Innlent

Kostu­­legur hvala­flutningur myndi toppa ráðu­neytis­flakk Bjarna

Lögð verður fram vantrauststillaga á hendur Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, á Alþingi í vikunni. Sigmundur Davíð furðar sig á því hvað Sjálfstæðismenn hafa beðið lengi eftir viðbrögðum VG vegna málsins. Hann gerir ráð fyrir að stjórnarandstaðan styðji tillöguna enda ekki verk hennar að styðja ríkisstjórnina.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Inga Sæland formaður Flokks fólksins mun leggja fram vantrausttillögu á hendur Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra á Alþingi í vikunni. Þing kemur saman á morgun eftir jólafrí. Rætt verður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um tillöguna í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

„Hún á ekki að vera ráð­herra“

Formaður Flokks fólksins segir vantrausttillögu sem hún hyggst leggja fram á hendur matvælaráðherra á morgun, snúast um lögbrot ráðherra í starfi. Um grafalvarlegt mál sé að ræða og einhverskonar stólaskipti eða aðrar hrókeringar innan ríkisstjórnarinnar sé alls ekki nóg.

Innlent

„Al­var­legra og langvinnara en menn gátu logið að sjálfum sér“

Framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækisins Vísis í Grindavík segir þann tímapunkt runninn upp að meta þurfi hvort það sé þess virði að reyna að halda lífi í bænum með fyrirtækjarekstri. Banaslys og eldgos hafi gert það að verkum að algjör umbreyting hafi orðið á viðhorfi fólks til veru í bænum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kona sem kært hefur mbl.is til siðanefndar Blaðamannélags Íslands vegna fréttar um meinta hatursorðræðu palestínskra mótmælenda segir alla mótmælendur liggja undir grun vegna framsetningar fréttarinnar. Rætt verður við hana í hádegisfréttum Bylgjunnar. 

Innlent

Ekkert lát á land­risi við Svarts­engi

Land við Svartsengi er komið talsvert hærra en áður hefur mælst á svæðinu. Nú þegar slétt vika er liðin frá hinu skammvinna eldgosi við Grindavík er ekkert lát á landrisinu. Búast má við nýju kvikuinnskoti og mögulegu eldgosi eftir nokkrar vikur.

Innlent

Breyti­leg vind­átt og allt að tíu stiga frost

Búast má við breytilegri átt vindátt á landinu í dag, yfirleitt fimm til þrettán metrum á sekúndu. Dálítið él verð norðvestantil og einnig suðaustanlands síðdegis, annars úrkomulítið. Frost 0 til 10 stig, en hiti kringum frostmark syðst.

Innlent

Bílvelta og á­rekstrar

Nokkuð var um að bílslys á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Í einu tilviki lentu tveir bílar í slysi í Hlíðunum og alt annar þeirra. Báðir bílarnir voru óökufærir og voru ökumaður og farþegar þess sem valt fluttir á Bráðamóttöku.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Utanríkisráðherra segir óboðlegt að borgin leyfi tjaldbúðir mótmælenda við Austurvöll. Hann sætir víða harðri gagnrýni. Þingmaður Pírata segir framkomu hans skammarlega. Rætt verður við hann í kvöldfréttum á Stöð 2. 

Innlent

„Nýr og breyttur veru­leiki sem við ætlum að lifa með“

Bláa lónið opnaði á ný í morgun eftir vikulokun. Framkvæmdastjóri sölu- rekstrar og þjónustu Bláa Lónsins.s segir enga ónotatilfinningu á meðal starfsfólks né gesta. Nýr veruleiki blasi við og ljóst að Bláa lónið muni koma til með að opna og loka á víxl næstu árin. 

Innlent