Handbolti

Carlos: Við þurfum að skilja að við erum litla liðið

Carlos Martin Santos, þjálfari Harðar, var ánægður eftir leik þeirra við FH í Olís-deildinni þrátt fyrir 36–31 tap. Fyrir leik bjuggust flestir við stórsigri heimamanna en gestirnir seldu sig mjög dýrt. Þrátt fyrir það var sigur FH-inga aldrei í hættu.

Handbolti

Flottur leikur Viktors Gísla í sigri Nantes

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í marki Nantes sem vann þrettán marka sigur á Cretail í frönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag. Viggó Sigurðsson og félagar í Leipzig töpuðu naumlega gegn Göppingen í þýsku deildinni.

Handbolti

Umfjöllun: ÍBV-Donbas 45-20 | Stór, stórsigur Eyjamanna gegn Donbas

ÍBV tók á móti Donbas í 2. umferð EHF European Cup í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag. Eyjamenn unnu góðan sigur í gær og voru fyrir leik dagsins svo gott sem komnir með annan fótinn inn í 3. umferðina. Leikurinn í dag var eins og góð æfing fyrir Eyjaliðið sem vann með tuttugu og fimm mörkum, 45-20.

Handbolti

Óðinn Þór og Oddur með stórleiki

Óðinn Þór Ríkharðsson átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen vann Bern í svissnesku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Sömu sögu er að segja af Oddi Gretarssyni í þýsku B-deildinni.

Handbolti

Haukar í basli eftir tap á Kýpur

Handknattleikslið Hauka tapaði með fjögurra marka mun fyrir Anorthosis frá Kýpur í 2. umferð EHF Evrópubikarkeppninnar í handbolta í dag, lokatölur 26-22 heimamönnum í vil. Liðin mætast aftur í Kýpur á morgun og þurfa Haukar að vinna með fimma marka mun til að komast áfram.

Handbolti

„Mér finnst þetta allt vera að smella saman núna“

Andrea Jakobsen verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í handknattleik um helgina sem mætir Ísrael í tvígang í forkeppni heimsmeistaramótsins. Hún er bjartsýn fyrir verkefnið og segir ferð liðsins til Færeyja hafa þjappað hópnum vel saman.

Handbolti

„Þurfum að spila smá skák í upphafi leiks“

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta leikur um helgina tvo leiki gegn Ísrael en báðir leikirnir fara fram á Ásvöllum. Um er að ræða forkeppni HM 2023 en sigurvegarinn kemst áfram í umspil um laust sæti á HM í Danmörku, Svíþjóð og Noregi á næsta ári.

Handbolti

„Passa sig á að sofna ekki á verðinum“

„Ótrúlega gott að fá svona marga leiki svo við getum spilað okkur saman. Bætt okkur í okkar veikleikum og því sem er gott,“ sagði landsliðskonan Díana Dögg Magnúsdóttir um verkefni íslenska kvennalandsliðsins en eftir tvo leiki í Færeyjum um síðustu helgi þá mætir liðið Ísrael hér heima í undankeppni HM 2023 bæði á laugardag og sunnudag.

Handbolti

Noregur hefur titilvörnina á sigri

Keppni hófst á Evrópumóti kvenna í handbolta í dag. Mótið fer fram í Slóveníu, Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu en leikið var í A- og B-riðli í fyrst nefnda landinu í kvöld.

Handbolti

Jafnt hjá KA og Stjörnunni fyrir norðan

KA og Stjarnan gerðu 29-29 jafntefli þegar liðin mættust í Olís-deild karla í handknattleik á Akureyri í kvöld. Stjarnan náði mest sjö marka forystu í leiknum en KA átti frábæra endurkomu og var nálægt því að tryggja sér stigin tvö undir lokin.

Handbolti

Veszprem ennþá efstir í Meistaradeildinni

Bjarki Már Elísson og samherjar hans í Telekom Veszprem unnu í kvöld sinn fimmta sigur í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu í handknattleik þegar þeir lögðu Orlen Wisla Plock frá Póllandi að velli.

Handbolti