Skoðun Kílómetragjald: Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra Ágústa Ágústsdóttir skrifar Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum. Skoðun 27.10.2024 12:01 Róttækar og tafarlausar umbætur Arnar þór Jónsson og Kári Allansson skrifa Guðrún Hafsteinsdóttir ritaði pistil sem birtur var á vefsíðu Viðskiptablaðsins 12. október síðastliðinn sem ber yfirskriftina Íslenskt atvinnulíf og Schengen-samstarfið. Í niðurlagi greinarinnar segir að Ísland hafi gríðarlega hagsmuni af áframhaldandi þátttöku í Schengen samstarfinu enda sé það veigamikill þáttur fyrir íslenskt atvinnulíf en einnig samfélagslegt öryggi. Skoðun 27.10.2024 11:31 Afleiðingar ríkisafskipta: Af hverju skaðleg einokun er ekki til á frjálsum markaði Eiríkur Magnússon skrifar Ein af viðvarandi goðsögnum í efnahagsumræðunni er sú að frjálsir markaðir leiði óhjákvæmilega til einokunar og uppsöfnun auðs í höndum fárra. Þessi hugmynd hefur verið notuð til að réttlæta ríkisafskipti og reglugerðir sem eiga að vernda neytendur og tryggja sanngjarna samkeppni. En er þessi ótti við einokun á frjálsum markaði raunhæfur, eða er hann afleiðing misskilnings sem leiðir til óþarfa og jafnvel skaðlegra afskipta ríkisins? Skoðun 27.10.2024 11:00 Er verið að blekkja fólk? Reynir Böðvarsson skrifar Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Skoðun 27.10.2024 10:32 Það er ekkert til sem heitir full vinnustytting með 15 mínútna neysluhléi Jóhanna Helgadóttir skrifar Jæja, kostulegt, en viti menn ég er aftur sest niður til þess að skrifa um útfærslu á vinnustyttingu, í þetta skiptið á það ekki bara við um útfærslu í leikskólum landsins, ó nei, heldur á það við um þá mörgu vinnustaði sem rituðu undir kjarasamning veturinn 2019-2020 þar sem heimild er til þess að gera breytingu á vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 stundir á viku. Skoðun 27.10.2024 10:01 Um blöndun menningarheima Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. Skoðun 27.10.2024 08:02 Ökuskírteini á hval Sigursteinn Másson skrifar Nýlega átti ég þess kost að sitja ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Lima í Perú. Þar var ég í sendinefnd Íslands fyrir hönd Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Á fundinum skiptust sendinefndir ríkjanna aðallega í tvennt. Skoðun 27.10.2024 07:44 Barningur smáframleiðenda Fjóla Einarsdóttir skrifar Samtalið á milli frumkvöðla í matargerð og smáframleiðenda á Íslandi skiptir svo miklu máli. Við gætum skrifað sögu hvers annars. Hver baráttan á fætur annarri, mætti stundum halda að við værum í Flugumýrabardaga í Skagafirði á Landnámsöld en ekki að framleiða matvæli. Skoðun 27.10.2024 07:01 Erum við í ofbeldissambandi? Ágústa Árnadóttir skrifar Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. Skoðun 27.10.2024 06:31 Ó nei, ekki aftur! Leyfisveitingar fyrir Hvammsvirkjun Margrét Erlendsdóttir skrifar Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Skoðun 26.10.2024 20:02 Siddhi: Yfirnáttúrulegir hæfileikar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Síðan ég skrifaði greinina ,,Hver er ég?" þá hef ég fengið fullt af póstum og beiðnum um að skrifa fleiri dulrænar, heimspekilegar eða andlegar greinar. Og ástæðan fyrir því er sú að enginn þorir að skrifa svona greinar eða hleypa sér opinberlega inn á þessi svið. Skoðun 26.10.2024 14:31 Innviðaskuldin mikla Grímur Atlason skrifar Í mörg ár hefur það legið fyrir að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé í vanda. Það hefur