Lífið

Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum

Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött.

Lífið

Lög Sálarinnar verða að kvik­mynd

Ástsæla hljómsveitin Sálin hans Jóns míns án að baki sér fjöldan allan af smellum sem flestir landsmenn geta í það minnsta raulað með. Aðdáendur sveitarinnar geta sannarlega glaðst yfir því að nú er í vinnslu ný íslenskri söngvamynd sem ber titilinn Hvar er draumurinn? Myndin er byggð á sögulegri tónlist Sálarinnar og gerist í Reykjavík snemma á tíunda áratuginum.

Tónlist

Dúnmjúkir pizzasnúningar

Matgæðingurinn Berglind Hreiðarsdóttir, hjá Gotterí og Gersemar, deildi nýverið gómsætri uppskrift að pizzasnúningum sem er tilvalið að baka og frysta til að eiga í nesti fyrir krakkana í vetur. Þeir eru dúnmjúkir, bragðgóðir og hverfa jafn fljótt og þeir koma úr ofninum.

Lífið

Fá­klædd og glæsi­leg við sund­laugar­bakkann

Hin goðsagnakennda leikkona Joan Collins, sem er 92 ára, birti glæsilega mynd af sér á Instagram þar sem hún situr fyrir í hvítum sundbol með stóran rauðan sólhatt. Færsla leikkonunnar vakti, eins og við var að búast, mikla athygli á samfélagsmiðlum og tugir þúsunda hafa líkað við myndina.

Lífið

Sunn­eva veltir Evu Ruzu úr sessi

Sunneva Eir Einarsdóttir er tekjuhæst íslenskra áhrifavalda í ár og hefur hún þar með velt Evu Ruzu Miljevic úr efsta sætinu. Á eftir þeim koma Birgitta Líf Björnsdóttir, Páll Orri Pálsson og Reynir Bergmann.

Lífið

Gamlir sam­herjar funduðu á fiskistað

Fyrrverandi samstarfsfélagarnir Þorsteinn Már Baldvinsson, Jón Óttar Ólafsson og Arna McClure funduð saman á Mar Seafood í síðustu viku. Þau voru voru öll viðriðin Namibíumál Samherja en rannsókn héraðssaksóknara á því lauk í síðasta mánuði og er beðið eftir ákvörðun saksóknara um hvort eigi að ákæra í því.

Lífið

Enginn fær að skipta sér af tón­list Lauf­eyjar

„Eina ástæða þess að tónlistin gekk upp hjá mér er af því ég fór ekki með hana beint til plötuútgefenda,“ segir stórstjarnan Laufey Lín í nýlegu viðtali við tískurisann Vogue. Þar fer hún meðal annars yfir það hvernig velgengni hennar hefur þróast og hvernig hún hefur alltaf fengið að vera hún sjálf. 

Tónlist

Ein glæsi­legasta leik­kona landsins á lausu

Leikkonan Unnur Birna Backman er orðin einhleyp. Nýverið slitnaði upp úr sambandi hennar og leikarans Pálma Kormáks Baltasarssonar eftir nokkurra ára samband. Þau bjuggu um tíma saman í Hollandi þar sem Pálmi var í myndlistarnámi.

Lífið

Saga Matt­hildur orðin tveggja barna móðir

Tónlistarkonan og Idol-stjarnan Saga Matthildur Árnadóttir og Sigurður Rúnar Reynisson kærasti hennar eignuðust stúlku þann 14. ágúst síðastliðinn. Saga greindi frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram.

Lífið

Bryn­dís Haralds amman og Gunni Helga afinn

Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir eignaðist sitt fyrsta barn þann 14. ágúst síðastliðinn. Þau greindu frá gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið

Breyta merki Euro­vision

Samtök evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hafa ráðist í talsverðar breytingar á merki og ásýnd Eurovision í tengslum við sjötíu ára afmæli söngvakeppninnar á næsta ári. Á miðvikudag verður tilkynnt í hvaða austurrísku borg næsta keppni fer fram. 

Tíska og hönnun

Annie Mist á von á þriðja barninu

CrossFit-parið Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Emil Aegidius, eiga von á sínu þriðja barn í febrúar á næsta ári. Annie greinir frá gleðitíðindunum í færslu á Instagram.

Lífið

Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón

Ástin var allsráðandi í liðinni viku þar brúðkaup og brúðkaupsafmæli voru á hverju strái. Þar á meðal má nefna brúðkaup athafnamannsins Skúla Mogensen og Grímu Bjargar Thorarensen innanhússhönnuðar sem giftu sig við glæsilega athöfn í Hvammsvík í Hvalfirði á laugardag.

Lífið

„Maður getur þakkað ís­lenskum bók­menntum fyrir H.C. Ander­sen“

Annette Lassen er verðandi prófessor á Árnasafni í Kaupmannahöfn og áður rannsóknarprófessor við Árnastofnun í Reykjavík. Hún sker sig þó úr að miklu leyti hvað danska miðaldafræðinga varðar. Fyrir það fyrsta talar hún lýtalausa íslensku, er ríkisborgari lýðveldisins og hún er jafnframt í hópi fárra danskra fræðimanna sem telur menningararf Íslendinga, tilheyra Íslendingum.  Hún segir tímabært að danska þjóðin geri upp langt og flókið samband sitt við Ísland og viðurkenni áhrif Íslendinga á bókmenntir þeirra og sögu.

Lífið