Körfubolti

Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 76-90 | Keflvíkingar verða á toppnum um jólin
Keflvíkingar endurheimtu toppsæti Subway-deildar karla með 14 stiga sigri, 90-76, gegn Grindavík í síðasta leik deildarinnar fyrir jól.

Hörður Axel: Verður skrýtið að spila gegn Hauki Helga
Hörður Axel Vilhjálmsson átti mjög góðan leik fyrir Keflvíkinga sem gerðu góða ferð til Grindavíkur og unnu þar 90-76 sigur í Subway deildinni í kvöld.

Leik lokið: Vestri - Stjarnan 65-71 | Góður fyrsti fjórðungur dugði Stjörnunni til sigurs
Stjarnan vann góðan sex stiga sigur er liðið heimsótti Vestra í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 65-71. Gestirnir náðu góðu forskoti í fyrsta fjórðungi og héldu forystunni allt til leiksloka.

Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni
Ríkharð Óskar Guðnason, Mikael Nikulásson og Matthías Orri Sigurðarson fóru saman yfir íslenska körfuboltann í nýjustu Þungavigtinni en í fyrsta sinn í langan tíma þá verður spilað í úrvalsdeildinni á milli jóla og nýárs.

Herða sóttvarnareglur yfir jólin eftir mikinn fjölda smita
Vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í NBA-deildinni í körfubolta hafa forráðamenn deildarinnar ákveðið að herða sóttvarnareglur yfir jólahátíðina.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Ak. 83-74 | KR náði í sigur í leik tveggja hálfleika
KR vann Þór frá Akureyri í 10. umferð Subway deildar karla í körfubolta í kvöld 83-74. Þeir þurftu að hafa fyrir sigrinum en gestirnir að norðan voru mun betri í fyrri hálfleik en ungæðisháttu, seigla og reynsla KR liðsins varð til þess að þeir unnu leikinn með góðum fjórða leikhluta.

Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Þór Þ. 66-109 | Íslandsmeistararnir fóru illa með Tindastól
Tindastóll fékk Þór frá Þorlákshöfn í heimsókn í Síkið í kvöld. Heimamenn byrjuðu fyrsta leikhluta betur en gestirnir svöruðu og unnu fyrsta leikhluta með 9 stiga mun og bættu síðan jafnt og þétt í forustuna út leikinn og unnu mjög sannfærandi sigur. Lokatölur 66 – 109.

Helgi Magg: Ánægðastur með að hafa lokað leiknum
Helgi Magnússon, þjálfari KR, gat verið ánægður með að hans menn hafi náð í sigur á móti Þór frá Akureyri í kvöld. Sérstaklega þó í ljósi þess að KR hafði tapað þremur leikjum í röð og hans menn byrjuðu ekki mjög vel í leiknum sem endaði 83-74 fyrir heimamenn.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Valur 89-87 | Blikasigur í háspennuleik
Breiðablik fékk Val í heimsókn í tíundu umferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Bæði lið unnið síðustu tvo deildarleiki fyrir leikinn í kvöld og Valsmenn unnu einnig bikarleik gegn Grindavík síðastliðinn mánudag.

Lárus Jónsson: Þetta var einn af þessum dögum
Lárus Jónsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar var ánægður með leik sinna manna í kvöld.

Öruggur sigur Njarðvíkinga gegn ÍR
Njarðvíkingar unnu í kvöld öruggan sigur er liðið tók á móti ÍR í Subway-deild karla í körfubolta. Heimamenn tóku forystuna snemma leiks og sigur þeirra var í raun aldrei í hættu, en lokatölur urðu 109-81.

Pétur Ingvarsson: Þetta er óskilvirkasta liðið í deildinni sóknarlega
Breiðablik vann öflugan sigur á Val í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. Pétur Ingvarsson, þjálfari Breiðabliks, sagði að planið hafi gengið fullkomlega upp í dag.

Sara Rún og Elvar körfuboltafólk ársins
Sara Rún Hinriksdóttir og Elvar Már Friðriksson voru valin körfuboltafólk ársins 2021 af Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta er annað árið í röð sem Sara fær þessa viðurkenningu en í fyrsta sinn sem Elvar fær hana.

Ósvikinn fögnuður eftir sturlaða flautukörfu
Það velkist enginn í vafa um hver mögnuðustu tilþrif næturinnar voru í NBA-deildinni í körfubolta. Devonte Graham skoraði sigurkörfu frá eigin vallarhelmingi í 113-110 sigri New Orleans Pelicans á Oklahoma City Thunder.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 79-70 | Valur sneri taflinu við í ótrúlegum fjórða leikhluta
Haukar leiddu í 32 mínútur á móti Val í kvöld en það dugði ekki til þar sem frábær fjórði leikhluta Valskvenna varð til þess að þær unnu níu stiga stigur 79-70.