ítrekað verið bent á að í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við þá séu opinber framlög til heilbrigðismála lægri hér og hafi verið það í áratugi. Skoðun 26.10.2024 14:17 Umsókn um stöðu kennara í (vonandi) nálægri framtíð Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir skrifar Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel. Skoðun 26.10.2024 14:02 Sögur Hannesar Hólmsteins Hjálmtýr Heiðdal skrifar Þann 22. okt. s.l. svaraði Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein minni um „Sögur ísraelska hermannsins“ sem birtist á visir.is 19. október s.l.. Hannes segir að sér sé ljúft og skylt að svara grein minni. Svar Hannesar hefur þó þann galla að hann setur fram svo margar rangfærslur að það tekur pláss og tíma að svara honum og leiðrétta það sem hann þykist vera að leiðrétta í minni grein. Skoðun 26.10.2024 13:00 Hvað gerist svo? Árný Björg Blandon skrifar Nú get ég ekki orða bundist frekar en svo oft áður. Undir tímabundinni „starfsstjórn“ Bjarna Ben þar sem brýnt er að klára mikilvæg mál fyrir kosningar, á að skjóta inn beiðni fyrir hvalveiðum! Skoðun 26.10.2024 12:31 Hernaðurinn gegn skólunum Ragnar Þór Pétursson skrifar Á tyllidögum kallar Viðskiptaráð sig „bakhjarl menntunar“ á Íslandi. Það hreykir sér af eigin ábyrgðarkennd og rembist við að skapa þá mynd af sér að þar fari bæði framsýnt og víðsýnt afl um menntun. Þessi ímynd hefur laskast nokkuð síðasta árið eftir að ráðið og pennavinur þess, Morgunblaðið, hafa staðið fyrir einhverri stærstu árásarherferð sem skólakerfið hefur orðið fyrir í sögu lýðveldisins. Skoðun 26.10.2024 12:01 Látum gusta um sjónvarpssalina og loftum út á Alþingi Arnar Þór Jónsson skrifar Nk. miðvikudag býðst mér að fara í beina útsendingu á Stöð 2 með forsvarsmönnum annarra flokka – ef XL hefur þá náð tilskildum fjölda meðmæla. Þegar þetta er ritað, á laugardagsmorgni, vantar aðeins nokkur hundruð meðmæli. Skoðun 26.10.2024 10:32 Hegðaði sér eins og einræðisherra Hjörtur J. Guðmundsson skrifar „Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Skoðun 26.10.2024 10:02 Hættum við að geta hugsað? Þorsteinn Siglaugsson og GPT-4 skrifa Skoðun 26.10.2024 08:31 Að leita langt yfir skammt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. Skoðun 26.10.2024 08:02 Kveðja frá „lata“ kennaranum sem er „alltaf í fríi“ Elva Björk Ágústsdóttir skrifar Kennarastarfið hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og er umræðan oft og tíðum mjög ósanngjörn. Þegar aðrar stéttir berjast fyrir bættum kjörum, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar eða flugumferðastjórar verður umræðan ekki eins og hún er núna. Ég tek allavega ekki eftir því að þær stéttir þurfi að eyða öllu púðri í að sannfæra fólk um að það sé raunverulega að vinna þegar þær krefjast hærri launa eða fara í verkfall. Skoðun 26.10.2024 07:32 Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskólamálaráðherra Ragna Benedikta Garðarsdóttir skrifar Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra. Skoðun 26.10.2024 07:01 Að lifa sjálfstæðu lífi Ágústa Arnar Sigurdórsdóttir skrifar Hvorki veikindi né slys gera boð á undan sér. Á einu augabragði er fótunum kippt undan þér og ekkert verður eins og það var. Lífið tekur meiri u-beygju en þig óraði fyrir að það gæti gert. Öll sú færni sem þú hafðir áður er ekki lengur til staðar og má segja að þú þurfir að læra að lifa lífinu algjörlega upp á nýtt. Skoðun 26.10.2024 06:31 Menntaumræða á villigötum Gunnlaugur Magnússon skrifar Ljóst er að menntamál er eitt af aðalatriðum kosningabaráttu ársins en menntun yngri kynslóða þarfnast svo sannarlega betri stjórnunnar en hingað til hefur verið beitt. Skoðun 25.10.2024 15:01 Af hverju þarf ég alltaf að vera í kaffi hjá Bjarna og Simma? