
Sport

Arnór Ingvi skoraði eitt og annað dæmt af
Arnór Ingvi Traustason átti virkilega góðan leik þegar Norrköping gerði 1-1 jafntefli við Brommapojkarna í efstu deild sænsku knattspyrnunnar í kvöld. Arnór Ingvi skoraði mark sinna manna og bætti öðru við sem var því miður dæmt af vegna rangstöðu.

„Lekur af honum orkan og það er smá hundur í honum í líka“
„Drengirnir mínir kalla hann „him“ í staðinn fyrir Nim,“ sagði Helgi Már Magnússon um Nimrod Hilliard IV, leikmann KR í Bónus-deild karla í körfubolta, þegar farið var yfir sigur KR á Þór Þorlákshöfn í Körfuboltakvöldi.

Van Dijk byrjaður í viðræðum
Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, segist vera byrjaður að ræða við stjórnendur félagsins um nýjan samning.

„Elísa fær að vera stjarna í dag og tekur þetta“
Ofurhlauparinn Mari Järsk hætti keppni í 51. hring á HM í bakgarðshlaupi í dag. Hún fór vel yfir 300 kílómetra á tveimur sólarhringum og það sem meira er þá gerði hún það með rifin liðþófa.

Örlög HK ráðast í Laugardal
Mikil eftirvænting ríkir vegna lokaumferðarinnar í Bestu deild karla í fótbolta um næstu helgi. Nú er orðið ljóst að niðurstaðan í fallbaráttunni ræðst meðal annars af leik á heimavelli 1. deildarliðs Þróttar í Laugardal.

Langþráður meistaratitill til New York
New York Liberty varð í nótt WNBA meistari í fyrsta sinn í sögu félagsins eftir sigur á Minnesota Lynx, 67-62, í framlengdum oddaleik. Liberty vann einvígið, 3-2.

Snorri fagnar ákvörðun Arons: „Mér finnst þetta virðingarvert“
Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari fagnar því að Aron Pálmarsson sé aftur að fara að spila með liði í Meistaradeild Evrópu, og segir það lýsandi fyrir persónueinkenni landsliðsfyrirliðans.

Þorleifur vann og endurheimti Íslandsmetið
Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum hófst í hádeginu á laugardag og lauk í nótt. Þorleifur Þorleifsson kom, sá og sigraði og sett nýtt Íslandsmet þegar hann kláraði 62 hringi, eða 415,4 kílómetraFylgst var með í Vaktinni hér fyrir neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.

Vipers bjargað frá gjaldþroti
Norska handboltafélaginu Vipers Kristiansand, sem hefur unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang, hefur verið bjargað frá gjaldþroti.

Tilkynnti um brottrekstur þjálfarans í beinni
Forseti franska fótboltaliðsins Montpellier, Laurent Nicollion, sýndi þjálfara þess, Michel Der Zakarian, enga miskunn og nánast rak hann í beinni útsendingu eftir stórt tap fyrir Marseille.

Íslenski hópurinn sem tekur fyrstu skrefin að EM 2026
Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, hefur valið landsliðshópinn sem í næsta mánuði byrjar nýja undankeppni fyrir EM 2026.

„Þegar hann nálgast ákveðnar grensur þá er mér ekkert sama“
„Ég tók alla vega frí í vinnunni alla vikuna. Við hinkrum hérna þangað til að hann er kominn með nóg,“ segir Brynja Vala Bjarnadóttir, kona og aðstoðarkona Andra Guðmundssonar, eins af ofurhlaupurunum sem enn eru á ferðinni í Elliðaárdal, á HM í bakgarðshlaupum.

Stálu skartgripum að verðmæti 75 milljóna af Juventus parinu
Þjófar létu greipar sópa á heimili Douglas Luiz og Alishu Lehmann, leikmanna Juventus, á laugardaginn. Þeir stálu skartgripum að verðmæti tæplega 75 milljóna króna.

Sárþjáð Mari með tárin í augunum en neitar að gefast upp
Þrátt fyrir að vera búin að hlaupa í tvo sólarhringa og vera sárþjáð vegna meiðsla í hné neitar Mari Järsk að gefast upp á HM landsliða í Bakgarðshlaupi. Hún var með tárin í augunum þegar Garpur I. Elísabetarson ræddi við hana eftir að hún hafði hlaupið 48 hringi.

Emilía á löngum lista kvenna sem skora á FIFA
Yfir hundrað knattspyrnukonur, þar á meðal ein íslensk landsliðskona, hafa sent FIFA opið bréf og skorað á sambandið að rifta styrktarsamningi sínum við sádiarabíska olíurisann Aramco.

