
Lífið

Aflýsa tónleikum Bjarkar í sumar
Búið er að aflýsa Cornucopia tónleikum Bjarkar sem áttu að fara fram í Reykjavík í júní. Er það gert vegna vandamála við framleiðslu tónleikanna sem ekki tókst að leysa, samkvæmt tilkynningu.

Fjölmenntu í prufur fyrir Fíusól í Borgarleikhúsinu
Leitin að Fíusól og félögum hennar er í fullum gangi þessa dagana en lokað hefur verið fyrir skráningar. Prufur standa nú sem hæðst en fjölmargir krakkar mættu og spreyttu sig nú rétt fyrir helgi á hlutverkunum. Verkið verður frumflutt í Borgarleikhúsinu næsta vetur.

Warwick Davis á leið til Íslands í frí
Breski stórleikarinn Warwick Davis er á leið til Íslands í frí í þessum mánuði. Þetta sagði hann íslenskum aðdáendum sem mættu á sérstaka Stjörnustríðsráðstefnu í London um páskana.

Fannar fékk gæsahúð þegar Laufey lýsti því að hún væri að upplifa drauminn
Þátturinn Framkoma hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 á dögunum. En í þáttunum fylgist Fannar Sveinsson með þekktum Íslendingum áður en þeir stíga á svið.

Hætti við að selja húsið og ætlar að lifa bíllausum lífsstíl
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson, betur þekktur sem Simmi Vill, ætlar að lifa bíllausum lífsstíl í sumar. Hann segist nýbyrjaður að skoða hjól og kveðst spenntur fyrir því sem hann kallar áhugaverða samfélagstilraun.

Love Island stjarna fékk óvænt boð í krýningu Karls
Breska raunveruleikaþáttastjarnan Tasha Ghouri hefur fengið óvænt boð um að vera viðstödd hátíðarhöld vegna krýningu Karls Bretakonungs þann 6. maí næstkomandi. Stjarnan greinir sjálf frá þessu á samfélagsmiðlinum Instagram.

Löng röð á lagersölu á Laugardalsvelli
Gríðarleg röð myndaðist nú í morgun fyrir framan Laugardalsvöll en þar er verslunin Bíum Bíum að hefja lagersölu á barnafötum.

Endaði fárveikur eftir að hafa andað að sér ógeði í langan tíma
Listahjónin Hjörtur Jóhann Jónsson og Brynja Björnsdóttir voru fyrir löngu búin að ákveða að eyða ævinni saman þó þau hafi ekki látið pússa sig saman fyrr en síðasta sumar. Hugmyndin að brúðkaupinu hljómaði rómantísk og átti að vera áreynslulaust verkefni en reyndist svo þrautinni þyngri þegar til kastanna kom.

Taylor Swift gengin út á mettíma
Bandaríska söngkonan Taylor Swift er komin með nýjan kærasta. Hinn heppni er breski tónlistarmaðurinn Matty Healy. Minna en mánuður er síðan söngkonan og enski leikarinn Joe Alwyn hættu saman, að minnsta kosti opinberlega.

„Hann bara gerði það sem hann vildi og skilaði mér síðan“
Birgitta Ýr Jósepsdóttir er 27 ára kona sem hefur upplifað einelti, misnotkun og barnsmissi. Hún lýsir því hvernig hún þyngdist um fimmtíu kíló á örstuttum tíma sökum vanlíðunar. Hún sigraðist á áföllunum og lifir í dag hamingjusömu lífi. Sindri Sindrason fékk að heyra sögu Birgittu í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Bombay Bicycle Club og miklu fleiri bætast í hópinn á Airwaves
Þrjátíu listamenn hafa bæst við hóp þeirra sem fram koma á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem fram fer í Reykjavík 2. til 4. nóvember næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum.

Krýningu Karls III fagnað í Reykjavík
Hægt verður að fagna krýningu Karls III konungs og Kamillu drottningar með breska samfélaginu á Íslandi á laugardaginn. Bein útsending verður frá krýningunni í Dómkirkjunni í Reykjavík og hefst klukkan 09:30.

Ekki dramatískt lag enda ekki dramatísk máltíð
Seinni umferð Skúrsins hófst í síðustu viku en í þáttunum keppa sex flytjendur um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu auk þess sem keppt er um besta frumsamda lagið.

HönnunarMars í dag: Kvikmyndahátíð, stafræn listaverk og keppni í sjómann
Reykjavíkurborg iðar af menningu þessa dagana í tilefni af HönnunarMars. Í dag, fimmtudag, felur dagskráin meðal annars í sér leiðsögn um íslenska hönnun og arkítektúr með Loga Pedro, opnun á kvikmyndahátíð Hönnunardeildar LHÍ, sjómanns keppni og tískupartý.

Heiðra Carrie Fisher með Hollywood-stjörnu á Stjörnustríðsdeginum
Um sex árum eftir dauða hennar stendur til að heiðra leikkonuna Carrie Fisher í Hollywood með því að afhjúpa stjörnu með nafni hennar á Hollywood Walk of Fame síðar í dag, á óformlegum þjóðhátíðardegi Stjörnustríðsaðdáenda.

