Viðskipti erlent Hagvöxturinn er ekki aðalatriðið "Ég hef áhuga á Íslandi, vegna þess að ég tel að umheimurinn geti lært margt af því sem hér er gert,“ segir Spánverjinn Emiliano Duch, sem er einn virtasti fræðimaður heims á sviði samkeppnishæfni. Hann var staddur hér á landi í byrjun mánaðarins vegna samstarfs við ráðgjafafyrirtækið Gekon, sem unnið hefur að kortlagningu á jarðhitaklasanum hér á landi, og því hvernig megi efla hann og styrkja. Viðskipti erlent 15.8.2012 11:00 Danske Bank: Miklir erfiðleikar út þetta ár í Evrópu Greiningardeild Danske Bank segir að enginn hagvöxtur verði á evrusvæðinu á þessu ári og að útlitið sé ekki gott. Frá þessu er greint á vefsíðu Politiken í dag. Í greiningu Danske segir að hagvöxtur verði við núllið á þessu ári, að meðaltali fyrir allt svæðið, en verði líklega í kringum 0,7 prósent í byrjun næsta árs. Viðskipti erlent 15.8.2012 08:56 Framkvæmdastjóri BBC verður forstjóri útgáfufélags New York Times Framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins, Mark Thompson, verður næsti forstjóri útgáfufélags New York Times og mun taka við því starfi í nóvember. Frá þessu greindi BBC í morgun. Viðskipti erlent 15.8.2012 08:07 Standard Chartered greiðir fúlgur fjár í sekt Stjórnendur breska bankans Standard Chartered hafa samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum því sem nemur fjörtíu og einum milljarði króna í sekt vegna stórfelldra svika sem tengdust viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Viðskipti erlent 15.8.2012 07:07 Dótturfyrirtæki REC gjaldþrota Sólarraforkufyrirtækið REC hefur ákveðið að lýsa dótturfyrirtæki sitt, sem rekið er í Noregi, gjaldþrota. Norska fyrirtækið skuldar sem samsvarar 24 milljörðum íslenskra króna. Þetta staðfestu forsvarsmenn fyrirtækisins í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Þeir segja að þeir hafi reynt að selja hluta fyrirtækisins eða fyrirtækið í heild, en það hafi ekki gengið. Viðskipti erlent 14.8.2012 10:35 Hagvöxtur í Þýskalandi nam 0,3% Hagvöxtur í Þýskalandi nam 0,3 prósentum á öðrum ársfjórðungi og skýrist hann einkum af einkaneyslu. Enginn hagvöxtur varð hins vegar í Frakklandi, en þar í landi höfðu menn búist við samdrætti. Á fréttavef BBC kemur fram að þetta er þriðji ársfjórðunguirinn í röð þar sem enginn hagvöxtur er í Frakklandi. Búist er við því að Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti hagvaxtartölur fyrir öll ríki Evrópusambandsins síðar í dag. Viðskipti erlent 14.8.2012 07:00 Batman féll úr fyrsta sæti Nýjasta Batman myndin, The Dark Knight Rises, féll um helgina úr efsta sæti yfir tekjuhæstu myndir í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 13.8.2012 07:09 Engar ákærur á hendur forsvarsmönnum Goldman Sachs Engar ákærur munu koma fram á hendur forsvarsmönnum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, en tilkynnt var um þá ákvörðun fyrir helgi. Rannsókn á starfsemi bankans, sem snéri að skuldabréfavafningum og húsnæðislánum, stóð yfir í meira en þrjú ár áður en ákvörðun var tekin um að halda ekki áfram með málið, en að því er segir í tilkynningu byggir ákvörðun yfirvalda á því að ekki hafi verið talið að starfsemi hafi brotið gegn lögum, jafnvel þótt viðskiptin hafi verið vafasömum í einhverjum tilvikum, og komið sér illa fyrir viðskiptavini og lántakendur. Viðskipti erlent 12.8.2012 13:41 Buffett ávaxtaði hlutabréf sín um 