Daníel, Hilmar Árni og Þórarinn Ingi kveðja
Leikjahæsti leikmaður í sögu Stjörnunnar, Daníel Laxdal, leikur sinn síðasta leik á ferlinum þegar Stjörnumenn fá FH-inga í heimsókn í lokaumferð Bestu deildar karla á laugardaginn.

Sýnir ólíkum skoðunum á komu Arons skilning: „Treysti Aroni hundrað prósent“
Spánverjinn Xavier Pascual, þjálfari handknattleiksliðs Veszprém, er í skýjunum með að hafa nú fengið Aron Pálmarsson aftur sem sinn lærisvein. Hann kveðst þó skilja að skoðanir stuðningsfólks Veszprém á endurkomu Arons geti verið mismunandi, eftir viðskilnaðinn 2017.

Algjör perla Jóhanns gegn sveinum Gerrards
Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði stórbrotið mark fyrir Al Orobah í sætum sigri á lærisveinum Stevens Gerrard, Al Ettifaq, í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld.

Aron orðinn leikmaður Veszprém á ný
Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, er genginn til liðs við ungverska stórveldið Veszprém og hefur því leikið sinn síðasta leik fyrir FH á þessu tímabili.

Sjáðu markið sem hélt lífi í vonum HK
Þorsteinn Aron Antonsson skoraði sigurmark HK gegn Fram á elleftu stundu í gær. HK-ingar eiga því enn möguleika á að halda sér í Bestu deild karla. Í gær unnu KR-ingar svo sinn þriðja sigur í röð þegar þeir sóttu fallna Fylkismenn heim.

Fékk sér tattú með nafni dóttur sinnar sem hann á svo ekki
Fyrrverandi leikmaður Real Madrid lét flúra nafn nýfæddrar dóttur sinnar á sig. Hann komst seinna að því að hann var ekki pabbi hennar.

Lætin í Kórnum: Rúnar tók ekki í höndina á Ómari og húfan slegin af honum
Upp úr sauð eftir leik HK og Fram í Bestu deild karla í gær. Rúnar Kristinsson og Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfarar liðanna, áttu í einhverju orðaskaki og leikmaður Fram sló derhúfuna af Ómari.

Hörð barátta um markvarðarstöðuna: „Er spennt að fara inn í þessa samkeppni“
Cecilíu Rán Rúnarsdóttur klæjar í fingurna að spila aftur með íslenska landsliðinu og er klár í samkeppnina um markvarðastöðuna þar. Hún segir að Íslendingar stefni hátt á Evrópumótinu í Sviss á næsta ári.

„Hefði látið Elías Inga blása og er ekki viss um að hann hefði fengið keyra heim“
Markið sem var dæmt af ÍA í leiknum gegn Víkingi í Bestu deild karla á laugardaginn var að sjálfsögðu til umræðu í Stúkunni. Sérfræðingar þáttarins botnuðu ekkert í ákvörðun Elíasar Inga Árnasonar, dómara leiksins.

Stjarna Leverkusen á spítala eftir árekstur við vörubíl
Victor Boniface, leikmaður Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen, var fluttur á spítala eftir að bíll sem hann var farþegi í lenti í árekstri við vörubíl.

Arnar Gunnlaugsson í banni í úrslitaleiknum
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mun ekki stýra liði sínu þegar liðið mætir Breiðabliki í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á sunnudag þar sem hann tekur út leikbann.

Körfuboltakvöld: Áhyggjur af Álftanesi
Álftanes hefur farið illa af stað í Bónus-deild karla en liðið er sigurlaust eftir þrjá leiki og þar af hafa tveir tapast í framlengingu. Sérfræðingar Körfuboltakvölds hafa töluverðar áhyggjur af varnarleik liðsins.

„Dæmið okkur eftir eftir næstu sjö leiki“
Arne Slot, þjálfari Liverpool, var sáttur með sigur sinna manna á Chelsea í dag en segir ekki tímabært að dæma liðið strax. Liðið hefur unnið tíu af fyrstu ellefu leikjum sínum undir stjórn hans og er á toppi deildarinnar eftir átta umferðir.

Stærsta lið Noregs í þrot
Vipers Kristiansand, sigursælasta liðið í norska kvennahandboltanum undanfarin ár, hefur verið lýst gjaldþrota. Allir 19 leikmenn liðsins eru nú án félags og bíða eftir síðustu launagreiðslum sínum.

„Ég trúi þessu ekki ennþá“
Þorsteinn Aron Antonsson, leikmaður HK, var himinlifandi í leikslok eftir að hafa skorað dramatískt sigurmark gegn Fram í Bestu deildinni í kvöld sem þýðir að HK á enn von um að halda sér í deildinni.