Fór út fyrir umboð sitt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. ágúst 2024 08:01 Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor. Fyrir kosningarnar var tekizt harkalega á um málið á Alþingi. Niðurstaða þeirra varð hins vegar sú að þeir tveir flokkar sem beittu sér gegn því að stjórnarskrá lýðveldisins yrði skipt úr fyrir aðra byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, fengu meirihluta þingsæta og mynduðu í kjölfarið ríkisstjórn. Ólíkt þjóðaratkvæðinu var kjörsókn í þingkosningunum 81,4%. Fátt ef eitthvað er til marks um það að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti bendir flest til þess að kjósendur hafi í bezta falli takmarkaðan áhuga á málinu. Ekki sízt fylgi flokka hlynntum því að skipta um stjórnarskrá. Nú síðast stórjókst fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum meðal annars eftir að flokkurinn lagði áherzlu á málið á hilluna. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Talsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá halda gjarnan á lofti þeirri sögufölsun að samþykkt hafi verið í þjóðaratkvæðinu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá en ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þar á milli er eðli málsins samkvæmt grundvallarmunur. Veruleikinn er sá að þjóðaratkvæðið var í reynd uppfyllt enda var frumvarpið lagt fram. Það var hins vegar ekki samþykkt. Tekið var fram á kjörseðlinum og í kynningarefni sem sent var til kjósenda í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að Alþingi ætti síðasta orðið um það hvort og að hvaða marki breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni í samræmi við stjórnskipun landsins. Enn fremur að þjóðaratkvæðið væri lögum samkvæmt ráðgefandi, þingið gæti ekki framselt löggjafarvald sitt og þingmenn væru aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Tal sömu aðila um það að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar er óneitanlega nokkuð sérstakt í ljósi þess að í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir lykilhlutverki þingsins við slíkar breytingar. Þannig segir í 113. grein tillagnanna um stjórnarskrárbreytingar að samþykki Alþingi frumvarp um breytingar á stjórnarskrá skuli bera það undir kjósendur. Forsendan er þannig sem fyrr frumkvæði þingsins í þeim efnum. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Mikilvægt er annars að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá og hafði fyrir vikið ekkert umboð til þess. Ráðið fékk þannig einungis það verkefni að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun þess. Hins vegar tók ráðið sér það vald að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá í trássi við umboð sitt. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu þar sem umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Stefna stjórnvalda, um að gerðar verði þær breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins sem talin er þörf á í sem breiðastri sátt og með hliðsjón af þeirri vinnu sem fram hefur farið í þeim efnum, er ekki aðeins í hæsta máta lýðræðisleg heldur í fullu samræmi bæði við þingsályktun Alþingis um skipun stjórnlagaráðs sem og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu um tillögur ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið 2012 fór fram ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem spurt var hvort vilji væri fyrir því að tillögur stjórnlagaráðs yrðu „lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá“. Var það samþykkt með atkvæðum tæplega 31% kjósenda á kjörskrá en kjörsókn var einungis 48,4%. Frumvarpið var í kjölfarið lagt fram á Alþingi en náði hins vegar ekki fram að ganga áður en þingkosningar fóru fram næsta vor. Fyrir kosningarnar var tekizt harkalega á um málið á Alþingi. Niðurstaða þeirra varð hins vegar sú að þeir tveir flokkar sem beittu sér gegn því að stjórnarskrá lýðveldisins yrði skipt úr fyrir aðra byggða á tillögum stjórnlagaráðs. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn, fengu meirihluta þingsæta og mynduðu í kjölfarið ríkisstjórn. Ólíkt þjóðaratkvæðinu var kjörsókn í þingkosningunum 81,4%. Fátt ef eitthvað er til marks um það að sérstakur áhugi sé á því hjá íslenzku þjóðinni að skipta stjórnarskrá lýðveldisins út fyrir aðra. Þvert á móti bendir flest til þess að kjósendur hafi í bezta falli takmarkaðan áhuga á málinu. Ekki sízt fylgi flokka hlynntum því að skipta um stjórnarskrá. Nú síðast stórjókst fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum meðal annars eftir að flokkurinn lagði áherzlu á málið á hilluna. Kjósendur upplýstir um leikreglurnar Talsmenn þess að skipt verði um stjórnarskrá halda gjarnan á lofti þeirri sögufölsun að samþykkt hafi verið í þjóðaratkvæðinu að tillögur stjórnlagaráðs skyldu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá en ekki frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Þar á milli er eðli málsins samkvæmt grundvallarmunur. Veruleikinn er sá að þjóðaratkvæðið var í reynd uppfyllt enda var frumvarpið lagt fram. Það var hins vegar ekki samþykkt. Tekið var fram á kjörseðlinum og í kynningarefni sem sent var til kjósenda í aðdraganda þjóðaratkvæðisins að Alþingi ætti síðasta orðið um það hvort og að hvaða marki breytingar yrðu gerðar á stjórnarskránni í samræmi við stjórnskipun landsins. Enn fremur að þjóðaratkvæðið væri lögum samkvæmt ráðgefandi, þingið gæti ekki framselt löggjafarvald sitt og þingmenn væru aðeins bundnir af sannfæringu sinni. Tal sömu aðila um það að Alþingi ráði ekki við stjórnarskrárbreytingar er óneitanlega nokkuð sérstakt í ljósi þess að í tillögum stjórnlagaráðs er gert ráð fyrir lykilhlutverki þingsins við slíkar breytingar. Þannig segir í 113. grein tillagnanna um stjórnarskrárbreytingar að samþykki Alþingi frumvarp um breytingar á stjórnarskrá skuli bera það undir kjósendur. Forsendan er þannig sem fyrr frumkvæði þingsins í þeim efnum. Tvennt hægt að gera við tillögurnar Mikilvægt er annars að hafa í huga í þessu sambandi að stjórnlagaráði var aldrei falið að semja nýja stjórnarskrá og hafði fyrir vikið ekkert umboð til þess. Ráðið fékk þannig einungis það verkefni að „gera tillögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“ eins og fram kemur í þingsályktun Alþingis um skipun þess. Hins vegar tók ráðið sér það vald að semja frumvarp að nýrri stjórnarskrá í trássi við umboð sitt. Tvennt er hægt að gera við tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til umboðs ráðsins og þeirra forsendna sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu. Annað hvort að líta á tillögurnar eins og þær voru alltaf hugsaðar, sem innlegg í þá vinnu að gera breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins þar sem þess er talin þörf, eða að hafa þær einfaldlega að engu þar sem umrædd vinna var ekki í samræmi við umboð ráðsins. Stefna stjórnvalda, um að gerðar verði þær breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins sem talin er þörf á í sem breiðastri sátt og með hliðsjón af þeirri vinnu sem fram hefur farið í þeim efnum, er ekki aðeins í hæsta máta lýðræðisleg heldur í fullu samræmi bæði við þingsályktun Alþingis um skipun stjórnlagaráðs sem og þær forsendur sem lágu til grundvallar ráðgefandi þjóðaratkvæðinu um tillögur ráðsins. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun