Lífið

Eitruð vinnu­staða­menning krufin undir berum himni

Hólmfríður Hafliðadóttir og Magnús Thorlacius sýna lokasýningu útileikhúsverksins Flokkstjórans klukkan átta í kvöld. Hugmyndin spratt út frá reynslu Hólmfríðar af vinnustað þar sem yfirmenn gripu ekki inn í eitraðan vinnustaðakúltúr og tóku ekki einu sinni barnaklámssendingar milli ungra starfsmanna alvarlega.

Menning

Miss Universe Iceland: Stefnir á pólitík í framtíðinni

Karen Ósk Kjartansdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár og ber titilinn Miss Midnight Sun. Karen er alltaf tilbúin að takast á við nýjar áskoranir og lítur upp til foreldra sinna fyrir að gefast ekki upp á markmiðum sínum og draumum. Hún stefnir á pólítík í framtíðinni og segir innri manneskju fólks alltaf skipta mestu máli.

Lífið

Albumm heldur tónleika á Sirkus - Geimleikar!

Albumm heldur sína fyrstu tónleika í langan tíma og það á flottasta stað bæjarins, Sirkus. Tónleikarnir eru samstarfsverkefni á milli Albumm.is og Extreme Chill Festival en um ræðir sérstakt "showcase" fyrir hátíðina sem fer fram í Reykjavík dagana 6-9 október næstkomandi.

Albumm

Helvítis kokkurinn: Nauta ribeye með röst kartöflum

Ívar Örn Hansen er Helvítis kokkurinn sem ætlar að kenna ykkur að elda bragðgóðan mat á mannamáli á Vísi og á Stöð 2+ í sumar. Matreiðsluþátturinn er fyrir þá sem vilja ekkert kjaftæði, bara elda bragðgóðan mat og munu þeir koma inn vikulega.

Lífið

„Hún kann að halda mér niðri á jörðinni ef hausinn fer á eitthvað flug“

Magnús Kjartan Eyjólfsson, forsöngvari og gítarleikari Stuðlabandsins, sér um brekkusönginn í ár. Hann stóð vaktina í síðasta brekkusöng þar sem engir áhorfendur voru í dalnum en söng sig inn í hjörtu margra landsmanna á skjánum heima. Blaðamaður tók púlsinn á Magnúsi Kjartani, sem fór á sína fyrstu Þjóðhátíð fyrir rúmum tveimur áratugum.

Tónlist

Segir gler­augun ekki keypt á AliExpress

Lína Birgitta Sigurðardóttir þvertekur fyrir það að gleraugun í línu hennar og Guðmundar Birkis Pálmasonar, betur þekktur sem Gummi kíró, séu pöntuð af AliExpress. Hún viðurkennir þó að gleraugun sem eru þar til sölu séu ansi lík þeirra gleraugum.

Lífið

Ætlar ekki að leyfa sjúkdómnum að stoppa sig

Alexandra Andreyeva Tomasdottir tekur þátt í Miss Universe Iceland í ár en með keppninni langaði hana meðal annars að komast út úr þægindarammanum. Alexöndru langar að ljúka háskólagráðu í lífeindafræði og fara erlendis í framhaldsnám og þrátt fyrir að hafa þurft að mæta ýmsum hindrunum á undanförnum árum tekst hún á við hlutina með jákvæðninni.

Lífið

Sambandsslit og nostalgía

Tónlistarmaðurinn snny var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið Flying In The Dark. Snny er frá Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi með íslensku kærustu sinni og barni síðustu ár.

Tónlist

Trúlofuðu sig á hótelherbergi í New York

„Átti vissulega að gerast á fancy rooftop-bar en ekkert er meira týpískt við en að það plan Tomma hafi ekki gengið upp. Sagan er líka betri svona!“ Segir Sunna Kristín Hilmarsdóttir í færslu sinni á Facebook þar sem hún tilkynnir trúlofunina. 

Lífið

„Við bjuggum eitthvað til og nú kunna aðrir það“

Hljómsveitin FLOTT er skipuð fimm tónlistarkonum úr ólíkum áttum tónlistarheimsins, þeim Ragnhildi, Sylvíu, Sólrúnu Mjöll, Eyrúnu og Vigdísi. FLOTT hefur vakið athygli undanfarin misseri, voru sem dæmi með lag í Áramótaskaupinu og skrifuðu í vetur undir samning við Sony. Stelpurnar koma fram á Þjóðhátíð í ár en þetta er í fyrsta skipti sem þær sækja hátíðina.

Tónlist

Vísindaleg lausn á svefnlausum nóttum

Hinn fullkomni nætursvefn er okkur svo dýrmætur en ekki alltaf sjálfgefinn. Hann veltur nefnilega á nokkrum atriðum og fyrir utan líðan okkar og líkamlega þreytu hugum við helst að dýnunni, lýsingunni í herberginu og hitastigi. Einn þáttur vill þó gjarnan gleymast en skiptir samt höfuðmáli í bókstaflegri merkingu. Koddinn þinn.

Lífið samstarf