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Það er eitt af þessum lífsgátum sem flestir hafa velt fyrir sér á kaffistofunni, við eldhúsborðið eða á meðan þeir reyna að halda andliti í fjölskylduboðum: Af hverju eru það alltaf Bjarni og Simmi sem virðast stýra umræðunni? Hvernig tekst þeim alltaf að hafa dagskrána í hendi sér, sama hvað önnur stórmál blasa við? Skoðun 25.10.2024 13:34 Eru móttökuskólar málið? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Kennarar eru verðmætur hópur í okkar samfélagi. Þau taka við okkar dýrustu djásnum og vinna að því að skapa þeim öruggt rými til náms og leiks. Á kennara hefur ýmist dunið í gegnum tíðina, kjarabarátta, sífelld endurnýjun matsviðmiða, covid, og ekki síst þessa dagana vegna fyrirhugaðs verkfalls. Skoðun 25.10.2024 12:47 Hvað með afköst ríkisins? Ágúst Kristján Steinarsson skrifar Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Skoðun 25.10.2024 12:02 Hærri laun eða viðhalda áunnum réttindum! Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, var í viðtali á Rás 2 þann 24. október 2024. Það var áhugavert að heyra rök hennar fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að verða við kröfum kennara. Hún benti á að opinberir starfsmenn, þ.m.t. kennarar, njóti meiri réttinda en fólk á almennum vinnumarkaði. Skoðun 25.10.2024 11:32 Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum Kolbrún Halla Guðjónsdóttir skrifar Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Skoðun 25.10.2024 11:00 Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. Skoðun 25.10.2024 10:32 « ‹ 41 42 43 44 45 46 47 48 49 … 334 ›
Kílómetragjald: Gjöf fyrir marga, refsiskattur fyrir aðra Ágústa Ágústsdóttir skrifar Það var með ólíkindum að hlusta á umræður á Alþingi þann 24. október síðastliðinn um áform álagningar nýs kílómetragjalds og þau fjarstæðukenndu rök sem fyrrverandi innviðaráðherra og núverandi fjármálaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson heldur fram í þeim efnum. Skoðun 27.10.2024 12:01
Róttækar og tafarlausar umbætur Arnar þór Jónsson og Kári Allansson skrifa Guðrún Hafsteinsdóttir ritaði pistil sem birtur var á vefsíðu Viðskiptablaðsins 12. október síðastliðinn sem ber yfirskriftina Íslenskt atvinnulíf og Schengen-samstarfið. Í niðurlagi greinarinnar segir að Ísland hafi gríðarlega hagsmuni af áframhaldandi þátttöku í Schengen samstarfinu enda sé það veigamikill þáttur fyrir íslenskt atvinnulíf en einnig samfélagslegt öryggi. Skoðun 27.10.2024 11:31
Afleiðingar ríkisafskipta: Af hverju skaðleg einokun er ekki til á frjálsum markaði Eiríkur Magnússon skrifar Ein af viðvarandi goðsögnum í efnahagsumræðunni er sú að frjálsir markaðir leiði óhjákvæmilega til einokunar og uppsöfnun auðs í höndum fárra. Þessi hugmynd hefur verið notuð til að réttlæta ríkisafskipti og reglugerðir sem eiga að vernda neytendur og tryggja sanngjarna samkeppni. En er þessi ótti við einokun á frjálsum markaði raunhæfur, eða er hann afleiðing misskilnings sem leiðir til óþarfa og jafnvel skaðlegra afskipta ríkisins? Skoðun 27.10.2024 11:00
