Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi á dag að meðaltali Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. júní 2025 09:15 Lögregla á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgar um tæp 15 prósent á tímabilinu frá janúar til mars samanborið við sama tímabil í fyrra. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs bárust alls 316 tilkynningar um heimilisofbeldi. Fram kemur í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra og tengdra aðila sem tilkynnt var um til lögreglu fyrsta ársfjórðung ársins 2025. Alls voru 642 slíkar tilkynningar skráðar hjá lögreglunni eða rúmlega sjö tilkynningar á dag að meðaltali. Mikil aukning á árásaraðilum undir átján ára aldri Þar segir að aukin áhersla hafi verið hjá lögreglu á að skrá með markvissari hætti en áður sem gæti skýrt fjölgunina. Fleiri börn og ungmenni séu skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur. Hlutfall árásaraðila undir átján ára aldri tvöfaldaðist á milli ára, úr 15 prósentum í 30 prósent. Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims en voru 18 prósent á sama tímabili fyrir ári. Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin. Næstum tvöföldun á tilkynningum um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi Tilkynningum þar sem grunur er um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi gegn lífi og heilsu fjölskyldumeðlims fjölgaði einnig á milli ára. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024. Frá janúar til mars 2025 bárust 32 beiðnir um nálgunarbann eða brottvísun vegna heimilisofbeldis. Það er svipaður fjöldi og árið áður þegar 34 beiðnir bárust. Fram kemur á vef ríkislögreglustjóra að lögreglan hafi markvisst unnið að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi. Nú síðast með þróun á svæðisbundnu samráði, samfélagslöggæslu og nýjum leiðarvísi um meðferð heimilisofbeldis í réttarkerfinu. Samstarfsaðilar hafi á sama tíma endurskoðað verkferla og styrkt viðbrögð sín. Fleiri tilkynningar geti þannig endurspeglað árangur þeirra vinnu. Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Lögreglumál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Sjá meira
Fram kemur í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra og tengdra aðila sem tilkynnt var um til lögreglu fyrsta ársfjórðung ársins 2025. Alls voru 642 slíkar tilkynningar skráðar hjá lögreglunni eða rúmlega sjö tilkynningar á dag að meðaltali. Mikil aukning á árásaraðilum undir átján ára aldri Þar segir að aukin áhersla hafi verið hjá lögreglu á að skrá með markvissari hætti en áður sem gæti skýrt fjölgunina. Fleiri börn og ungmenni séu skráð í málunum, bæði sem árásaraðilar og -þolendur. Hlutfall árásaraðila undir átján ára aldri tvöfaldaðist á milli ára, úr 15 prósentum í 30 prósent. Börn og ungmenni undir 18 ára voru einnig 34 prósent þeirra sem urðu fyrir ofbeldi af hendi fjölskyldumeðlims en voru 18 prósent á sama tímabili fyrir ári. Alls voru 29 börn sem réðust að fjölskyldumeðlim, oftast að foreldri, í janúar til mars 2025 og um var að ræða minniháttar líkamsárás í stærstum hluta málanna. Í fjórðungi þessara mála höfðu fjölskyldumeðlimir tekist á og þá eru báðar tegundir skráð í málin. Næstum tvöföldun á tilkynningum um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi Tilkynningum þar sem grunur er um alvarlegt eða endurtekið ofbeldi gegn lífi og heilsu fjölskyldumeðlims fjölgaði einnig á milli ára. Alls bárust 40 slík mál fyrstu þrjá mánuði ársins, samanborið við 21 á sama tímabili 2024. Frá janúar til mars 2025 bárust 32 beiðnir um nálgunarbann eða brottvísun vegna heimilisofbeldis. Það er svipaður fjöldi og árið áður þegar 34 beiðnir bárust. Fram kemur á vef ríkislögreglustjóra að lögreglan hafi markvisst unnið að því að bæta meðferð mála og fjölga tilkynningum um heimilisofbeldi. Nú síðast með þróun á svæðisbundnu samráði, samfélagslöggæslu og nýjum leiðarvísi um meðferð heimilisofbeldis í réttarkerfinu. Samstarfsaðilar hafi á sama tíma endurskoðað verkferla og styrkt viðbrögð sín. Fleiri tilkynningar geti þannig endurspeglað árangur þeirra vinnu.
Ofbeldi gegn börnum Heimilisofbeldi Ofbeldi barna Lögreglumál Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja breytingar á Mannréttindasáttmálanum Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Sjá meira