
Körfubolti

Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð
Indiana Pacers unnu einvígið gegn toppliði Cleveland Cavaliers í aðeins fimm leikjum og komust þar með í úrslit austurdeildar NBA annað árið í röð. Slakasta deildarkeppnislið sögunnar til að afreka það.
Fréttir í tímaröð

Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik
Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta árið 2025 eftir magnaðan framlengdan oddaleik við Njarðvík í Ólafssal í Hafnarfirði. Myndaveislu úr leiknum má sjá neðar í fréttinni.

„Að lokum var það betra liðið sem vann“
Diamond Battles, sem hefur verið að glíma við meiðsli meira og minna alla úrslitakeppnina, steig heldur betur upp í kvöld þegar Haukar lönduðu Íslandsmeistaratitlinum.

Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka
Ríkjandi NBA-meistarar Boston Celtics eru á barmi þess að falla úr keppni í undanúrslitum austurdeildarinnar. Þeir töpuðu 121-113 gegn New York Knicks í gærkvöld og misstu auk þess Jayson Tatum meiddan af velli.

Þriggja ára reglan heyrir sögunni til
Framkvæmdastjóri KKÍ segir að eftir mikla vinnu hafi verið ákveðið að leyfa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu á næsta tímabili. Allir mega vera inni á vellinum á sama tíma.

Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning
Þjálfari Ármanns, Steinar Kaldal, gat náttúrlega ekki verið annað en ánægður með að hafa tryggt sér upp í Bónus deildina á næsta tímabili. Hann sagði að þetta væri risastór stund fyrir félagið enda bæði kvenna- og karlaflokkur búin að tryggja sér sæti í Bónus deildunum á næsta tímabili. Ármann lagði HAmar í oddaleik 91-85 í æsispennandi leik sem réðst á loka andartökunum.

Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins
Dimitrios Agravanis missir af næsta leik Tindastóls og Stjörnunnar í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfubolta.

Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð
Ármann marði Hamar í oddaleik liðanna um sæti í Bónus deild karla í körfubolta. Spennan var rosaleg og leikurinn eftir því. Réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin en leiknum lauk með 91-85 sigri Ármanns.

Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“
Það eru líflegar umræður í Lögmáli leiksins í kvöld en menn eru ekki á eitt sáttir um hver sé búinn að vera besti leikmaður Minnesota í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.

Indiana tók Cleveland í bakaríið
Eftir að hafa unnið Cleveland Cavaliers, 129-109, þarf Indiana Pacers aðeins einn sigur til viðbótar til að komast í úrslit Austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta annað árið í röð. Í Vesturdeildinni sigraði Oklahoma City Thunder Denver Nuggets, 87-92, í miklum slag.

„Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“
Grímur Atlason hefur lengi verið stjórnarmaður hjá Valsmönnum í körfunni og hann hefur líka ekki legið á skoðunum sínum varðandi útlendingamál í íslenska körfuboltanum.

Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu
Dimitrios Agravanis átti skelfilega innkomu hjá Tindastól í kvöld í úrslitaeinvíginu á móti Stjörnunni sem endaði á því að hann var rekinn út úr húsi. Grikkinn fór endanlega með leikinn fyrir Stólana með framkomu sinni í seinni hálfleik og svo fór að Stólunum var slátrað í leiknum.

„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“
Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki.

Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis
Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi.

KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn
Stjórn Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ, ákvað að gera breytingu á reglum varðandi erlenda leikmenn á stjórnarfundi sambandsins sem fram fór á laugardag. Þetta staðfesti Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri KKÍ, í samtali við Vísi.

„Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“
Ægir Þór Steinarsson, fyrirliði Stjörnunnar, segir stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verða að vera til staðar þegar að liðið tekur á móti Tindastól í öðrum leik úrslitaeinvígis Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Tindastóll leiðir einvígið 1-0 eftir spennutrylli í Síkinu á dögunum.

„Við ætluðum bara ekki að tapa“
Hulda María Agnarsdóttir var Just Wingin´ It-leikmaður leiksins þegar Njarðvík tryggði sér oddaleik í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta með sigri á Haukum. Eftir að lenda 0-2 undir hefur Njarðvík sýnt fádæma seiglu. Hulda María mætti í settið hjá Körfuboltakvöldi að leik loknum.

Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil
Eftir tap í fyrsta leik gegn Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta hefur Minnesota Timberwolves unnið tvo leiki í röð. Það munar um minna að stórskyttan Stephen Curry meiddist í öðrum leik liðanna og var ekki með í nótt.

Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York
Boston Celtics pakkaði New York Knicks saman í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Staðan í einvíginu nú 2-1 eftir að meistararnir sýndu loks hvað í sér býr. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit Austurhlutans.

„Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“
Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik.

Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni
Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik þegar liðið lagði Hauka 94-78 í Njarðvík. Frábær frammistaða heimakvenna í seinni hálfleik tryggði þeim að lokum öruggan sigur.

„Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“
KR-ingar eru að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í körfuboltanum og hafa nú gengið frá samningum við tólf íslenska leikmenn til að spila með báðum meistaraflokkum félagsins á komandi tímabili. Bæði liðin spila í Bónus deildinni á komandi tímabili eftir að konurnar unnu sér aftur sæti í deild þeirra bestu.

Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik
Hamar jafnaði í kvöld metin í einvígi sínu á móti Ármanni í úrslitakeponi 1. deildar karla í körfubolta. Liðin eru að keppa um laust sæti í Bónus deild karla á næsta tímabili.

Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri
Þrátt fyrir að hafa meiðst á ökkla í fyrri hálfleik skoraði Anthony Edwards tuttugu stig þegar Minnesota Timberwolves jafnaði metin í einvíginu gegn Golden State Warriors með 117-93 sigri í öðrum leik liðanna í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn, 1-1.