
Viðskipti erlent

Eiginkona Hildebrand viðurkennir gjaldeyrisbraskið
Eiginkona Phillip Hilderbrand formanns bankastjórnar Seðlabanka Sviss hefur viðurkennt að það var hún sem stóð að viðamiklu gjaldeyrisbraski s.l. haust og notaði til þess sameiginlegan reikning þeirra hjóna hjá Bank Sarasin.

Tölvuormur herjar á Facebook notendur
Öryggisþjónustur á netinu hafa gefið út viðvörun um að tölvuormur hafi náð að stela 45.000 lykilorðum af samskiptavefnum Facebook. Upplýsingunum hefur aðallega verið stolið af Facebook síðum í Bretlandi og Frakklandi.

Formaður bankastjórnar seðlabanka sakaður um gjaldeyrisbrask
Philipp Hildebrand formaður bankastjórnar Seðlabanka Sviss hefur verið ásakaður um að hafa hagnast töluvert á gjaldeyrisbraski.

Heimsmarkaðsverð á olíu ekki hærra í átta mánuði
Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka og hefur verðið ekki verið hærra í átta mánuði.

Evrópa á barmi hruns?
Í stuttri fréttaskýringarmynd ritstjórnar Wall Street Journal, Europe on the Brink, er dregin upp nöturleg mynd af stöðu mála í Evrópu. Skuldavandinn er djúpstæður og erfiður viðureignar. Myndin var birt á vef Wall Street Journal í gær.

Tölvuþrjótar stálu 100 milljónum lykilorða í Kína
Tölvuþrjótum hefur tekist að stela um 100 milljónum af lykilorðum frá mörgum stórum og vinsælum netþjónustum í Kína.

Gott gengi hjá verslunum Kaupþings á Bretlandseyjum
Rekstur breskra tískuverslanakeðja í eigu þrotabús Kaupþings gekk mjög vel í jólaösinni í síðasta mánuði.

Nýr forstjóri Yahoo!
Yahoo! réð í dag Scott Thompson sem nýjan forstjóra fyrirtækisins, en hann var áður framkvæmdastjóri PayPal, sem er undir ebay.

Aldrei hafa fleiri veðjað á að evran falli í verði
Aldrei í sögunni hafa fleiri fjárfestar veðjað á að evran falli í verði með því að skortselja hana.

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar áfram
Heimsmarkaðsverð á olíu heldur áfram að hækka en það rauk upp um yfir 3% í gærdag. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin í tæpa 103 dollara og tunnan af Brent olíunni er í tæpum 112 dollurum.

Bankamenn ákærðir fyrir 150 milljarða skattsvik
Saksóknari á Manhattan í New York hefur ákært þrjá svissneska bankamenn fyrir að hafa aðstoðað Bandaríkjamenn við skattsvik sem nema um 1,2 milljörðum dollara eða tæplega 150 milljarða króna.

Sala á Bentley jókst um 37%
Framleiðandi lúxusbílanna Bentley segir að sala á bílunum hafi aukist um 37% á síðasta ári. Eftirspurn sé nú orðin álíka mikil og hún var áður en efnahagssamdrátturinn byrjaði árið 2008. Um 7000 bílar seldust í fyrra. Aðalmarkaðurinn fyrir bílana er í Bandaríkjunum. Þar seldust 2021 bíll og jókst salan um 32%.

Markaðir jákvæðir í morgun
Helstu markaðir í Evrópu eru á jákvæðum þennan morguninn ef kauphöllin í París er undanskilin.

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju
Heimsmarkaðsverð á olíu fer nú aftur hækkandi vegna þeirrar spennu sem ríkir í samskiptum Íran við vestrænar þjóðir.

Meirihluti danskra forstjóra á móti evrunni í fyrsta sinn
Í fyrsta sinn í sögunni er meirihluti forstjóra fyrirtækja í Danmörku á móti því að taka upp evruna.

Mikil eftirspurn eftir dönskum ríkisskuldabréfum
Mikil eftirspurn er meðal alþjóðlegra fjárfesta eftir dönskum ríkisskuldabréfum. Virðast fjárfestarnir telja að Danmörk sé ein af fáum öruggum höfnum sem eftir eru í Evrópu til að fjárfesta í.

Evran veikist áfram á 10 ára afmælinu
Evran á tíu ára afmæli í dag og fagnar þessum tímamótum með því að veikjast enn frekar gagnvart dollaranum frá því fyrir helgina.

Markaðir hefja árið á jákvæðum nótum
Markaðir í Asíu hófu árið á jákvæðum nótum. Þannig hækkaði Nikkei vísitalan í Tókýó um 0,7% í nótt og Hang Seng vítitalan í Hong Kong um 0,2%. Þá varð töluverð hækkun í kauphöllinni í Sjanghai en vísitala hennar hækkaði um 1,2% í nótt.

Windows XP enn notað í tæplega helmingi einkatölva
Þrátt fyrir að Windows XP stýrikerfið sé orðið tíu ára gamalt er það samt sem áður notað í 46,5% af öllum einkatölvum í heiminum í dag.

Þungbúin nýársávörp leiðtoga Evrópu
Leiðtogar Evrópuríkja telja erfitt ár framundan. Angela Merkel, kanslari Þýskalands sagði í nýársávarpi sínu að Evrópa mætti nú búast við "erfiðustu þolraun síðustu áratuga á árinu, en að ríki Evrópu yrðu smátt og smátt samheldnari í þessum erfiðleikum. Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, sagði að kreppunni væri síður en svo lokið. Forseti Ítalíu kallaði eftir enn frekari fórnum.

Árið 2012: Barist á vígvelli lýðræðisins
Stundum er sagt að pólitíkin berjist á tveimur vígvöllum. Annars vegar eru það hefðbundin átök milli flokka um atkvæði kjósenda og hins vegar er það hugmyndabaráttan, þ.e. undirliggjandi barátta um hvaða hugmyndafræði eigi að ráða því hvert skuli stefnt. John Micklethwait, ritstjóri The Economist, spáir því í sérútgáfu blaðsins um árið 2012, að barátta á þessum tveimur vígvöllum stjórnmálanna muni fara harðnandi í stærstu ríkjum heimsins á árinu. Í grein sinni, sem ber nafnið Lýðræðið og óvinir þess (Democracy and its enemies), segir hann efnahagslegar þrengingar á heimsvísu á undanförnum fjórum árum tengist þessari "undirliggjandi baráttu“. Árið 2012 segir hann að geti orðið einkennandi fyrir þetta, ekki síst vegna kosninga sem fara fram víða um heim, við erfiðar aðstæður.

Munnsöfnuður Siri hneykslar mæðgin
Ungur piltur í Bretlandi fékk óblíðar viðtökur frá skipulagsforritinu Siri þegar hann forvitnaðist um íbúafjölda jarðarinnar.

Erfitt ár að renna sitt skeið á enda
Hlutabréfamarkaðurinn í London lokar síðar í dag og opnar ekki aftur fyrr en á nýju ári. Árið sem er að líða hefur verið erfitt fyrir fjárfesta eins og raunar almenning allan. FTSE vísitalan í London hefur lækkað um sex prósent á þessu ári. Það er reyndar mun minni lækkun er sést á öðrum helstu vísitölum í Evrópu.

Vaxtaálag ítalskra skuldabréfa lækkar
Ítölsk ríkisskuldabréf seldust fyrir rúma tíu milljarða evra í gær, á talsvert hagstæðari vöxtum en þeim hefur boðist undanfarið. Er um að ræða góðar fréttir fyrir Ítalíu sem hefur verið á mörkum greiðslufalls síðustu mánuði vegna vaxandi skulda og hækkandi lántökukostnaðar.

Miður sín eftir jól án iPad
Jólin eru hátíð ljóss og friðar. Á hinum helga tíma er það jólaandinn, skreytingar, gjafirnar, fríið og samveran sem við þá nánustu sem skiptir mestu máli. En þó ekki fyrir alla. Vefurinn Gizmodo hefur tekið saman twitterummæli frá hinum vanþakklátu, sem bölva sínum nánustu í sand og ösku fyrir að hafa ekki valið réttu gjöfina handa sér. Og rétta gjöfin var auðvitað iPhone.

Vaxtakostnaður Ítalíu hríðféll í morgun
Ítalska ríkið endurfjármagnaði skammtíma skuldir í morgun upp á 9 milljarða evra, jafnvirði tæplega 1.500 milljarða króna, með vaxtaálagi upp á ríflega 3,2 prósent. Það eru um helmingi lægra álag en ríkinu bauðst í nóvember, að því er greint er frá í frétt breska ríkisútvarpsins. Þá neyddist ríkið til þess að endurfjármagna hluta skulda sinna á ríflega 6,5 prósent vaxtaálagi.

Spjaldtölvan stóð undir væntingum
"Ég get alveg fullyrt að spjaldtölvur voru mikið keyptar í jólagjafir, rétt eins og spáð hafði verið,“ segir Gunnar Jónsson, sölustjóri Tölvulistans.

Japan stendur frammi fyrir áskorunum
Japan er skuldum vafið og með efnahag sem varð fyrir gífurlegu áfalli, þegar jarðskjálfti skók landið fyrr á árinu. Framleiðsla margra stórra fyrirtækja hrundi við skjálftann, m.a. hjá Toyota. Það er þó ekki öll nótt úti enn.

Fleiri Bretar atvinnulausir á næsta ári
Atvinnuleysi í Bretlandi mun aukast á næsta ári og verða þá tæplega tvær milljónir og níuhundruð þúsund manna atvinnulausar, samkvæmt nýrri skýrslu sem óháð atvinnumálasamtök þar í landi birtu í gær. Þau búast svo við því að atvinnuleysi muni ná hámarki árið 2013. Samtökin gera ráð fyrir að opinberum störfum í landinu muni fækka um 120 þúsund á næsta ári. Fjöldi starfa í einkageiranum muni hins vegar standa í stað. Samtökin segja að aðgerðir stjórnvalda í landinu ættu að miða að því að koma í veg fyrir langtímaatvinnuleysi og atvinnuleysi á meðal ungs fólks.

Hagkerfi Brasilíu stærra en það breska
Brasilía er orðið sjötta stærsta hagkerfi veraldar. Áður var Bretland í sjötta sætinu, því hefur brasilíska hagkerfið siglt fram úr því breska. Þetta er niðurstaða breska rannsóknarsetursins Centre for Economics and Business Research (CEBR).