Helena: Ég vil auðvitað vera inn á vellinum allan tímann
Helena hafði fá svör við því hvað hafi gerst þegar Haukar misstu leikinn úr höndunum í fjórða leikhluta þegar Haukar töpuðu fyrir Valskonum 79-70 eftir að hafa leitt í leikinn í 32 mínútur og verið yfir með sjö stigum fyrir lokaleikhlutann. Leikið var að Hlíðarenda og var leikurinn hluti af níundu umferð Subway deildar kvenna í körfubolta.

Sóknarleikurinn allsráðandi er Fjölnir vann í Grindavík
Það var mikið skorað er Fjölnir sótti Grindavík heim í Subway-deild kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 96-111. Sanja Orozovic á allt hrós skilið fyrir ótrúlegan leik en án hennar hefði Fjölnir ekki átt möguleika í kvöld.

Elvar Már magnaður í svekkjandi tapi
Elvar Már Friðriksson fór mikinn er lið hans Antwerp Giants henti frá sér sigri gegn Crailsheim Merlins í Evrópubikar FIBA í kvöld, lokatölur 91-86.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Keflavík 91-68 | Blikakonur ekki lengur stigalausar
Eftir að Skallagrímur dró sig úr keppni var Breiðablik án stiga í Subway-deild kvenna. Það virðist hafa kveikt í þeim en eftir jafnan leik framan af unnu þær sannfærandi sigur á Keflavík í kvöld.

Curry sló metið og fagnaði með þeim sem átti það
Stephen Curry getur nú státað sig af því að hafa skorað fleiri þriggja stiga körfur en nokkur leikmaður í sögu NBA-deildarinnar. Hann sló met Ray Allen í nótt, fyrir framan fráfarandi methafa.

Úrslitadagskráin í Smáranum klár
Nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitavikunni í VÍS-bikarnum í körfubolta í byrjun næsta árs.

Curry þarf að bíða eftir metinu merka en uppskar sætan sigur
Stephen Curry á góða möguleika á að slá þristamet Rays Allen í NBA-deildinni í körfubolta í Madison Square Garden í nótt því nú munar aðeins tveimur þristum á þeim. Curry virtist staðráðinn í að slá metið í gærkvöld en uppskar þó sigur.

Bakslag hjá Zion: Spilar ekki fyrr en á nýju ári
Það verður seint sagt að NBA-ferill Zion Williamson hafi verið dans á rósum til þessa. Frá því New Orleans Pelicans valdi Zion í nýliðavali deildarinnar árið 2019 hefur hann verið meira og minna meiddur. Hann mun ekki spila aftur fyrr en á næsta ári.

Umfjöllun og myndir: Valur - Njarðvík 72-71 | Valsmenn í undanúrslit eftir sigur á bikarmeisturunum
Valur er síðasta liðið til að tryggja sér farseðil í undanúrslit VÍS bikarsins. Valur vann eins stigs sigur gegn ríkjandi bikarmeisturum Njarðvíkur 72-71.

Keflavík í undanúrslit bikarsins
Keflavík tryggði sér sæti í undanúrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta er liðið lagði Hauka í kvöld, lokatölur í Keflavík 101-92 heimamönnum í vil.

Grindvíkingar segjast ekki hafa hlustað á leikhlé Stjörnumanna
Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, segir að Grindvíkingar hafi ekki hlustað á leikhlé Stjörnumanna í leik liðanna í Subway-deild karla á dögunum.

Fór yfir fimmtíu stig eftir sekt fyrir að blóta áhorfanda
Kevin Durant skoraði yfir fimmtíu stig í einum og sama leiknum og LeBron James átti stórleik fyrir LA Lakers í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Körfuboltakvöld: Kristinn Óskarsson útskýrir óíþróttamannslegar villur
Sérfræðingar Körfuboltakvölds fóru af stað með nýjan lið í seinasta þætti, Dómarahornið, þar sem dómarinn Kristinn Óskarsson mætti í settið og fór yfir reglurnar með strákunum. Í þessu fyrsta innslagi af Dómarahorninu fór Kristinn yfir mismunandi tegundir af óíþróttamannslegum villum.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Grindavík 85-76 | Stjarnan á leið í undanúrslit
Stjörnumenn tryggðu sér sæti í undanúrslitum VÍS bikars karla í körfubolta með góðum níu stiga sigri gegn Grindvíkingum, 85-76.

Arnar Guðjónsson: Við erum bara í þeirri stöðu að við þurfum að berjast um sæti í úrslitakeppninni
Þjálfari Stjörnunnar var að vonum kampakátur í leikslok enda eru hans menn komnir í undanúrslit í VÍS bikarnum eftir mjög góðan sigur á Grindvíkingum í kvöld 85-76. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá tóku Stjörnumenn völdin í leiknum og sigldu honum heim nánast örugglega. Hvað var það sem hans menn gerðu vel í kvöld. Þeir t.d. héldu Ivan Aurrecoechea í tveimur stigum í seinni hálfleik en það hlýtur að hafa verið áhersla lögð á að stöðva hann.