Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar 18. desember 2025 08:16 Sveitarstjórnir eiga sér rót í þeim lýðræðislegu hefðum sem landnámsmenn fluttu með sér frá Noregi og hinum Norðurlöndunum. Samfélagsleg aðstoð var upphaflegt hlutverk sveitarstjórna og er það enn þrátt fyrir að staða þeirra og hlutverk hafi tekið veigamiklum breytingum í aldanna rás. Það sem hefur í hnotskurn ekki umbreyst er að sveitarstjórnir gegna nú sem fyrr mikilvægu hlutverki gagnvart landsmönnum. Nútíma sveitarfélög sinna verkefnum sem þeim er falið af lögum. Þau geta jafnframt sinnt tilteknum verkefnum sem er ekki kveðið á um með lögum að uppfylltum vissum skilyrðum eins og því að enginn annar sinni viðkomandi verkefni fyrir skv. lögum. Þetta vald endurspeglar hugmyndina um sjálfstjórn sveitarfélaga en hún er tryggð í stjórnarskránni og byggir á þeirri lýðræðislegu hugsun að fólkið í landinu hafi rétt til þess að hafa bein áhrif á sitt nærumhverfi. Með þetta í huga er hlutverk borgarstjórnar, sem er fjölskipað stjórnvald 23 borgarfulltrúa, ekki síst að skapa lýðræðislegan, opinn og skilvirkan vettvang fyrir borgarbúa, fyrirtæki og samtök til að koma hagsmunamálum og sjónarmiðum á framfæri við borgarstjórn. Það er í anda jafnaðarstefnunnar að færa ákvarðanir nær borgurunum sjálfum. Slíkt hefur verið gert í borginni með skipan hverfisráða og síðar íbúaráða sem nú er búið að leggja tímabundið af á meðan verið er að endurskoða hlutverk þeirra og starfshætti. Mikilvægt er að koma aftur á skipulegu samráði og samvinnu milli borgarbúa og borgarstjórnar sem byggir á góðum starfs- og siðareglum þar sem hlutverk fulltrúa borgarstjórnar og starfsfólks borgarinnar er ekki að stjórna umræðunni heldur hlusta, eiga samræðu um og greina mismunandi sjónarmiða borgarbúa í tilraun til að ná sem mestri sátt um mál sem snerta hagsmuni þeirra beint og óbeint. Hið sama gildir um fyrirtæki og samtök sem starfa í borginni og rekin eru af borgarbúum. Árangur byggður á skýrri stefnu og góðu skipulagi í stað handahófskenndra aðgerða Gott samtal er mikilvægur liður í því að endurheimta traust til borgarstjórnar sem mældist mjög lágt í síðustu mælingu Gallup um tiltrú almennings á opinberum stofnunum. Annað sem skiptir máli við að endurreisa traust til borgarinnar er að bæta skipulag og verkferla starfsemi borgarinnar á mismunandi sviðum með jöfnuð, fagmennsku og gagnsæi að leiðarljósi. Aðstandandi eldri konu ræddi nýlega um hversu mikið félagsstarfi eldra fólks hefði hrakað. Ekki væri lengur í boði skipulagt starf á þeim stað sem móðir hans sótti. Þess í stað væri eldra fólk eingöngu að hittast yfir kaffi í litlum hópum. Afleiðingin varð sú að móðir hans upplifðir sig utanveltu, einfaldlega vegna þess að hún tilheyrir engum sérstökum hópi. Löngun hennar til að taka þátt dvínaði. Þar með var félagsstarfið ekki að ná markmiði sínu sem er m.a. að rjúfa félagslega einangrun. Ástæðan fyrir versnandi stöðu að mati aðstandandans var sú að forstöðukonan hefði látið af störfum. Þar með hafi allt skipulagt starf fallið niður. Um leið ræddi aðstandandinn mikilvægi þess að ráða einstaklinga til starfa sem hefðu til að bera frumkvæði og metnað. Slíkir eiginleikar eru vissulega góðir og eftirsóknarverðir í fari hvers starfsmanns. Hins vegar getur tiltekin þjónusta sem er í boði borgarinnar til handa mismunandi hópum ekki staðið og fallið með metnaðarfullu frumkvæði einstakra stjórnenda eða starfsfólks. Grunnurinn að góðu starfi er skipulag sem byggir, í fyrsta lagi, á stefnu borgarstjórnar sem nær jafnt til allra sem tilheyra tilteknum þjóðfélagshóp sbr. eldri borgara óháð búsetu og öðrum þáttum. Í öðru lagi byggir góð þjónusta á aðgerðaráætlun sem á sér stoð í stefnunni og vinnuplönum fyrir hvern starfsstað. Áætlanirnar þurfa að innihalda framvindu- og árangursmælikvarða til að mögulegt sé að meta með reglubundnum hætti stöðu mála og gera samanburð milli starfsstöðva. Eingöngu þannig er mögulegt að ná að skipuleggja og innleiða faglegt og metnaðarfullt starf þvert á borgina óháð því hver starfar á hverri félags- eða þjónustumiðstöð eldri borgara eða veitir þjónustu til annarra hópa. Það gildir jafnt um börn sem fullorðna. Heildstæð stefna sem grundvallast á sérfræðiþekkingu og aðgerðaáætlun þvert á alla leikskóla borgarinnar, vinnuplön fyrir hvern leikskóla og einstaklingsbundnar árangursmiðaðar áætlanir fyrir hvert barn eru t.d. besta leiðin til að tryggja að málörvun leikskólabarna, óháð uppruna, uppfylli tiltekin lágmarks gæða- og árangursviðmið. Það sama gildir um íslenskunám í grunnskólum. Um mikið hagsmunamál er að ræða þar sem að veði er bæði framtíð barna og íslenskunnar sem tungumáls. Það sem er líka að veði er samheldni íslensks samfélags en ef heldur áfram sem horfir er raunverulega verið að ræna tækifærum af börnum, einkum þeirra sem eru af erlendum uppruna sbr. mun hærra brottfall úr þeirra röðum í framhaldsskóla samanborið við ungmenni sem hafa íslensku sem móðurmál. Hvað á sér stað þegar ungmenni sem á sér drauma getur ekki látið þá verða að raunveruleika vegna þess að grunnskólinn undirbjó viðkomandi ekki nægilega vel fyrir framtíðina? Ég held við vitum öll svarið við þeirri spurningu. Það sem meira er þá jafngildir slæmur árangur barna í grunnskólanámi út frá jafnaðarstefnunni svikum þar sem kjarninn hennar er að jafna aðstöðumun og forskot sem einn hópur hefur umfram annan til að skapa jöfn skilyrði fyrir félagslegum hreyfanleika fólks óháð stétt og stöðu, kyni og uppruna. Það að tryggja faglegt starf þvert á borgina í krafti miðlægs skipulags og þar með jöfnuð óháð búsetu, uppruna og fleiri þáttum er leiðin að markmiði jafnaðarstefununa sem er jöfnun aðstöðumunar. Gott skipulag léttir jafnframt álagi af stjórnendum og starfsfólki þar sem það kemur í veg fyrir sóun sem hlýst af því að hver sé í sínu horni að reyna að finna upp sama hjólið. Það sem skilvirkt skipulag jafnframt auðveldar er að átta sig á hvar pottur sé brotinn og greina vandann til þess að gera betur. Sem dæmi er það ekki ásættanlegt fyrir neinn að þurfa að bíða í eitt til tvö ár eftir svari við erindum sem varða mikilvæga hagsmuni. Tafir geta haft í för með sér vanlíðan og fjárhagslegt tjón fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Umboðsmaður Alþingis er greinilega á sama máli enda gerði embættið athugasemdir við seinagang umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar í máli manns sem hafði beðið í meira en tvö ár eftir svari. Í bréfi umboðsmanns segir m.a. að „[t]ölvupóstum þótti svarað á ófullnægjandi hátt og engin leið var að ná sambandi í síma.“ Í tilviki sem þessu er ekki endilega við starfsfólk að sakast. Hver veit hvar flöskuhálsinn liggur? Frumkvæði borgarstjórnar þarf til að kanna ástæðurnar að baki vandanum og á grundvelli þeirrar greiningar, móta leiðir til að gera betur. Það er hlutverk borgarfulltrúa í samráði við hvort sem er stjórnendur, starfsfólk eða notendur að móta stefnuna á grundvelli niðurstaðna greininga og skapa þar með forsendur til að veita góða þjónustu með hliðsjón af jafnaðarstefnunni og út frá mælanlegum viðmiðum. Notkun greininga til að skera á hnúta, sem geta verið að margs konar tagi, með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi er meðal þess sem ég vil beita mér fyrir í borgarstjórn. Höfundur er stjórnmálafræðingur og sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnea