Handbolti

Hákon Daði hjá Gummersbach til 2024
Hornamaðurinn Hákon Daði Styrmisson hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við þýska handknattleiksliðið Gummersbach. Samningurinn gildir nú til 2024 en Hákon Daði gekk í raðir félagsins síðasta sumar.

Svava og Sigurlaug hita upp fyrir stórleikinn í Safamýrinni
Svava Kristín Grétarsdóttir og Sigurlaug Rúnarsdóttir hituðu upp fyrir 6. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í aukaþætti Seinni bylgjunnar.

„Fæ leyfi til þess sem ég er góður í“
„Maður vaknar ekki allt í einu einn morgun og ætlar að verða bestur. Þetta tekur tíma og er bara vinna,“ segir Ómar Ingi Magnússon sem farið hefur á kostum í þýsku deildinni í handbolta, þeirri sterkustu í heimi.

„Aðeins of ungur til að vera kominn í þetta tjill“
Aron Pálmarsson er orðinn heill heilsu eftir meiðsli sem hann varð fyrir í haust. Hann er ánægður með skrefið sem hann tók frá Spáni til Danmerkur í sumar og segir áhugann á handbolta mikið meiri í Danmörku.

Rambo stóð ekki undir nafni og féll með tilþrifum
Christoffer Rambo, fyrrverandi norskur landsliðsmaður, varð sjálfum sér og Rambo-nafninu til skammar er hann lét sig falla með tilþrifum í leik Runar og Nærbo í norsku úrvalsdeildinni nýverið.

Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu
„Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Haukar 34-26 | Öruggur sigur Íslandsmeistaranna
Íslandsmeistarar KA/Þórs unnu öruggan átta marka sigur er Haukar mættu norður í kvöld, lokatölur 34-26. KA/Þór fer þar með upp í sjö stig á meðan Haukar eru áfram með fimm stig.

Hörður hlaut sekt vegna mannsins sem rekinn var af Hlíðarenda
Aganefnd HSÍ hefur sektað handknattleiksdeild Harðar vegna „vítaverðrar framkomu“ manns sem vísað var út úr Origo-höllinni að Hlíðarenda 15. október.

Haukur Þrastar: Yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn
Handboltamaðurinn Haukur Þrastarson er kominn til Íslands til að taka þátt í æfingum íslenska handboltalandsliðsins sem er að byrja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í janúar.

„Hálf sorglegt að sjá hvernig er að fara fyrir Barcelona í dag“
Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson segir erfitt að horfa upp á stöðuna sem hans gamla félag, Barcelona, er í.

Varð heiðarleikinn HK-ingum að falli? „Hefði viljað sjá hana taka smá leikara“
HK gerði góða ferð norður yfir heiðar og gerði jafntefli, 26-26, við Íslands- og bikarmeistara KA/Þórs í Olís-deild kvenna á laugardaginn. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar eru á því að HK-ingar hafi verið snuðaðir um vítakast undir lok leiksins.

Guðmundur Guðmundsson: „Það er alltaf pressa að þjálfa íslenska landsliðið“
Íslenska landsliðið í handbolta kom saman til æfinga í dag sem er liður í undirbúningi íslenska liðsins fyrir Evrópumótið sem hefst í byrjun janúar á næsta ári þar sem menn kalla eftir árangri eftir dapurt gengi á síðasta heimsmeistaramóti.

Elín Jóna fann sig ekki í stóru tapi
Elín Jóna Þorsteinsdóttir og stöllur hennar í danska liðinu Ringkøbing máttu þola stórt tap er liðið heimsótti Ajax frá Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 30-21, Ajax í vil.

Alfreð velur nýjan landsliðsfyrirliða
Alfreð Gíslason hefur valið nýjan fyrirliða fyrir þýska karlalandsliðið í handbolta.

