnustefnan hérna, hvaða störf við erum að skapa og hvernig við erum að búa til hagvöxt. Þess vegna erum við búin að hrinda af stað verkefni til að móta atvinnustefnu, til þess að við fáum háframleiðnistörf með minni þrýstingi á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún, en hún svaraði spurningum hlustenda í beinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurð út í erfiðan húsnæðismarkað á Íslandi sagði hún að fólksfjölgun hefði haft mikil eftirspurnaráhrif, en einnig þyrfti að gera fleiri hluti eins og að taka á svokallaðri fjárfestingarvæðingu húsnæðismarkaðarins. Airbnb frumvarp í haust „Það á ekki að vera ofboðslega arðbært að eiga margar fasteignir. Þú átt frekar að vera fjárfesta í einhverju sem stækkar kökuna hérna, einhverjum fyrirtækjum, sem búa til eitthvað.“ „Það er ákveðin fjárfestingarvæðing sem hefur átt sér stað og við erum að taka á þessu,“ segir Kristrún. Frumvarp verði lagt fram strax í september sem snýr að hertri löggjöf varðandi skammtímaútleigu fasteigna, sem hún segir of umfangsmikla á fasteignamarkaði hérlendis. Myndi vilja sjá lægri vexti Kristrún segir að ríkisstjórnin þurfi að bera ábyrgð á því sem snýr að henni, og hún hafi ráðist í aðhalds- og tiltektarprógram sem eigi að skila yfir hundrað milljörðum á kjörtímabilinu. „Ef við þurfum að gera meira hraðar, þá gerum við meira hraðar, og ég ætla ekki að benda fingri á aðra.“ Hvers vegna lækka ekki vextir miðað við þessar aðgerðir hingað til? „Ég er ekki með öll svörin við því. Það er þannig, og mér finnst allt í lagi að halda því til haga að frá því boðað var til kosninga hafa vextir lækkað um eitt og hálft prósent ... Ég myndi auðvitað vilja sjá lægri vexti, við höfum alveg séð verðbólguna fara minnkandi, en hún er treg á síðustu metrunum.“ „Ef að þenslan er að koma frá ríkinu þurfum við að grípa til frekari aðgerða og við erum alveg tilbúin í það,“ segir Kristrún. Ráðstöfun séreignasparnaðar tímabundin ráðstöfun „Leggja af og ekki leggja af. Það þarf að taka sjálfstæða ákvörðun um að endurnýja það. Þetta var tímabundin ráðstöfun, sem var ákveðin á sínum tíma, til dæmis eftir stóru leiðréttinguna, sælla minninga,“ sagði Kristrún, spurð út í breytingar sem fyrirhugaðar eru á ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán. „Við erum almennt á þeirri skoðun að fyrir fyrstu kaupendur sé þetta gríðarlega mikilvægt, en við höfum velt því fyrir okkur þegar fólk er komið í seinni eignir, kannski komið á miðjan aldur, hvort þetta sé besta leiðin til að styðja við húsnæðismarkað,“ segir Kristrún. Varðandi viðmið Seðlabankans um greiðslumat segir Kristrún að ríkisstjórnin þurfi að sýna Seðlabankanum að hún ætli að grípa til aðgerða sem draga úr þenslu svo honum verði kleift að breyta reglum. „Það er ekki sanngjarnt að til að minnka umsvifin á markaðnum sé þrengt að þeim sem eiga minnst.“ Boða frekari gjöld á ferðaþjónustuna Kristrún segir að til standi að fara í aðgangsstýringu á ferðamannastöðum. Hún verði stýringartól en líka tekjulind til að eiga fyrir innviðum og styrkja þá. Spurð út í gjaldtöku á bílastæðum við vinsæla ferðamannastaði, sem mikið hefur verið fjallað um á síðustu vikum, segir hún að í því samhengi megi ræða fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í auðlindagjöldum og aðgangsstýringu. „Við viljum til dæmis á ferðamannastöðum að ferðamenn greiði við að heimsækja landið, vegna þess að það er kostnaður sem fylgir þeim þótt þeir komi með gjaldeyri til landsins.“ Varðandi gjaldtöku við bílastæði sé gríðarlega nauðsynlegt að slík neytendamál séu gagnsæ. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Reykjavík síðdegis Bylgjan Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira
„Þetta er fólksfjölgun sem hefur hvergi sést í hinum vestræna heimi. Við erum langt, langt umfram það sem nágrannalöndin okkar eru að sjá.“ „Stór partur af því er atvinnustefnan hérna, hvaða störf við erum að skapa og hvernig við erum að búa til hagvöxt. Þess vegna erum við búin að hrinda af stað verkefni til að móta atvinnustefnu, til þess að við fáum háframleiðnistörf með minni þrýstingi á húsnæðismarkaðinn,“ sagði Kristrún, en hún svaraði spurningum hlustenda í beinni í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Spurð út í erfiðan húsnæðismarkað á Íslandi sagði hún að fólksfjölgun hefði haft mikil eftirspurnaráhrif, en einnig þyrfti að gera fleiri hluti eins og að taka á svokallaðri fjárfestingarvæðingu húsnæðismarkaðarins. Airbnb frumvarp í haust „Það á ekki að vera ofboðslega arðbært að eiga margar fasteignir. Þú átt frekar að vera fjárfesta í einhverju sem stækkar kökuna hérna, einhverjum fyrirtækjum, sem búa til eitthvað.“ „Það er ákveðin fjárfestingarvæðing sem hefur átt sér stað og við erum að taka á þessu,“ segir Kristrún. Frumvarp verði lagt fram strax í september sem snýr að hertri löggjöf varðandi skammtímaútleigu fasteigna, sem hún segir of umfangsmikla á fasteignamarkaði hérlendis. Myndi vilja sjá lægri vexti Kristrún segir að ríkisstjórnin þurfi að bera ábyrgð á því sem snýr að henni, og hún hafi ráðist í aðhalds- og tiltektarprógram sem eigi að skila yfir hundrað milljörðum á kjörtímabilinu. „Ef við þurfum að gera meira hraðar, þá gerum við meira hraðar, og ég ætla ekki að benda fingri á aðra.“ Hvers vegna lækka ekki vextir miðað við þessar aðgerðir hingað til? „Ég er ekki með öll svörin við því. Það er þannig, og mér finnst allt í lagi að halda því til haga að frá því boðað var til kosninga hafa vextir lækkað um eitt og hálft prósent ... Ég myndi auðvitað vilja sjá lægri vexti, við höfum alveg séð verðbólguna fara minnkandi, en hún er treg á síðustu metrunum.“ „Ef að þenslan er að koma frá ríkinu þurfum við að grípa til frekari aðgerða og við erum alveg tilbúin í það,“ segir Kristrún. Ráðstöfun séreignasparnaðar tímabundin ráðstöfun „Leggja af og ekki leggja af. Það þarf að taka sjálfstæða ákvörðun um að endurnýja það. Þetta var tímabundin ráðstöfun, sem var ákveðin á sínum tíma, til dæmis eftir stóru leiðréttinguna, sælla minninga,“ sagði Kristrún, spurð út í breytingar sem fyrirhugaðar eru á ráðstöfun séreignasparnaðar inn á húsnæðislán. „Við erum almennt á þeirri skoðun að fyrir fyrstu kaupendur sé þetta gríðarlega mikilvægt, en við höfum velt því fyrir okkur þegar fólk er komið í seinni eignir, kannski komið á miðjan aldur, hvort þetta sé besta leiðin til að styðja við húsnæðismarkað,“ segir Kristrún. Varðandi viðmið Seðlabankans um greiðslumat segir Kristrún að ríkisstjórnin þurfi að sýna Seðlabankanum að hún ætli að grípa til aðgerða sem draga úr þenslu svo honum verði kleift að breyta reglum. „Það er ekki sanngjarnt að til að minnka umsvifin á markaðnum sé þrengt að þeim sem eiga minnst.“ Boða frekari gjöld á ferðaþjónustuna Kristrún segir að til standi að fara í aðgangsstýringu á ferðamannastöðum. Hún verði stýringartól en líka tekjulind til að eiga fyrir innviðum og styrkja þá. Spurð út í gjaldtöku á bílastæðum við vinsæla ferðamannastaði, sem mikið hefur verið fjallað um á síðustu vikum, segir hún að í því samhengi megi ræða fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar í auðlindagjöldum og aðgangsstýringu. „Við viljum til dæmis á ferðamannastöðum að ferðamenn greiði við að heimsækja landið, vegna þess að það er kostnaður sem fylgir þeim þótt þeir komi með gjaldeyri til landsins.“ Varðandi gjaldtöku við bílastæði sé gríðarlega nauðsynlegt að slík neytendamál séu gagnsæ. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Samfylkingin Reykjavík síðdegis Bylgjan Alþingi Fjármál heimilisins Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda Sjá meira