Hlutir til að varast í kynlífi
Eins dásamlegt og kynlíf getur verið er mikilvægt að hafa nokkra hluti á hreinu til að geta notið stundarinnar sem best. Eðli máls samkvæmt er listinn ekki tæmandi.

Ævintýri Grimsby halda áfram
Óli Jóels mætir aftur á hliðarlínuna í Grimsby í Stjóranum í kvöld. Nú fer að koma í ljós hvort hann komi liðinu upp um deild í Football Manager eða renni á rassinn í slorinu.

Bað Ása um að leysa sig af og kenna rassatíma
Sara Davíðsdóttir, flugfreyja og einkaþjálfari, hefur farið á kostum á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið með óvanalegum beiðnum til unnustans og hlaðvarpsstjórnandans Ásgríms Geirs Logasonar, betur þekktur sem Ási.

Neistar á milli Timothée Chalamet og Zendaya í fyrstu stiklunni úr Dune: Part Two
Bandaríska kvikmyndaverið Warner Bros. hefur gefið út fyrstu stikluna úr væntanlegri kvikmynd sinni Dune: Part 2. Beðið hefur verið eftir stiklunni með mikilli eftirvæntingu og horfa má á hana neðst í fréttinni.

„Barnabækur gerðu ekki ráð fyrir okkar fjölskylduformi“
Hjónin Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir eignuðust dóttur á dögunum en fyrir eiga þær tvo drengi. Samhliða barnauppeldi og framkvæmdum innan heimilisins sem þær eru virkar að sýna frá á samfélagsmiðlum hafa þær nú gefið út sína aðra barnabók.

Íslendingar svartsýnir á gengi Íslands í Eurovision
Meirihluti Íslendinga er svartsýnn á gengi landsins í Eurovision söngvakeppninni í ár. Fáir eru vongóðir um að Diljá Pétursdóttir beri sigur úr býtum fyrir hönd Íslands. Fjöldinn er svipaður og í fyrra þegar Systur kepptu. Mun meiri bjartsýni var hjá landanum þegar Hatari keppti árið 2019 og árin tvö á eftir þegar Daði og Gagnamagnið voru í eldlínunni.

Segjast ekki vera par þrátt fyrir rómantíska kvöldstund á MET
Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, og leikarinn Bill Nighy hafa hafnað því að vera par. Sögusagnir þess efnis hafa flogið í hæstu hæðum eftir að þau gengu saman rauða dregilinn á Met Gala á mánudag.

Hanna kynlífstæki úr íslenskum jarðefnum: „Horfum á náttúruna sem elskhuga“
„Með gerð kynlífsleikfanga úr íslenskum leir og postulíni vörpum við fram róttækum leiðum til að endurtengjast umhverfi okkar,“ segja listakonurnar Antonía Berg og Elín Margot. Þær standa að verkefninu Fró(u)n þar sem þær skapa fyrstu kynlífstækin sem búin eru til úr íslenskum jarðefnum. Sýningin er partur af HönnunarMars.

Til skoðunar að breyta nafni Hönnunarmars
Stærsta hönnunarhátíð landsins, Hönnunarmars hefst í dag. Boðið verður upp á yfir hundrað sýningar víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Til greina kemur að breyta nafninu, enda hefur hátíðin ekki verið haldin í mars síðustu þrjú árin.

Frumsýning: Fóru á listrænt flug á hárgreiðslustofunni
Þeir Eyþór Ingi, Davíð Sigurgeirsson, Þorsteinn Árnason, Þórður Sigurðsson og Jón Björn Ríkharðsson mynda hljómsveitina Rock Paper Sisters. Systurnar svokallaðar voru að klára sína fyrstu plötu eftir mikla vinnu og frumsýna hér listrænt tónlistarmyndband við fyrsta smellinn sinn With You.

Þróaði með sér dellu fyrir míkrafónasmíði
„Sýningin tengir saman myndlist, tónlist og eðlisfræði og kjarni hennar er að fanga útlit tónbilanna tólf á sínu myndræna formi,“ segir fjöllistamaðurinn Baldvin Hlynsson, sem opnar sýninguna Tónbil í Hörpu í dag klukkan 18:00. Sýningin er hluti af HönnunarMars og stendur til ellefta maí næstkomandi.

Borðskreytingar sem hægt er að borða
Nú þegar veislur eru allsráðandi skellti Vala Matt sér út og skoðaði ódýr og smekkleg veislutrix.

Rakel Orra segir litlu brjóstin hafa verið lykilinn að heilsunni
„Brjóstin skipta ekki máli ef þú hefur heilsuna þína,“ segir Rakel Orradóttir, markþjálfi og áhrifavaldur, sem endurheimti heilsuna eftir að hún lét fjarlægja sílíkonpúða úr brjóstunum á sér fyrir rúmum sjö vikum síðan.

Lag sem fær fólk til að skrúfa niður bílrúðuna
Seinni umferð Skúrsins hófst í síðustu viku en í þáttunum keppa sex flytjendur um bestu nýju útgáfuna af SS pylsulaginu auk þess sem keppt er um besta frumsamda lagið.

Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað
Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn.