Sport

Sádar eltast við þrjá fram­herja Liverpool

Félög í sádísku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sögð renna hýru auga til þriggja framherja Liverpool í von um að tryggja sér þjónustu þeirra í sumar. Ólíklegt þykir að Liverpool hyggist selja svo marga úr framlínu liðsins.

Enski boltinn

Gunn­laugur keppir á besta áhugamannamóti heims

Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur gert það gott í golfinu vestanhafs síðustu misseri og fær nú ærið verkefni. Hann verður meðal þátttakenda á Arnold Palmer-mótinu, sterkasta áhugamannamóti heims, í byrjun júní.

Golf

Lífs­ferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn

Í íslenskum íþróttaheimi hefur oft heyrst sú saga að íþróttirnar okkar séu í heimsklassa þar til við erum 15-16 ára. Þá drögumst við aftur úr vegna þess að aðrir verða sterkari, hraðari og betri. Það hljóti að vera eitthvað að kerfinu okkar vegna þessa.

Sport

Slapp vel frá rafmagnsleysinu

Tryggvi Snær Hlinason æsti sig ekki mikið yfir rafmagnsleysi á Spáni í vikunni. Hann býr í baskneskum hluta landsins, í borginni Bilbao, sem slapp heldur vel og þá er hann vanur rafmagnsveseni úr sveitinni í Bárðardal.

Körfubolti

Enginn á­kærður vegna and­láts Adam John­son

Enginn verður ákærður vegna andláts íshokkíkappans Adam Johnson. Hinn 29 ára gamli Johnson, leikmaður Nottingham Panthers, lést eftir slys á íshokkívellinum þar sem hann skarst á hálsi og lést af sárum sínum.

Sport

Upp­gjörið: Breiða­blik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópa­vogi

Breiðablik tók á móti nýliðum Fram í þriðju umferð Bestu deild kvenna á Kópavogsvelli í kvöld. Það var ekki margt sem benti til þess að við fengjum markaleik í upphafi leiks en um leið og fyrsta markið kom þá opnuðust flóðgáttir. Breiðablik hafði að lokum öruggan sigur 7-1 og lyfti sér á topp deildarinnar.

Íslenski boltinn