Körfubolti

Flagg fer til Dallas
Dallas Mavericks völdu Cooper Flagg frá Duke háskólanum, eins og búist var við, með fyrsta valréttinum í nýliðavali NBA sem fór fram í nótt.

Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu
Boston Celtics sendir frá sér hvern stórlaxinn á fætur öðrum og sparar sér með því tugi milljarða króna.

Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins
Valur hefur samið við Þórönnu Kika Hodge-Carr um að leika með liðinu á næsta tímabili í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk
Bragi Guðmundsson ákvað að semja við nýliða Ármanns í Bónus-deild karla fyrir næsta tímabil. Hann ætlar sér stóra hluti í Laugardalnum næsta vetur.

Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt
Boston Celtics hefur samþykkt að senda frá sér eina af hetjunum úr meistaraliðinu sínu frá 2024.

Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“
Tyrese Haliburton hlaut hörmuleg örlög í oddaleiknum um NBA meistaratitilinn í körfubolta þegar hann sleit hásin í fyrsta leikhlutanum.

„Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“
Hreinn úrslitaleikur um NBA-meistaratitilinn fór fram í gærnótt. Oklahoma City Thunder vann þá sinn fyrsta titil í sögu félagsins. Slæm meiðsli settu svip sinn á leikinn.

Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari
Ef það er einhver tímann tímapunktur til að taka tappa úr flösku þá er það þegar þú verður NBA meistari í körfubolta.

Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum
Tyrese Haliburton, leikmaður Indiana Pacers, sleit að öllum líkindum hásin í oddaleiknum gegn Oklahoma City Thunder í nótt.

OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn
Samfélagsmiðlar fóru á mikið flug í kvöld þegar í ljós kom að forráðamenn Oklahoma City Thunder eru svo öruggir með sigur í oddaleiknum um NBA titilinn í nótt að þeir séu langt komnir með að undirbúa sigurhátíðina.

Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan
Hver er besti körfuboltamaður allra tíma? Þetta er spurningin sem svo margir körfuboltaáhugamenn hafa mikla skoðun á. Hjá flestum stendur valið á milli þeirra Michael Jordan og LeBron James.

Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn
Oklahoma City Thunder og Indiana Pacers mætast í kvöld í leik sjö í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar í körfubolta, hreinum úrslitaleik um titilinn. Það er ekki á hverjum degi sem körfuboltaáhugafólk fær svona leik.

Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum
Kevin Durant var uppi á sviði í dag og fyrir framan stóran hóp af fólki á Fanatics hátíðinni þegar hann frétti að búið væri að skipta honum til Houston Rockets.

Kevin Durant fer til Houston Rockets
Eftir marga vikna vangaveltur er loksins ljóst hvar stórstjarnan Kevin Durant spilar í NBA deildinni í körfubolta á næsta tímabili.

Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka
Valsarar hafa tryggt sér öflugan leikmann fyrir næstu leiktíð í körfubolta kvenna því félagið hefur samið við Re´Shawna Stone sem farið hefur á kostum í Finnlandi síðustu tvö tímabil.

Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan
Íslandsmeistarar Hauka í körfubolta kvenna hafa samið við Amandine Justine Toi um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Benedikt í Fjölni
Gengið hefur verið frá ráðningu Benedikts Rúnars Guðmundssonar í starf þjálfara yngri flokka hjá Körfuknattleiksdeild Fjölnis en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna
Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar boðaði til blaðamannafundar í Ásgarði í dag. Þar var tilkynnt að Hilmar Smári Henningsson og Ægir Þór Steinarsson yrðu áfram hjá liðinu.

Snýr aftur á Álftanes með hunangið
David Okeke mun halda áfram að spila lykilhlutverk í liði Álftaness í Bónus-deildinni í körfubolta á næstu leiktíð en hann staðfesti það á samfélagsmiðlum í dag. Hunangið verður áfram með í för.

Bragi semur við nýliðana
Bragi Guðmundsson hefur samið við körfuknattleiksdeild Ármanns um að leika með nýliðunum á næsta tímabili í Bónus deild karla. Bragi kemur til Ármanns frá Grindavík, þar sem hann spilaði seinni hluta síðasta tímabils eftir að hafa snúið heim úr bandaríska háskólaboltanum.

Basile áfram á Króknum
Dedrick Basile hefur samið við Tindastól um að leika með liðinu næstkomandi tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Stólunum.

„Ætluðum ekki að leyfa þeim að fagna titli á okkar heimavelli“
Tyrese Haliburton barðist í gegnum meiðsli og hjálpaði Indiana Pacers að knýja fram oddaleik í úrslitaeinvíginu gegn Oklahoma City Thunder í NBA deildinni.

Pacers knúðu fram oddaleik
Indiana Pacers tókst að knýja fram oddaleik í úrslitaeinvígi NBA með öruggum 109-91 sigri í nótt gegn Oklahoma City Thunder.

Íslensku stelpurnar unnu silfrið á Norðurlandamótinu
Átján ára landslið kvenna í körfubolta gerði góða hluti á Norðurlandamótinu sem lauk í dag.

Fór frá bróður og Keflavík: „Þarf ekkert litla bróður sinn með sér í liði“
Körfuboltamaðurinn Sigurður Pétursson bjó við það lúxusvandamál að geta valið úr tilboðum frá liðum hér heima eftir tímabilið. Hann kaus að segja skilið við Keflavík, vini sína og bróður þar, og semja við Álftanes þar sem að hann stefnir á að vinna titla.

Buss fjölskyldan selur Los Angeles Lakers fyrir metupphæð
NBA körfuboltafélagið Los Angeles Lakers verður fljótlega ekki lengur í eigu Buss fjölskyldunnar en fjölskyldufaðirinn Jerry Buss gerði félagið að stórveldi á níunda áratugnum.

Hæsta kona heims lék sinn fyrsta landsleik
Mörg augu voru á Zhang Ziyu þegar hún lék sinn fyrsta landsleik fyrir Kína á móti Bosníu.

Rúnar Birgir á EuroBasket
Rúnar Birgir Gíslason verður eftirlitsmaður á EuroBasket karla í haust en í íslenska karlalandsliðið er að fara á mótið.

Dolezaj til liðs við nýliðana
Nýliðar Ármanns hafa samið við slóvakíska framherjann Marek Dolezaj um að leika með liðinu á komandi leiktíð í Bónus-deild karla í körfubolta.

Álftnesingar krækja í lykilmann Keflavíkur
Körfuknattleiksdeild Álftaness hefur samið við Sigurð Pétursson um að leika með liðinu á komandi tímabili í Bónus-deild karla í körfubolta.