
Innlent

„Hann meiddi mig ekki mikið“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir ritar grein í tilefni af Druslugöngunni sem er á morgun og spyr hver hún sé eiginlega þessi drusla? Og kemst að því að hún geti verið hver sem er.

Umboðsmaður barna krefst svara um nýtt námsmat
Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu nýs samræmds námsmats. Einnig er óskað eftir því að ráðuneytið leggi fram skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum, sem ráðuneytið hefur ekki skilað af sér síðan 2019. Lögum samkvæmt á að leggja slíka skýrslu fram á þriggja ára fresti.

Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.

Ferðamennirnir lausir úr haldi eftir líkamsárás
Þrír erlendir ferðamenn sem gengu í skrokk Íslendings í miðbæ Reykjavíkur síðustu helgi eru lausir úr haldi að lokinni yfirheyrslu. Engin tengsl voru milli mannanna og þolanda, en varðstjóri segir skemmtunina hafa farið fram úr sér.

Sala fíkniefna fyrir opnum tjöldum og stemmning á Húsavík
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar umfangsmikið fíkniefnamál, sem teygir anga sína víða. Fimm eru í varðhaldi vegna þess, en sala fíkniefnanna fór fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum.

Ný líkön sýna umfang hraunsins
Fyrirtækið Loftmyndir ehf. hefur mælt rúmmál og flatarmál hraunsins við Grindavík og birti í gær myndir á síðu sinni á Facebook þar sem hægt er að sjá flæði og magn hraunsins.

Allt í háaloft þegar faðirinn sneri til baka úr veikindaleyfi
Átök í fjölskyldufyrirtæki sem lauk með því að synir sögðu föður sínum upp störfum leiddu til dómsmáls. Tuttugu árum eftir að feðgarnir stofnuðu fyrirtækið fór allt í háaloft.

Óbreyttir bændur í Mýrdalnum hafi ekki efni á malbiki
Íris Guðnadóttir, talsmaður landeigenda í Reynisfjöru, segir mál manns sem var ofrukkaður fyrir bílastæði við Reynisfjöru vera leiðan misskilning sem búið er að kippa í lag. Ekki sé verið að okra á ferðamönnum heldur borga fyrir nauðsynlega innviði.

Ragnar Þór kennir Pawel eitt og annað í kennslufræðum
Upp er sprottin athyglisverð ritdeila milli þeirra Ragnars Þórs Péturssonar kennara og Pawels Bartoszek, stærðfræðings og varaborgarfulltrúa um námsárangur og námsmat.

Segir málið hið sérkennilegasta og krefst svara
Dómsmálaráðherra hefur óskað eftir gögnum frá Þjóðskrá vegna nafnabreytingar Mohammad Kourini sem fékk nafni sínu breytt í Mohamad Th. Jóhannesson. Hún væntir svara frá stofnuninni og ítrekar að sveigjanleiki í lögum um nafnabreytingar sé ekki ætlaður að auðvelda brotamönnum að fela sig í samfélaginu.

Boðar laugardagsbongó
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku boðar rjómablíðu víðast hvar á landinu á morgun, laugardag. Vermirinn verður að líkindum skammgóður því fastagestur sumarsins, rigningin, er væntanleg á sunnudag.

Verstu skemmdarverk í sögu Lystigarðsins
Unnar hafa verið miklar skemmdir á grasflötinni í Lystigarðinum í Hveragerði og hefur málið verið tilkynnt til Lögreglunnar á Suðurlandi. Talið er að óprúttnir aðilar hafi ekið um blautan garðinn á vespum.

Ók gegn rauðu ljósi og olli hörðum árekstri
Harður árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í gærkvöldi þegar ökumaður ók gegn rauðu ljósi.

Vörumerkistákn við fréttir RÚV að kröfu Ólympíunefndarinnar
Fréttir Ríkisútvarpsins af Ólympíuleikunum í París til þessa hafa verið merktar með vörumerkistákni. Íþróttastjóri sjónvarps hjá RÚV segir þetta gert að kröfu Alþjóðaólympíunefndarinnar en til standi að fjarlægja táknin.

Skoða að flytja Blóðbankann vegna myglu og raka
Til greina kemur að flytja starfsemi Blóðbankans vegna raka- og mygluvandamála sem upp komu í húsnæði hans við Snorrabraut. Mygla greindist síðasta sumar eftir langvarandi kvartanir starfsfólks.

„Þetta er í rauninni þvert á það sem við viljum sjá“
Næringarfræðingur mælir gegn því að fólk fari á svokallað kjötætu- eða carnivoremataræði þar sem markmiðið er að borða nær eingöngu kjöt, egg og smjör í þeim tilgangi að bæta heilsufar sitt. Ávallt beri að taka upplýsingum um næringu og mataræði á samfélagsmiðlum með fyrirvara.

Ráðherra hyggst skoða nafnabreytingu Mohamad Th. Jóhannessonar
Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur óskað eftir upplýsingum frá Þjóðskrá um það hvernig lagaákvæði um kenninafnabreytingar var túlkað þegar Mohamad Kourani fékk nafni sínu breytt í Mohamad Thor Jóhannesson.

Sinnti ekki merkjum um að stoppa en reyndi ekki að komast undan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór fremur óhefðbundna eftirför í gær þegar ökumaður virtist hunsa merki um að stöðva bifreið sína. Viðkomandi ók þó hvorki yfir hámarkshraða né reyndi að flýja lögreglu.

Tveir fluttir á bráðamóttöku eftir árekstur á Miklubraut
Tveir voru fluttir á bráðamóttöku eftir árekstur á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í Reykjavík.

Ósáttur með hótelið, golfvellina og matinn en fær ekkert endurgreitt
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur hafnað kröfu manns sem vildi að fyrirtæki sem skipulagði golfferð fyrir hann til útlanda myndi greiða honum aftur þrjátíu prósent af kaupverði ferðarinnar.

„Þurfum að grípa inn í ekki seinna en strax“
Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður læknafélags Íslands segir ævi Íslendinga hafa lengst en góðum árum ekki fjölgað í takt. Það er að segja, lokaspretturinn er lengri en ekkert þægilegri.

Þjórsárdalur heillar og synt í Gjánni
Stöng og Gjáin í Þjórsárdal eru vinsælir ferðamannastaðir og ekki síst fossinn í Gjánni þar sem margir vaða eða stinga sér jafnvel til sunds eins og ekkert sé.

Aftengja sig Pírataspjallinu
Hópnum „Pírataspjallið 2“ hefur verið læst og nafninu breytt í „Vettvangurinn.“ Píratar hafa ákveðið að aftengja hreyfinguna við hópinn sem var með tæplega tólf þúsund meðlimi.

Eldur í gaskút á Egilsgötu
Slökkviliðið þurfti að sinna útkalli í kvöld vegna elds sem kviknaði út frá gaskúti við grill á Egilsgötu í Reykjavík.

Ekki fallist á að dyrabjallan sé að fylgjast með nágrannanum
Persónuvernd hefur úrskurðað að notkun dyrabjöllumyndavélar hafi ekki brotið í bága við persónuverndarlög. Myndavélin sem um ræðir er staðstatt í dyrabjöllu á útidyrum í tvíbýli þar sem sjónsvið myndavélarinnar náði til sameiginlegs svæðis fyrir framan húsið.

Ekki á því að yfirgefa Grindavík endanlega
Þrátt fyrir að nýtt hættumat bendi til að miklar líkur séu á að hraun komi upp innan Grindavíkur á næstu vikum verður ráðist í framkvæmdir innan bæjarmarka eftir Verslunarmannahelgi. Brottfluttir íbúar eru bjartsýnir á að komast aftur heim.

Milljarðs tap Play og götulist í Hafnarfirði
Forstjóri Play segir stöðu flugfélagsins trausta þrátt fyrir tap upp á rúman milljarð á öðrum ársfjórðungi. Hann gefur lítið fyrir vangaveltur um mögulega sameiningu Play og Icelandair og segir engar meiriháttar uppsagnir í uppsiglingu.

Kviknaði í bíl í miðborginni
Reykur stígur upp úr bílastæðahúsinu í Traðarkoti í miðborg Reykjavíkur vegna þess að eldur kom upp í bíl. Slökkviliðið er á vettvangi og er þegar búið að slökkva eldinn og unnið er að því að reykræsta húsið.

Myndlistaskólinn yfirgefur JL-húsið
Myndlistaskólinn í Reykjavík flytur starfsemi sína frá Hringbrautinni þar sem hann hefur verið til húsa í aldarfjórðung. Flutningar í nýtt húsnæði á Rauðarárstíg 10 við Hlemm fara fram um mánaðarmótin.

Pósturinn varar við netþrjótum
Netþrjótar hafa herjað á landsmenn sem aldrei fyrr undanfarnar vikur. Jökull Jóhannsson, tæknirekstrarstjóri hjá Póstinum, segir ástæðu til að vara fólk við.