Er verið að blekkja fólk? Reynir Böðvarsson skrifar Það eru blikur á lofti í íslenskum stjórnmálum, allt getur farið á versta veg þrátt fyrir stórkostlegt afhroð sem Sjálfstæðisflokkurinn fær í skoðanakönnunum. Það eru nefnilega til flokkar sem eru tilbúnir til að halda uppi merkjum hans, Viðreisn og Miðflokkurinn sjá um nýfrjálshyggjuna og tekur við öfga hægrinu og Miðflokkurinn og Flokkur fólksins sjá um rasistana sem ber nú meira á en oft áður en hafa alltaf verið til staðar í Sjálfstæðisflokknum og reyndar víðar, til dæmis í Framsóknarflokknum. Skoðun 27.10.2024 10:32
Það er ekkert til sem heitir full vinnustytting með 15 mínútna neysluhléi Jóhanna Helgadóttir skrifar Jæja, kostulegt, en viti menn ég er aftur sest niður til þess að skrifa um útfærslu á vinnustyttingu, í þetta skiptið á það ekki bara við um útfærslu í leikskólum landsins, ó nei, heldur á það við um þá mörgu vinnustaði sem rituðu undir kjarasamning veturinn 2019-2020 þar sem heimild er til þess að gera breytingu á vinnutíma og stytta vinnuvikuna í allt að 36 stundir á viku. Skoðun 27.10.2024 10:01
Um blöndun menningarheima Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Við sem Íslendingar höfum þá sérstöðu að okkar menning, tungumál og hefðir hafa verið varðveittar mjög vel, enda erum við einangruð þjóð á lítilli eyju í miðju Atlantshafi. En það er ekki þar með sagt að ekkert hafi breyst á undanförnum áratugum eða árhundruðum í íslenskri menningu, enda hefur bara ótrúlega mikið breyst frá því að ég var barn á sveitabæ í Austur-Húnavatnssýslu á 10. áratugnum. Skoðun 27.10.2024 08:02
Ökuskírteini á hval Sigursteinn Másson skrifar Nýlega átti ég þess kost að sitja ársfund Alþjóðahvalveiðiráðsins í Lima í Perú. Þar var ég í sendinefnd Íslands fyrir hönd Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. Á fundinum skiptust sendinefndir ríkjanna aðallega í tvennt. Skoðun 27.10.2024 07:44
Barningur smáframleiðenda Fjóla Einarsdóttir skrifar Samtalið á milli frumkvöðla í matargerð og smáframleiðenda á Íslandi skiptir svo miklu máli. Við gætum skrifað sögu hvers annars. Hver baráttan á fætur annarri, mætti stundum halda að við værum í Flugumýrabardaga í Skagafirði á Landnámsöld en ekki að framleiða matvæli. Skoðun 27.10.2024 07:01
Erum við í ofbeldissambandi? Ágústa Árnadóttir skrifar Við verðum að horfast í augu við þá sársaukafullu hugmynd að við, Íslendingar, gætum verið föst í ofbeldissambandi. Ekki við einstaklinga í nánasta umhverfi okkar, heldur við sjálft kerfið sem átti að vernda okkur – stjórnvöld, bankakerfið og alla þá félagslegu strúktúra sem við treystum á. Skoðun 27.10.2024 06:31
Ó nei, ekki aftur! Leyfisveitingar fyrir Hvammsvirkjun Margrét Erlendsdóttir skrifar Meiri hluti sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps veitti á ný framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun á sveitarstjórnarfundi 24. október síðastliðinn. Áður hafði meiri hlutinn veitt leyfi fyrir framkvæmdinni 14. júní 2023 en degi síðar voru forsendur þess brostnar þegar úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi leyfi Orkustofnunar fyrir sömu framkvæmd (mál 3/2023). Ákvörðun úrskurðarnefndarinnar afhjúpaði slæleg vinnubrögð, þekkingarleysi og veikburða stjórnsýslu sem varð til þess að grundvallarþættir vatnalöggjafarinnar til verndar náttúrunni voru hunsaðir. Þetta var áfellisdómur sem á sér ekki fordæmi hér á landi. Skoðun 26.10.2024 20:02
Siddhi: Yfirnáttúrulegir hæfileikar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Síðan ég skrifaði greinina ,,Hver er ég?" þá hef ég fengið fullt af póstum og beiðnum um að skrifa fleiri dulrænar, heimspekilegar eða andlegar greinar. Og ástæðan fyrir því er sú að enginn þorir að skrifa svona greinar eða hleypa sér opinberlega inn á þessi svið. Skoðun 26.10.2024 14:31
