Skoðun

Greiðar og öruggar samgöngur allt árið um kring, hvernig hljómar það?
Víða um land valda stuttir vegkaflar íbúum óþarfa fyrirhöfn og armæðu á ferð þeirra um landið. Þar gildir einu hvort ferðinni er heitið á höfuðborgarsvæðið í leit að þjónustu eða yfir í næsta fjörð til að heimsækja Siggu frænku, vetrarfærð og válynd veður eru þess valdandi að veggöng eru beinlínis eina færa leiðin til að tryggja greiðar og öruggar samgöngur.

Alexandersflugvöllur á Sauðárkróki sem varaflugvöllur
Kostir þess að byggja upp Alexandersflugvöll á Sauðárkróki sem varaflugvöll verða æ ljósari vegna staðsetningar hans og einstakra flugskilyrða. Fyrir skemmstu mælti ég aftur fyrir tillögu þess efnis á alþingi.

Við krefjumst uppsagnar Seðlabankastjóra!
Það sem við rekjum hér á eftir ætti að vekja alvarlegar spurningar um hæfi æðstu stjórnenda Seðlabankans og við teljum ljóst að hvorki Seðlabankinn né Seðlabankastjóri sjálfur, njóti trausts þjóðarinnar lengur.

Ófrjósemi; vegferð von og vonbrigða
Foreldrar. Gildishlaðið orð og að mínu mati hlaðið fallegum gildum. Ég var samt aldrei sérstaklega viss um hvort ég vildi verða foreldri sjálf. Satt að segja hélt ég hreinlega alltaf að ég þyrfti ekkert endilega að ákveða það heldur væri það eitt af hlutverkum eða jafnvel skyldum mínum í lífinu.

Bjarni er nú meiri karlinn
Hafið þið heyrt söguna um Bjössa á KFC sem varð uppvís að því að leyfa pabba sínum að kíkja ofan í peningakassann og fékk að velja refsingu sína sjálfur? Hann axlaði ábyrgð með því að færa sig yfir á djúpsteikingarpottinn. Ekki hætta. Bara færa sig. Og það fyrsta sem hann gerði þar? Setti dauða rottu í pottinn til að ganga í augun á jafnöldrum sínum.

Lokaprófastressið - Hvað er hægt að gera við námskvíða?
Nú nálgast lok annar í skólum landsins og það getur reynst mörgum kvíðavekjandi vegna komandi lokaprófa. Það er eðlilegt að finna fyrir kvíða í þessum aðstæðum þar sem próf og verkefni eru hönnuð til þess að meta frammistöðu nemenda. Hæfilegur kvíði getur verið hvetjandi á meðan of mikill kvíði getur bitnað á frammistöðu nemenda og valdið vanlíðan í skólastofunni.

Gleymum því ekki að þetta er kaldrifjað „manndráp“
Er þetta dómafordæmið sem við viljum hafa þegar það er framið hrottalegt og miskunnarlaustmorð hér á landi, hvert erum við eiginlega að stefna í málefnum ungra afbrotamanna hér á landi?

Óskað eftir endurflutningi ráðherra
Á gömlum plötum er oft bestu lögin sem verða sífellt betri við hverja hlustun. Stundum nær tónlistin til nýrra hlustenda sem sumir endurflytja og verða þá nýjir boðberar gömlu laganna. Við hjá Sjúkraliðafélaginu erum eins og gömul plata. Ítrekað flytjum við sama boðskapinn sem er að verða eins og gamall slagari, sem er; „AÐGERÐIR GEGN KYNBUNDNUM LAUNAMUN“.

Ég skil ekki
Við lifum á tímum upplýsinga. Ef við kærum okkur um getum við kynnt okkur sögu Palestínu, tilurð Ísraelsríkis og allt það sem hefur gerst síðan. Við fáum upplýsingar í rauntíma um hvað er að gerast á þessu svæði akkúrat núna.

Opið bréf til ríkisstjórnarinnar: ákall um aðgerðir vegna ástandsins á Gaza
Kæra ríkisstjórn, Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega 9.000 Palestínumenn á Gaza látist í árásum Ísraela á Gaza. Þar af eru fleiri en 3.700 börn.

Í guðanna bænum hættum að gengisfella hugtök!
Af hverju köllum við ekki hlutina réttum nöfnum í dag? Eins og það að rafbyssuvæða fyrir lögguna og stunda njósnir. Lengi vel var það kallað forvirkar rannsóknar heimildir en nú er komið nýtt orðskrípi yfir þetta tvennt og þetta er kallað afbrotaforvarnir. Við eigum góð orð yfir þetta á íslensku, annars vegar njósnir og hitt er vopnvæðing.

Lokum Bláa lóninu
Þann 9. desember 2019 hófst sprengigos á eyjunni Whakaari úti fyrir ströndum Nýja Sjálands. Gosið kom nokkuð á óvart og var töluvert af ferðamönnum á eyjunni. Fólkið á svæðinu hafði enga undankomuleið og alls létust 22 á eyjunni þennan dag.

Krafa þjóðarinnar?
Fullyrðingar heyrast gjarnan úr röðum þeirra sem vilja skipta lýðveldisstjórnarskránni út fyrir aðra þess efnis að um háværa kröfu þjóðarinnar sé að ræða. Fátt ef eitthvað er þó til marks um það að svo sé í raun. Þvert á móti bendir flest til þess að mikill meirihluti þjóðarinnar hafi sáralítinn áhuga á málinu. Raunar svo lítinn að umræddir einstaklingar finna sig reglulega knúna til þess að minna þjóðina á meinta kröfu hennar.

Tilgangur tilgangslausra athafna
Fréttaskýringarþátturinn Kveikur beinir sjónum sínum að menntakerfinu í nýlegum þætti. Nýlegar (gervigreind) og ekki svo nýlegar framfarir (alnetið) í upplýsingatækni kalla á breytingar á hvernig við lítum á menntun, hvað er kennt og hvernig.

Það styttist í jólin og jólastressið – eða hvað?
Jólin eiga að vera hátíð gleði og friðar en við upplifum oft að þau snúist að miklu leyti um neyslu og jólastress. Í aðdraganda jóla hættir mörgum til að sleppa sér í neyslunni og kaupa hluti sem hvorki þau sjálf, fjölskyldu eða vini vantar í raun og veru. Viljum við breyta þessu?

Yfir stokka og steina - Þjóðtrúarmiðstöð á Ströndum
Þjóðtrúin eða alþýðutrú hérlendis á sér djúpar rætur. Hún fylgdi okkur frá menningarheimi annarra landa við landnám, hefur þróast með þeim aðstæðum sem við búum við og hún fylgir okkur ennþá í okkar daglega lífi og athöfnum.

Samgöngubætur eða átta milljarða krúnudjásn
Í síðustu viku birtist á Vísi.is frumleg grein um brú. Þar er lagt til að skattgreiðendur komi sér upp brú yfir Fossvoginn, frá Nauthólsvík yfir í Kársnesið, u.þ.b. einn og hálfan kílómetra fyrir vestan Kringlumýrarbraut. Brúin á að vera fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur, fyrir Strætó og Borgarlínu, ef ske kynni að einhver hluti hennar kæmist einhvern tímann í gagnið.

Ærandi þögn mennta- og barnamálaráðherra – Norðurland bíður svara
Þann 5. september sl. blés mennta- og barnamálaráðherra til fundar framhaldsskólanema á Akureyri með tæplega þriggja klukkustunda fyrirvara, þar sem kynntar voru áætlanir um að leggja niður framhaldsskóla bæjarins, MA og VMA, í núverandi mynd og sameina í einn ótilgreindan skóla.

FAST forvarnir bjarga lífi
Í sumar hitti ég Konstantinos, 7 ára grískan strák sem hafði bjargað lífi afa síns í áramótaveislu fjölskyldunnar. Strákurinn gat, með ákveðni og festu, fengið móður sína og ömmu til að hringja strax á 112 þar sem hann þekkti einkennin sem afinn sýndi, vissi hvað var að gerast og gat útskýrt það fyrir þeim.

Þjóðarmorðið á Gaza 2023
Svo lengi sem ég man hafa málefni Ísraels og Palestínu verið í fréttum. Ísraelsríki var stofnað vorið 1948 af Sameinuðu þjóðunum með fulltingi Breta sem höfðu stjórnað svæðinu eftir fyrri heimsstyrjöld. Þeir höfðu talað tungum tveim, fyrir þjóðarheimili gyðinga en leikið tveim skjöldum gagnvart aröbum.

Norræn lífskjör: Alltaf meira basl á Íslandi
Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum.

Fjögurra daga vinnuvika: Alþjóðleg tilraunaverkefni lofa góðu
Fyrir nokkru lauk tveimur stórum alþjóðlegum tilraunaverkefnum um fjögurra daga vinnuviku, án launaskerðingar. Tvær erlendar hugveitur stóðu að þeim ásamt öflugum félagasamtökum um styttri vinnuviku en verkefnin eru að íslenskri fyrirmynd.

Styður héraðsdómur þjóðarmorð?
Í dag fer fram málflutningur í Héraðsdómi Reykjavíkur sem snýst um hvort íslenskt þjóðfélag sé svo gegnumsýrt af hernaðarhyggju að það teljist hér eðlilegt að ræna matarpeningum af einstaklingum sem eiga um sárt að binda vegna hernaðaraðgerða sem þeir eru ekki þátttakendur í eða geta haft nein áhrif á.

Hættum að ræða fátækt barna
Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn.

Katrín og kvennabaráttan
Þann 24. október, á degi Kvennaverkfallsins, tók Stefán Eiríksson útvarpsstjóri viðtal í þættinum Segðu mér á Rás 1 við Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um jafnréttismál. Katrín sagði í upphafi þáttar að hún væri femínisti og það hefði verið hluti af hennar heimi síðan hún var barn.

Hvað er í gangi í þjóðfélaginu?
Nýlega var vígð ný og flott tveggja akreina brú yfir Þorskafjörð 260 metra löng auk 2,7 kílómetra vegarkafla að brúnni. Það er sagt að kostnaðurinn hafi verið af öllu verkinu um tveir milljarðar króna. Á sama tíma er áætlað að bjóða út nýja brú yfir Fossvog og þar er kostnaður sagður vera um átta milljarðar fyrir jafn langa brú eða 260 metrar.

Að stjórna eða ekki?
Í aðdraganda kosninga förum við stjórnmálafólkið jafnan í sparifötin (bæði bókstaflega og hugmyndafræðilega) enda allt lagt í sölurnar til að vinna hylli kjósenda - það er jú forsenda þess að komast til valda.

Fáein orð um hatur
Engan veginn gat mig órað fyrir þeim viðbrögðum sem grein mín, Fórnarlamb verður böðull, hefur haft frá því á sunnudagsmorgun er hún birtist hér á visir.is. Fyrst og fremst og svo til eingöngu hafa þessi viðbrögð verið óvenju jákvæð og full þakklætis og rétt er að þakka fyrir það.

Rétturinn til sjálfsvarnar
Skilaboðin sem koma frá stjórnmálamönnum í fjölmiðlum þessa dagana eru: Ísrael hefur rétt til að verja sig. En það vantar oft nauðsynlega viðbót. Það er nefnilega hægt að styðja rétt til sjálfsvarnar án þess að styðja rétt til að fremja stríðsglæpi og fjöldamorð.

Nokkur orð um rafskútur
Eins og umtalsvert hefur verið fjallað um síðustu daga er slysatíðni af rafskútum áhyggjuefni í samfélaginu.