11,4 milljarða á föstudaginn Eignir bandaríska fjárfestisins Warren Buffets eru nú metnar á 44 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 5.300 milljörðum króna. Samkvæmt vefsíðu Forbes tímaritsins ávaxtaði hann hlutabréfasafn sitt um 95,4 milljónir dala á föstudaginn síðastliðinn, eða sem nemur 11,4 milljörðum króna. Viðskipti erlent 11.8.2012 00:01 Man. Utd. formlega orðið bandarískt almenningshlutafélag Forsvarsmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United (Man. Utd.) hringdu bjöllunni í kauphöll Nasdaq á Wall Street í dag þegar bréf félagsins voru formlega tekin til viðskipta. Fyrstu viðskipti með bréfin fóru fram á 14,05 dölum á hlut en skráningargengið var 14 dalir. Viðskipti erlent 10.8.2012 16:02 Stjórnarformaður Barclays fundinn Sir David Walker, sem var efnahagsráðgjafi Gordons Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður næsti stjórnarformaður Barclays bankans. Fráfarandi stjórnarformaður, Marcus Agius fær sem samsvarar 70 miljóna króna starfslokasamning þegar hann lætur af störfum í október. Agius tilkynnti í byrjun sumars að hann myndi hætta hjá bankanum. Stjórnendur bankans hafa legið undir hörðu ámæli um nokkurra mánaða skeið, en bankinn er grunaður um að hafa haft áhrif á stýrivexti í Bretlandi með ólöglegum hætti. Viðskipti erlent 10.8.2012 08:24 Manchester United á markað Viðskipti munu hefjast með hlutabréf í enska knattspyrnuliðinu Manchester United í Kauphöllinni í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í dag. Viðskipti erlent 10.8.2012 07:01 Nestle hagnast um 5,24 milljarða dala Matvælaframleiðandinn Nestle hagnaðist um 5,24 milljarða dala, jafnvirði 655 milljarða króna, á fyrri helmingi ársins. Hagnaðurinn jókst um 8,9 prósent frá sama tímibili ársins á undan. Mesti vöxturinn er í sölu á tilbúnu Kaffi (Ready-to-drink) í Kína og síðan Kit Kat sölu í Mið-Austurlöndum. Viðskipti erlent 9.8.2012 17:01 Boðið að sleppa við ákærur gegn aðstoð við rannsókn Yfirvöld í Bandaríkjunum, sem hafa umfangsmikið svind með millibankavexti á markaði til rannsóknar, hafa boðið nokkrum miðlurum svissneska bankans UBS vörn gegn ákærum gegn því að þeir aðstoði við rannsókn á stórfelldu millibankavaxtasvindl á markaði. Frá þessu er greint í Wall Street Journal (WSJ) í dag. Viðskipti erlent 9.8.2012 13:34 Tony Blair óttast að Bretar yfirgefi Evrópusambandið Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, segist óttast mjög að Bretar muni ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið. Viðskipti erlent 9.8.2012 10:18 Einn af upphafsmönnum evrusamstarfsins óttast um framtíð þess Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópu, varar við því að evrusvæðið geti liðast í sundur í bók sem kallast “Hvernig við björgum evrunni og styrkjum Evrópu” og kemur út í þessari viku. Viðskipti erlent 8.8.2012 20:01 Standard Chartered bankinn réttir úr kútnum Gengi hlutabréfa í Standard Chartered bankanum hefur hækkað um tæplega 6,5 prósent í morgun en síðustu tvo daga hefur gengi bréfa bankans hrunið, eftir að Fjármálaeftirlitið í New York tilkynnti um opinbera rannsókn á bankanum vegna gruns um stórfelld peningaþvætti fyrir Íransstjórn. Bankinn hefur hafnað öllum ásökunum um lögbrot og sagt þær "víðsfjarri raunveruleikanum“. Viðskipti erlent 8.8.2012 10:12 Verst ásökunum um ólögleg viðskipti Breska fjármálafyrirtækið Standard Chartered neitaði í gær af krafti ásökunum um að bankinn hafi stundað stórfelld ólögleg viðskipti í samvinnu við írönsk stjórnvöld á árunum 2001 til 2007. Viðskipti erlent 8.8.2012 02:00 Indónesía á fullri ferð Efnahagur Indónesíu er að vaxa hratt um þessar mundir en hann óx um 6,4 prósent en sérfræðingar spáðu vexti upp á ríflega sex próent. Vöxturinn er að mestu drifinn áfram af vaxandi innlendri eftirspurn, en hún vegur ríflega 60 prósent í heildar umsvifum hagkerfisins, að því er segir í umfjöllun BBC um hagvaxtartölurnar í Indónesíu. Viðskipti erlent 7.8.2012 09:07 Bandaríkin vilja efla viðskiptatengsl við Suður-Afríku Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýst í gær yfir vilja til að auka viðskiptatengsl við Suður-Afríku. Viðskipti erlent 7.8.2012 06:19 Standard Chartered í stórfelldu svindli með Íransstjórn Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð. Viðskipti erlent 6.8.2012 17:46 Hækkanir á mörkuðum í Evrópu og Asíu Grænar tölur hækkunar einkenndu markaði í Asíu og Evrópu í morgun. Þannig hækkaði Nikkei vísitalan um 2 prósent og Asia Dow vísitalan um 1,99 prósent. Í Evrópu var svipað upp á teningnum þó tölurnar hafi verið aðeins lægri þar. DAX vísitalan þýska hækkaði um 0,54 prósent, FTSE MIB hækkaði um 0,68 prósent og CAC 40 um 0,32 prósent. Viðskipti erlent 6.8.2012 09:52 Gyðingar halda spænskum hattaframleiðanda á floti Hattaframleiðandinn Fernández y Roche, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sevilla á Spáni, hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu, ólíkt nær öllum efnahag Spánar. Ástæðan er mikil sala á tiltekinni gerð hatta sem gyðingar í New York og Jerusamlem kaupa í þúsundavís á hverju ári. "Þeir [gyðingarnir] eru bókstaflega að halda okkur á floti,“ segir Miguel García Gutiérrez, 35 ára framkvæmdastjóri hattaframleiðandans, í viðtali við The New York Times um helgina. Viðskipti erlent 5.8.2012 22:24 Óttast „sáfræðilegar afleiðingar“ fyrir Evrópu Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, segist óttast að kreppan á evrusvæðinu geti haft "sálfræðilegar afleiðingar“ fyrir alla álfuna ef ekki tekst að ná sátt um aðgerðir þar sem neyðin er stærst. Þetta kom fram í viðtali þýska blaðsins Spiegel við Monti en breska ríkisútvarpið BBC vitnar til þess í umfjöllun á vefsíðu sinni. Monti óttast að þjóðir Evrópu fari í auknu mæli að hugsa um eigin hag, frekar en hag heildarinnar, ef ekki tekst að ná víðtækri sátt um mikilvægustu aðgerðirnar. Viðskipti erlent 5.8.2012 19:45 Singapore Airlines kaupir 54 Boeing vélar Flugfélagið Singapore Airlines gekk í gær frá risasamningi við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um kaup á 54 Boeing flugvélum. Samningurinn er upp 4,9 milljarða dala, eða sem nemur um 612 milljörðum króna. Um er að ræða 23 737-800 vélar og 31 737-Max-8s vélar, að því er Wall Street Journal greinir Viðskipti erlent 5.8.2012 14:14 Nýjasta mynd Cruise tekin í Bretlandi Nýr vísindatryllir með Tom Cruise og Emily Blunt í aðalhlutverkum verður tekin upp í Bretlandi. Um 500 störf verða til við gerð myndarinnar. Það var George Osborne, fjármálaráðherra Breta, sem greindi frá þessu í gær. Myndin mun heita All You Need is Kill. Myndin verður tekin upp í kvikmyndaveri Warner Bros í Leavesden nærri Watford í Bretlandi. Um er að ræða sama kvikmyndaver og Harry Potter myndirnar voru teknar upp, eftir því sem fram kemur á vef Daily Telegraph. Viðskipti erlent 4.8.2012 12:35 "Frábært félag en hörmuleg fjárfesting" Íslenskur verðbréfagreinandi hjá Saxo Bank telur að hlutabréf í Manchester United séu ekki góð fjárfesting. Eigendur fótboltaklúbbsins hyggjast skrá bréf félagsins á markað, m.a. til að greiða niður skuldir. Viðskipti erlent 3.8.2012 15:44 Peston: Getur SFO lifað af „Tchenguiz-skandalinn“? Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, spyr að því í fyrirsögn pistils um aðgerðir bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, gegn Tchenguiz-bræðrunum Roberti og Vincent hvort stofnunin geti lifað það af, að öllum málatilbúnaði deildarinnar hafi verið vísað frá dómi. Þá auki það enn á vandann að Vincent Tchenguiz hyggst fara í máli við SFO og krefjast 100 milljóna punda, jafnvirði um 19 milljarða króna, í bætur vegna þess fjárhagstjóns sem hann varð fyrir við aðgerðirnar gegn sér. Viðskipti erlent 3.8.2012 13:26 Japanir útvíkka rannsóknir á innherjaviðskiptum banka Japönsk stjórnvöld hafa útvíkkað rannsókn sína á innherjaviðskiptum í fjármálageira landsins og er fullyrt í New York Times í dag, að rannsóknin teygi anga sína inn á miðlaragólf margra af stærstu bankanna á Wall Street í New York, þar á meðal Goldman Sachs, svissneska bankans UBS og þýska bankans Deutsche Bank. Viðskipti erlent 3.8.2012 11:49 Mikil umsvif á kornmarkaði Ótti kaupmanna við skort á korni í haust hefur leitt til verðhækkana á kornmarkaði. Aðilar hafa keypt upp stóra lagera af korni á kornmarkaðinum í Chicago. Frá þessu er sagt á Viðskipti erlent 3.8.2012 11:17 « ‹ 166 167 168 169 170 171 172 173 174 … 334 ›
Hagvöxturinn er ekki aðalatriðið "Ég hef áhuga á Íslandi, vegna þess að ég tel að umheimurinn geti lært margt af því sem hér er gert,“ segir Spánverjinn Emiliano Duch, sem er einn virtasti fræðimaður heims á sviði samkeppnishæfni. Hann var staddur hér á landi í byrjun mánaðarins vegna samstarfs við ráðgjafafyrirtækið Gekon, sem unnið hefur að kortlagningu á jarðhitaklasanum hér á landi, og því hvernig megi efla hann og styrkja. Viðskipti erlent 15.8.2012 11:00
Danske Bank: Miklir erfiðleikar út þetta ár í Evrópu Greiningardeild Danske Bank segir að enginn hagvöxtur verði á evrusvæðinu á þessu ári og að útlitið sé ekki gott. Frá þessu er greint á vefsíðu Politiken í dag. Í greiningu Danske segir að hagvöxtur verði við núllið á þessu ári, að meðaltali fyrir allt svæðið, en verði líklega í kringum 0,7 prósent í byrjun næsta árs. Viðskipti erlent 15.8.2012 08:56
Framkvæmdastjóri BBC verður forstjóri útgáfufélags New York Times Framkvæmdastjóri breska ríkisútvarpsins, Mark Thompson, verður næsti forstjóri útgáfufélags New York Times og mun taka við því starfi í nóvember. Frá þessu greindi BBC í morgun. Viðskipti erlent 15.8.2012 08:07
Standard Chartered greiðir fúlgur fjár í sekt Stjórnendur breska bankans Standard Chartered hafa samþykkt að greiða bandarískum yfirvöldum því sem nemur fjörtíu og einum milljarði króna í sekt vegna stórfelldra svika sem tengdust viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Viðskipti erlent 15.8.2012 07:07
Dótturfyrirtæki REC gjaldþrota Sólarraforkufyrirtækið REC hefur ákveðið að lýsa dótturfyrirtæki sitt, sem rekið er í Noregi, gjaldþrota. Norska fyrirtækið skuldar sem samsvarar 24 milljörðum íslenskra króna. Þetta staðfestu forsvarsmenn fyrirtækisins í fréttatilkynningu til fjölmiðla. Þeir segja að þeir hafi reynt að selja hluta fyrirtækisins eða fyrirtækið í heild, en það hafi ekki gengið. Viðskipti erlent 14.8.2012 10:35
Hagvöxtur í Þýskalandi nam 0,3% Hagvöxtur í Þýskalandi nam 0,3 prósentum á öðrum ársfjórðungi og skýrist hann einkum af einkaneyslu. Enginn hagvöxtur varð hins vegar í Frakklandi, en þar í landi höfðu menn búist við samdrætti. Á fréttavef BBC kemur fram að þetta er þriðji ársfjórðunguirinn í röð þar sem enginn hagvöxtur er í Frakklandi. Búist er við því að Hagstofa Evrópusambandsins, Eurostat, birti hagvaxtartölur fyrir öll ríki Evrópusambandsins síðar í dag. Viðskipti erlent 14.8.2012 07:00
Batman féll úr fyrsta sæti Nýjasta Batman myndin, The Dark Knight Rises, féll um helgina úr efsta sæti yfir tekjuhæstu myndir í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 13.8.2012 07:09
Engar ákærur á hendur forsvarsmönnum Goldman Sachs Engar ákærur munu koma fram á hendur forsvarsmönnum bandaríska fjárfestingabankans Goldman Sachs, en tilkynnt var um þá ákvörðun fyrir helgi. Rannsókn á starfsemi bankans, sem snéri að skuldabréfavafningum og húsnæðislánum, stóð yfir í meira en þrjú ár áður en ákvörðun var tekin um að halda ekki áfram með málið, en að því er segir í tilkynningu byggir ákvörðun yfirvalda á því að ekki hafi verið talið að starfsemi hafi brotið gegn lögum, jafnvel þótt viðskiptin hafi verið vafasömum í einhverjum tilvikum, og komið sér illa fyrir viðskiptavini og lántakendur. Viðskipti erlent 12.8.2012 13:41
Buffett ávaxtaði hlutabréf sín um 11,4 milljarða á föstudaginn Eignir bandaríska fjárfestisins Warren Buffets eru nú metnar á 44 milljarða dala, eða sem nemur tæplega 5.300 milljörðum króna. Samkvæmt vefsíðu Forbes tímaritsins ávaxtaði hann hlutabréfasafn sitt um 95,4 milljónir dala á föstudaginn síðastliðinn, eða sem nemur 11,4 milljörðum króna. Viðskipti erlent 11.8.2012 00:01
Man. Utd. formlega orðið bandarískt almenningshlutafélag Forsvarsmenn enska knattspyrnufélagsins Manchester United (Man. Utd.) hringdu bjöllunni í kauphöll Nasdaq á Wall Street í dag þegar bréf félagsins voru formlega tekin til viðskipta. Fyrstu viðskipti með bréfin fóru fram á 14,05 dölum á hlut en skráningargengið var 14 dalir. Viðskipti erlent 10.8.2012 16:02
Stjórnarformaður Barclays fundinn Sir David Walker, sem var efnahagsráðgjafi Gordons Brown fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður næsti stjórnarformaður Barclays bankans. Fráfarandi stjórnarformaður, Marcus Agius fær sem samsvarar 70 miljóna króna starfslokasamning þegar hann lætur af störfum í október. Agius tilkynnti í byrjun sumars að hann myndi hætta hjá bankanum. Stjórnendur bankans hafa legið undir hörðu ámæli um nokkurra mánaða skeið, en bankinn er grunaður um að hafa haft áhrif á stýrivexti í Bretlandi með ólöglegum hætti. Viðskipti erlent 10.8.2012 08:24
Manchester United á markað Viðskipti munu hefjast með hlutabréf í enska knattspyrnuliðinu Manchester United í Kauphöllinni í Bandaríkjunum í fyrsta sinn í dag. Viðskipti erlent 10.8.2012 07:01
Nestle hagnast um 5,24 milljarða dala Matvælaframleiðandinn Nestle hagnaðist um 5,24 milljarða dala, jafnvirði 655 milljarða króna, á fyrri helmingi ársins. Hagnaðurinn jókst um 8,9 prósent frá sama tímibili ársins á undan. Mesti vöxturinn er í sölu á tilbúnu Kaffi (Ready-to-drink) í Kína og síðan Kit Kat sölu í Mið-Austurlöndum. Viðskipti erlent 9.8.2012 17:01
Boðið að sleppa við ákærur gegn aðstoð við rannsókn Yfirvöld í Bandaríkjunum, sem hafa umfangsmikið svind með millibankavexti á markaði til rannsóknar, hafa boðið nokkrum miðlurum svissneska bankans UBS vörn gegn ákærum gegn því að þeir aðstoði við rannsókn á stórfelldu millibankavaxtasvindl á markaði. Frá þessu er greint í Wall Street Journal (WSJ) í dag. Viðskipti erlent 9.8.2012 13:34
Tony Blair óttast að Bretar yfirgefi Evrópusambandið Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, segist óttast mjög að Bretar muni ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að yfirgefa Evrópusambandið. Viðskipti erlent 9.8.2012 10:18
Einn af upphafsmönnum evrusamstarfsins óttast um framtíð þess Otmar Issing, fyrrverandi aðalhagfræðingur Seðlabanka Evrópu, varar við því að evrusvæðið geti liðast í sundur í bók sem kallast “Hvernig við björgum evrunni og styrkjum Evrópu” og kemur út í þessari viku. Viðskipti erlent 8.8.2012 20:01
Standard Chartered bankinn réttir úr kútnum Gengi hlutabréfa í Standard Chartered bankanum hefur hækkað um tæplega 6,5 prósent í morgun en síðustu tvo daga hefur gengi bréfa bankans hrunið, eftir að Fjármálaeftirlitið í New York tilkynnti um opinbera rannsókn á bankanum vegna gruns um stórfelld peningaþvætti fyrir Íransstjórn. Bankinn hefur hafnað öllum ásökunum um lögbrot og sagt þær "víðsfjarri raunveruleikanum“. Viðskipti erlent 8.8.2012 10:12
Verst ásökunum um ólögleg viðskipti Breska fjármálafyrirtækið Standard Chartered neitaði í gær af krafti ásökunum um að bankinn hafi stundað stórfelld ólögleg viðskipti í samvinnu við írönsk stjórnvöld á árunum 2001 til 2007. Viðskipti erlent 8.8.2012 02:00
Indónesía á fullri ferð Efnahagur Indónesíu er að vaxa hratt um þessar mundir en hann óx um 6,4 prósent en sérfræðingar spáðu vexti upp á ríflega sex próent. Vöxturinn er að mestu drifinn áfram af vaxandi innlendri eftirspurn, en hún vegur ríflega 60 prósent í heildar umsvifum hagkerfisins, að því er segir í umfjöllun BBC um hagvaxtartölurnar í Indónesíu. Viðskipti erlent 7.8.2012 09:07
Bandaríkin vilja efla viðskiptatengsl við Suður-Afríku Utanríkisráðherra Bandaríkjanna lýst í gær yfir vilja til að auka viðskiptatengsl við Suður-Afríku. Viðskipti erlent 7.8.2012 06:19
Standard Chartered í stórfelldu svindli með Íransstjórn Breski bankinn Standard Charted Bank (SCB), sem þekktur er fyrir að auglýsa starfsemi sína framan á búningum enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er grunaður um stórfellda ólöglega bankastarfsemi í viðskiptum við stjórnvöld í Íran. Frá þessu er greint á vefsíðu Financial Times (FT) í dag og eru meðal annars birt skjöl frá Fjármálaeftirlitinu í New York, þar sem lögbrotin eru útlistuð. Viðskipti erlent 6.8.2012 17:46
Hækkanir á mörkuðum í Evrópu og Asíu Grænar tölur hækkunar einkenndu markaði í Asíu og Evrópu í morgun. Þannig hækkaði Nikkei vísitalan um 2 prósent og Asia Dow vísitalan um 1,99 prósent. Í Evrópu var svipað upp á teningnum þó tölurnar hafi verið aðeins lægri þar. DAX vísitalan þýska hækkaði um 0,54 prósent, FTSE MIB hækkaði um 0,68 prósent og CAC 40 um 0,32 prósent. Viðskipti erlent 6.8.2012 09:52
Gyðingar halda spænskum hattaframleiðanda á floti Hattaframleiðandinn Fernández y Roche, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sevilla á Spáni, hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu, ólíkt nær öllum efnahag Spánar. Ástæðan er mikil sala á tiltekinni gerð hatta sem gyðingar í New York og Jerusamlem kaupa í þúsundavís á hverju ári. "Þeir [gyðingarnir] eru bókstaflega að halda okkur á floti,“ segir Miguel García Gutiérrez, 35 ára framkvæmdastjóri hattaframleiðandans, í viðtali við The New York Times um helgina. Viðskipti erlent 5.8.2012 22:24
Óttast „sáfræðilegar afleiðingar“ fyrir Evrópu Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, segist óttast að kreppan á evrusvæðinu geti haft "sálfræðilegar afleiðingar“ fyrir alla álfuna ef ekki tekst að ná sátt um aðgerðir þar sem neyðin er stærst. Þetta kom fram í viðtali þýska blaðsins Spiegel við Monti en breska ríkisútvarpið BBC vitnar til þess í umfjöllun á vefsíðu sinni. Monti óttast að þjóðir Evrópu fari í auknu mæli að hugsa um eigin hag, frekar en hag heildarinnar, ef ekki tekst að ná víðtækri sátt um mikilvægustu aðgerðirnar. Viðskipti erlent 5.8.2012 19:45
Singapore Airlines kaupir 54 Boeing vélar Flugfélagið Singapore Airlines gekk í gær frá risasamningi við bandaríska flugvélaframleiðandann Boeing um kaup á 54 Boeing flugvélum. Samningurinn er upp 4,9 milljarða dala, eða sem nemur um 612 milljörðum króna. Um er að ræða 23 737-800 vélar og 31 737-Max-8s vélar, að því er Wall Street Journal greinir Viðskipti erlent 5.8.2012 14:14
Nýjasta mynd Cruise tekin í Bretlandi Nýr vísindatryllir með Tom Cruise og Emily Blunt í aðalhlutverkum verður tekin upp í Bretlandi. Um 500 störf verða til við gerð myndarinnar. Það var George Osborne, fjármálaráðherra Breta, sem greindi frá þessu í gær. Myndin mun heita All You Need is Kill. Myndin verður tekin upp í kvikmyndaveri Warner Bros í Leavesden nærri Watford í Bretlandi. Um er að ræða sama kvikmyndaver og Harry Potter myndirnar voru teknar upp, eftir því sem fram kemur á vef Daily Telegraph. Viðskipti erlent 4.8.2012 12:35
"Frábært félag en hörmuleg fjárfesting" Íslenskur verðbréfagreinandi hjá Saxo Bank telur að hlutabréf í Manchester United séu ekki góð fjárfesting. Eigendur fótboltaklúbbsins hyggjast skrá bréf félagsins á markað, m.a. til að greiða niður skuldir. Viðskipti erlent 3.8.2012 15:44
Peston: Getur SFO lifað af „Tchenguiz-skandalinn“? Robert Peston, viðskiptaritstjóri breska ríkisútvarpsins BBC, spyr að því í fyrirsögn pistils um aðgerðir bresku efnahagsbrotadeildarinnar, SFO, gegn Tchenguiz-bræðrunum Roberti og Vincent hvort stofnunin geti lifað það af, að öllum málatilbúnaði deildarinnar hafi verið vísað frá dómi. Þá auki það enn á vandann að Vincent Tchenguiz hyggst fara í máli við SFO og krefjast 100 milljóna punda, jafnvirði um 19 milljarða króna, í bætur vegna þess fjárhagstjóns sem hann varð fyrir við aðgerðirnar gegn sér. Viðskipti erlent 3.8.2012 13:26
Japanir útvíkka rannsóknir á innherjaviðskiptum banka Japönsk stjórnvöld hafa útvíkkað rannsókn sína á innherjaviðskiptum í fjármálageira landsins og er fullyrt í New York Times í dag, að rannsóknin teygi anga sína inn á miðlaragólf margra af stærstu bankanna á Wall Street í New York, þar á meðal Goldman Sachs, svissneska bankans UBS og þýska bankans Deutsche Bank. Viðskipti erlent 3.8.2012 11:49
Mikil umsvif á kornmarkaði Ótti kaupmanna við skort á korni í haust hefur leitt til verðhækkana á kornmarkaði. Aðilar hafa keypt upp stóra lagera af korni á kornmarkaðinum í Chicago. Frá þessu er sagt á Viðskipti erlent 3.8.2012 11:17