Sport

„Ég elska að vera á Ís­landi“

Craig Pedersen er eins og margir aðrir enn í skýjunum eftir að hann stýrði Íslandi inn á lokakeppni EM í körfubolta í þriðja sinn, með sigrinum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Tap hefði getað þýtt kveðjustund og því voru tár á hvarmi enda þykir honum afar annt um Ísland og segir fjölskyldu sína njóta hverrar heimsóknar til landsins.

Körfubolti

„Okkur langar virki­lega að vinna titla hérna“

Fram vann þriggja marka sigur gegn Aftureldingu 36-33 eftir framlengingu. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var afar ánægður með sigurinn og var spenntur að mæta Stjörnunni í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn.

Sport

Elísa­bet byrjar á tveimur töpum

Belgíska kvennalandsliðið í fótbolta, sem Elísabet Gunnarsdóttir stýrir, tapaði 0-1 fyrir Portúgal í riðli 3 í A-deild Þjóðadeildar Evrópu í kvöld. Í hinum leik riðilsins sigruðu Evrópumeistarar Englands heimsmeistara Spánar, 1-0.

Fótbolti

Komnir með þrettán stiga for­skot

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Liverpool verði Englandsmeistari í tuttugasta sinn en liðið náði þrettán stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á Newcastle United, 2-0, í kvöld.

Enski boltinn

Upp­gjörið: Njarð­vík - Þór Ak. 93-80 | Sjö­tti sigur grænna í röð

Njarðvík tók á móti Þór Akureyri í kvöld þegar Bónus deild kvenna hélt áfram göngu sinni. Búið er að skipta deildinni upp í efri og neðri hluta og mættust liðin í fyrstu umferð efri hlutans í IceMar-höllinni í Njarðvík. Það er vika síðan þessi lið mættust á sama velli og þá hafði Njarðvík betur með tíu stigum. Þær bættu um betur í kvöld og höfðu að lokum þrettán stiga sigur 93-80.

Körfubolti

Haaland sneri aftur og var hetjan

Eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum vegna meiðsla sneri Erling Haaland aftur í lið Manchester City og skoraði eina markið í 0-1 sigri á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Enski boltinn

Valskonur unnu meistarana

Þrátt fyrir að hafa misst niður 23 stiga forskot vann Valur góðan útisigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur, 73-77, í efri hluta Bónus deildar kvenna í körfubolta í kvöld.

Körfubolti

„Veit ekki hvar on-takkinn er“

Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var eðlilega súr og svekktur eftir fimm marka tap liðsins gegn Stjörnunni í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld.

Handbolti

„Þetta bara svíngekk“

Pétur Árni Hauksson lék stórt hlutverk í liði Stjörnunnar er Stjörnumenn tryggðu sér sæti í úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta með fimm marka sigri gegn ÍBV í kvöld, 34-29.

Handbolti