Marinósdóttir Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnir eiga sér rót í þeim lýðræðislegu hefðum sem landnámsmenn fluttu með sér frá Noregi og hinum Norðurlöndunum. Samfélagsleg aðstoð var upphaflegt hlutverk sveitarstjórna og er það enn þrátt fyrir að staða þeirra og hlutverk hafi tekið veigamiklum breytingum í aldanna rás. Það sem hefur í hnotskurn ekki umbreyst er að sveitarstjórnir gegna nú sem fyrr mikilvægu hlutverki gagnvart landsmönnum. Nútíma sveitarfélög sinna verkefnum sem þeim er falið af lögum. Þau geta jafnframt sinnt tilteknum verkefnum sem er ekki kveðið á um með lögum að uppfylltum vissum skilyrðum eins og því að enginn annar sinni viðkomandi verkefni fyrir skv. lögum. Þetta vald endurspeglar hugmyndina um sjálfstjórn sveitarfélaga en hún er tryggð í stjórnarskránni og byggir á þeirri lýðræðislegu hugsun að fólkið í landinu hafi rétt til þess að hafa bein áhrif á sitt nærumhverfi. Með þetta í huga er hlutverk borgarstjórnar, sem er fjölskipað stjórnvald 23 borgarfulltrúa, ekki síst að skapa lýðræðislegan, opinn og skilvirkan vettvang fyrir borgarbúa, fyrirtæki og samtök til að koma hagsmunamálum og sjónarmiðum á framfæri við borgarstjórn. Það er í anda jafnaðarstefnunnar að færa ákvarðanir nær borgurunum sjálfum. Slíkt hefur verið gert í borginni með skipan hverfisráða og síðar íbúaráða sem nú er búið að leggja tímabundið af á meðan verið er að endurskoða hlutverk þeirra og starfshætti. Mikilvægt er að koma aftur á skipulegu samráði og samvinnu milli borgarbúa og borgarstjórnar sem byggir á góðum starfs- og siðareglum þar sem hlutverk fulltrúa borgarstjórnar og starfsfólks borgarinnar er ekki að stjórna umræðunni heldur hlusta, eiga samræðu um og greina mismunandi sjónarmiða borgarbúa í tilraun til að ná sem mestri sátt um mál sem snerta hagsmuni þeirra beint og óbeint. Hið sama gildir um fyrirtæki og samtök sem starfa í borginni og rekin eru af borgarbúum. Árangur byggður á skýrri stefnu og góðu skipulagi í stað handahófskenndra aðgerða Gott samtal er mikilvægur liður í því að endurheimta traust til borgarstjórnar sem mældist mjög lágt í síðustu mælingu Gallup um tiltrú almennings á opinberum stofnunum. Annað sem skiptir máli við að endurreisa traust til borgarinnar er að bæta skipulag og verkferla starfsemi borgarinnar á mismunandi sviðum með jöfnuð, fagmennsku og gagnsæi að leiðarljósi. Aðstandandi eldri konu ræddi nýlega um hversu mikið félagsstarfi eldra fólks hefði hrakað. Ekki væri lengur í boði skipulagt starf á þeim stað sem móðir hans sótti. Þess í stað væri eldra fólk eingöngu að hittast yfir kaffi í litlum hópum. Afleiðingin varð sú að móðir hans upplifðir sig utanveltu, einfaldlega vegna þess að hún tilheyrir engum sérstökum hópi. Löngun hennar til að taka þátt dvínaði. Þar með var félagsstarfið ekki að ná markmiði sínu sem er m.a. að rjúfa félagslega einangrun. Ástæðan fyrir versnandi stöðu að mati aðstandandans var sú að forstöðukonan hefði látið af störfum. Þar með hafi allt skipulagt starf fallið niður. Um leið ræddi aðstandandinn mikilvægi þess að ráða einstaklinga til starfa sem hefðu til að bera frumkvæði og metnað. Slíkir eiginleikar eru vissulega góðir og eftirsóknarverðir í fari hvers starfsmanns. Hins vegar getur tiltekin þjónusta sem er í boði borgarinnar til handa mismunandi hópum ekki staðið og fallið með metnaðarfullu frumkvæði einstakra stjórnenda eða starfsfólks. Grunnurinn að góðu starfi er skipulag sem byggir, í fyrsta lagi, á stefnu borgarstjórnar sem nær jafnt til allra sem tilheyra tilteknum þjóðfélagshóp sbr. eldri borgara óháð búsetu og öðrum þáttum. Í öðru lagi byggir góð þjónusta á