„Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. september 2025 12:01 Hrönn vill að utanríkisráðherra gangi lengra í aðgerðum gegn Ísrael. Yfirlýsing utanríkisráðherra um að fríverslunarsamningur við Ísrael verði ekki uppfærður er sýndaraðgerð, að mati talskonu sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi. Hún segir ekki nógu langt gengið, íslensk stjórnvöld gætu haft raunveruleg áhrif til að stöðva árásir Ísraela á Gasa, lágmark væri að rifta samningnum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að fríverslunarsamningur Íslands og annrra EFTA-ríkja við Ísrael verði ekki uppfærður og að tveir ísraelskir ráðherrar verði meinað að ferðast til Íslands og megi ekki fara um íslenska lofthelgi. Tilefnið er hernaður Ísraela á Gasa en auk þess tilkynnti ráðherrann að vörur frá hernundum svæðum Ísraela verði merktar. Fyrirmyndir í Skotlandi Hrönn G. Guðmundsdóttir talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.„Miðað við okkar upplýsingar þá er þetta ársgömul ákvörðun. Svo er líka spurning. Hún segir, við ætlum ekki að rifta samningum því það geti orðið svo erfitt að stofna til hans aftur seinna. Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Ísland geti farið ýmsar leiðir til alvöru aðgerða. „Við myndum vilja sjá að íslenska ríkið færi sömu leið og skoska ríkið ákvað nýlega að fara. Skoska þingið samþykkti á síðustu dögum um að skoska þingið eigi að grípa til aðgerða BDS hreyfingarinnar, sniðgönguhreyfingarinnar. Sniðgöngu, fjárlosunar- og þvingunaraðgerða. Við hvetjum Alþingi og Þorgerði Katrínu og Kristrúnu Frostadóttur til að fara sömu leið, sniðganga Ísrael allsstaðar þar sem hægt er og beita viðskiptaþvingunum og auðvitað rifta fríverslunarsamningi við Ísrael.“ Hvað varðar sérstaka merkingu á vörum frá hernumdum svæðum í Ísrael segir Hrönn að Alþjóðadómstóllinn hafi staðfest að landnemabyggðir Ísrael séu ólögmætar. „Auðvitað eigum við ekki yfir höfuð að selja þessar vörur á Íslandi og við ættum að velta því fyrir okkur alvarlega hvort verslun með þessar vörur skapi íslenskum fyrirtækjum sem flytja þær inn og selja hlutdeild í lögbrotum Ísraels.“ Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Verslun Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra tilkynnti í gær að fríverslunarsamningur Íslands og annrra EFTA-ríkja við Ísrael verði ekki uppfærður og að tveir ísraelskir ráðherrar verði meinað að ferðast til Íslands og megi ekki fara um íslenska lofthelgi. Tilefnið er hernaður Ísraela á Gasa en auk þess tilkynnti ráðherrann að vörur frá hernundum svæðum Ísraela verði merktar. Fyrirmyndir í Skotlandi Hrönn G. Guðmundsdóttir talskona sniðgönguhreyfingarinnar BDS á Íslandi segir ekki nógu langt gengið.„Miðað við okkar upplýsingar þá er þetta ársgömul ákvörðun. Svo er líka spurning. Hún segir, við ætlum ekki að rifta samningum því það geti orðið svo erfitt að stofna til hans aftur seinna. Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Ísland geti farið ýmsar leiðir til alvöru aðgerða. „Við myndum vilja sjá að íslenska ríkið færi sömu leið og skoska ríkið ákvað nýlega að fara. Skoska þingið samþykkti á síðustu dögum um að skoska þingið eigi að grípa til aðgerða BDS hreyfingarinnar, sniðgönguhreyfingarinnar. Sniðgöngu, fjárlosunar- og þvingunaraðgerða. Við hvetjum Alþingi og Þorgerði Katrínu og Kristrúnu Frostadóttur til að fara sömu leið, sniðganga Ísrael allsstaðar þar sem hægt er og beita viðskiptaþvingunum og auðvitað rifta fríverslunarsamningi við Ísrael.“ Hvað varðar sérstaka merkingu á vörum frá hernumdum svæðum í Ísrael segir Hrönn að Alþjóðadómstóllinn hafi staðfest að landnemabyggðir Ísrael séu ólögmætar. „Auðvitað eigum við ekki yfir höfuð að selja þessar vörur á Íslandi og við ættum að velta því fyrir okkur alvarlega hvort verslun með þessar vörur skapi íslenskum fyrirtækjum sem flytja þær inn og selja hlutdeild í lögbrotum Ísraels.“
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Verslun Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Sjá meira