Sport

Aftur skutu Skytturnar púður­skotum á Ítalíu

Inter Milan lagði Arsenal 1-0 í einum af stórleikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Skytturnar hans Mikel Arteta hafa nú farið tvívegis til Ítalíu á leiktíðinni og mistekist að skora í báðum leikjum sínum þar.

Fótbolti

Glóru­laus Mings kostaði Villa

Aston Villa komst ekki á topp Meistaradeildar Evrópu eftir 1-0 tap gegn Club Brugge á útivelli. Sigurmarkið kom eftir að Tyrone Mings, miðvörður Villa, fékk á sig glórulausa vítaspyrnu.

Fótbolti

Snorri missir ekki svefn, enn­þá

Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, fagnar því að fá fágætan landsliðsglugga til að fara yfir málin með strákunum okkar. Hann hlakkar til leiks kvöldsins við Bosníu í Laugardalshöll.

Handbolti

Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum

Åge Hareide, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur tilkynnt hópinn fyrir síðustu leikina í Þjóðadeildinni. Aron Einar Gunnarsson kemur aftur inn í íslenska hópinn en Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki með.

Fótbolti

Tommi með Nablann í bandi í Kefla­vík

Andri Már Eggertsson, Nablinn, og Tómas Steindórsson skelltu sér í menningar- og skemmtiferð til Keflavíkur vegna leiks Keflvíkinga og KR-inga í Bónus deild karla. Afraksturinn var sýndur í Körfuboltakvöldi Extra.

Körfubolti

„Ung ég hefði verið í and­legu á­falli“

„Stundum átta ég mig ekki alveg á hvað er á bakvið þetta,“ segir Eygló Fanndal Sturludóttir sem setti Norðurlandamet í ólympískum lyftingum um helgina. Hún skrifar söguna í íþróttinni þessa dagana, samhliða læknisnámi.

Sport

FIFA hótar fé­lögunum stórum sektum

Heimsmeistarakeppni félagsliða í fótbolta fer fram næsta sumar sem ný 32 liða og 63 leikja keppni. Það er eins gott fyrir félögin að mæta til leiks með alla sína bestu leikmenn því annars mun FIFA refsa þeim harðlega.

Fótbolti

Vals­konur ó­stöðvandi

Íslandsmeistarar Vals eru hreint út sagt óstöðvandi í Olís-deild kvenna í handbolta. Þær unnu í kvöld átta marka útisigur á ÍR, lokatölur í Breiðholti 23-31.

Handbolti