aðgerðaráætlun sem á sér stoð í stefnunni og vinnuplönum fyrir hvern starfsstað. Áætlanirnar þurfa að innihalda framvindu- og árangursmælikvarða til að mögulegt sé að meta með reglubundnum hætti stöðu mála og gera samanburð milli starfsstöðva. Eingöngu þannig er mögulegt að ná að skipuleggja og innleiða faglegt og metnaðarfullt starf þvert á borgina óháð því hver starfar á hverri félags- eða þjónustumiðstöð eldri borgara eða veitir þjónustu til annarra hópa. Það gildir jafnt um börn sem fullorðna. Heildstæð stefna sem grundvallast á sérfræðiþekkingu og aðgerðaáætlun þvert á alla leikskóla borgarinnar, vinnuplön fyrir hvern leikskóla og einstaklingsbundnar árangursmiðaðar áætlanir fyrir hvert barn eru t.d. besta leiðin til að tryggja að málörvun leikskólabarna, óháð uppruna, uppfylli tiltekin lágmarks gæða- og árangursviðmið. Það sama gildir um íslenskunám í grunnskólum. Um mikið hagsmunamál er að ræða þar sem að veði er bæði framtíð barna og íslenskunnar sem tungumáls. Það sem er líka að veði er samheldni íslensks samfélags en ef heldur áfram sem horfir er raunverulega verið að ræna tækifærum af börnum, einkum þeirra sem eru af erlendum uppruna sbr. mun hærra brottfall úr þeirra röðum í framhaldsskóla samanborið við ungmenni sem hafa íslensku sem móðurmál. Hvað á sér stað þegar ungmenni sem á sér drauma getur ekki látið þá verða að raunveruleika vegna þess að grunnskólinn undirbjó viðkomandi ekki nægilega vel fyrir framtíðina? Ég held við vitum öll svarið við þeirri spurningu. Það sem meira er þá jafngildir slæmur árangur barna í grunnskólanámi út frá jafnaðarstefnunni svikum þar sem kjarninn hennar er að jafna aðstöðumun og forskot sem einn hópur hefur umfram annan til að skapa jöfn skilyrði fyrir félagslegum hreyfanleika fólks óháð stétt og stöðu, kyni og uppruna. Það að tryggja faglegt starf þvert á borgina í krafti miðlægs skipulags og þar með jöfnuð óháð búsetu, uppruna og fleiri þáttum er leiðin að markmiði jafnaðarstefununa sem er jöfnun aðstöðumunar. Gott skipulag léttir jafnframt álagi af stjórnendum og starfsfólki þar sem það kemur í veg fyrir sóun sem hlýst af því að hver sé í sínu horni að reyna að finna upp sama hjólið. Það sem skilvirkt skipulag jafnframt auðveldar er að átta sig á hvar pottur sé brotinn og greina vandann til þess að gera betur. Sem dæmi er það ekki ásættanlegt fyrir neinn að þurfa að bíða í eitt til tvö ár eftir svari við erindum sem varða mikilvæga hagsmuni. Tafir geta haft í för með sér vanlíðan og fjárhagslegt tjón fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Umboðsmaður Alþingis er greinilega á sama máli enda gerði embættið athugasemdir við seinagang umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar í máli manns sem hafði beðið í meira en tvö ár eftir svari. Í bréfi umboðsmanns segir m.a. að „[t]ölvupóstum þótti svarað á ófullnægjandi hátt og engin leið var að ná sambandi í síma.“ Í tilviki sem þessu er ekki endilega við starfsfólk að sakast. Hver veit hvar flöskuhálsinn liggur? Frumkvæði borgarstjórnar þarf til að kanna ástæðurnar að baki vandanum og á grundvelli þeirrar greiningar, móta leiðir til að gera betur. Það er hlutverk borgarfulltrúa í samráði við hvort sem er stjórnendur, starfsfólk eða notendur að móta stefnuna á grundvelli niðurstaðna greininga og skapa þar með forsendur til að veita góða þjónustu með hliðsjón af jafnaðarstefnunni og út frá mælanlegum viðmiðum. Notkun greininga til að skera á hnúta, sem geta verið að margs konar tagi, með jafnaðarstefnuna að leiðarljósi er meðal þess sem ég vil beita mér fyrir í borgarstjórn. Höfundur er stjórnmálafræðingur og sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun