Viðskipti erlent Brent olían rauf 120 dollara múrinn Verð á tunnunni af Brent olíunni rauf 120 dollara múrinn í morgun. Hefur Brent olían því hækkað um nær 10% frá því í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 17.2.2012 09:38 Spænska efnahagsveikin Hagkerfi Spánar gengur nú í gegnum mikla erfiðleika, raunar þá mestu í áratugi. Atvinnuleysi í landinu mælist tæplega 24 prósent. Viðskipti erlent 17.2.2012 08:54 Olía við Falklandseyjar yfir 100 milljarða punda virði Nýjar upplýsingar benda til að olíusvæðið undan ströndum Falklandseyja gæti gefið af sér yfir 100 milljarða punda, eða hátt í 20.000 milljarða króna næstu 20 árin ef allt fer að óskum. Viðskipti erlent 17.2.2012 07:41 Apple opinberar nýtt stýrikerfi Mountain Lion, nýtt stýrikerfi Apple, var opinberað í dag. Hönnun stýrikerfisins byggir á viðmóti iPad og iPhone og munu mörg af vinsælustu forritum tækjanna vera til staðar í Mountain Lion. Viðskipti erlent 16.2.2012 21:30 Afskrifa 662 milljónir evra af skuldum Grikklands Franski bankinn Societe Generale (SG) þarf að afskrifa sem nemur 662 milljónum evra, um 107 milljarða króna, vegna efnahagsvanda Grikklands. Afskriftin þykir hærri en reiknað var með áður en uppgjör bankans fyrir síðasta fjórðung ársins í fyrra var gert opinbert í morgun, að því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 16.2.2012 11:20 Liliane Bettencourt segir sig úr stjórn L´Oréal Bitru stríði innan Bettencourt fjölskyldunnar er lokið með því að hin tæplega níræða Liliane hefur sagt sig úr stjórn snyrtivörurisans L´Oréal. Viðskipti erlent 16.2.2012 07:01 Walker mjög ánægður með ákvörðun skilanefnda Malcolm Walker forstjóri Iceland verslunarkeðjunnar segir að hann sé mjög ánægður með að skilanefndir Landsbankans og Glitnis ætli að semja við sig og aðra stjórnendur keðjunnar um kaupin á henni. Viðskipti erlent 16.2.2012 06:58 Grísk kona hótaði sjálfsvígi vegna niðurskurðar Kona í Grikklandi hótaði að fremja sjálfsvíg eftir að hún missti atvinnu sína í kjölfar efnahagsþrenginga í landinu. Viðskipti erlent 15.2.2012 21:00 Grikkir lofa frekari útskýringum á niðurskurðaráformum Grísk stjórnvöld lofa að skýra betur frá því hverjar áformaðar niðurskurðaraðgerðirnar munu felast. Forystumenn Evrópusambandsins kölluðu í gær eftir frekari upplýsingum um áformin. Viðskipti erlent 15.2.2012 12:09 Meðalaldur ríkasta fólksins tæplega 70 ár Meðalaldur tíu ríkustu einstaklinga í Bandaríkjunum í tæplega 70 ár, eða 68 og níu mánaða. Ríkasti einstaklingur Bandaríkjanna á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes er Bill Gates, stjórnarformaður og einn stofnenda Microsoft, en hann er jafnframt yngstur á listanum, 55 ára. Eignir hans eru metnar á 55 milljarða dollara eða sem nemur 6.710 milljörðum króna. Það nemur tæplega fimmfaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Viðskipti erlent 15.2.2012 10:39 Lækkun atvinnuleysis skýrist ekki af fjölgun starfa Sú 0,1% lækkun sem varð á atvinnuleysi í janúar skýrist ekki af fjölgun starfa, eftir því sem fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar sem birtust i gær mældist atvinnuleysi