Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 6. maí 2025 20:02 Herði Axeli hafa borist ýmsar hótanir frá fólki sem er að veðja á leiki og rætin skilaboð. Á meðal þeirra eru þessi sem bárust honum eftir fjórða leik Álftanes og Njarðvíkur í úrslitakeppninni. Vísir/Bára Íslenskum körfuboltamanni hafa borist líflátshótanir og börnum hans verið hótað af fólki sem hefur veðjað á leiki hans. Í úrslitakeppninni bárust honum rætin skilaboð eftir að hafa klikkað á vítum. Fjöldi Íslendinga sem stundar fjárhættuspil á netinu hefur fjórtánfaldast á tuttugu árum. Þá er orðið algengara en áður að fólk alls staðar í heiminum veðji á íslenska kappleiki. Íþróttafólk á Íslandi hefur fundið fyrir þessu og hefur oft fengið send skilaboð í tengslum við leiki sína. Þeirra á meðal er Hörður Axel körfuboltamaður. Hann var á tímabili landsliðsfyrirliði og spilaði í útlöndum þar á meðal í Þýskalandi og á Spáni. Hann lauk ferli sínum á dögunum þegar hann tók þátt í úrslitakeppninni með Álftanesi „Ég fékk til dæmis skilaboð eftir leikinn á móti Njarðvík þegar við komumst áfram sem að voru skrýtin og hef fengið svona í gegnum tíðina mjög reglulega skilaboð frá einhverjum sem hefur augljóslega verið að veðja á leikinn og tapað á honum.“ Hann segir skilaboðin oft rætin líkt og þau sem honum bárust eftir leikinn gegn Njarðvík. „Í þessu tilfelli var hann að veðja á það að við myndum hitta úr x mörgum vítum í leiknum liðið og þá klikkaði ég á tveimur vítum sem varð til þess að hann náði ekki sínu veðmáli og þá fékk ég þessi skilaboð í kjölfarið.“ Óþægilegt þegar skilaboðum er beint að börnunum Í einhverjum tilfellum hafa honum borist alvarlegar hótanir. „Líflátshótanir og svo hérna líka verið að bauna yfir mann og svo hef ég fengið líflátshótanir við börnin mín og fjölskyldu og annað.“ Slík skilaboð skilji eftir sig ónotatilfinningu. „Þótt að maður vita að það sé ekkert á bak við þessi skilaboð en þá er þetta óþarfi og óþægilegt. Sérstaklega þegar verið er að hóta eins og börnunum manns og annað og líka það að heimurinn hefur minnkað það mikið að maður er rosa aðgengilegur. Það að einhver maður úti í heimi viti að maður eigi börn og finnist eitthvað við þau að sakast finnst mér fyrir neðan allar hellur.“ Hann segir flest skilaboðin koma frá þeim sem eru að veðja á leikina úti í heimi. „Þetta var mun algengara þegar ég var að spila erlendis en á sama tíma hérna heima þá hefur þetta aukist en ég hef aldrei fengið svona skilaboð frá íslenskum aðila en þetta er allt á ensku og einhverjir tilbúnir prófílar. Ég hef fengið skilaboð frá þeim sem eru að veðja á Íslandi en bara í rauninni til að spyrja út í heilsu leikmanna og öðru því tengdu til þess að geta gert upp hug sinn hvort þeir eiga að veðja á leikina eða ekki.“ Hörður var fyrirliði íslenska landsliðisins um tíma. Vísir/Bára Hörður tekur á morgun þátt í málþingi á vegum ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ þar sem rætt verður um veðmál og íþróttir og hversu fyrirferðarmiklar erlendar veðmálasíður eru að verða á Íslandi. Málþingið verður haldið í húsnæði KSÍ og hefst klukkan 17:00. Hætti eftir að hafa veðjað á hornspyrnur í Suður-Kóreu Hann segir áhyggjuefni hvernig veðmálaheimurinn sé að þróast. Hann hafi rætt þessi mál í klefanum nokkrum sinnum og upplifi að margir leikmenn eigi erfitt með að ræða þetta. „Ef maður talar við einn og einn þá hefur oft komið upp á yfirborðið eitthvað sem aðrir hafa fengið. Ég veit ekki hvort þetta sé feimnismál eða hvað en þetta er yfirleitt eitthvað tengt sem þér hefur mistekist.“ Hann segist ekki vera á móti veðmálum en mikilvægt sé að fara varlega. Sjálfur hafi hann veðjað um tíma en hætt því þegar hann áttaði sig á því að hann var farinn að veðja á hornspyrnur í Suður-Kóreu þrátt fyrir að hafa aldrei heyrt um liðið og fylgjast ekki með fótbolta. „Þetta þarf að vera innan mjög skynsamlegra marka til þess að fara ekki fram úr sér. Inni á mörgum af þessum síðum er hægt að veðja á nánast allt. Það er hægt að velja á klikkuð skot og það er hægt að veðja hversu margar stoðsendingar þú tekur eða fráköst. Þannig að þetta er alveg varasamur heimur.“ Fjárhættuspil Körfubolti Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð „Mig langar ekki að „shame-a“ neinn, vera með leiðindi eða búa til eitthvað stríð en mér finnst bara að það verði að ræða þetta af því að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta er ekki bara eitthvað djók eða trend eða eitthvað. Þessir einstaklingar, áhrifavaldar og rapparar sem eru að peppa þetta svona grimmt, þeir eru fyrirmyndir. Það er kominn tími til að þeir standi undir þeim titli, taki ábyrgð og geri betur,” segir Garðar Eyfjörð, betur þekktur sem Gæi, eða þá sem rapparinn Kilo. 7. apríl 2025 07:02 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Fjöldi Íslendinga sem stundar fjárhættuspil á netinu hefur fjórtánfaldast á tuttugu árum. Þá er orðið algengara en áður að fólk alls staðar í heiminum veðji á íslenska kappleiki. Íþróttafólk á Íslandi hefur fundið fyrir þessu og hefur oft fengið send skilaboð í tengslum við leiki sína. Þeirra á meðal er Hörður Axel körfuboltamaður. Hann var á tímabili landsliðsfyrirliði og spilaði í útlöndum þar á meðal í Þýskalandi og á Spáni. Hann lauk ferli sínum á dögunum þegar hann tók þátt í úrslitakeppninni með Álftanesi „Ég fékk til dæmis skilaboð eftir leikinn á móti Njarðvík þegar við komumst áfram sem að voru skrýtin og hef fengið svona í gegnum tíðina mjög reglulega skilaboð frá einhverjum sem hefur augljóslega verið að veðja á leikinn og tapað á honum.“ Hann segir skilaboðin oft rætin líkt og þau sem honum bárust eftir leikinn gegn Njarðvík. „Í þessu tilfelli var hann að veðja á það að við myndum hitta úr x mörgum vítum í leiknum liðið og þá klikkaði ég á tveimur vítum sem varð til þess að hann náði ekki sínu veðmáli og þá fékk ég þessi skilaboð í kjölfarið.“ Óþægilegt þegar skilaboðum er beint að börnunum Í einhverjum tilfellum hafa honum borist alvarlegar hótanir. „Líflátshótanir og svo hérna líka verið að bauna yfir mann og svo hef ég fengið líflátshótanir við börnin mín og fjölskyldu og annað.“ Slík skilaboð skilji eftir sig ónotatilfinningu. „Þótt að maður vita að það sé ekkert á bak við þessi skilaboð en þá er þetta óþarfi og óþægilegt. Sérstaklega þegar verið er að hóta eins og börnunum manns og annað og líka það að heimurinn hefur minnkað það mikið að maður er rosa aðgengilegur. Það að einhver maður úti í heimi viti að maður eigi börn og finnist eitthvað við þau að sakast finnst mér fyrir neðan allar hellur.“ Hann segir flest skilaboðin koma frá þeim sem eru að veðja á leikina úti í heimi. „Þetta var mun algengara þegar ég var að spila erlendis en á sama tíma hérna heima þá hefur þetta aukist en ég hef aldrei fengið svona skilaboð frá íslenskum aðila en þetta er allt á ensku og einhverjir tilbúnir prófílar. Ég hef fengið skilaboð frá þeim sem eru að veðja á Íslandi en bara í rauninni til að spyrja út í heilsu leikmanna og öðru því tengdu til þess að geta gert upp hug sinn hvort þeir eiga að veðja á leikina eða ekki.“ Hörður var fyrirliði íslenska landsliðisins um tíma. Vísir/Bára Hörður tekur á morgun þátt í málþingi á vegum ÍSÍ, UMFÍ, ÍBR og KSÍ þar sem rætt verður um veðmál og íþróttir og hversu fyrirferðarmiklar erlendar veðmálasíður eru að verða á Íslandi. Málþingið verður haldið í húsnæði KSÍ og hefst klukkan 17:00. Hætti eftir að hafa veðjað á hornspyrnur í Suður-Kóreu Hann segir áhyggjuefni hvernig veðmálaheimurinn sé að þróast. Hann hafi rætt þessi mál í klefanum nokkrum sinnum og upplifi að margir leikmenn eigi erfitt með að ræða þetta. „Ef maður talar við einn og einn þá hefur oft komið upp á yfirborðið eitthvað sem aðrir hafa fengið. Ég veit ekki hvort þetta sé feimnismál eða hvað en þetta er yfirleitt eitthvað tengt sem þér hefur mistekist.“ Hann segist ekki vera á móti veðmálum en mikilvægt sé að fara varlega. Sjálfur hafi hann veðjað um tíma en hætt því þegar hann áttaði sig á því að hann var farinn að veðja á hornspyrnur í Suður-Kóreu þrátt fyrir að hafa aldrei heyrt um liðið og fylgjast ekki með fótbolta. „Þetta þarf að vera innan mjög skynsamlegra marka til þess að fara ekki fram úr sér. Inni á mörgum af þessum síðum er hægt að veðja á nánast allt. Það er hægt að velja á klikkuð skot og það er hægt að veðja hversu margar stoðsendingar þú tekur eða fráköst. Þannig að þetta er alveg varasamur heimur.“
Fjárhættuspil Körfubolti Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð „Mig langar ekki að „shame-a“ neinn, vera með leiðindi eða búa til eitthvað stríð en mér finnst bara að það verði að ræða þetta af því að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta er ekki bara eitthvað djók eða trend eða eitthvað. Þessir einstaklingar, áhrifavaldar og rapparar sem eru að peppa þetta svona grimmt, þeir eru fyrirmyndir. Það er kominn tími til að þeir standi undir þeim titli, taki ábyrgð og geri betur,” segir Garðar Eyfjörð, betur þekktur sem Gæi, eða þá sem rapparinn Kilo. 7. apríl 2025 07:02 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Sjá meira
Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð „Mig langar ekki að „shame-a“ neinn, vera með leiðindi eða búa til eitthvað stríð en mér finnst bara að það verði að ræða þetta af því að þetta er grafalvarlegt mál. Þetta er ekki bara eitthvað djók eða trend eða eitthvað. Þessir einstaklingar, áhrifavaldar og rapparar sem eru að peppa þetta svona grimmt, þeir eru fyrirmyndir. Það er kominn tími til að þeir standi undir þeim titli, taki ábyrgð og geri betur,” segir Garðar Eyfjörð, betur þekktur sem Gæi, eða þá sem rapparinn Kilo. 7. apríl 2025 07:02
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent