

Eftir tap í fyrsta leik gegn Golden State Warriors í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturhluta NBA-deildarinnar í körfubolta hefur Minnesota Timberwolves unnið tvo leiki í röð. Það munar um minna að stórskyttan Stephen Curry meiddist í öðrum leik liðanna og var ekki með í nótt.
Í liðinni viku lauk undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu og nú er ljóst að Inter frá Mílanó á Ítalíu mun mæta París Saint-Germain frá Frakklandi. Bæði lið geta þakkað markvörðum sínum fyrir en báðir voru stórfenglegir milli stanganna í undanúrslitaeinvígum liða sinna.
Á fimmtudag og föstudag fór fram heil umferð í Bestu deild kvenna í fótbolta. Fram vann sinn fyrsta leik, Sandra María Jessen komst á blað og Þróttur lagði Val í Reykjavíkurslag. Hér að neðan má sjá öll mörkin að leik Tindastól og Breiðabliks undanskildum.
Það var fagnaðarstund í Grindavík á laugardag þegar meistaraflokkur karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta heimaleik í háa herrans tíð innan bæjarmarka.
Að venju er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport á sunnudegi til sælu. Úrslit Bónus deildar karla í körfubolta halda áfram, úrslitakeppni NBA-deildarrinnar er í fullum gangi og boltinn rúllar í Bestu deild karla. Þá er Körfuboltakvöld á sínum stað sem og Stúkan.
Aaron Ramsdale, markvörður Southampton, var hæstánægður með stigið sem liðið sótti gegn Manchester City þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni á laugardag. Með stiginu er ljóst að Dýrlingarnir verða ekki lélegasta lið í sögu deildarinnar ásamt Derby County.
Boston Celtics pakkaði New York Knicks saman í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Austursins í NBA-deildinni í körfubolta. Staðan í einvíginu nú 2-1 eftir að meistararnir sýndu loks hvað í sér býr. Vinna þarf fjóra leiki til að komast í úrslit Austurhlutans.
Skagamenn fengu heldur betur skell á Hlíðarenda í kvöld þegar þeir heimsóttu Valsmenn í sjöttu umferð Bestu deild karla. Valsmenn kjöldrógu Skagamenn og fóru með sannfærandi 6-1 sigur af hólmi. Þung niðurstaða fyrir gestina.
Alexander Rafn Pálmason var í skýjunum og brosti út að eyrum eftir sigurleik sinna manna í KR á ÍBV, lokatölur 4-1. Skiljanlega, þar sem Alexander Rafn var að byrja sinn fyrsta leik í Bestu deildinni og ekki nóg með það þá varð hann yngsti markaskorari í sögu efstu deildar á Íslandi eftir að hann skoraði fyrsta mark leiksins.
Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik.
Kristian Nökkvi Hlynsson átti sannkallaðan stórleik þegar Sparta Rotterdam vann 3-0 útisigur á Almere City í efstu deild hollenska fótboltans.
Valur tók á móti ÍA í sjöttu umferð Bestu deild karla á N1 vellinum á Hlíðarenda í kvöld. Eftir vonbrigðar tap í síðustu umferð mættu Valsmenn heldur betur einbeitir til leiks í kvöld gegn Skagamönnum og fóru með öruggan sigur af hólmi 6-1.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð vaktina í marki Inter þegar liðið lagði Ítalíumeistara Juventus í lokaumferð deildarinnar. Sem besti markvörður deildarinnar var við hæfi að Cecilía Rán hélt marki sínu hreinu.
FC Kaupmannahöfn hefur tryggt sér sæti í næstefstu deild danska kvenna fótboltans á næsta ári. Það gerði liðið með 3-2 sigri á AaB. Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir byrjaði leikinn fyrir FCK.
Alexander Rafn Pálmason varð í kvöld yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar karla í knattspyrnu. Ekki nóg með það heldur er hann einnig yngsti markaskorari í sögu efstu deildar.
Bayern München er Þýskalandsmeistari karla í knattspyrnu. Það var vitað fyrir leik dagsins en eftir 2-0 sigur Bæjara á Gladbach fór Þýskalandsskjöldurinn á loft.
Aston Villa dreymir enn um sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir gríðarlega mikilvægan 1-0 útisigur á Bournemouth í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu.
Njarðvíkingar tryggðu sér í kvöld oddaleik þegar liðið lagði Hauka 94-78 í Njarðvík. Frábær frammistaða heimakvenna í seinni hálfleik tryggði þeim að lokum öruggan sigur.
Stjarnan náði góðum úrslitum í kvöld með 2-0 sigri gegn Fram á Samsungvellinum í sjöttu umferð Bestu-deildar karla í kvöld. Með þessum sigri bætir liðið við sig þremur mikilvægum stigum eftir þrjá tapleiki í röð.
KR fékk ÍBV í heimsókn á AVIS völlinn í Laugardalnum í kvöld. Lauk leiknum með 4-1 heimasigri þar sem Alexander Rafn Pálmason varð yngsti markaskorari í sögu efstu deildar karla.
Andrea Jacobsen átti virkilega góðan leik fyrir Blomberg-Lippa þegar liðið mátti þola tap gegn Dortmund í fyrra undanúrslitaeinvígi liðanna í efstu deild þýska kvennahandboltans. Díana Dögg Magnúsdóttir var þá með 100 prósent skotnýtingu.
Manni færri jafnaði Fjölnir í blálokin í því sem var fyrsti alvöru heimaleikur Grindavíkur í háa herrans tíð. Lokatölur á Stakkavíkurvelli 3-3 og bæði lið enn án sigurs að lokinni 2. umferð Lengjudeildar karla í knattspyrnu.
„Leikurinn í heild sinni ekkert sérstakur en það þarf líka að vinna þessa leiki,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir sigur sinna manna á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild karla í fótbolta fyrr í dag.
Pep Guardiola var allt annað en sáttur eftir markalaust jafntefli sinna manna í Manchester City gegn botnliði Southampton fyrr í dag. Með stiginu er ljóst að Southampton er ekki slakasta lið í sögu ensku úrvalsdeildar karla.
Porrino og Valur skildu jöfn, 29-29, á Spáni í fyrri leik liðanna í úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta. Seinni leikurinn fer fram á Hlíðarenda eftir viku.
Manchester City tapaði dýrmætum stigum í dag í baráttunni um Meistaradeildarsætin þegar liðið gerði markalaust á útivelli á móti Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Vestri hafði betur gegn Aftureldingu í hörkuleik á Kerecis-vellinum í Besta deild karla í knattspyrnu, lokatölur 2-0. Diego Montiel kom heimamönnum yfir með marki úr vítaspyrnu strax á 7. mínútu, eftir að brotið hafði verið á honum innan vítateigs.
Kristianstad vann 3-2 endurkomusigur á Vittsjö í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag þar sem íslenskar landsliðskonur lönduðu sigrinum með mörkum í seinni hálfleik.
Íslensku landsliðskonurnar Amanda Andradóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir fögnuðu báðar sigrum með liðum sínum í dag en þó í sitthvoru landinu.
KR-ingar eru að undirbúa sig fyrir næsta tímabil í körfuboltanum og hafa nú gengið frá samningum við tólf íslenska leikmenn til að spila með báðum meistaraflokkum félagsins á komandi tímabili. Bæði liðin spila í Bónus deildinni á komandi tímabili eftir að konurnar unnu sér aftur sæti í deild þeirra bestu.