í janúar 7,2%. Þetta er í neðri mörkum þess bils sem Vinnumálastofnun hafði reiknað með að það yrði í mánuðinum. Viðskipti erlent 15.2.2012 10:23 Breska efnahagsbrotadeildin til rannsóknar vegna Kaupþingsmála Dominic Grieve, dómsmálaráðherra í Bretlandi, hefur fyrirskipað að rannsókn fari fram á starfsháttum bresku efnahagsbrotalögreglunnar, Serious Fraud Office, á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing. Málið er rakið til mistaka sem gerð voru á rannsókn á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing. Viðskipti erlent 15.2.2012 09:38 Hækkun á mörkuðum í Evrópu og Asíu Nokkur hækkun hefur orðið á helstu mörkuðum í Evrópu í morgun eftir töluverða veislu á Asíumörkuðum í nótt. Viðskipti erlent 15.2.2012 09:30 Áfram óvissa um nýtt neyðarlán til Grikkja Fjármálaráðherrar evrusvæðisins hafa blásið af fund sem þeir ætluðu að halda með leiðtogum stjórnarflokka Grikklands í dag til að ganga frá samkomulagi um nýtt neyðarlán til landsins. Viðskipti erlent 15.2.2012 07:29 Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu þessa stundina. Bandaríska léttolían er komin í tæpa 102 dollara á tunnuna og hefur hækkað um eitt prósent síðan í gærdag. Viðskipti erlent 15.2.2012 07:04 Rauðar og grænar tölur á mörkuðum Hlutabréfamarkaðir sýndu ýmist rauðar eða grænar tölur í dag. Í FTSE 100 vísitalan í Evrópu lækkaði um 0,10 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði lítillega, eða um 0,02 prósent. Hér á Íslandi lækkaði vísitalan í Nasdaq kauphöllinni um 0,48 prósent og munaði þar mestu um lækkun á gengi bréfa í Icelandair um 1,29 prósent og lækkun á gengi bréfa í Össuri um 1,32 prósent. Viðskipti erlent 14.2.2012 22:34 Adele fékk flest verðlaun en McCartney mestan pening Þó hin breska Adele hafi fengið flest verðlaun á 54. Grammy-verðlaunahátíðinni á dögunum, sex talsins, þá var hún ekki sá tónlistarmaður sem var með hæstar tekjur á síðasta ári. Viðskipti erlent 14.2.2012 16:05 Nokkrar vikur í iPad 3 Gert er ráð fyrir að tölvurisinn Apple kynni nýja kynslóð af iPad-spjaldtölvunni í byrjun næsta mánaðar. Talið er að upplausnin á skjánum á iPad 3 verði 2048 x 1536 og að örgjörvinn verði töluvert harðvirkari en fyrri útgáfum. Viðskipti erlent 14.2.2012 14:16 Kínverjar lofa að koma Evrópu til hjálpar Kínverjar hafa lofað að aðstoða Evrópusambandið við að komast út úr þeirri skuldakreppu sem þar ríkir. Þetta kom fram á fundi leiðtoga Evrópusambandsins og Kína sem fram fór í Peking í dag. Forsætisráðherrann Wen Jiabao bauð fram aðstoð við að koma lagi á málin í Evrópu en hann minntist þó ekki á beina fjárfestingu í björgunarsjóði sambandsins eins og talið var að kæmi til greina fyrir fundinn. Viðskipti erlent 14.2.2012 13:55 Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn sex Evrópuríkja Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir sex ríkja í Evrópu. Þetta eru Ítalía, Malta, Portúgal, Slóvakía, Slóvenía og Spánn. Viðskipti erlent 14.2.2012 06:54 Fréttaskýring: Að duga eða drepast fyrir Grikki "Við höfum ekkert val, kæru landsmenn. Ef áætlunin verður ekki samþykkt þá þýðir það mikla afturför fyrir