„Það er svo gaman að hún sé komin aftur til baka“
Mariam Eradze og Morgan Marie Þorkelsdóttir komu báðar sterkar inn eftir erfiða viku Valsliðsins

Gunnar Steinn vitnaði í Kára: Eina liðið þar sem þú elskar að sitja á bekknum
Handboltamaðurinn Gunnar Steinn Jónsson ræddi um landsliðsferilinn sinn í nýja aukaþætti Seinni Bylgjunnar en hann var fyrsti gestur Stefáns Árna Pálssonar í Seinni Bylgjunni Extra.

„Þetta verður skandinavískt landslið“
Sigvaldi Guðjónsson segir að erfitt hafi verið að hafna tilboði Kolstad sem er með ofurlið í smíðum. Viðræður stóðu yfir í nokkurn tíma.

Darri kallaður inn í landsliðið
Darri Aronsson, leikmaður Hauka, hefur verið kallaður inn á æfingar með íslenska handboltalandsliðinu.

Íslensk landsliðshetja spilaði með spænska landsliðinu undir dulnefni
Viggó Sigurðsson skráði soninn Jón Gunnlaug í Víking við fæðingu og strákurinn er nú aðalþjálfari liðsins. Gaupi hitti þá feðga í Víkinni á dögunum og úr varð nýjasti þátturinn af .Eina.

Robbi Gunn brjálaður að missa markametið sitt í Danmörku
Nýr aukaþáttur af Seinni bylgjunni hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í dag. Hann nefnist einfaldlega Seinni bylgjan extra en þar tekur Stefán Árni Pálsson leikmenn Olís-deildar karla tali.

Risi í HK, hinn íslenski Per Carlén og of skotglaður Framari
Róbert Gunnarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson ræddu í Seinni bylgjunni um nokkra leikmenn sem annars voru ekki ýkja áberandi í umræðunni eftir síðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta.

Kári fagnaði framan í Framara og var vikið af velli: „Ég hefði orðið brjálaður“
Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson var sendur í kælingu eftir að hafa fagnað marki fyrir ÍBV gegn Fram af miklum móð. Silfurdrengirnir í sérfræðingateymi Seinni bylgjunnar voru afar ósammála dómaranum.

„Betri heima en á parketinu í Safamýri“
„Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar.

Stórleikur Elvars dugði ekki gegn Ólafi Andrési og félögum
Montpellier lagði Nancy með þriggja marka mun í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 33-30 gestunum í vil. Ólafur Andrés Guðmundsson leikur með Montpellier og Elvar Ásgeirsson með Nancy.

Ómar hélt sigurgöngu Magdeburg gangandi | Leikur Melsungen flautaður af
Fjórir leikir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta fóru fram fyrr í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Magdeburg hefur nú unnið alla níu leiki sína, en leikur Hamburg og Melsungen var flautaður af um miðjan fyrri hálfleik eftir að stuðningsmaður slasaðist í stúkunni.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 32-26 | Fyrsta tap Hauka en Valskonur enn taplausar
Valur vann öruggan sex marka sigur á Haukum, 32-26 í 5. umferð Olís deildar kvenna. Fyrri hálfleikur leiksins var virkilega jafn en í síðari hálfleik tóku Valskonur frumkvæðið. Forskotið reyndist Haukunum um megn.

Ágúst Þór: Við eigum eftir að verða betri
Ágúst Þór Jóhannsson var að vonum sáttur eftir sigur Vals á Haukum á heimavelli í 5. umferð Olís deildar kvenna sem spilaður var fyrr í dag.

Janus og Sigvaldi kynntir hjá Kolstad
Kolstad tilkynnti í dag um sex leikmenn sem munu ganga til liðs við félagið á næstu tveim árum. Meðal þeirra eru íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson.

Teitur skoraði þrjú í jafntefli
Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg gerðu 30-30 jafntefli er liðið heimsótti Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Kristján Örn öflugur þrátt fyrir tap gegn toppliði PSG
Kristján Örn Kristjánsson var langbesti maður PAUC er liðið steinlá fyrir toppliði París Saint-Germain í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, lokatölur 35-24 meisturunum í vil.