Innviðaskuldin mikla Grímur Atlason skrifar Í mörg ár hefur það legið fyrir að heilbrigðiskerfið á Íslandi sé í vanda. Það hefur ítrekað verið bent á að í samanburði við þau lönd sem við viljum bera okkur saman við þá séu opinber framlög til heilbrigðismála lægri hér og hafi verið það í áratugi. Skoðun 26.10.2024 14:17
Umsókn um stöðu kennara í (vonandi) nálægri framtíð Heiða Ingunn Þorgeirsdóttir skrifar Ég undirrituð sótti um og fékk starf í grunnskóla. Eftir tvö ítarleg viðtöl við mannauðsstjóra annars vegar og svo skólastjórnendur hins vegar, varð starfið loks mitt! Ég ræð mér varla fyrir kæti. Það er góð tilfinning að vera metin að verðleikum, enda hef ég þá einu hugsjón að kenna nemendum mínum og gera það vel. Skoðun 26.10.2024 14:02
Sögur Hannesar Hólmsteins Hjálmtýr Heiðdal skrifar Þann 22. okt. s.l. svaraði Hannes Hólmsteinn Gissurarson grein minni um „Sögur ísraelska hermannsins“ sem birtist á visir.is 19. október s.l.. Hannes segir að sér sé ljúft og skylt að svara grein minni. Svar Hannesar hefur þó þann galla að hann setur fram svo margar rangfærslur að það tekur pláss og tíma að svara honum og leiðrétta það sem hann þykist vera að leiðrétta í minni grein. Skoðun 26.10.2024 13:00
Hvað gerist svo? Árný Björg Blandon skrifar Nú get ég ekki orða bundist frekar en svo oft áður. Undir tímabundinni „starfsstjórn“ Bjarna Ben þar sem brýnt er að klára mikilvæg mál fyrir kosningar, á að skjóta inn beiðni fyrir hvalveiðum! Skoðun 26.10.2024 12:31
Hernaðurinn gegn skólunum Ragnar Þór Pétursson skrifar Á tyllidögum kallar Viðskiptaráð sig „bakhjarl menntunar“ á Íslandi. Það hreykir sér af eigin ábyrgðarkennd og rembist við að skapa þá mynd af sér að þar fari bæði framsýnt og víðsýnt afl um menntun. Þessi ímynd hefur laskast nokkuð síðasta árið eftir að ráðið og pennavinur þess, Morgunblaðið, hafa staðið fyrir einhverri stærstu árásarherferð sem skólakerfið hefur orðið fyrir í sögu lýðveldisins. Skoðun 26.10.2024 12:01
Látum gusta um sjónvarpssalina og loftum út á Alþingi Arnar Þór Jónsson skrifar Nk. miðvikudag býðst mér að fara í beina útsendingu á Stöð 2 með forsvarsmönnum annarra flokka – ef XL hefur þá náð tilskildum fjölda meðmæla. Þegar þetta er ritað, á laugardagsmorgni, vantar aðeins nokkur hundruð meðmæli. Skoðun 26.10.2024 10:32
Hegðaði sér eins og einræðisherra Hjörtur J. Guðmundsson skrifar „Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Skoðun 26.10.2024 10:02
Að leita langt yfir skammt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Það var merkilegt að fylgjast með fréttum um þing ASÍ þar sem norskur hagfræðingur, Karen Ulltveit Moe, flutti erindi um skattheimtu á fiskeldi í Noregi. Í sjálfu sér var ekkert við erindið hennar að athuga, enda margt áhugavert sem þar kom fram. Skoðun 26.10.2024 08:02
Kveðja frá „lata“ kennaranum sem er „alltaf í fríi“ Elva Björk Ágústsdóttir skrifar Kennarastarfið hefur verið mikið í umræðunni undanfarna daga og er umræðan oft og tíðum mjög ósanngjörn. Þegar aðrar stéttir berjast fyrir bættum kjörum, eins og læknar, hjúkrunarfræðingar eða flugumferðastjórar verður umræðan ekki eins og hún er núna. Ég tek allavega ekki eftir því að þær stéttir þurfi að eyða öllu púðri í að sannfæra fólk um að það sé raunverulega að vinna þegar þær krefjast hærri launa eða fara í verkfall. Skoðun 26.10.2024 07:32
Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskólamálaráðherra Ragna Benedikta Garðarsdóttir skrifar Mig langar að benda þér á nokkuð, sem hlýtur að vera yfirsjón, og þú vilt örugglega leiðrétta fyrir kjördag. En fyrst vil ég hrósa þér fyrir það sem vel er gert. Nýsköpun og tækniþróun á Íslandi hafa blómstrað undanfarin ár. Þú hefur ræktað þessar greinar með auknu fjármagni og breyttu styrkjaumhverfi. Vandinn er hins vegar sá að þessi nýsköpun og tækniþróun munu stöðvast nema þú leiðréttir fjármögnun til háskólastigsins. Lof mér að útskýra. Skoðun 26.10.2024 07:01
Að lifa sjálfstæðu lífi Ágústa Arnar Sigurdórsdóttir skrifar Hvorki veikindi né slys gera boð á undan sér. Á einu augabragði er fótunum kippt undan þér og ekkert verður eins og það var. Lífið tekur meiri u-beygju en þig óraði fyrir að það gæti gert. Öll sú færni sem þú hafðir áður er ekki lengur til staðar og má segja að þú þurfir að læra að lifa lífinu algjörlega upp á nýtt. Skoðun 26.10.2024 06:31
Menntaumræða á villigötum Gunnlaugur Magnússon skrifar Ljóst er að menntamál er eitt af aðalatriðum kosningabaráttu ársins en menntun yngri kynslóða þarfnast svo sannarlega betri stjórnunnar en hingað til hefur verið beitt. Skoðun 25.10.2024 15:01
Af hverju þarf ég alltaf að vera í kaffi hjá Bjarna og Simma? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Það er eitt af þessum lífsgátum sem flestir hafa velt fyrir sér á kaffistofunni, við eldhúsborðið eða á meðan þeir reyna að halda andliti í fjölskylduboðum: Af hverju eru það alltaf Bjarni og Simmi sem virðast stýra umræðunni? Hvernig tekst þeim alltaf að hafa dagskrána í hendi sér, sama hvað önnur stórmál blasa við? Skoðun 25.10.2024 13:34
Eru móttökuskólar málið? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Kennarar eru verðmætur hópur í okkar samfélagi. Þau taka við okkar dýrustu djásnum og vinna að því að skapa þeim öruggt rými til náms og leiks. Á kennara hefur ýmist dunið í gegnum tíðina, kjarabarátta, sífelld endurnýjun matsviðmiða, covid, og ekki síst þessa dagana vegna fyrirhugaðs verkfalls. Skoðun 25.10.2024 12:47
Hvað með afköst ríkisins? Ágúst Kristján Steinarsson skrifar Eftir langa siglingu um heimshöfin sjö var ljóst að skipið var týnt á Norður-Íshafinu. Það var farið að gefa á bátinn, samstarf í brúnni var orðið stirt og skipstjórinn tilkynnti áhöfninni að það yrði skipt um mannskap í brúnni. Mörg stigu fram og buðu fram krafta sína og öll kepptust þau við að segja í hvaða átt ætti að sigla. Skoðun 25.10.2024 12:02
Hærri laun eða viðhalda áunnum réttindum! Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, var í viðtali á Rás 2 þann 24. október 2024. Það var áhugavert að heyra rök hennar fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að verða við kröfum kennara. Hún benti á að opinberir starfsmenn, þ.m.t. kennarar, njóti meiri réttinda en fólk á almennum vinnumarkaði. Skoðun 25.10.2024 11:32
Með samvinnu, stuðning og skilningi er hægt að finna nýjar leiðir til að vera félagslega virkur – jafnvel í erfiðum aðstæðum Kolbrún Halla Guðjónsdóttir skrifar Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Skoðun 25.10.2024 11:00
Ef það er enginn bóndi – þá er enginn matur Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Nú keppast framboð til Alþingis við að manna lista sína vegna kosninganna í lok nóvember. Nú stefnir í að nærri 9% þeirra sem verða á kjörskrá verði ýmist á framboðslista, umboðsmenn eða meðmælendur lista til kosninga. Skoðun 25.10.2024 10:32
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun