Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Jón Þór Stefánsson skrifar 6. maí 2025 11:37 Inga Sæland segist tilbúin að leiðrétta ákvarðanir sínar fari þær ekki að lögum. Vísir/Vilhelm Inga Sæland húsnæðismálaráðherra segist líta það alvarlegum augum hafi hún ekki farið að lögum við skipun á nýrri stjórn Húsnæðis og mannvirkjastofnunnar. Hún muni leiðrétta ákvarðanir sínar fari þær ekki eftir lögum. Skipun Ingu í stjórn HMS hefur vakið athygli en þar var stjórn stofnunnarinnar skipt út. Jafnréttisstofa hefur gert athugasemd við skipunina og telur hana stangast á við jafnréttislög og Verkfræðingafélags Íslands hefur einnig gert athugasemdir en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu. „Ég lít grafalvarlegum augum þau vinnubrögð ráðherra að fara ekki að lögum. Þannig ef svo er, þetta er núna í skoðun í mínu ráðuneyti, þá verður það svo sannarlega leiðrétt. Það er ekki neinum blöðum um það að fletta,“ sagði Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ef við þurfum að leiðrétta eitthvað til að fara að lögum þá auðvitað gerum við það. Því við viljum alltaf fara að lögum. Við ætlumst til þess að landsmenn geri það og við viljum gera það líka.“ Í síðustu viku var Inga spurð út í skipunina og þá sagðist hún stolt af henni. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Inga í ræðustól Alþingis. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagðist Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra treysta Ingu til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem hún hefur skipað. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Skipun Ingu í stjórn HMS hefur vakið athygli en þar var stjórn stofnunnarinnar skipt út. Jafnréttisstofa hefur gert athugasemd við skipunina og telur hana stangast á við jafnréttislög og Verkfræðingafélags Íslands hefur einnig gert athugasemdir en það er mat félagsins að stjórnarmenn skorti fagþekkingu. „Ég lít grafalvarlegum augum þau vinnubrögð ráðherra að fara ekki að lögum. Þannig ef svo er, þetta er núna í skoðun í mínu ráðuneyti, þá verður það svo sannarlega leiðrétt. Það er ekki neinum blöðum um það að fletta,“ sagði Inga að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. „Ef við þurfum að leiðrétta eitthvað til að fara að lögum þá auðvitað gerum við það. Því við viljum alltaf fara að lögum. Við ætlumst til þess að landsmenn geri það og við viljum gera það líka.“ Í síðustu viku var Inga spurð út í skipunina og þá sagðist hún stolt af henni. „Í tilviki skipunar stjórnar HMS nýverið skipaði ég þá aðila sem ég taldi hæfasta til að fylgja þeirri stefnu sem ríkisstjórnin hefur í húsnæðismálum. Nefndin er pólitískt skipuð enda eru verkefni stjórnarinnar af pólitískum toga, það er, að fylgja eftir húsnæðisstefnu ríkisstjórnarinnar,“ sagði Inga í ræðustól Alþingis. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær sagðist Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra treysta Ingu til að meta hæfi þeirra einstaklinga sem hún hefur skipað.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Húsnæðismál Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira