Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Söguleg skráning FB á markað

Stefnt er að skráningu Facebook á markað 18. maí næstkomandi en samfélagsmiðillinn verður með einkennið FB á markaðsvaktinni í Bandaríkjunum. Skráningin er um margt söguleg en um er að ræða langsamlega umfangsmestu skráningu internetfyrirtækis í sögunni þegar horft er til markaðsvirðis við skráningu.

Viðskipti erlent

Samsung Galaxy S III er mættur

Suður-Kóreski tæknirisinn Samsung svipti hulunni af nýjasta snjallsíma sínum í dag, Galaxy S III. Samsung er stærsti snjallsímaframleiðandi veraldar og eru Galaxy símarnir vinsælustu vörur fyrirtækisins.

Viðskipti erlent

Facebook metið á 85 til 95 milljarða dala

Verðmæti Facebook er á bilinu 85 til 95 milljarðar dala, samkvæmt því verði sem hlutir í fyrirtækinu verða skráðir á, að því er upplýst var í dag. Hlutir í fyrirtækinu, sem líklega verður skráð á markað undir einkenninu FB hinn 18. maí, verða skráðir á bilinu 28 til 35 dali.

Viðskipti erlent

RIM opinbera snjallsíma og stýrikerfi

Kanadíski farsímaframleiðandinn Research in Motion hefur opinberað nýtt stýrikerfi fyrir BlackBerry snjallsímana. RIM einblínir nú á smáforrit og hugbúnaðarþróun í baráttu sinni við iPhone og Android snjallsímana.

Viðskipti erlent

Eignasafnið hjá ríkustu konu Bandaríkjanna dregst saman

Markaðsvirði eigna ríkustu konu Bandaríkjanna samkvæmt lista Forbes tímaritsins, Christy Walton, hefur nokkuð síðustu daga, eða sem nemur 77,8 milljónum dala, tæplega 9 milljörðum króna. Það sér þó ekki högg á vatni, en heildareignir Walton eru metnar á 18,9 milljarða dala, eða sem nemur ríflega 2.300 milljörðum króna.

Viðskipti erlent

Samsung hagnaðist um 585 milljarða á þremur mánuðum

Tæknirisinn Samsung er orðinn stærsti framleiðandi fyrir farsíma, þar með talið snjallsíma. Nokia hefur til þessa verið stærsti framleiðandi farsíma og hefur haldið þeim árangri síðan 1998. Á fyrsta fjórðungi þessa árs tók Samsung fram úr Nokia, en fyrirtækið framleiddi 93 milljónir síma samanborið við 83 milljónir hjá Nokia.

Viðskipti erlent