Grikkland, verri lífskjör fyrir almenning og efnahagslegar hamfarir fyrir nágranna okkar í Evrópu,“ sagði Lucas Papademos, þegar hann flutti þjóð sinni ávarp áður en gríska þingið tók frumvarp um aðgerðaráætlun í ríkisfjármálum til umfjöllunar. Viðskipti erlent 13.2.2012 23:54 Romney safnaði 1,5 milljónum dala á einu kvöldi Mitt Romney, sem nú reynir að hvað hann getur til þess að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, safnaði um 1,5 milljón dollara, um 183 milljónum króna, á söfnunarkvöldverði í Washington DC. Þar voru samankomnir 650 auðugir Repúblikanar sem voru ánægðir með það sem Romney hafði að segja. Viðskipti erlent 13.2.2012 10:12 Portúgal í vondum málum Portúgal er eitt þeirra landa í Evrópu sem hefur farið hvað verst út úr efnahagsþreningum síðustu ára. Atvinnuleysi er mikið í landinu og skuldirnar verulega íþyngjandi. Almenningur finnur fyrir þessari stöðu með margvíslegum hætti. Viðskipti erlent 13.2.2012 08:15 Grísk ákvörðun gefur grænar tölur á mörkuðum Markaðir hafa brugðist jákvætt við því að gríska þingið samþykkti í gærkvöldi skilyrðin fyrir nýju neyðarláni. Viðskipti erlent 13.2.2012 06:54 Ofveiði á fiskistofnum kostar ESB 500 milljarða á ári Ofveiði á fiskistofnum undan ströndum Evrópusambandsins er talin kosta sambandið yfir 500 milljarða króna á ári og ein 100.000 störf. Viðskipti erlent 13.2.2012 06:48 Grikkir samþykkja niðurskurð í skugga óeirða Gríska þingið samþykkti í kvöld umdeildar niðurskurðaraðgerðir sem áformaðar hafa verið um skeið. Niðurskurðurinn er sagður vera skilyrði fyrir því að Grikkland fái 130 milljarða evra lán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Grikkland þarf nauðsynlega að fá lánið til að forðast greiðsluþrot. Viðskipti erlent 12.2.2012 23:09 Verða Bandaríkin gjaldþrota? Skuldavandi Bandaríkjanna er mörgum áhyggjuefni og hafa svartsýnustu menn fullyrt að gjaldþrot bíði ríkissjóðs landsins ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða. Tölurnar benda til þess að þetta sé ekki alvitlaut, en viðvarandi rekstrarhalli ríkisins hefur öðru fremur byggt á miklum lántökum. Viðskipti erlent 12.2.2012 17:30 Segir Grikkland fara lóðrétt á hausinn ef áætluninni verður hafnað Um sex þúsund manns mótmæla í Aþenu í Grikklandi á sama tíma og gríska þingið tekst á um aðgerðaráætlun um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viðskipti erlent 12.2.2012 16:18 Papademos ítrekar mikilvægi þess að samþykkja aðgerðaráætlun Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, sagði við grísku þjóðina í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að lífsstíll þjóðarinnar myndi breytast með afgerandi hætti yrði umdeild neyðaraðgerðaráætlun um mikinn niðurskurð ekki samþykkt. Viðskipti erlent 12.2.2012 11:13 Uppfærsla gerir út um símavandamál skeggjaðra Skeggjaðir menn hafa lent í vandræðum með snertiskjásímana sína sem lýsir sér þannig að skeggið skellir á viðmælendur. Fyrir suma ætti að vera einfalt mál að leysa vandann. Viðskipti erlent 11.2.2012 08:30 « ‹ 188 189 190 191 192 193 194 195 196 … 334 ›
Brent olían rauf 120 dollara múrinn Verð á tunnunni af Brent olíunni rauf 120 dollara múrinn í morgun. Hefur Brent olían því hækkað um nær 10% frá því í síðasta mánuði. Viðskipti erlent 17.2.2012 09:38
Spænska efnahagsveikin Hagkerfi Spánar gengur nú í gegnum mikla erfiðleika, raunar þá mestu í áratugi. Atvinnuleysi í landinu mælist tæplega 24 prósent. Viðskipti erlent 17.2.2012 08:54
Olía við Falklandseyjar yfir 100 milljarða punda virði Nýjar upplýsingar benda til að olíusvæðið undan ströndum Falklandseyja gæti gefið af sér yfir 100 milljarða punda, eða hátt í 20.000 milljarða króna næstu 20 árin ef allt fer að óskum. Viðskipti erlent 17.2.2012 07:41
Apple opinberar nýtt stýrikerfi Mountain Lion, nýtt stýrikerfi Apple, var opinberað í dag. Hönnun stýrikerfisins byggir á viðmóti iPad og iPhone og munu mörg af vinsælustu forritum tækjanna vera til staðar í Mountain Lion. Viðskipti erlent 16.2.2012 21:30
Afskrifa 662 milljónir evra af skuldum Grikklands Franski bankinn Societe Generale (SG) þarf að afskrifa sem nemur 662 milljónum evra, um 107 milljarða króna, vegna efnahagsvanda Grikklands. Afskriftin þykir hærri en reiknað var með áður en uppgjör bankans fyrir síðasta fjórðung ársins í fyrra var gert opinbert í morgun, að því er fram kemur á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Viðskipti erlent 16.2.2012 11:20
Liliane Bettencourt segir sig úr stjórn L´Oréal Bitru stríði innan Bettencourt fjölskyldunnar er lokið með því að hin tæplega níræða Liliane hefur sagt sig úr stjórn snyrtivörurisans L´Oréal. Viðskipti erlent 16.2.2012 07:01
Walker mjög ánægður með ákvörðun skilanefnda Malcolm Walker forstjóri Iceland verslunarkeðjunnar segir að hann sé mjög ánægður með að skilanefndir Landsbankans og Glitnis ætli að semja við sig og aðra stjórnendur keðjunnar um kaupin á henni. Viðskipti erlent 16.2.2012 06:58
Grísk kona hótaði sjálfsvígi vegna niðurskurðar Kona í Grikklandi hótaði að fremja sjálfsvíg eftir að hún missti atvinnu sína í kjölfar efnahagsþrenginga í landinu. Viðskipti erlent 15.2.2012 21:00
Grikkir lofa frekari útskýringum á niðurskurðaráformum Grísk stjórnvöld lofa að skýra betur frá því hverjar áformaðar niðurskurðaraðgerðirnar munu felast. Forystumenn Evrópusambandsins kölluðu í gær eftir frekari upplýsingum um áformin. Viðskipti erlent 15.2.2012 12:09
Meðalaldur ríkasta fólksins tæplega 70 ár Meðalaldur tíu ríkustu einstaklinga í Bandaríkjunum í tæplega 70 ár, eða 68 og níu mánaða. Ríkasti einstaklingur Bandaríkjanna á uppfærðum lista viðskiptatímaritsins Forbes er Bill Gates, stjórnarformaður og einn stofnenda Microsoft, en hann er jafnframt yngstur á listanum, 55 ára. Eignir hans eru metnar á 55 milljarða dollara eða sem nemur 6.710 milljörðum króna. Það nemur tæplega fimmfaldri árlegri landsframleiðslu Íslands. Viðskipti erlent 15.2.2012 10:39
Lækkun atvinnuleysis skýrist ekki af fjölgun starfa Sú 0,1% lækkun sem varð á atvinnuleysi í janúar skýrist ekki af fjölgun starfa, eftir því sem fram kemur í Morgunkorni Íslandsbanka. Samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar sem birtust i gær mældist atvinnuleysi í janúar 7,2%. Þetta er í neðri mörkum þess bils sem Vinnumálastofnun hafði reiknað með að það yrði í mánuðinum. Viðskipti erlent 15.2.2012 10:23
Breska efnahagsbrotadeildin til rannsóknar vegna Kaupþingsmála Dominic Grieve, dómsmálaráðherra í Bretlandi, hefur fyrirskipað að rannsókn fari fram á starfsháttum bresku efnahagsbrotalögreglunnar, Serious Fraud Office, á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing. Málið er rakið til mistaka sem gerð voru á rannsókn á viðskiptum Tchenguiz bræðra við Kaupþing. Viðskipti erlent 15.2.2012 09:38
Hækkun á mörkuðum í Evrópu og Asíu Nokkur hækkun hefur orðið á helstu mörkuðum í Evrópu í morgun eftir töluverða veislu á Asíumörkuðum í nótt. Viðskipti erlent 15.2.2012 09:30
Áfram óvissa um nýtt neyðarlán til Grikkja Fjármálaráðherrar evrusvæðisins hafa blásið af fund sem þeir ætluðu að halda með leiðtogum stjórnarflokka Grikklands í dag til að ganga frá samkomulagi um nýtt neyðarlán til landsins. Viðskipti erlent 15.2.2012 07:29
Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka Ekkert lát er á hækkunum á heimsmarkaðsverði á olíu þessa stundina. Bandaríska léttolían er komin í tæpa 102 dollara á tunnuna og hefur hækkað um eitt prósent síðan í gærdag. Viðskipti erlent 15.2.2012 07:04
Rauðar og grænar tölur á mörkuðum Hlutabréfamarkaðir sýndu ýmist rauðar eða grænar tölur í dag. Í FTSE 100 vísitalan í Evrópu lækkaði um 0,10 prósent og Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum hækkaði lítillega, eða um 0,02 prósent. Hér á Íslandi lækkaði vísitalan í Nasdaq kauphöllinni um 0,48 prósent og munaði þar mestu um lækkun á gengi bréfa í Icelandair um 1,29 prósent og lækkun á gengi bréfa í Össuri um 1,32 prósent. Viðskipti erlent 14.2.2012 22:34
Adele fékk flest verðlaun en McCartney mestan pening Þó hin breska Adele hafi fengið flest verðlaun á 54. Grammy-verðlaunahátíðinni á dögunum, sex talsins, þá var hún ekki sá tónlistarmaður sem var með hæstar tekjur á síðasta ári. Viðskipti erlent 14.2.2012 16:05
Nokkrar vikur í iPad 3 Gert er ráð fyrir að tölvurisinn Apple kynni nýja kynslóð af iPad-spjaldtölvunni í byrjun næsta mánaðar. Talið er að upplausnin á skjánum á iPad 3 verði 2048 x 1536 og að örgjörvinn verði töluvert harðvirkari en fyrri útgáfum. Viðskipti erlent 14.2.2012 14:16
Kínverjar lofa að koma Evrópu til hjálpar Kínverjar hafa lofað að aðstoða Evrópusambandið við að komast út úr þeirri skuldakreppu sem þar ríkir. Þetta kom fram á fundi leiðtoga Evrópusambandsins og Kína sem fram fór í Peking í dag. Forsætisráðherrann Wen Jiabao bauð fram aðstoð við að koma lagi á málin í Evrópu en hann minntist þó ekki á beina fjárfestingu í björgunarsjóði sambandsins eins og talið var að kæmi til greina fyrir fundinn. Viðskipti erlent 14.2.2012 13:55
Moody´s lækkar lánshæfiseinkunn sex Evrópuríkja Matsfyrirtækið Moody´s hefur lækkað lánshæfiseinkunnir sex ríkja í Evrópu. Þetta eru Ítalía, Malta, Portúgal, Slóvakía, Slóvenía og Spánn. Viðskipti erlent 14.2.2012 06:54
Fréttaskýring: Að duga eða drepast fyrir Grikki "Við höfum ekkert val, kæru landsmenn. Ef áætlunin verður ekki samþykkt þá þýðir það mikla afturför fyrir Grikkland, verri lífskjör fyrir almenning og efnahagslegar hamfarir fyrir nágranna okkar í Evrópu,“ sagði Lucas Papademos, þegar hann flutti þjóð sinni ávarp áður en gríska þingið tók frumvarp um aðgerðaráætlun í ríkisfjármálum til umfjöllunar. Viðskipti erlent 13.2.2012 23:54
Romney safnaði 1,5 milljónum dala á einu kvöldi Mitt Romney, sem nú reynir að hvað hann getur til þess að verða forsetaframbjóðandi Repúblikanaflokksins, í forsetakosningunum í Bandaríkjunum, safnaði um 1,5 milljón dollara, um 183 milljónum króna, á söfnunarkvöldverði í Washington DC. Þar voru samankomnir 650 auðugir Repúblikanar sem voru ánægðir með það sem Romney hafði að segja. Viðskipti erlent 13.2.2012 10:12
Portúgal í vondum málum Portúgal er eitt þeirra landa í Evrópu sem hefur farið hvað verst út úr efnahagsþreningum síðustu ára. Atvinnuleysi er mikið í landinu og skuldirnar verulega íþyngjandi. Almenningur finnur fyrir þessari stöðu með margvíslegum hætti. Viðskipti erlent 13.2.2012 08:15
Grísk ákvörðun gefur grænar tölur á mörkuðum Markaðir hafa brugðist jákvætt við því að gríska þingið samþykkti í gærkvöldi skilyrðin fyrir nýju neyðarláni. Viðskipti erlent 13.2.2012 06:54
Ofveiði á fiskistofnum kostar ESB 500 milljarða á ári Ofveiði á fiskistofnum undan ströndum Evrópusambandsins er talin kosta sambandið yfir 500 milljarða króna á ári og ein 100.000 störf. Viðskipti erlent 13.2.2012 06:48
Grikkir samþykkja niðurskurð í skugga óeirða Gríska þingið samþykkti í kvöld umdeildar niðurskurðaraðgerðir sem áformaðar hafa verið um skeið. Niðurskurðurinn er sagður vera skilyrði fyrir því að Grikkland fái 130 milljarða evra lán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Grikkland þarf nauðsynlega að fá lánið til að forðast greiðsluþrot. Viðskipti erlent 12.2.2012 23:09
Verða Bandaríkin gjaldþrota? Skuldavandi Bandaríkjanna er mörgum áhyggjuefni og hafa svartsýnustu menn fullyrt að gjaldþrot bíði ríkissjóðs landsins ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða. Tölurnar benda til þess að þetta sé ekki alvitlaut, en viðvarandi rekstrarhalli ríkisins hefur öðru fremur byggt á miklum lántökum. Viðskipti erlent 12.2.2012 17:30
Segir Grikkland fara lóðrétt á hausinn ef áætluninni verður hafnað Um sex þúsund manns mótmæla í Aþenu í Grikklandi á sama tíma og gríska þingið tekst á um aðgerðaráætlun um mikinn niðurskurð ríkisútgjalda til þess að Grikkland geti fengið 130 milljarða evra neyðarlán frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Viðskipti erlent 12.2.2012 16:18
Papademos ítrekar mikilvægi þess að samþykkja aðgerðaráætlun Forsætisráðherra Grikklands, Lucas Papademos, sagði við grísku þjóðina í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi að lífsstíll þjóðarinnar myndi breytast með afgerandi hætti yrði umdeild neyðaraðgerðaráætlun um mikinn niðurskurð ekki samþykkt. Viðskipti erlent 12.2.2012 11:13
Uppfærsla gerir út um símavandamál skeggjaðra Skeggjaðir menn hafa lent í vandræðum með snertiskjásímana sína sem lýsir sér þannig að skeggið skellir á viðmælendur. Fyrir suma ætti að vera einfalt mál að leysa vandann. Viðskipti erlent 11.2.2012 08:30